Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 13
Bóka og byggðasafn N.-Þingeyinga v/Snartarstaði, 67l Kópaskeri. Safnið er opið frá kl. 13:00 til 17:00 safnadaginn 10. júlí. Sýning er á safninu dagana 19. júní til 2. ágúst á vettlingum og sokkum, bæði í einkaeign og úr safninu. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna er opið samkvæmt venju alla daga í sumar frá kl. 10:00- 18:00. Á safninu er ekki sérstök dagskrá á safnadaginn, en safnið er með sýningu í gangi á tveimur stöðum og er það framlag safnsins á safnadaginn í ár. Sýningarnar eru á eftirfarandi stöðum: Strandmenning við Húnaflóa. Sýningar á vegum Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna. Opnar á tveimur stöðum við Húnaflóann, í Hamarsbúð á Vatnsnesi (opið kl. 11:00-17:00) og Viðvíkurkaffi, Skagaströnd (opið kl. 14:00-22:30). Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Reykir, Hrútafirði. Byggðasafn Skagfirðinga • Heyskapur og handverk í Glaumbæ frá kl. 14-16. • Smíðar og smáviðburðir í Minjahúsinu á Sauðárkróki frá kl. 14-16. Byggðasafn Skagfirðinga, Glaumbæ, 560 VARMAHLÍÐ www.krokur.is/glaumb/ Heimilisiðnaðarsafnið Árbraut 29, 540 Blönduósi. Safnið er opið alla daga frá kl. 10 til 17. Á safnadaginn verður sérstök dagskrá í safninu frá kl. 14, þar sem konur munu kemba, spinna og prjóna. Þá verður saumað út í „herberginu hennar“, en þar er til sýnis sérlega fallegur útsaumur frá fyrri tíð. Þá munu konur hekla, knippla og gimba og ofið verður í vefstól. Sem sagt - líf og fjör í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Byggðasafnið Hvoll, Dalvík verður opið frá kl. 11-18 á safnadaginn og þar mun eldsmiðurinn Beate Stormo frá Kristnesi við Eyjafjörð sýna listir sínar. Hún mun hafa með sér smiðju og steðja og hamra járnið meðan að það er heitt. Á meðan mun Helgi Þórsson frá Kristnesi leika á langspil og raula gamlar vísur. Listasafnið á Akureyri Kaupvangsstræti 12, Akureyri. Skrýmsl, óvættir og afskræmingar. Íslensk myndlist 1916-2005. Opið frá kl. 12-17. Aðgangur ókeypis á safnadaginn. Flugsafn Íslands Akureyrarflugvelli. Opið frá kl. 14-17. Flugsaga Íslands rakin í myndum og texta. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, Akureyri. Í safninu eru þrjár sýningar, Eyjafjörður frá öndverðu, Akureyri - bærinn við Pollinn og Myndir úr mínu lífi… Ljósmyndir Gunnlaugs P. Kristinssonar frá Akureyri 1955- 1985 • Söguganga um Innbæinn, elsta bæjarhluta Akureyrar, kl. 14. Gengið frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11. Opið frá kl. 10-17. Aðgangur ókeypis á safnadaginn. Iðnaðarsafnið á Akureyri Krókeyri við Drottningarbraut, Akureyri. Kaffi á boðstólum. Opið frá kl. 13-17. Aðgangur ókeypis á safnadaginn. Gamli bærinn Laufás við austanverðan Eyjafjörð, 30 km frá Akureyri. Tilbreyting í Gamla bænum Laufási frá kl. 13:30 og 16:30. Inga Arnar sýnir og spjallar um skúfhólka í stofu Gamla bæjarins frá kl. 14:30-16.00. Opið frá kl. 9:00-18:00. Nonnahús Akureyri, Aðalstræti 54. Opið frá kl. 10:00-17:00. REYKJANES Saltfisksetur Íslands í Grindavík Hafnargötu 12a, 240 Grindavík, sími 420 1190. Dagskráin: Safnið: Sem segir sögu saltfiskverkunar á Íslandi frá 1772. Listsýningarsalur: Núna er samsýning fjögurra kvenna frá Gallerýi 5, Skólavörðustíg 1a. Heitt á könnunni fyrir gesti. Opið er alla daga frá kl. 11-18. Aðgangur verður ekki ókeypis þennan dag og er 500 kr. á mann og 350 fyrir hóp 10 eða fleiri. Byggðasafn Garðskaga Skagabraut 100 Garði (við Garðskagavita). Opnunartími á safnadaginn frá kl. 13:00-17:00. Safnið er í nýju 700 fm húsnæði sem verður formlega opnað almenningi 3. júlí nk. Mjög merkilegt vélasafn er til sýnis, þar sem 60 uppgerðar vélar af ýmsum gerðum eru sýndar, ásamt öðru sem tengdust búskaparháttum til sjós og lands. Þá er fólki boðið að fara upp í Garðskagavitann. Aðgangur að safninu og í vitanum er ókeypis og verður það þannig að minsta kosti út þetta ár. Duushús menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar Duusgötu 2-10 • Opið kl. 13.00-17.30. Sýningarsalir með fjölbreyttum sýningum. • Bátasafn: Bátafloti Gríms Karlssonar. • Listasafn: Sænsk glerlist. • Poppminjasafn Íslands: Stuð og friður. • Byggðasafn: Stekkjarkot á Njarðvíkurfitjum, opið frá kl. 13.00-16.00. SUÐURLAND Listasafn Árnesinga er í Hveragerði við Austurmörk 21, einu húsi frá Eden. Opnunartími safnsins allt sumarið er frá kl 11.00-17.00 og alltaf ókeypis aðgangur. Sýningin í safninu eru verk eftir Jonathan Meese. Byggðasafn Vestmannaeyja Safnahúsi, Landlyst, elsta íbúðarhús eyjanna, á Skans- svæðinu og Náttúrugripasafnið við Heiðarveg bjóða upp á sýningar á sögu og menningu Vestmannaeyja. Opnunar- tími er frá kl. 11-17 og í tilefni safnadagsins er frítt inn. Byggðasafnið Skógum Opið frá kl. 9:00-18:30 alla daga. „Menningarfélag um Brydebúð" Í Brydebúð er starfrækt upplýsingamiðstöð. Einnig er kaffihús í sama húsi. Við erum með 3 sýningar sem eru opnar frá kl. 10.30-16.30 alla daga yfir sumartímann (á sama tíma og upplýsingamiðstöðin). Aðgangseyrir að sýningunum er kr. 400 fyrir einstaklinginn. Veiðisafnið - Stokkseyri Dagskrá á safnadaginn: SAFNALEIÐSÖGN - VILLT DÝR Í AFRIKU - SKOTVEIÐAR Opnunartími á safnadaginn frá kl. 11.00-18.00. AÐGANGSEYRIR KR. 500 FYRIR FULLORÐNA OG KR. 250 FYRIR BÖRN 6-12 ÁRA. Sögusetrið á Hvolsvelli Innsýn í tíðaranda miðalda og heim Njálssögu. Njála með sunnudagskaffinu - fyrirlestraröð um Njálssögu kl. 15.30 á sunnudögum. Á morgun 10. júlí fjallar Sigurður G. Tómasson um Mörð og eftirmæli hans. Opið frá kl. 9-18 virka daga, 10-18 laugardaga og sunnudaga. Söfnin á Eyrarbakka og Stokkseyri 10. júlí 2005 • Húsið á Eyrarbakka - Byggðasafn Árnesinga, opið 11-17 • Sjóminjasafnið á Eyrarbakka, opið 11-17 • Rjómabúið á Baugsstöðum, opið 13-18 • Þuríðarbúð á Stokkseyri opin allan daginn Dagskrá: 11-17: Húsið á Eyrarbakka: „Þegar ég var lítill“, vatnslitamyndir eftir Jóhann Briem, sýning í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. 11-17: Húsið á Eyrarbakka: „Furðuskepnur“, sýning á uppstoppuðum sjávardýrum í Eggjaskúrnum norðan Hússins. (Sýning aðeins þennan eina dag.) 13-18: Rjómabúið á Baugsstöðum. 100 ára gamalt rjómabú með upphaflegum vélum og áhöldum sem framleiddi „Danish butter“ frá 1905 til 1952. 13,30: Eyrarbakki: Gönguferð á vegum Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka undir leiðsögn Magnúsar Karels Hannessonar. Hugað verður að siglingum og verslun á Bakkanum. Lagt af stað frá Húsinu. 14-16: Húsið á Eyrarbakka: Tónlistardagskrá í stássstofunni. Ingi Heiðmar Jónsson stýrir dagskrá þar sem píanóið forna er í aðalhlutverki, en auk þess koma í heimsókn ullarkonur frá ullarvinnslunni í Þingborg í fylgd kvæðamanna. Það verður því spilað, sungið, spunnið, kveðið og þæft í Húsinu á safnadaginn. Byggðasafn Árnesinga, Húsinu, 820 Eyrarbakka, sími 483 1504. VESTFIRÐIR Flug-Minjasafn Egils Ólafssonar Hnjóti, Örlygshöfn. Flug-Minjasafn Egils Ólafssonar helgar í ár Íslenska safnadaginn minningu Jóhanns Ásmundss., safnstjóra. Dagskrá: Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Sauðlauksdal. Séra Leifur Ragnar Jónsson. Að guðsþjónustu lokinni er kirkjugestum og öllum þeim, sem heiðra vilja minningu Jóhanns Ásmundssonar, boðið til kaffisamsætis á Minjasafninu að Hnjóti. Flugminjasafn Egils Ólafssonar er opið frá kl. 10:00 til 18:00 alla daga vikunnar. Snjáfjallasetur Ókeypis verður inn á sýningarnar Horfin býli og huldar vættir í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu og Kaldalón og Kaldalóns - um tengsl tónskáldsins við norðanvert Djúp - sunnudaginn 10. júlí. Snjáfjallasetur er í Dalbæ á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp. VESTURLAND Safnasvæðið á Akranesi Írskir dagar á Safnasvæði 8.-10. júlí. Opnunartími frá kl. 10:00-17:00. Veitingastofan er opin frá kl. 13:00-17:00. Búvélasafnið á Hvanneyri Opið frá kl. 12:00-17:00 alla daga í júní, júlí og ágúst. Safn Jóns Sigurðssonar Hrafnseyri, Arnarfirði Dagskrá safnsins: Safn forsetans samanstendur aðallega af myndum úr lífi og starfi Jóns og eiginkonu hans, Ingibjargar Einarsdóttur. Erlendir gestir fá afhenta ókeypis litla bók með nokkrum vel völdum orðum um Jón Sigurðsson. Eru þær á dönsku, ensku og þýsku. Opnunartími safnsins er alla daga frá 1. júní til loka ágúst frá kl. 13:00-20:00. Aðra tíma eftir samkomulagi. Minningarkapella Jóns Sigurðssonar og endurgerður fæðingarbær hans, burstabærinn, eru hluti af safninu og gamla kirkjan er alltaf opin fyrir gesti staðarins. Í burstabænum er rekin veitingasala yfir sumarið. Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi. Ókeypis leiðsögn kl. 13:00-16:00 um sýningar á jarðhæð: Húsmæðraskólinn Varmalandi, Náttúrugripasafn Borgarfjarðar, Hvítárvallabaróninn. Myndlistarsýning Stefáns Rafns í Kaffistofunni og megaútsala á bókum. sunnudagur 10. júlí 2005 Félag íslenskra safna og safnmanna hefur starfað að málefnum safna og safnmanna síðan árið 1981. Félagið fagnar þeim þrótti sem glögglega má sjá hjá íslenskum söfnum víðs vegar um landið. Öflugt safnastarf opnar dyr að fjölbreyttum heimi, sögu, lista og náttúru. Njótum Safnadagsins. www.safnmenn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.