Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 16
16 | 12.6.2005 L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Ó mar Nilsen er enginn nýgræðingur í veitingasalnum á Hótel Holti því sjö ár erusíðan hann hóf þar störf meðfram þjónanámi. „Ég kláraði Hótel- og matvæla- skólann árið 2001 og fór þá til Danmerkur þar sem ég var í tvö ár,“ segir hann. „Ég var að vinna á fínu hóteli við landamæri Þýskalands og svo starfaði ég í Árósum sem veit- ingastjóri á litlum veitingastað. Það var rosa gaman að prófa eitthvað annað enda svolít- ið öðruvísi og léttari bragur þar en hér á Holtinu þar sem er þessi klassíski, franski stíll.“ Eins og liggur í augum uppi þarf góður þjónn að hafa þjónustulund og vilja til að verða við óskum viðskiptavinanna. „Svo eru nokkrir staðir eins og Holtið sem hafa það markmið að þjónustan sé til staðar án þess að hún sjáist. Fólki á að líða eins og það sé heima hjá sér eða í heimsókn hjá vinafólki. Þess vegna eru fín meðmæli ef það gleymir að borga,“ segir hann og hlær. Aðspurður segir hann ekki erfitt að láta lítið á sér bera þegar erillinn er mikill. „Þá verður samtalið við kúnnann styttra en maður reynir alltaf að ræða við hann með bros á vör. Gestirnir eru mjög mismunandi og eins er mismunandi hvern- ig liggur á þeim. Maður verður þá að virða það og haga sér í samræmi við það.“ Hann segir gott samstarf milli þjóna og kokka, t.d. vegna gesta sem hafi mataróþol. „Eins er gott samstarf milli kokka og þjóna varðandi samsetningu matar og víns. Góður grunnur er hins vegar alltaf mikilvægur. Þegar ég var í náminu lærði ég hér af bestu vín- þjónum landsins og við leggjum metnað í að þjónarnir hér séu í Vínþjónasamtökunum.“ Ómar segir að yfirleitt fari ekki mikið fyrir gestunum. „Gestir hótelsins eru gjarnan viðskiptafólk og aðrir sem vilja vera í notalegum kringumstæðum og vinna sína vinnu í friði án þess að það sé mikill erill. Andrúmsloftið hérna er líka mjög rólegt því hótelið hefur þessa dempuðu, klassísku stemningu. Við erum með veislusalinn Þingholt og veit- ingasalinn Listasafnið og svo er það barinn Skálholt, sem er frægur fyrir viskí- og koní- akssafnið sitt. Eins erum við með stærsta vínlista á Íslandi. Fyrir þá sem hafa áhuga og metnað er einstaklega gaman að starfa í kring um þessa hluti.“ Að vera til staðar án þess að sjást „Fólki á að líða eins og það sé heima hjá sér …“ ÞJÓNNINN ÓMAR NILSEN MARGBREYTILEIKI MANNLÍFSINS ENDUR- SPEGLAST KANNSKI HVERGI BETUR EN Á GISTI- STÖÐUM ÞAR SEM ALLRA ÞJÓÐA FERÐALANGAR KOMA SAMAN. EKKERT VÆRI ÞÓ HÓTELIÐ ÁN STARFSMANNA, SEM LÍKT OG GESTIRNIR KOMA ÚR ÖLLUM ÁTTUM, TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚNIR. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur HEIMUR HÓTELSINS Í gestamóttökunni á Hótel Selfossi situr Matthildur Ómarsdóttir sem hóf þar störffyrir rúmu hálfu ári. „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hafði verið í öðrum þjónustustörfum og vildi breyta til svo ég ákvað að slá til þegar mér bauðst þetta starf.“ Matthildur sá fljótt að vinnan er býsna fjölbreytt. „Ég sé um að bóka inn fólk, bæði þá sem koma inn af götunni og í gegnum síma. Það er heilmikið að gera í símaþjónustu því hingað hringir fólk með alls kyns fyrirspurnir. Þegar gestirnir koma tékka ég þá inn og út þegar þeir fara, tek við greiðslum og ef einhverjar kvartanir eða skilaboð eru kem ég þeim áleiðis til réttra aðila, svo sem húsvarðarins eða næturvarðanna. Ég er mikið í sam- bandi við þjónana og kokkana til að láta þá vita hvað þessi eða hinn kúnninn vill fá. Það er margt að muna og það má segja að maður þurfi að hafa gott minni til að sinna þessu starfi.“ Hún segir mikið um ýmsar séróskir sem hún reyni að verða við eftir fremsta megni. „Maður reynir að átta sig á hvort fólk vilji stórt eða lítið herbergi og oft biður það um eitthvað sérstakt, t.d. ef það er að halda upp á eitthvað.“ Hún segist þó aldrei hafa fengið neinar undarlegar beiðnir. „Það er ekkert sem hefur komið á óvart – ég er kannski ekki búin að vinna nógu lengi í þessu til þess. Þetta eru mest óskir um að fá freyðivín eða baðslopp upp á herbergi eða eitthvað slíkt.“ Í miðju símtali gerir Matthildur hlé á spjallinu til að sinna ferðalangi sem hefur dúkkað upp við móttökuborðið á Selfossi og þegar afgreiðslunni lýkur játar hún að stundum geti verið brjálað að gera. „Reyndar er minna að gera á veturna þó ég geti ekki sagt að það hafi verið neinn friður hér seinnipartinn í vetur. Það eru gjörólíkir tímar eftir að sum- artraffíkin fór að velta í gang því nú er allt fullt af útlendingum hjá okkur en í vetur var meira um Íslendinga sem voru að koma á árshátíðir og ráðstefnur og slíkt. Svo að núna er ég að kynnast allt annarri hlið á starfinu.“ Allt ber þetta að sama brunni – að þjóna viðskiptavinunum sem best: „Móttökumann- eskja þarf að hafa góð samskipti við fólk og hafa góða þjónustulund, hlusta á það sem fólkið hefur fram að færa og vera lipur. Sömuleiðis er gott að hafa góða tungumálakunn- áttu. En það mikilvægasta er að hugsa stöðugt um að gera það besta fyrir kúnnann.“ L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Þarf að hafa gott minni „...ef einhverjar kvartanir eða skilaboð eru kem ég þeim áleiðis til réttra aðila...“ MÓTTÖKUSTÚLKAN MATTHILDUR ÓMARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.