Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 20
20 | 12.6.2005 „Ég vona alltaf að það sé baðker á þeim hótelherbergjum sem ég dvel á...“ L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Í matsalnum á Hótel Skjaldbreið við Laugaveg sitja Norðmennirnir FrodeAskildsen og Gry Andersen og njóta morgunverðar. „Við erum ekki par heldur kollegar,“ eru þau fljót að kveða upp úr um þegar byrjað er að forvitn- ast um ferðir þeirra og hagi. Í ljós kemur að þau eru þátttakendur á norrænni ráðstefnu meinatækna sem hófst í Háskólabíói á miðvikudag. „Það eru 92 meinatæknar sem koma frá Noregi til að taka þátt í ráðstefnunni og þar sem hún er haldin á Íslandi í ár erum við mjög spennt,“ bæta þau við. Þetta er í fyrsta sinn sem Frode kemur til Íslands en Gry hefur verið hér einu sinni áður. „Það var í fyrra og þá kom ég líka í vinnuerindum,“ segir hún og grettir sig. „Við fáum samt svolítinn tíma til að skoða okkur um og ein- hverjar ferðir hafa verið skipulagðar í tengslum við ráðstefnuna,“ segir Frode. „Til dæmis verður farið í Bláa lónið og svo verður farið í skoðunarferð hér í Reykjavík.“ Þau segjast vön því að dveljast á hótelum á ferðum sínum um útlönd. „Stundum leigir maður sér íbúð, sérstaklega þegar maður er í fríi,“ segir Gry „...eða misnotar sér aðstöðuna hjá vinum og vandamönnum,“ skýtur Frode inn í áður en Gry heldur ótrauð áfram: „Það sem er gott við þetta hótel er að það er svo miðsvæðis og nálægt ráðstefnustaðnum. Miðbærinn í Reykjavík er frekar lítill þannig að héðan er mjög gott að koma sér á milli staða, hvort sem maður er fótgangandi eða ekki.“ Þau segja hótelherbergið oftast eins konar stoppistöð þar sem þau reki nef- ið inn milli þess sem þau er útivið að sinna erindum sínum. „Við höfum þétta dagskrá því við erum jú í vinnunni,“ segir Gry. „Engu að síður er mikilvægt að vera á góðu hóteli þar sem manni líður vel jafnvel þótt maður dvelji þar ekki í langan tíma í senn.“ Kröfur þeirra til hótela reynast vera býsna mismunandi. „Ég vona alltaf að það sé baðker á þeim hótelherbergjum sem ég dvel á,“ segir Frode og skelli- hlær. „En það gerist nú ekki oft. Eins finnst mér gott að geta snúið mér við inni á baðherberginu – stundum vantar svolítið upp á það. Svo þarf rúmið að vera gott að sofa í.“ Gry hefur aðrar áherslur. „Mér finnst skipta miklu máli að móttakan sé hugguleg og að hafa aðgang að aðstöðu á borð við netteng- ingu. Mér finnst líka mikilvægt að starfsfólkið hafi þjónustulund og að maður fái góða hjálp í móttökunni. Herbergið sjálft þarf ekki að vera tilkomumikið því maður notar það fyrst og fremst til að sofa í og fara í sturtu. Svo ég er ekki svo upptekin af því að hafa baðker,“ segir hún og glottir til Frode sem hlær við þegar honum er bent á að laugarnar í Reykjavík séu með þeim betri. Hann segir ekki útilokað að hann eigi eftir að reyna þær á eigin skinni. „Við fáum frí á sunnudag [í dag] og þá höfum við tækifæri til að gera eitthvað skemmti- legt.“ Hótelherbergið er stoppistöð GESTIRNIR GRY ANDERSEN OG FRODE ASKILDSEN Á Hótel Reykjavík við Rauðarárstíg starfa níu þernur semflestar eru af erlendu bergi brotnar. Þeirra á meðal er El- isabet Drozyner sem kom til Íslands frá Póllandi fyrir sjö árum. Í dag hefur hún einna lengstan starfsaldurinn á hótelinu, fjögur ár, sem þykir býsna langur tími í þessu starfi. „Ég þríf herbergin, bý um rúm og tek til eftir gestina,“ segir Elísabet en aðalvinnusvæði hennar er þriðja hæðin þar sem eru 26 herbergi. Þegar hótelið er fullbókað, eins og nú yfir sumartímann, sjá tvær þernur um hverja hæð en yfir vetrartímann eru færri þernur á hótelinu. Þrifin á herbergjunum eru mismunandi eftir því hvort gestirnir eru alfarnir af herbergjunum eða hafa bara brugðið sér af bæ. Í fyrra tilfellinu þarf að þrífa vandlega áður en næsti gestur kemur en þess á milli nægir einfaldari tiltekt þar sem búið er um rúm, gólf og salerni þrifin, þurrkað af, farið út með ruslið, bætt á kaffi og tepoka og þess háttar. Elisabet segist hafa gaman af vinnu sinni enda hitti hún mikið af ólíku fólki. Stundum komi jafnvel Pólverjar á hótelið sem gefi henni tækifæri til að spjalla við aðra á móðurmáli sínu og það er kærkomið því hún er eini starfsmaður hótelsins sem er frá Póllandi. „Dóttir mín, Matgorzata var hérna líka en hún hætti í maí því hún átti þá barn,“ segir hin nýbakaða amma stolt. Stöku sinnum skilja gestir eftir þjórfé handa þernunum en það er þó afar misjafnt og fer jafnvel eftir þjóðernum. Elisabet segir gestina yfirleitt ánægða með þjónustuna og stöku sinnum skilji þeir eftir þakkarbréf, sem hún kunni vel að meta. Fær stundum þakkarbréf „Dóttir mín, Matgorzata, var hérna líka en hún hætti í maí því hún átti þá barn ...“ ÞERNAN ELISABET DROZYNER L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.