Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 29
Eins og gefur að skilja fylgir flokkuninni mikið landshornaflakk. „Ég fer á alla gististaðina sem eru með í kerfinu og það eru alltaf einhverjir í hverjum lands- hluta þannig að sumarið hjá mér er svolítið undirlagt af þessu. Það ætti a.m.k. að bæta verulega landafræðikunnáttuna,“ segir Alda og skellir upp úr. „Í raun finnst mér mjög gott að komast út af skrifstofunni því með þessu finnst mér ég vera í betri tengslum við greinina sjálfa og það er ofsalega gaman að sjá öll þessi hótel. Svo hittir maður mikið af sérstökum karakterum og stundum hittir maður sömu hótelstjórana á mismunandi stöðum því sá sem var í Neskaupstað í fyrra er kannski kominn að Stóru-Tjörnum í ár.“ Hún neitar því ekki að starfið gefi henni góða yfirsýn yfir gististaði á landinu en hvernig skyldu íslensk hótel vera í samanburði við erlend? „Í raun finnst mér standardinn hærri hérna en t.d. í Danmörku þaðan sem kerfið er upprunnið. Við erum ströng á flokkunarskilyrðunum og íslensk hótel standa sig almennt mjög vel í að fylgja þeim eftir.“ Alda ætti að vita hvað hún syngur því þegar hún fer til útlanda í fríum á hún erfitt með að skilja stjörnugleraugun sín eftir heima. „Ég er alltaf að líta í kringum mig og athuga hvernig gardínurnar séu og hvort það sé ryk á rúmgaflinum,“ segir hún kankvís. „Maðurinn minn er eiginlega hættur að nenna að fara með mér því ég er alltaf að tékka á listanum!“ | ben@mbl.is „Það hefur aldrei komið til þess að hótel hafi misst stjörnu,“ segir Alda Þrastardóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálaráði.  Handlaug á öllum herbergjum, eitt sal- erni á hver 10 herbergi. Morgunmatur í boði og alltaf hægt að komast inn og út.  Til viðbótar er bar eða afgreiðsla með léttum veitingum auk veitingasalar fyrir morgunmat.  Að auki er bað á herbergjum, sjón- varp, útvarp og skrifborð. Afgreiðsla opin á daginn og hægt að kaupa smávöru, lestr- arefni o.fl. Tekið við greiðslukortum og lyfta ef hæðir eru þrjár eða fleiri.  Að auki eru hægindastólar, sjón- varp með fjarstýringu, gervihnattarásum og kvikmynda– eða vídeórás. Herbergisþjón- usta allan sólarhringinn, „a la carte“-veit- ingastaður og hægt að fá morgunmat á her- bergið. Lyfta ef hæðir eru tvær eða fleiri. Að auki eru lúxusinnréttingar, ör- yggishólf í herbergjum, lyfta ef hæðir eru fleiri en ein og hægt er að fá sendan mat á herbergi til kl. 23. Ritaraþjónusta í boði, innisundlaug eða líkamsræktaraðstaða með fagfólki, verslun með gjafavörur og boðið upp á flutning á farangri upp í her- bergi. Ekkert íslenskt hótel í kerfinu upp- fyllir kröfur fyrir fimm stjörnu gististað. Sjá nánar á www.ferdamalarad.is. FLOKKARNIR FIMM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.