Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 35 ÚR VESTURHEIMI UNDANFARIN áratug hefur verið unnið markvisst að eflingu sambands Íslendinga við Íslendingabyggðir í Norður-Ameríku og hefur víða vel verið haldið á mál- um. Fyrir skömmu var stúlknakór Grafarvogskirkju á tónleikaferðalagi í Manitoba og var honum vel tekið. Stúlkurnar komu meðal annars fram í Árborg og sungu þar með barna- og ungmennakór Nýja-Íslands. Ljósmynd/Rosalind Vigfusson Söngurinn sameinar unga fólkið HINIR árlegu íslensku dagar í Spanish Fork í Utah voru viðameiri í ár en nokkru sinni fyrr og aldrei hafa fleiri gestir sótt þessa fjögurra daga hátíð. „Hátíðin gekk mjög vel og það eru allir ánægðir í Utah,“ sagði David Ashby, talsmaður Fé- lags Íslendinga í Utah. Íslenska samfélagið í Utah er elsta samfélag Íslendinga í Norður- Ameríku. Íslenskir mormónar sett- ust fyrst að í Spanish Fork 1855 og var haldið upp á 150 ára afmæli landnámsins með veglegum hætti. Milli fimm og tíu þúsund manns tóku þátt í hátíðahöldunum og þar af voru um fimm þúsund manns viðstaddir vígslu nýs minnismerkis um íslensku landnemana í Spanish Fork. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var á meðal rúmlega 100 gesta frá Íslandi rétt eins og samkór Selfoss og 38 manna hópur á vegum Þjóð- ræknisfélags Íslendinga. „Það hafa aldrei fleiri tekið þátt í hátíðahöldum þjóðarbrots í Spanish Fork,“ sagði David. „Allir ánægðir í Utah“ Morgunblaðið/Steinþór Minnismerkið samanstendur af vita, vegg með nöfnum landnemanna, átta upplýsingatöflum um landnámið og steini frá Vestmannaeyjum. David A. Ashby, talsmaður Félags Íslendinga í Utah, stendur hér við steininn. MEIRA en 20 umsóknir bárust vegna Snorraverkefnisins í Vestur- heimi í sumar en átta umsækjendur voru valdir úr hópnum og hafa þeir nú lokið þriðjungi verkefnisins. Snorraverkefnið vestra, Snorri West, er hugsað fyrir Íslendinga á aldrinum 18 til 25+ ára í þeim til- gangi að veita þeim innsýn í sögu ís- lenska samfélagsins í Manitoba og kynnast afkomendum vesturfaranna. Verkefnið hófst 2001 með þátttöku tveggja stúlkna en með þessum átta, sem nú taka þátt í verkefninu, hafa 27 íslensk ungmenni nýtt sér þetta tilboð. Verkefnið stendur yfir í sex vikur. Fyrstu vikuna voru krakkarnir hjá fjölskyldum í Riverton, um liðna helgi á Víðinesi, rétt sunnan við Gimli, og í vikunni voru þeir í Winni- peg en fóru til ,,fósturforeldra“ sinna í Gimli, Árborg og Riverton í gær og búa hjá þeim í fjórar vikur. ,,Aðalatriðið er að krakkarnir kynnist heimamönnum og myndi tengsl til framtíðar,“ segir Eric Stef- anson, fyrrverandi fjármálaráðherra Manitoba og stjórnarmaður verk- efnsins. Fyrir tæplega 130 árum komu Íslendingar fyrst til Víðiness og þar er minnisvarði til minningar um fyrstu landnema Nýja-Íslands. ,,Hérna hófst það og íslensku ,,Snorr- arnir“ eiga eftir að kynnast þessu lífi betur á næstu vikum,“ bætir Eric við. Morgunblaðið/Steinþór Íslensku ,,Snorrarnir“ við minnismerkið. F.v.: Kristín Þóra Jökulsdóttir, Sól- ey Jónsdóttir, Einar B. Haraldsson, Guðný R. Guðnadóttir, Ásthildur Gunn- arsdóttir, Þórdís Reynisdóttir, Hjalti Magnússon og Sigríður Magnúsdóttir. Mikill áhugi á Snorra- verkefninu vestra UM sex þúsund manns frá Banda- ríkjunum, Kanada og Íslandi sóttu norrænu hátíðina í Fargo – Moor- head í Norður-Dakota og Minnesota á dögunum en þessi þriggja daga há- tíð var helguð Íslandi þetta árið. Hátíðin hefur verið haldin árlega í áratugi með áherslu á eitt Norður- landa hvert ár. Íslendingafélagið á svæðinu átti stóran þátt í undirbún- ingnum og þótti vel til takast. Ljósmynd/David Jón Fuller Kristín Olafson-Jenkyns frá Kan- ada kynnti íslenskar matarupp- skriftir. Nóatún er nafnið á húsi foreldra hennar í Gimli, Manitoba. Fjölmenni á ,,íslenskri“ hátíð í Fargo AÐ loknum fimm umferðum á júlíútgáfu fyrstu laugardagsmót- araðarinnar hefur alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson (2.459) unnið eina skák, gert þrjú jafntefli og setið yfir í einni umferð. Hann lagði ung- verska stórmeistar- ann Attila Jakab (2.461) örugglega að velli í sinni þriðju skák en þá fékk hann yfir- burðatafl með hvítu eftir hafa svarað Sikileyjarvörn and- stæðingsins með hinum hógværa 2. c3. Afbrigði þetta hefur meðal sumra íslenskra skák- manna fengið viður- nefnið skákskóla- byrjunin en mikið hefur verið um hana fjallað í kennslu Skákskóla Íslands und- anfarin misseri. Stefán teflir það mikið og oft með prýðilegum árangri. Gengi Braga Þorfinnssonar (2.448) hefur verið skrykkjótt á mótinu en hann hefur gert þrjú jafntefli og tapað tveim. Í ann- arri tapskákinni lenti hann í klóm serbneska stórmeistarans Zlatko Ilincic (2.470). Hvítt: Bragi Þorfinnsson (2.448) Svart: Zlatko Ilincic (2470) 1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. Bf4 c5 4. f3 Rf6 5. d5 Rh5 6. Be3 e6 7. g4 Rf6 8. c4 exd5 9. cxd5 Db6 10. Bc1 h5 11. g5 Db4+ 12. Kf2 Dh4+ 13. Kg2 c4! Bragi fylgdi í fótspor bróður síns, Björns, og tefldi Tromp- owsky gegn serbneska stór- meistaranum. Hann kom hins vegar ekki að tómum kofunum hjá Serbanum sem býður hvítum nú upp á að þiggja riddara sinn á f6. 14. d6 14. gxf6 hefði verið svarað með 14. …gxf6 og við hótuninni 15. …Hg8+ væri ekkert viðun- andi svar. Þó að hvítur hafi beðið með að þiggja manninn afréð hann að gera það á endanum. 14. …b5 15. e4 Bb7 16. gxf6 gxf6 17. Re2 f5 18. Rg3 f4 19. Dd4 f6 20. e5 Því miður fyrir hvítan gengur þessi leikur ekki upp eins og svartur sýnir fram á með glæsi- legu svari sínu. 20. …Bxf3+! 21. Kg1 Hvítur hefði einnig fengið tap- að tafl eftir 21. Kxf3 Dg4+ 22. Ke4 (aðrir leikir hefðu í för með drottningartap) 22. …fxg3+ 23. Kd5 De6+ og svartur vinnur. 21. …Rc6 22. Dxf4 Dxf4 23. Bxf4 fxe5 24. Bg5 h4! 25. Bg2 Bxg2 26. Kxg2 hxg3 og þrátt fyrir hetjulega baráttu þurfti Bragi að láta í minni pokann eft- ir 63 leiki. Daglega er fylgst með gangi mótsins á vefsíð- unni www.skak.is en einnig gefur heimasíða mótsins, http://www.firstsat- urday.hu, glögga mynd af keppninni. Magnus Carlsen efstur á norska meistaramótinu Í úrvalsflokki norska meistara- mótsins er undra- barnið og stór- meistarinn Magnus Carlsen efstur eftir sjö umferðir með 5½ vinning en alls verða tefldar níu umferðir. Þjálfari Magnusar, stórmeistarinn Sim- en Agdestein (2.571) kemur næstur með 5 vinninga ásamt kollega þeirra Leif Erlend Jo- hannessen (2.557) og Atle Grønn (2.354). Alls taka 22 skákmenn þátt í flokknum og gegn Geir Sune Tallaksen (2.351) sýndi undra- barnið heldur betur á sér víg- tennurnar. Magnus hafði hvítt þegar eftirfarandi staða kom upp eftir 23. leik svarts: 24. Rxh6+! gxh6 25. Hxh6 Hvítur hótar nú máti í næsta leik með 26. Hg5#. Hann hafði hins vegar þurft að sjá fyrir að eftirfarandi kóngsferðalag svarts myndi leiða til máts. 25. …Kg7 26. Hg5+ Kxh6 27. Bc1! Lykilleikur í sókninni. Það er listrænt hversu hvítu mennirnir vinna vel saman í atlögu sinni að svarta kóngnum 27. …cxd4 28. Hg4+ De3 29. Hh4+ Rh5 30. Hxh5+! Kxh5 31. Dh7+ Kg4 32. fxe3 Hac8 33. Kg2! Lokahnykkurinn í sókninni sem tryggir að svarta kóngnum eru allar bjargir bannaðar. 33. …Hxc1 34. h3+ Kg5 35. Dg7+ Kf5 36. g4+ Ke4 37. Dxd4#. Mótinu lýkur í dag og hægt er að fylgjast með skákum þess á Netinu en heimasíða keppninnar er http://www.roga- land-sjakk.org. Stefán byrjar vel í Búdapest daggi@internet.is Helgi Áss Grétarsson. SKÁK Búdapest, Ungverjaland FYRSTA LAUGARDAGSMÓT 2.–13. júlí 2005 Nær Stefán sínum öðr- um stórmeistaraáfanga í Búdapest?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.