Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 34
34 | 12.6.2005 Veruleikinn er oft lygilegrien skáldskapur og raun-veruleg hótel eru oft upp- spretta bóksagna. Sögusvið Lost in Translation eftir Sofiu Coppola er Park Hyatt í Tókýó, en meginþema frásagnarinnar er tvær einmana hótelsálir sem tengjast vináttu- böndum stutta stund. „Mig hefur alltaf langað til þess að búa til kvikmynd í Tókýó, ég þekki um- gjörðina og man borgina vel frá því að ég var yngri. Park Hyatt hótelið er einn af mínum uppá- haldsstöðum í heiminum. Tókýó er erilsöm borg en innan veggja hót- elsins ríkir kyrrð og friður. Hönn- unin er líka forvitnileg og skrýtið að hafa New York bar, djass- söngvara og franskan veitingastað á hóteli í Japan,“ segir Sofia Cop- pola. Á heimasíðu hótelsins (tok- yo.park.hyatt.com) er vakin athygli á kvikmyndaferli þess og jafnframt vísað á heimasíðu Lost in Transla- tion (lost-in-translation.com). Líf- ið bendir á listina og öfugt. Hryllingshótelið minnisstæða Overlook í The Shining, kvikmynd Stanleys Kubrick eftir sögu Steph- ens King, er ekki allt sem það er séð og reyndar bara til á filmu, sem slíkt. Sögusviðið er einangrað fjallahótel í Colorado, en í útisen- um myndarinnar er bakgrunnur- inn framhlið Timberline-fjallaskál- ans, sem til er í raun og veru og stendur á Hood-fjalli í Oregon- ríki. Innviðir Overlook-hótelsins ímyndaða voru smíðaðir að fyrirmynd ýmissa annarra hótela í Bandaríkjunum og bakhliðin var sett saman í kvikmyndaveri EMI á Englandi, þar sem innisenurnar voru teknar upp. Blóðrauða karlasal- ernið, þar sem hinn brjálaði Jack Torrance á í hrókasamræðum við framliðinn læriföður sinn, herra Grady, er eftirmynd af snyrtiherbergi eftir Frank Lloyd Wright í hóteli í Arizona-ríki, svo dæmi sé tekið. Ekkert limgerðisvölundarhús er í garðinum við Timberline-skálann og hryllilega herbergið 237, sem vekur sérstakan ugg í brjósti þeirra sem séð hafa Shining, er heldur ekki til. Í sögu Stephens King er umrætt herbergi reyndar númer 217, en því var breytt í kvik- myndinni að ósk eigenda Timberline-fjallaskálans, sem óttuðust að enginn myndi vilja búa í herbergi 217 eftir að myndin kæmi fyrir almenningssjónir, þótt hótelið sé gerólíkt Overlook-hótelinu að innanverðu. Ekkert herbergi er númer 237 í Timberline-skálanum. Upphafsatriði myndarinnar, þar sem litla fjöl- skyldan, Jack, Wendy og Danny, ekur grunlaus á vit hins skelfilega, var tekið upp í Glacier-þjóðgarðinum í Montana. Hermt er að Stephen King hafi fengið innblástur að The Shining í herbergi 217 í Stanley-hótelinu í Colorado og segir sagan að stofnendur hótelsins, F.O. og Flora Stanley gangi þar aftur. Mun herra Stanley leika á flygil í tónlistar- herberginu annað veifið og koma við reglulega í knattborðsherberginu og lobbí- inu í sinni draugalegu mynd. Raunveruleikinn undirstaðan | Rithöfundurinn Arthur Hailey var blaðamaður hjá tímaritinu Bus and Truck áður en hann náði inn á metsölulista með skrif sín. Meðal þekktustu verka hans eru Airport og Hotel, sem kom út árið 1965, en margar af sögum hans urðu bæði að kvikmyndum og framhaldsþáttum. Eitt að- alsmerkja skáldverka Haileys er traustur grunnur þurra staðreynda og í tilviki Hotel voru regluleg hótelstarfsemi og barátta við aðsteðjandi ógn hótelkeðj- unnar þungamiðjan. „Ég hef ekki fundið neitt upp. Þegar fólk kaupir bækur er það á höttunum eftir kynlífi, ofbeldi og bláköldum staðreyndum,“ sagði Hailey. Í kjölfarið var haft eftir Ant- hony Burgess: „Allt þetta er að finna í bókum Arthurs Hailey, þar sem sögupersónurnar ræða vandamál í hótelrekstri í miðju framhjáhaldi, rétt áður en þær eru lamdar í spað.“ Í sögu Haileys er hótelið sem allt snýst um St. Gregory-hótelið í New Orleans. Fyrirmynd þess mun vera hið sögufræga Fairmont-hótel í sömu borg og haft fyrir satt að margir starfsmanna þess hafi kannast við persónurnar í bók Haileys þegar hún kom út. Einnig þykjast margir muna eftir höfundinum sjálfum á sífelldu vappi um húsið með minnisblokk í hendi. Framhlið hótelsins, sem sést í sjónvarpsþáttaröðinni, er hins vegar Fairmont-hótelið á Nob Hill í San Francisco og var móttakan smíðuð í kvik- myndaveri í Hollywood eftir sömu fyrirmynd. Að lokum fylgja upphafssetning- arnar í margfrægri hótelsögu Haileys: „Ef hann fengi að ráða, hugsaði Peter McDermott með sér, hefði hann sagt húslöggunni upp fyrir langalöngu. En hann hafði ekki fengið vilja sínum fram- gengt og nú var hinn akfeiti fyrrum lögvörður fjarverandi þegar mest á reið, eina ferðina enn.“ helga@mbl.is UMGJÖRÐ OG INNBLÁSTUR KVIKMYNDIR | HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR Raunveruleg og samsett hótel leika stórt hlutverk í nokkrum þekktum myndum Sögupersónurnar ræða vandamál í hótelrekstri í miðju framhjáhaldi, rétt áður en þær eru lamdar í spað. Park Hyatt-hótelið í Tókýó er kyrrlát og friðsæl umgjörð mitt í erli stórborgarinnar. Bill Murray og Scarlett Johansson í hlutverkum sínum sem tvær einmana sálir í leit að mannlegri nánd. James Brolin og Connie Sellecca léku Peter McDermott og Christine Frances í hótelsápu Arthurs Hailey fyrir margt löngu. Jack Nickolson leikur geðbilaðan umsjónarmann sem nær tengslum við framliðinn forvera sinn, herra Grady, á baðherbergi í stíl Franks Lloyds Wrights. Timberline-fjallaskálinn í Oregon lék framhlið hins hryllilega Overlook-hótels.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.