Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Listskreytingasjóður ríkis-ins fékk úthlutað 7,2milljónum króna í síð-asta fjárlagafrumvarpi
samkvæmt fjárlagatillögum
menntamálaráðherra. Samkvæmt
upplýsingum frá Alþingi barst
fjárlaganefnd Alþingis erindi frá
Listskreytingasjóði sl. haust, eftir
að fjárlagafrumvarpið hafði verið
lagt fram, þar sem óskað var eftir
auknu framlagi til sjóðsins árið
2005 til þess að sjóðurinn gæti
betur uppfyllt þær lagalegu skyld-
ur sem hún beri. Eins var í er-
indinu bent á að vegna fjárskorts
hefði vinna við skráningu í gagna-
grunn sem og vinna við heimasíðu
legið niðri um nokkurt skeið.
Samkvæmt upplýsingum frá Al-
þingi fjallaði fjárlaganefnd um er-
indið en það hlaut ekki náð fyrir
augum nefndarinnar.
Ekki aðgeingilegt
Haft var eftir Ingibjörgu Gunn-
laugsdóttur, framkvæmdastjóra
Listskreytingasjóðs, í Morgun-
blaðinu á fimmtudag að upplýs-
ingar um listaverkaeign sjóðsins
væru ekki aðgengilegar þar sem
eftir ætti að skrá þær í viðeigandi
gagnagrunn. Kom fram að það
vanti laun fyrir sérmenntaðan
starfsmann í þrjá mánuði til að
skrá umræddar upplýsingar.
Þegar blaðamaður leitaði við-
bragða hjá alþingismönnum við
þessum upplýsingum voru þeir
allir á einu máli um að ótækt væri
að ekki reyndist unnt að skrá
listaverkaeign safnsins vegna fjár-
skorts og að æskilegt væri að því
yrði kippt í liðinn hið allra fyrsta.
Viljaleysi og deyfð
„Þetta lýsir viljaleysi og deyfð
stjórnvalda á hverjum tíma,“
sagði Kolbrún Halldórsdóttir,
þingmaður Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs, þegar málið
var borið undir hana. „Það þarf að
fara ofan í saumana á þessu máli,
laga það og standa veglega við
bakið á markmiðum Listskreyt-
ingasjóðs.“
Brýnt að bæta úr þessu
Að mati Hjálmars Árnasonar,
þingflokksformanns Framsóknar-
flokksins, er það „algjörlega ólíð-
andi“ að ekki skuli vera búið að
skrá listaverkaeign sjóðsins, sem
veldur því að ekki er vitað ná-
kvæmlega hvar öll verk sjóðsins
eru niðurkomin, eins og fram kom
í máli framkvæmdastjóra sjóðsins
sl. fimmtudag. Segir Hjálmar
brýnt að bæta úr þessu og hvetur
til þess að menntamálaráðuneytið
taki málið til heildarendurskoð-
unar. Hér að neðan er rætt við
fulltrúa stjórnmálaflokkanna um
málefni Listskreytingasjóðs.
Ævintýraheimur nefnist þ
stendur í og við nýjan Barn
verksins uppfyllti kvaðir u
Beiðni um auk
veitingu var s
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna
bregðast við fregnum af List-
skreytingasjóði ríkisins
„ÉG TEL fulla ástæðu til að taka
þessi mál til gagngerrar endur-
skoðunar,“ segir Hjálmar Árna-
son, þingflokks-
formaður
Framsóknar-
flokksins og
nefndarmaður í
menntamála-
nefnd. Minnir
hann á að með
lagabreytingu
fyrir nokkrum
árum hafi verið
gerð sú breyting að vísa list-
skreytingum inn í einstakar
framkvæmdir og byggingar-
nefndir og þeim gert að verja 1%
af heildarbyggingarkostnaði til
listskreytinga, sem eðlilegs hluta
af byggingum. „Því miður þá
held að ég sú hafi ekki orðið
raunin, af því að menn hafa látið
annað hafa forgang,“ segir
Hjálmar og vísar þar til upplýs-
inga frá forstjóra Framkvæmda-
sýslu ríkisins í fimmtudag
blaðinu þess efnis að allt
af eðlilegri listskreytinga
dytti upp fyrir og kæmi a
framkvæmda.
Segir Hjálmar stóra ve
ann varðandi það að færa
efnið yfir til einstakra by
nefnda og ráðuneyta liggj
að þegar verið sé að skilg
svonefndan normkostnað
reikna út áætlaðan kostn
byggingu þá virðist ákvæ
listskreytingar gleymast
af leiðandi miðist fjárveit
aðeins við normkostnaðin
hluti eins og steinsteypu,
borð.
„Ég held því að þessi b
hafi ekki verið til góðs og
ástæða sé til að taka þett
endurskoðunar,“ segir Hj
og leggur áherslu á að sj
hann mjög fylgjandi því a
aðarfull listaverk séu hlu
byggingum. „Því að mínu
nýrri byggingu ekki fulllo
en að viðeigandi listaverk
komið þar í kring.“
Að mati Hjálmars þurf
urðarsjónarmiðin og listr
sjónarmiðin að fá aukið v
umræðunni og skipa vegl
sess. „Þetta er alltaf spur
forgangsröðun, en ég tel
eigum að hafa þann listræ
metnað sem þjóð að auka
gjöldin til þessa máls og
þróunin hafi verið í öfuga
segir Hjálmar og vísar þa
þess að framlög hins opin
Listskreytingasjóðs hafi l
umliðnum árum. „Varðan
að ekki skuli vera búið að
listaverkaeignina og ná e
lega utan um það hvar þe
eignir almennings eru þá
náttúrlega algjörlega ólíð
þarf að bæta úr því,“ seg
Hjálmar og telur næsta s
vera að menntamálaráðun
taki málið til heildarendu
skoðunar.
Hjálmar Árnason
Kallar á
heildarend-
urskoðun
„ÉG FAGNA umræðunni um List-
skreytingasjóð því það hefur fram
undir þetta vantað að vakin væri at-
hygli á starfsemi
sjóðsins og fjár-
þörf,“ segir
Margrét Frí-
mannsdóttir,
þingflokks-
formaður Sam-
fylkingarinnar.
Segir hún List-
skreytingasjóð
hingað til ekki
hafa verið vinsælt umræðuefni inni
á þingi þar sem menn hafa ekki litið
á þetta sem forgangsatriði. „Sem
stafar ef til vill af því að allir hafa
reiknað með að lögunum væri fram-
fylgt,“ segir Margrét.
„Staða sjóðsins eins og hann er í
dag er algjörlega óþolandi bæði
fyrir þá sem reka sjóðinn og eins
fyrir þá listamenn sem myndu vilja
nýta sér hann,“ segir Margrét og
bendir á að hefði sjóðurinn þann
status sem hann ætti að hafa og ef
skráningin á listaverkaeign hans
væri í lagi þá væru kannski einnig
líkur til þess að framkvæmdin af
hálfu ráðuneytanna væri eins og
skyldi og að þeir fjármunir sem
skila ættu sér til listskreytinga
gerðu það í raun. Varðandi þær
upplýsingar forstjóra Fram-
kvæmdasýslu ríkisins að allt að
30% af eðlilegri listskreytingakvöð
komi aldrei til framkvæmda segir
Margrét bagalegt að svo sé, enda
séu lög sett með það að markmiði
að farið sé eftir þeim.
„Það er kominn tími til að endur-
skoða stöðu sjóðsins. Ef menn vilja
ekki hafa löggjöfina eins og hún er
þá verður auðvitað að breyta henni,
en ef staðan er sú að menn vilja
framfylgja lögunum þá á auðvitað
að sjá til þess að það sé gert. Mín
persónulega afstaða er sú að þær
reglur sem gilda í dag eru góðar og
það eigi að framfylgja þeim. Það
þarf hins vegar greinilega að taka
þessa umræðu upp. Einnig er alveg
ljóst að fjárþörf sjóðsins er þannig
að framlög til sjóðsins hefðu þurft
að fylgja verðlagi, þó ekki væri til
annars en að koma gagnagrunn-
inum í lag,“ segir Margrét og legg-
ur áherslu á að skrásetning lista-
verkaeignar sjóðsins sé ein
meginforsenda þess að verkin nýt-
ist sem skyldi.
Margrét Frímannsdóttir
Staða sjóðs-
ins óþolandi
JAFNRÉTTI TIL NÁMS
Þröstur Brynjarsson, varafor-maður Félags leikskólakenn-ara, skrifaði bréf hér í blaðið í
fyrradag í tilefni af þeirri ákvörðun
Súðvíkinga að bjóða börnum í sveit-
arfélaginu leikskólavist án greiðslu
frá 1. september nk. Í bréfi sínu segir
Þröstur m.a.:
„Árið 2000 setti FL (Félag leik-
skólakennara - innskot Mbl.) fyrst
fram opinberlega í skólastefnu sinni
hugmyndir um að fyrsta skólastigið,
leikskólinn, yrði foreldrum að kostn-
aðarlausu líkt og önnur skólastig á
landinu. Mörgum þótti þessi hug-
mynd allróttæk og að þetta væri svo
óraunhæft að fávizka væri að leggja
hana fram.
Gjaldfrír leikskóli jafnar stöðu
barna og er því mikið hagsmunamál.
Börn eiga að njóta jafnréttis til náms
burtséð frá efnahag foreldra eða mis-
munandi aðstöðu. Hvers eiga þau
börn að gjalda, sem búa við þær að-
stæður, að fjárhagur foreldra er
þröngur, t.d. vegna atvinnuleysis,
veikinda eða lágra launa foreldra?
Þess eru mýmörg dæmi að þegar
þrengir að er ein fyrsta ráðstöfun
sem foreldrar grípa til að taka barnið
úr leikskólanum. Með ákvörðun sinni
um niðurfellingu skólagjalda í leik-
skóla Súðvíkinga hafa sveitarstjórn-
armenn í Súðavík stigið mikið fram-
faraskref í átt að jafnrétti til náms.“
Allt er þetta rétt hjá Þresti Brynj-
arssyni. Það eru einfaldlega engin
rök fyrir því að taka há skólagjöld á
þessu fyrsta stigi skólagöngu barna.
Þetta kerfi á að heyra til liðinni tíð.
Stuðningur við gjaldfría leikskóla
er að aukast á hinum pólitíska vett-
vangi. Vinstri grænir höfðu forystu
um slíka stefnumörkun og aðrir
flokkar eru að byrja að fylgja í kjölfar
þeirra.
Það er rétt hjá varaformanni Fé-
lags leikskólakennara, að Súðvíking-
ar hafa stigið mikið framfaraspor
með ákvörðun sinni. Ástæða er til að
hvetja önnur sveitarfélög til að fylgja
í fótspor Súðvíkinga í þessum efnum.
HVAÐ VARÐ UM VERÐLÆKKANIR?
Í Morgunblaðinu í fyrradag birtistfrétt þess efnis, að verðlækkanir
undanfarinna mánaða í lágvöru-
verðsverzlunum hefðu gengið til
baka. Heimildin fyrir þessu er verð-
lagseftirlit ASÍ, sem segir, að frá
því í maímánuði sl. hafi verð í
Bónusverzlunum hækkað um 8,4%, í
Krónunni um 6% og í Kaskó um
3,2%.
Hvað veldur? Var það misskiln-
ingur að matvörukeðjurnar hefðu
einsett sér að lækka vöruverð í land-
inu enn frekar? Var það misskiln-
ingur að matvöruverð í verzlunum
Baugs mundi lækka vegna fjárfest-
inga félagsins í matvörugeiranum í
Bretlandi og hagstæðari innkaupa af
þeim sökum, sem mundu skila sér til
íslenzkra neytenda? Var verðstríðið,
sem skall á í vetur bara leikur, sem
nú hefur gengið til baka?
Ef svo er mun það valda íslenzk-
um neytendum miklum vonbrigðum.
Almenningur hefur lengi átt erfitt
með að skilja hvers vegna matvæla-
verð er til muna hærra hér en í ná-
lægum löndum. Þegar Krónan hóf
verðlækkun í vetur og Bónus fylgdi í
kjölfarið, svo og Kaskó var það trú
margra að betri tíð væri í vændum
og lágvöruverðsverzlanir mundu nú
tryggja neytendum mun hagstæðara
verð á matvöru en hér hefði þekkzt
áður. Verðlækkanirnar höfðu heilsu-
samleg áhrif á vísitöluna og skulda-
summa landsmanna lækkaði í stað
þess að hækka.
Var þetta bara skammgóður
vermir?
Neytendur munu ekki taka því vel
ef sú verður raunin. Talsmenn mat-
vöruverzlana kepptust um það í vet-
ur og vor að segja fólki að þeir
mundu halda áfram verðlækkunar-
stefnu sinni. Voru það orðin tóm?
Þetta dugar ekki. Verðlækkanir í
lágvöruverðsverzlunum gáfu neyt-
endum vísbendingu um, að verðlag
hér gæti a.m.k. nálgast verðlag í ná-
grannalöndum. Ýmsar algengar
neyzluvörur var allt í einu hægt að
fá á skikkanlegu verði. Eiga neyt-
endur að láta sér nægja reykinn af
réttunum?
Lágvöruverðsverzlanirnar geta
ekki leikið sér að fólki með þessum
hætti. Krafan um að þær haldi sér
við þá verðstefnu, sem upp var tekin
í vetur á eftir að verða hávær.
EITT ATVINNUVEGARÁÐUNEYTI
Ingibjörg Jónsdóttir stjórnsýslu-fræðingur skrifar grein í Morg-
unblaðið í gær um sameiningu at-
vinnuvegaráðuneyta í eitt ráðu-
neyti og segir:
„Hin langa töf, sem orðin er á
sameiningu atvinnuvegaráðuneyta
skýrist einkum af tvennu. Í fyrsta
lagi eru ráðuneyti hér mörg og
smá. Sterkir hagsmunaaðilar hafa
viljað halda í sérráðuneyti. Þetta
veikir ráðuneytin og fámennið leið-
ir til vandkvæða, sem stafa af því,
að hlutföll milli þess sem stjórnar
og þeirra, sem stjórnað er eru
skekkt og ráðuneyti því ekki í
stakk búin til þess að sinna yfir-
stjórnunarhlutverki sínu á full-
nægjandi hátt. Þessi veika staða
stjórnsýslunnar hefur svo leitt til
þess að hún stendur ekki eins
traustum fótum gagnvart áhrifum
hagsmunaaðila.“
Þetta er rétt. Það er tímabært að
sameina atvinnuvegaráðuneyti í
eitt öflugt ráðuneyti, sem mun
stuðla að því, að stjórnkerfið geti
tekizt á við ný vandamál og við-
fangsefni á vettvangi atvinnuveg-
anna, sem það er augljóslega van-
máttugt til um þessar mundir eins
og dæmin sanna.