Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 14
14 | 12.6.2005 búi ekki um, er alltaf búið að laga til og skipta á rúmunum þegar maður kemur inn eftir gönguferð eða morgunverð. Hreinir töfrar. En auðvitað er heimilishald í veruleikanum hvergi með þessum hætti. Þess vegna er hótelherbergi bara hug- mynd, viðskiptahugmynd, draumur. Þessu tengist löngunin um ríkidæmi; hótelin lifa á ævintýraþrá hins almenna borgara. Í eina nótt, eða fleiri ef verkast vill, getur fótalúni gesturinn þóst vera kóngur eða prinsessa, með þjónustufólk á hverju strái sem eldar og þrífur, press- ar og bónar. Allir vilja prófa að eiga heima í kastala, í öllum býr ævintýrið. Þannig má halda því fram að hótelherbergið sé útópía, staðleysa, því þannig íverustaður er ekki til í hversdagsleikanum. Þótt hótel séu vissulega hluti af veruleikanum, áþreifanlegar byggingar við alvöru götur, þá býr varla neinn venjulegur maður á hóteli alla ævi eða svo árum skiptir. Hótelvist er alltaf skammvinn, henni er beitt við sérstakar aðstæður, hún er lúxus, nauðsyn, leyfi, fjarvist. VI Manneskjur eru eins mismunandi og þær eru margar, samt eigaþær allar að geta þrifist á hótelherbergi. Einkennilegt. Af þessumsökum er ævinlega gert út á samnefnara fólks, frumþarfirnar, í út- færslu hótelherbergja – sérkennin eru látin liggja á milli hluta, einstaklingseðlið þurrkað burt. Hótelherbergi þarf sem sé að henta fólki á öllum aldri, af mis- munandi trú, uppruna og menningarheimi, þar má ekkert vera stuðandi, leið- andi, truflandi, framandi. Þar á að vera jafnsjálfsagt að íhuga og að halda brjálað partý, þar getur ýmist ríkt fullkomin kyrrð eða skapast aðstæður fyrir fullkomið rifrildi. Hótelherbergi dregur ekki taum neinnar pólitískrar hreyfingar, hug- myndafræði, trúboðs eða byltingar – í besta falli eru þar gerðar vægar stílæfingar í innanhússarkitektúr. Sums staðar er reyndar Biblían í náttborðsskúffu en slíkt mun þó vera á undanhaldi samkvæmt ætluðu umburðarlyndi pólitískrar rétt- hugsunar. Hótelherbergi er þannig hugmynd um normið, birtingarmynd þess hvað dæmigerð manneskja á að þurfa og vilja. Og gestirnir virðast hafa gengist inn á þessar forsendur, sem sést á því hversu lítill munur er á hótelrýmum milli landa og heimsálfa. Ríkjandi er þegjandi samkomulag um að svona séum við öll, gegn greiðslu. Okkar eigin greiðslu, reyndar. Og enn um sérkennin. Eitt af því sem markar hótelupplifunina er að maður gistir þar sem hundruð annarra hafa gist. Að vera á hóteli merkir að sofa í sama rúmi, undir sömu sæng og alls konar ókunnar manneskjur; hér hefur margt ver- ið hugsað, ýmislegt verið framkvæmt, miður fallegt, mjög fallegt… Að gista á hóteli felur í sér, hvort sem manni líkar betur eða verr, að finna fyrir andblæ annarra, svipum og löngu liðnum samtölum, þótt starfsmenn hótelsins leggi sig í líma við það á hverjum degi að afmá ummerki um fyrri gesti. VII Svo er það leyndin, hún vomir yfir hverju hótelherbergi.Það er að sönnu griðastaður, skjól fyrir áreiti raunveruleik-ans, en um leið skjól fyrir hvers kyns ódæðisverk. Eða hver kannast ekki við bíómyndir og alls kyns sakamálaþætti um framhjáhald, nauðg- anir, morð, meiðingar, vændi, eiturlyfjaneyslu og annað vafasamt sem fram fer bakvið sviplausar dyr hótelherbergja? Slíkt mun ekki vera úr lausu lofti gripið, heldur úr köldum veruleikanum. Á húninum hangir í besta falli spjaldið „Vin- samlegast ónáðið ekki“ en enginn fær að vita hvers vegna. Á hótelherberginu er í mesta lagi einn gluggi – of hátt frá jörðu til þess að sjá megi inn – á hótelher- bergi er sjaldan gestagangur, þar á enginn leið um, þar er því með útsjónarsemi hægt að athafna sig án þess að upp komist. Hótelherbergi eru hins vegar líka, samkvæmt dægurhefðinni, vettvangur hins fallega í mannlegum samskiptum. Brúðkaupsnótt eyða langflestir á hóteli; þar eiga tvær manneskjur eitthvað einstakt og einkalegt, langa nótt sem útilokar hversdaginn og auðveldar innlifaða samveru og einbeitingu. Hótelherbergið er þannig fullt af þversögnum. Einsemd – fjöldahæli, útlönd – einskismannsland, heimili – heimsókn, draumur – veruleiki … Kannski myndar það af þeim sökum fullkominn ramma utan um mannlegt atferli, nógu hlut- lausan ramma en um leið traustvekjandi. Eða er lífið ekki einmitt alltaf blanda af þessu tvennu, hinu óvænta og fyrirsjáanlega? Sá sem tékkar sig inn á hótel veit nokkurn veginn hvernig herbergi bíður hans, þau eru öll svipuð. En hvað á eftir að gerast þar er alveg á huldu. Hvað hefur gerst þar áður er enn meiri leynd- ardómur. Kannski eru hótel sniðin fyrir spennufíkla ekki síður en einfara. Hér er lykillinn. Þú tekur lyftuna upp fimm hæðir, gengur ganginn á enda og beygir fyr- ir horn. Morgunverðarhlaðborð á milli sjö og tíu í fyrramálið. Gleymdu um- heiminum. Syngdu í sturtunni. Draslaðu til. Njóttu dvalarinnar. | sith@mbl.is spyrja frétta, þar eru herðatré, ábreiður og handklæði. Enginn óþarfi. Nema þá helst í svítum, eða á dýrum hótelum. Þá er kannski ávaxtakarfa, buxnapressa, baðsloppur, skrifblokk í leðurbandi, konfekt, skóburstunarkassi, öryggishólf, bréfsefni, hægindastóll, eldspýtur, hárþurrka, pennasett, símaskrá, ilmkrem, jafn- vel blóm í vasa. Hótelherbergi af hefðbundnum toga mætir grunnþörfum einstaklings af slíkri vandvirkni að þar væri í raun hægt að búa. Með aðsendum kosti úr eldhúsinu, daglegri ræstiþjónustu og spjaldinu góða á hurðarhúninum – Vinsamlegast ónáð- ið ekki – mætti lifa lúxuslífi á hótelherbergi. Að vísu væri það giska einhæft líf- erni, en líf samt. Í náttborðsskúffunni er meira að segja Biblían til taks, komi yfir menn efasemdir, syndsamlegar hugsanir eða aðrar tilvistarkrísur. Spurning hvort hægt væri að taka á móti gestum. Má það yfirleitt á hótelum? Færu grunsemdir að vakna og gíróseðlar að berast ef gesturinn gisti í viku eða tvær? Hver fylgist yfirleitt með slíku? Getur verið að í flestum eins manns herbergjum hótela dvelji yfirleitt tveir, og í tveggja manna herbergjum þrír til fjórir? Er fólk svona nískt? Hversu margir reyna að leika á verðskrár hótelanna? Þetta er umhugsunarefni. III Og hvað er svo hægt að taka til bragðs til þess að gera hótelher-bergi persónulegt; þetta rými sem öllum á að hugnast og er há-mark hlutleysisins, þrátt fyrir sín sterku einkenni (veggfóður, mynstruð teppi, miðjustillingu rúms, hámarksnýtingu rýmis, þögn, hvít hand- klæði, þurrt loft, þung gluggatjöld)? Galdurinn felst í undirbúningi og reynslu. Þeir sem ferðast mikið og eru tónelskir kunna að hafa með sér tónlist; ferða- útvarp, vasadiskó, tölvu með tónlistarforriti. Þá er gott að hafa eigin vekj- araklukku í stað þess að ókunn vakningarþjónusta móttökunnar trufli svefninn. Eigin koddi er skilyrði – koddar á hótelum eru iðulega of háir, harðir, stórir eða mjúkir. Ganga má svo langt að raða húsgögnum upp eftir eigin höfði. Hengja fötin utan á skápana, jafnvel upp um alla veggi, svo eitthvað kunnuglegt blasi við. Ganga um á gömlu flókaskónum að heiman. Hafa jafnvel til taks inni- ljósaseríu, sem hægt er að skella upp ef lýsingin í herberginu er framandleg. Mynd af ástvinum til að hengja á baðspegilinn. Að ekki sé talað um heimabak- aðar kleinur, harðfisk eða kaldar kótilettur, sem fylla herbergið ilmi að heiman og útrýma tilbreytingarleysinu, holum hótelkeimnum. Og þó, kannski er þetta of langt gengið. Dæmi hver fyrir sig. Hvort sem hlut- leysi hótelherbergisins er lausn frá amstri dagsins, eða kvöl í huga þeirra sem þjást af heimþrá, er alltaf hægt að leggja upp í könnunarleiðangur um hótelið sjálft og finna hvaða veröld boxið tilheyrir. Úr lobbýinu má senda póstkort til vinar, taka aðra gesti tali, tylla sér á útitröppurnar og þykjast eiga húsið með öll- um þess glitrandi ljósakrónum og löngu göngum. Svo má rýna í númerið á her- bergislyklinum og athuga hvort það færi manni tíðindi. Fara svo aftur upp á her- bergi og hugsa. IV Þetta síðastnefnda er athyglisvert. Alla jafna er talað um að fara„upp á herbergi“ þegar gist er á hóteli, en í venjulegu húsi er fariðupp í herbergi. Þetta gefur til kynna að hótelherbergi séu alltaf á einhvern hátt frábrugðin öðrum vistarverum. Sá sem þar gistir er eins og ut- análiggjandi, hann er ekki inni í umvefjandi rými. Hótel er ekki heimili. Hótelherbergi getur jafnvel verið ígildi einangrunar. Rifja má upp að rithöf- undurinn Oscar Wilde lést, bláfátækur, þjakaður og útskúfaður úr bresku sam- félagi, á hótelherbergi í París árið 1900. Hann hafði þá nýlega setið í fangelsi í 18 mánuði fyrir siðferðisbrot, og kannski var hótelvistin eins konar framhald þeirrar einangrunar. Hótelherbergi eru einmitt númeruð, líkt og fangaklefar, kassalaga og með glugga á einungis einni hlið. Herbergi 302, þung hurð, engar heimsóknir, tómt vatnsglas. Á eins manns hótelherbergi gefst óheyrilega mikill tími til þess að hugsa, séu gestir þannig stemmdir. Þar er engin umferð, engin dagleg rútína, fá inngrip að utan. Á hótelherbergi hittir maðurinn í besta falli sjálfan sig. Sumir myndu jafn- vel ganga svo langt að segja að hótelherbergi væri hin ágætasta myndhverfing fyr- ir höfuð gestsins, hann er einn í rýminu, þar bergmála hugsanir hans, söngurinn í sturtunni og mas upp úr svefni. Í höfðinu gerist ýmislegt sem enginn fær að sjá, þar kemur ekki nóttin nema maður vilji, þar slær saman minningarbrotum, íhug- un og draumum fyrir framtíðina. Þar má snúa öllu á hvolf og tryllast, ef vill. V Og fyrst nefndir eru draumar; hótelherbergi er að vissu leyti draumurum heimilishald eins og maður vildi hafa það. Allt hreint og strokið,alltaf nóg í ísskápnum, öll handklæði mjúk. Og þótt maður drasli til og Að ekki sé talað um heimabakaðar kleinur, harðfisk eðakaldar kótilettur, sem fylla herbergið ilmi að heiman… AÐ BÚA Í EIGIN HÖFÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.