Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 42
SMÁMUNIR… Er þetta hóteltónlist? Tónlistarmaðurinn Moby gaf á dögunum út tvöfaldan disk, Hotel. Af hverju hótel? spyr Moby sjálfur á bakhlið kassans. „Ástæðurnar eru margvíslegar, en hér er ein: Hótel heilla mig því þau eru ótrúlega innileg rými sem er stöðugt verið að þrífa og líta út fyrir að vera nafnlaus. Fólk sefur á hótelherbergjum og grætur á hótelherbergj- um og baðar sig á hótelherbergjum og elskast á hótelher- bergjum og byrjar saman á hótelherbergjum og hættir saman á hótelherbergjum o.s.frv. o.s.frv. en í hvert sinn sem við tékkum okkur inn á hótelherbergi finnst okkur við vera fyrsti gesturinn þar …“ skrifar hann. Í textanum líkir hann ennfremur dvölinni á hóteli við lífið sjálft – eftir að við tékkum okkur út eru öll ummerki um dvöl okkar smám saman máð út. Tónlistin á diskunum á hins vegar að vinna á móti slíkri dauðhreinsun og nafnleysi; Moby segist kjósa tónlist sem sé „sóðaleg og manneskjuleg, op- in og tilfinningasöm“ því þannig sé fólk, bæði hann sjálfur og fólk sem gistir á hótelum. Myndirnar sem prýða plötuna voru teknar á Riving- ton-hótelinu í New York. Hver og einn getur svo ákveðið hvað þetta tiltekna Hotel er margra stjörnu.L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Hótelhandbækurnar Mr. & Mrs. Smith leitast við að upplýsa ferðalanga um „svölustu, þokkafyllstu og innilegustu gististaðina“ eins og segir á heimasíðu útgefandans. Hótel í Bretlandi eru þar aðallega kynnt, en nýverið hafa helstu borgir Evrópu bæst við. Vörumerkið Mr. & Mrs. Smith tengist ekki samnefndri Hollywood-kvikmynd, heldur vísar til gestanna sem tékka sig inn á hótel; para í leit að kósí næturstað. Hjá Herra og Frú Smith er hafður sá háttur á að útsend- arar fyrirtækisins leita uppi smart hótel og taka út alla þjónustu og umgjörð. Svo er einhver sendur til þess að gista á hótelinu, t.d. kvikmyndastjarna, hönn- uður, kokkur eða ferðaskríbent, og skrifa um upplifun sína. Ef hótelið veldur gestinum vonbrigðum, kemst það ekki í bókina. Þar eru því engir vondir dómar, heldur aðeins sagt frá frábærum gististöðum með skemmtilegum hætti: www.mrandmrssmith.com. Stjörnur skrifa um hótel Á marokkóskri ferðaskrifstofu í Algeciras sönglaðibúttaður sölumaður lofræðu um stjörnumprýtt hótelí eigu frænda sinna í Tangier. „Kannski er ráðlegt að panta eina nótt, ef við komum seint,“ sagði ég við eiginmanninn sem var harðákveðinn í að gista á almúgastöðum, helst undir berum himni eins og þegar hann var nítján ára og týndist í fjöllum Marokkó í tvo mánuði. Þá var nú gaman að lifa (fyrir hann, ekki mömmu hans) – en ég var hins vegar með fullt farteski af heilræðum frá pabba mínum sem hafði verið fararstjóri í Marokkó, eins og afi Ottó (sem stakk sér af skipi ofan í Gíbraltarsundið á eftir skjala- tösku með íslenskum vegabréfum). En eiginmaðurinn fussaði yfir meintum heimóttarskap og fullyrti að hvergi væri örlátara og heiðarlegra fólk en í Marokkó; kannski ekki í hafnarbæn- um Tangier – en lengra inni í landinu myndi ég kynnast því. „Öruggara að hafa næturstað í Tangier.“ Þetta voru loka- orð í anda formæðra minna, en stund- um er vænlegt að vera „móðursjúk“. Ryðgaði dallurinn í eigu marokkóska skipafélagsins lét úr höfn sex tímum á eftir áætlun í ólgusjó og svartamyrkri. Hann var sá eini sem sigldi í veðurofs- anum með okkur innbyrðis, þrjá garð- yrkjumenn frá Granada, frakka- klædda löggu og sjóveika stórfjöl- skyldu. Þessi „skottúr“ varð að nokkrum klukkutímum og mig rámaði í kjúklinga-paellu hit- aða upp í örbylgjuofni á hafnarkaffihúsi fyrr um daginn. Mat- areitrunin dúaði í maganum og fékk góðar undirtektir hjá sjó- veikinni, þarna í þungum ilmolíu-smurningarfnykinum meðan skipið hélt áfram að skoppa. Aldrei hef ég orðið jafn- þakklát að skjögra inn í hótelanddyri og þessa nótt. Svona líka ævintýrahöll: þjónar með túrbana báru fram myntute á útskorið borð, breskt hefðarfólk hjalaði yfir gin- sopa og samanhnýttur náungi fullyrti að hann gæti uppfyllt allar okkar óskir – bara að biðja um Hassan! Svo blikkaði hann frænda sinn í lobbíinu og laumaðist inn í nærliggjandi brúðkaupsveislu þar sem vel haldnir karlmenn sturtuðu sykri upp í nefið og fögnuðu honum ákaft. Þrátt fyrir öll skemmti- legheitin lá mér á að komast í skjól. Furstinn sem gætti lyft- unnar virtist óþolandi svifaseinn í tígulegheitunum og ég rétt náði inn í glæsiherbergið áður en marglitir vökvar fossuðu úr öllum hugsanlegum gáttum líkamans, krafturinn þvílíkur að sæmt hefði Gullfossi og Geysi í kór. Í rauninni langaði mig ekki að gista á glæsihóteli; undarlegt að nýta framandi hag- kerfi til að dvelja á millahóteli umkringdu sárfátæku fólki – en þegar læknismenntaður frændi mannsins í lobbíinu sprautaði mig niður til að stöðva krampakenndar líkamsleysingarnar var vestræna samviskubitið á hröðu undanhaldi. Ómurinn rauf langan, djúpan svefn. Ég var ein í stóru her- berginu sem búið var að sótthreinsa eftir nóttina. Einhver hafði fjarlægt fötin mín, glugginn var galopinn og inn barst hitamolla, himinninn mjólkurhvítur. Húðin eins og úthverf, líkaminn blóðlaus; var ég dáin? Nei, ég var óbærilega þyrst. Teygði mig í vatnsflösku og hengslaðist að glugganum. Og ómurinn hélt áfram, það var beðið í moskunum og bæna- söngurinn undurfagur. Hlustaði dáleidd og horfði yfir borg- ina: konur að berja teppi, karla á kaffihúsum, hlæjandi börn. Máttvana og skynjaði stundina sem opinberun: þetta mjólk- urhvíta, blóðlausa og heita andartak; einn vatnssopi algjör seðjun, ómurinn mjúk gæla, eilíf sæla. Svo hratt eiginmaðurinn upp hurðinni, kampakátur, því hann hafði skotist út og fengið dísætt myntute. Opinberunin splundraðist og fljótlega birtist heimiliskötturinn Hassan með beislituð karlmannsnærföt handa sjúklingnum. | audur@jonsdottir.com Opinberun marokkósku ferðaskrifstofunnar Pistill Auður Jónsdóttir Húðin eins og úthverf, líkaminn blóðlaus; var ég dáin?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.