Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKNIN Á BAUGI GROUP www.lyfja.is - Lifið heil ÍS LE N SK A AU GL †S IN GA ST OF AN /S IA .I S L YF 2 84 55 06 /2 00 5 FLJÓTVIRKT VERKJALYF VIÐ M. A. TÍÐAVERKJUM. INNIHELDUR ENGIN ÁVANABINDANDI EFNI. Voltaren Dolo FÆST ÁN LYFSEÐILS Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töflur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum. Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur bólgu- eyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfja- fræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Í TILKYNNINGU um stofnun Klukkubúðanna hf. eru stofnendur sagðir Fjárfar ehf. og Helga Gísla- dóttir, annar stofnandi 10–11. Auk Sigfúsar R. Sigfússonar voru skráðir stjórnarmenn þeir Eiríkur Sigurðs- son, annar stofnandi 10–11, sem for- maður, og Björn Árnason, oft kennd- ur við Sambíóin. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Björn Árnason að menn „inn- anhúss“ hjá Baugi hefðu beðið hann um að taka sæti í stjórn eða vara- stjórn Klukkubúða og hann fallist á það. Hann hefði ekki átt hlut í félag- inu og ekki tekið stjórnarsetuna að sér gegn þóknun eða von um hagnað heldur sem vinargreiða. Þá viti hann ekki hverjir voru eigendur félagsins og hann sagðist ekki hafa spurt um ástæðu þess að hann var beðinn um að taka sæti í stjórninni. Björn vildi ekki greina frá því hverjir það voru sem báðu hann um að setjast í stjórn- ina og hann sagðist hvorki hafa setið stjórnarfundi né tekið ákvarðanir fyrir félagið. Sigfús R. Sigfússon þekki hann varla og hafi fyrst hitt hann stuttlega fyrir rúmlega tveim- ur árum. Björn sagðist hafa talið að ekkert hefði orðið úr því að stofna Klukku- búðirnar hf. því hann hefði ekkert heyrt meira frá „þessum mönnum sem sáu um þetta“, þ.e.a.s. ekki fyrr en hann var kallaður til yfirheyrslu hjá skattayfirvöldum og ríkislög- reglustjóra vegna málsins. Aðalsteinn Hákonarson, sem var vitundarvottur að undirskrift Sigfús- ar R. Sigfússonar, fyrrverandi for- stjóra Heklu, á yfirlýsingu um stofn- un Klukkubúðanna, kveðst hafa farið með skjöl vegna Klukkubúðanna hf. og Fjárfars ehf. til Sigfúsar á skrif- stofu hans og þar hafi hann ritað undir skjölin. Undirritun á stofnsamningi Í Morgunblaðinu í gær sagði Sig- fús R. Sigfússon að hann hefði fyrst komist að því að hann var skráður stjórnarmaður í Klukkubúðunum og Vöruveltunni hf. þegar honum var tjáð það við yfirheyrslur hjá ríkis- skattstjóra fyrir um ári. Undirritun Sigfúsar er hins vegar að finna á stofnsamningi og stofn- fundargerð fyrir Klukkubúðir, undir stofnsamþykktum Vöruveltunnar. Þetta var borið undir Sigfús en hann kvaðst engu vilja bæta við við- talið sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Aðalsteinn er löggiltur endurskoð- andi og vann hjá endurskoðunar- fyrirtækinu KPMG á þessum tíma en starfar nú hjá ríkisskattstjóra. Á yfirlýsingu um stofnun Klukkubúð- anna hf., dagsettri 4. desember 1998, er hann skráður sem vitundarvottur að eiginhandarundirskriftum stjórn- armanna, þ.á m. Sigfúsar R. Sigfús- sonar. Í samtali við Morgunblaðið sagði Aðalsteinn að Sigfús hefði verið fenginn að fyrrnefndum félögum að beiðni Tryggva Jónssonar, þáver- andi aðstoðarforstjóra Baugs. Hann hefði farið með gögn vegna félag- anna á skrifstofu Sigfúsar og eftir að Sigfús undirritaði þau hefði hann tekið þau til baka. Aðspurður sagðist hann ekki muna hvort þeir hefðu rætt sérstaklega saman um þessi fé- lög, enda langt um liðið. Spurður um þau orð Sigfúsar að hann hefði aldrei gefið leyfi sitt fyrir að sitja í stjórn Klukkubúðanna og Vöruveltunnar, sagði Aðalsteinn að Sigfús hlyti þá að hafa ritað „blindandi“ undir skjölin. „Heyrði ekkert meira frá þessum mönnum“ Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Viðskiptavinir við afgreiðslukassa í einni verslun 10-11. Björn Árnason var fenginn til að taka sæti í stjórn Klukkubúðanna hf. FRÁ og með gærdeginum, 8. júlí, þarf undirskrift allra sem ganga í stjórn fyrirtækja á tilkynningu til hlutafélagaskrár, en hingað til hefur dugað að meirihluti stjórnar eða prókúruhafi skrifi undir tilkynningu um slíkt. Þessi breyting er þó ekki gerð í neinu samhengi við rannsókn á mál- efnum Baugs, heldur hefur þetta verið í vinnslu undanfarna mánuði, segir Skúli Jónsson, forstöðumaður Fyrirtækjaskrár, en hlutafélagaskrá er hluti hennar. Með þessu er verið að samræma reglur sem við eiga þegar fyrirtæki eru stofnuð, en þá þarf undirskrift allra stjórnar- manna, og reglur um þegar breytt er um einstaka stjórnarmeðlimi. Skúli segir að þessi breyting komi til af gefnu tilefni. „Það hefur komið í ljós að það er misjafn sauður í mörgu fé og það hafa komið upp til- vik þar sem stjórnarmenn hafa ekki samþykkt að taka að sér stjórnar- mennsku. Það hafa komið upp nokk- ur tilvik þar sem verið er að tilkynna inn í stjórn félaga menn sem hafa ekki samþykkt að taka það að sér.“ Aðrir skráðir? Skúli segir það ekki sitt að segja til um í hvaða tilvikum menn sjái sér hag í því að skrá aðra en þá sem í raun eru stjórnarmenn inn í stjórn- ina. Upplýsingar Morgunblaðsins herma þó að þetta gerist helst þegar smærri fyrirtæki séu í fjárhags- vandræðum og hinir eiginlegu stjórnarmenn vilji koma sér úr stjórninni áður en fyrirtækið fari í gjaldþrot. Aðspurður vildi Skúli ekki tjá sig um þennan þátt málsins. Krefjast undirskriftar við allar breytingar FÉLÖGIN Fjárfar, Klukkubúðirnar og Vöruveltan koma öll við sögu 10– 11-verslananna sem Baugur keypti í maí 1999. Hægt er að rekja sögu þessara viðskipta að hluta með gögn- um sem varðveitt eru hjá Fyrir- tækjaskrá en undir þá stofnun fellur einnig Hlutafélagaskrá. Í þessum gögnum kemur fram að Fjárfar ehf. var stofnað 11. nóvem- ber 1998. Samkvæmt stofnsamningi var hlutafé félagsins tvær milljónir og voru Sigfús R. Sigfússon og Sæv- ar Jónsson, kenndur við Leonard, skráðir fyrir sínum helmingnum hvor. Sigfús sagði í Morgunblaðinu í gær að hann hefði aldrei lagt fram fé til félagsins. Vöruveltan og Klukkubúðirnar stofnaðar sama dag Fjárfar og Helga Gísladóttir stóðu saman að stofnun Klukkubúðanna hf. 4. desember 1998. Samkvæmt stofnsamningi var hlutafé 300 millj- ónir og var greitt með öllu hlutafé Vöruveltunnar hf., félags sem stofn- að var þann sama dag. Undir stofn- samþykkt Vöruveltunnar eru nöfn Helgu og Sigfúsar. Hlutafé í Klukku- búðunum skiptist þannig að Helga Gísladóttir var skráð fyrir 195 millj- ónum en Fjárfar fyrir 105 milljón- um. Klukkubúðirnar voru þó ekki lengi til með þessu heiti því, sam- kvæmt tilkynningu til Hlutafélaga- skrár, var ákveðið á hluthafafundi hinn 23. desember að breyta nafni félagsins í Vöruveltuna hf. og undir þá yfirlýsingu eru rituð nöfn Helgu og Sigfúsar R. Sigfússonar. Áður hafði Eignarhaldsfélag Alþýðubank- ans (EFA) og Landsbréf fyrir hönd ýmissa aðila skuldbundið sig til að kaupa 35% hlut í Vöruveltunni. Ætlun EFA var að setja Vöruvelt- una á markað en í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni sagði Gylfi Arnbjörnsson, fyrrum fram- kvæmdastjóra EFA, að af því hefði ekki orðið þar sem hann hafi komist að raun um að eignarhaldið var lepp- að og það í raun og veru í eigu Baugs, með einum eða öðrum hætti. EFA seldi því hlut sinn með milligöngu Ís- landsbanka í maí 1999 og síðar þann sama mánuð keypti Baugur Vöru- veltuna og eignaðist þar með versl- anir 10–11. Rúmlega ári síðar var Vöruveltan sameinuð Baugi og er hún þar með úr sögunni. Fjárfar enn til Fjárfar er á hinn bóginn enn til sem einkahlutafélag. Miðað við frá- sagnir tveggja fyrrverandi stjórnar- manna virðist það hafa verið erfið- leikum bundið að losna úr stjórn þess félags. Í fyrrnefndu viðtali við Sigfús R. Sigfússon sagðist hann hafa beðið Tryggva Jónsson, þáverandi aðstoð- arforstjóra Baugs, um að segja sig úr stjórn félagsins í febrúar eða mars 1999 en það hefði Tryggvi ekki gert. Hann var því í stjórninni fram í desember. Sævar Jónsson, sem stofnaði Fjárfar með Sigfúsi, taldi sig einnig hafa losnað úr stjórninni um þetta leyti. Svo var þó ekki eins og rakið er hér að neðan, og sat hann óafvitandi í stjórninni í sex ár í við- bót, að hans sögn. Í lok desember 1999 var Hluta- félagaskrá send tilkynning þess efn- is að á hluthafafundi sem haldinn hafi verið 29. desember, hafi í stjórn Fjárfars verið kjörnir Helgi Jóhann- esson lögmaður og Sævar Jónsson. Helgi var sagður stjórnarformaður en Sævar meðstjórnandi. Þá hafi heimilisfang Fjárfars verið flutt í Lágmúla 7, þar sem lögmannsstofa Helga hafði starfsemi. Hinn 20. mars árið 2000 er tilkynnt um að prókúru- umboð Sigfúsar og Sævars hafi verið fellt niður, en Helga hafi verið veitt prókúruumboðið. Tæpum tveimur árum síðar, í byrjun mars 2002, fékk Hlutafélaga- skrá tilkynningu um að Helgi hafi sagt sig úr stjórn Fjárfars og að pró- kúruumboð hans hafi fallið niður. Mánuði síðar, 5. apríl 2002, var, sam- kvæmt tilkynningu til Hlutafélaga- skrár, haldinn hluthafafundur í Fjár- fari, þar sem Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, var kjörinn að- almaður í stjórn með prókúruumboð. Í tilkynningunni er að öðru leyti ekk- ert getið um skipan stjórnar eða varastjórnar. Samkvæmt upplýsingum frá Hlutafélagaskrá í júní 2004 var Jó- hannes Jónsson, kenndur við Bónus, stjórnarmaður og prókúruhafi Fjár- fars og Sævar Jónsson varamaður í stjórn. Hinn 9. júní greindi Sævar frá því við fréttastofu Ríkissjón- varpsins að hann teldi að Baugur hefði misnotað nafn sitt árum saman. Rannsókn skattayfirvalda hafði þá m.a. beinst að Fjárfari en Sævar sagðist hafa talið sig lausan úr stjórn þess sex árum fyrr. Af hálfu Baugs var því neitað að nafn Sævars hefði verið misnotað. Sævar vildi í gær engu bæta við það sem hann hefur þegar sagt í fjölmiðlum. Jóhannes neitar að svara Hvorki náðist í Tryggva Jónsson né Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóra Baugs, vegna málsins í gær. Gestur Jónsson hrl., verjandi Jóns Ásgeirs, vildi heldur ekki tjá sig. Árni Samúelsson, sem sagður var hluthafi í Fjárfari, svaraði ekki skila- boðum. Jóhannes Jónsson, núverandi stjórnarformaður Fjárfars, vildi ekki svara spurningum Morgun- blaðsins í gær, m.a. hverjir ættu hluti í Fjárfari. Frá Fjárfari, um Klukku- búðirnar til Vöruveltunnar„SVINDLAÐI Jón Ásgeir Jóhannesson, íslenskur margmilljónamær- ingur, virkilega á fjölskyldufyrirtæki sínu meðan það var skráð á hluta- bréfamarkaði? Já, segir lögreglan sem ákærði hann 1. júlí. Nei, segir Jón Ásgeir, forstjóri Baugs; þetta snýst um pólitísk átök, og fyrrum við- skiptafélagi hans sem kom málinu af stað, er að leita hefnda. Nei, segir Baugur, meintur brotaþoli, sem var tekið af markaði árið 2003 og er að 68% í eigu Gaums, eignarhaldsfélags Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans.“ Svona hljómar upphaf á frétt í nýjasta hefti breska tímaritsins The Economist. Í fréttinni er stiklað á stóru í Baugsmálinu sem er sagt teygja anga sína víða. Ákærurnar hafi áhrif á fjölmiðla, banka og stjórnmálaflokka á Íslandi. The Economist fjallar um ákærur í Baugsmáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.