Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 45 DAGBÓK Nýjasta verkefni ABC barnahjálparsnýr að því að aðstoða börn í Pak-istan við að komast til mennta. Guð-rún Margrét Pálsdóttir, stofnandi og formaður ABC barnahjálpar, segir að nú þegar söfnuninni Börn hjálpa börnum sé að ljúka, en þar hefur safnast hér um bil nóg til að byggja heimili fyrir átta hundruð skólabörn á Indlandi, vilji samtökin víkka enn út starfsemi sína og beina kröftum að illa stöddum börnum í Pak- istan. „Þetta kom þannig til að Maxwell Ditta, pak- istanskur maður sem hefur verið búsettur hér á landi í sjö ár, kom til okkar í vor og sagði okkur frá föður sínum, Sharif Allah Ditta, sem er kenn- ari í Pakistan. Sharif Allah var sá eini úr sinni fjölskyldu sem fékk tækifæri til að mennta sig, en það var vegna þess að hann fékk stuðnings- aðila sem barn. Sharif Allah er mikill hug- sjónamaður og breytti húsinu sínu í skóla þegar hann settist í helgan stein. Á síðasta skólaári var hann með 75 börn í námi þar, en hann hefur miklu stærri hugmyndir og vill stækka og víkka út skólastarfið.“ Guðrún segir að ABC barnahjálp hafi ákveðið að ganga til samstarfs við Sharif Allah og nú í júlí hafi Maxwell sonur hans og Þórunn Helgadóttir, stjórnarmaður í ABC barnahjálp, verið stödd í hjá honum í Pakistan til að skoða aðstæður. „Þau hafa farið vítt og breitt og séð hvað börn þarna búa við skelfilegar aðstæður. Það er ekki skólaskylda í Pakistan og ekki nema 30,6% kvenna 15 ára og eldri eru læsar til að mynda. Koma þeirra þangað út vakti mikla von og það dreif að fólk allstaðar að af landinu. Þórunn lýsti því sem svo að um 90% þeirra barna sem hún hefur verið að heimsækja hafi enga möguleika á því að komast í skóla. Mörg þeirra búa við hörmulegar aðstæður og eru jafnvel í ánauð, þannig að þau voru að velja börn í skólann sem hreinilega urðu að komast úr sínum aðstæðum.“ Guðrún bendir á að sú menntun sem börnin síðan fá, breyti öllu um líf þeirra og framtíð og verður svo jafnvel til þess að þau taki að sér að hjálpa öðrum í sömu sporum síðar meir, samanber sögu Sharif Allah. Guðrún segir að ákveðið hafi verið að taka 100 börn inn í skólann á næsta skólaári, sem hefst nú í ágúst, og koma þar upp mötuneyti. „Við erum að vona að það komi stuðningur við þessi 100 börn. Við höfum tekið tvö nærliggjandi hús á leigu til að hafa einskonar heimavist fyrir börn sem enginn getur séð um.“ Stuðningur við eitt barn við skólann nemur 1950 krónum á mán- uði og eru tvær máltíðir á dag innifaldar í því. Einnig er hægt að styrkja barn til að búa á heimavist og telur Guðrún að sú upphæð verði um 2900 krónur á mánuði. ABC barnahjálp Safnar stuðningsforeldrum fyrir skólabörn í Pakistan Breytir lífi og framtíð barnanna  Guðrún Margrét Pálsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lauk prófi í hjúkr- unarfræði frá Háskóla Íslands árið 1982. Guðrún Margrét var ein af stofnendum ABC barnahjálpar, árið 1988, og hefur unnið að því starfi í sjálfboðavinnu síðan. Hún er nú for- maður ABC barnahjálpar. Guðrún Margrét býr í Reykjavík ásamt eigin- manni sínum Hannesi Lentz og fjórum börnum þeirra hjóna. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 9. júlí, er 60ára Melkorka Benediktsdóttir, athafnakona á Vígholtsstöðum í Döl- um. Hún verður að heiman á afmælis- daginn. Í tilefni afmælisins taka Mel- korka, Sigurbjörn og fjölskylda á móti gestum á Vígholtsstöðum laugardags- kvöldið 16. júlí nk. Félagsstarf Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Örfá sæti laus í ferð FEBK á Strandir 15.–17. júlí. Brottför frá Gullsmára kl. 8.30 og Gjábakka kl. 8.45. Leið m.a.: Brú, Hólmavík, Drangsnes, Klúka, Djúpavík, Gjögur, Norðurfjörður, Ingólfsfjörður o.fl. Gist á Laugarbóli og Hólmavík. Ekin Tröllatunguheiði í Króksfjarðarnes, Dalir, Brattabrekka. Skráning Gjábakka s: 554 3400 eða Þráinn 554 0999 / Bogi 560 4255. Hraunbær 105 | Miðvikudaginn 20. júlí er ferð á Snæfellsnes, farið verður að Búð- um, síðan ekið fyrir Jökul og áfram til Stykkishólms, Vatnaleið til baka. Leið- sögumaður: Guðbrandur Guðbrandsson. Verð kr. 5.000. Brottför kl. 10 frá Hraunbæ 105. Ath greiða þarf ferðina í síðasta lagi föstudaginn 15. júlí. Hæðargarður 31 | Út í bláinn. Fjöl- skylduganga Laugardals- og Háaleitis- hverfis frá Hæðargarði 31 alla laugardags- morgna kl. 10, hvernig svo sem veður og vindar blása. Að lokinni göngu er boðið upp á teygjuæfingar og íslenskt vatn. Síð- an er kúrsinn tekinn í borgar-, lands- og heimsmálum. Allir alltaf velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Köttur fyrir bíl ÞAÐ kom illa við undirritaðan þegar ekið var vestur Nýbýlaveg hinn 5. júlí laust fyrir kl. 8 að morgni og á gagnstæðri akrein mátti sjá kött heyja dauðastríð á miðri akrein. Margir bílar óku hjá án þess að láta sig þetta varða og sá sem hafði ekið á köttinn hafði greinilega ekk- ert látið þetta á sig fá og ekið brott. Undirritaður sneri við og náði kettinum af akbrautinni en hann var þá það illa farinn að hann lifði þetta ekki af. Þessu er komið hér á famfæri þar sem undirrituðum þótti með ólík- indum það virðingarleysi sem veg- farendur sýndu dýrinu. Einnig þykir við hæfi að greina frá þessu þar sem kannski er eig- andinn enn að leita að vini sínum en ekki var hægt að sjá símanúmer og heimilisfang á merkimiða á ól en þó mátti greina þar nafnið Vala. Undirritaður vonar að þetta komi fyrir augu eigandans ef hann er enn að leita en síðast en ekki síst væri við hæfi að vegfarendur létu sig það ein- hverju varða þegar saklaus dýr heyja sitt dauðastríð fyrir augum þeirra. Sú spurning gerist áleitin hvort þetta sé til marks um aukna firringu í þjóðfélaginu eða hvað segir þetta um okkur? Dýravinur. Hattur týndist GRÁRÖNDÓTTUR hattur í „Justin Timberlake“-stíl tapaðist á Hressó laugardagskvöldið 25. júní. Hattsins er sárt saknað og ef einhver hefur hann í fórum sínum er hann vinsam- legast beðinn að hafa samband við Lovísu í síma 698 7568. Páfagaukur í óskilum ÞESSI litli páfa- gaukur fannst í Vesturvör í Kópa- vogi síðdegis hinn 6. júlí sl. Eigandinn getur vitjað hans hjá Lögreglunni í Reykjavík. Kettlingar fást gefins GULLFALLEGIR kettlingar, 12 vikna, kassavanir, fást gefins. Upp- lýsingar í síma 565 4210 eða 865 4850. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. c4 g6 2. e4 c5 3. Rf3 Bg7 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rc6 6. Be3 Rf6 7. Rc3 d6 8. Be2 0-0 9. 0-0 Bd7 10. Dd2 Rxd4 11. Bxd4 Bc6 12. f3 a5 13. b3 Rd7 14. Bf2 Be5 15. Hab1 e6 16. a3 Df6 17. Rd5 exd5 18. cxd5 Bf4 19. Dd1 De7 20. dxc6 bxc6 21. g3 Bh6 22. Dc2 c5 23. Hfd1 Hfb8 24. f4 Bg7 25. Bf3 Ha6 26. Dd3 Hab6 27. e5 Bf8 28. exd6 Df6 29. Dc4 Bxd6 30. Be1 De7 31. Kg2 a4 32. Dxa4 g5 33. Ba5 Ha6 Staðan kom upp á Evrópumeistara- móti einstaklinga sem lauk fyrir skömmu í Varsjá. Alexander Beljavsky (2.630) hafði hvítt gegn Alexander Kovschan (2.488). 34. Bd8! Hxd8 34. – Hxa4 gekk að sjálfsögðu ekki upp vegna 35. Bxe7. 35. Dxa6 g4 36. Dxd6 gxf3+ 37. Kxf3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. EM á Tenerife. Norður ♠ÁDG5 ♥DG ♦Á9 ♣DG974 Vestur Austur ♠96 ♠108743 ♥9875432 ♥Á104 ♦3 ♦DG7 ♣Á106 ♣K2 Suður ♠K2 ♥K ♦K1086542 ♣853 Í byrjun opnu sveitakeppninnar mættust þekktar stjörnur frá Ítalíu og Bretlandi: Vestur Norður Austur Suður Bocchi Zia Duboin Robson – 1 lauf Pass 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 lauf 2 hjörtu Dobl Pass 3 grönd Pass Pass Pass Robson og Zia spila Standard og endursögn Zia á spaða lofar ójafnri skiptingu, minnst fimmlit í laufi. Því segir Robson tvö lauf á þrílitinn. Bocchi sér þá fram á að sagnir séu að deyja út og kemur inn á tveimur hjört- um, sem Zia doblar til að sýna hámark í punktum. Og það dugir Robson til að veðja á þrjú grönd með kóngana þrjá. Útspil í hjarta hefði gert langa sögu stutta, en Bocchi valdi að byrja á spað- aníunni. Robson tók slaginn í borði og spilaði tígli þrisvar. Ef austur spilar nú hjartaás og hjarta dugir það sagnhafa í níu slagi, en Duboin fann bestu vörnina þegar hann spilaði spaða áfram! Robson átti slaginn heima á kóng og tók einn frítígul. Staðan var þá þessi: Norður ♠ÁD ♥DG ♦– ♣DG9 Vestur Austur ♠– ♠108 ♥9875 ♥Á104 ♦– ♦– ♣Á106 ♣K2 Suður ♠– ♥K ♦1086 ♣853 Blindur má ekkert spil missa, en Robson gerði sitt besta með því að taka einn tígul í viðbót og henda laufi. Hann spilaði svo laufi í þeirri von að tían væri önnur. En svo var ekki og Bocchi fékk fimmta slag varnarinnar á lauftíu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Á SJÖTTU tónleikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu kemur fram kvintett söngkonunnar Kristjönu Stefánsdóttur. Aðrir með- limir kvintettsins eru saxófónleik- arinn Sigurður Flosason, píanóleik- arinn Eyþór Gunnarsson, bassaleikarinn Róbert Þórhallsson og trommuleikarinn Scott McLe- more. Tónleikarnir hefjast í dag kl. 16 og standa til kl. 18. Leikið verður utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Kvintett Kristjönu Stef- ánsdóttur á Jómfrúnni WWW.EBK.DK Sumarhúsabyggðin Holtabyggð er í landi Syðra-Langholts (keyrt i gegn um Flúðir). Glæsileg dönsk hönnun með fallegum úthugsuðum smáatriðum. Stórir útsýnisgluggar, háar framhliðar, hátt upp í mæni i öllu húsinu, sem hleypa inn mikilli birtu og skapa gott loft og vellíðan. EBK býður 4 tegundir húsa og 35 útfœrslur. Möguleiki er á sérútfœrslum á innréttingum og að fá húsin á mismunandi byggingarstigum. Við höfum verið hluti af sumar húsalífi á Íslandi og í Danmörku i 29 ár. Sölumenn okkar og ráðgjafar Morten Eistorp GSM + 45 21 61 58 56 eða Anders Jensen GSM +45 20 86 46 59 gefa allar upplýsingar á dönsku/ensku og senda sölubœklinga (á dönsku). Nýtt: OPIÐ HÚS laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. júlí kl. 13-16 Aðalskriftstofa: +45-58 56 04 00 Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Mán.- fös.: 8-16.30 Sun. og helgidaga: 13-17 BELLA CENTER: +45-32 52 46 54 C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København Mán.- mið. og lau. 13-17 Sun. og helgidaga: 10-17 51 89 -2 EBK PANORAMA 99: 91 m² Stórglæsilegt, bjart sumarhús á einni hæð með 8 m² yfirbyggðum sólpalli. Inngangur, þvottahús, 3 herbergi, bað, eldhús / alrými og stofa með stórum gluggfleti sem ná niður í gólf med dyrum út á sólpall. Á heimasíðu okkar er hægt að sjá husin sem við bjóðum. Sýningahús eru staðsett við aðalskrifstofu okkar og við Bella Center: OPIÐ HÚS i HOLTABYGGÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.