Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Messa kl. 11, altarisganga. Félagar úr kór Áskirkju syngja, einsöngur. Organisti Kári Þormar. Margrét Svav- arsdóttir djákni les ritningarlestra, kynnir bænaefni og aðstoðar við útdeilingu. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Eftir 10. júlí fer starfsfólk Áskirkju í sumarleyfi. Sókn- arbörnum er bent á að sækja til Laug- arneskirkju, en sóknarprestur hennar, sr. Bjarni Karlsson, og annað starfsfólk geng- ir þjónustu á meðan á sumarleyfi stendur. Fyrsta guðsþjónusta eftir sumarleyfi verð- ur í Áskirkju sunnudaginn 28. ágúst kl. 11. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Mola- sopi eftir messu. Sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Sönghópur úr Dómkórn- um syngur, undirleikari er Þóra Marteins- dóttir. Í messunni verður fermdur Einar Gísli Gíslason, Gnoðavogi 78. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot í líknarsjóð. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hjálmar Jóns- son. Verið velkomin. HALLGRÍMSKIRKJA: Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Helgi Hróbjartsson prestur Íslend- inga í Noregi prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Fermdur verður Daníel Adolfsson, Noregi. Jap- anskur prestur Shigeru Masaki flytur stutt ávarp og Soka Ginarta prestur frá Konsó í Eþíópíu, tekur þátt í helgiþjónustunni auk Margrétar Jóhannesdóttur og kristniboð- anna Margrétar Hróbjartsdóttur og Val- gerðar Gísladóttur. Organisti Douglas Brotchie. Hópur úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur. Sumarkvöld við orgelið kl. 20. Björn Andor Drage, dómorganisti í Bodö í Noregi, leikur. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Fossvogur: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, organisti Birgir Ás Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Vegna sumarleyfa verður ekki messað í Langholtskirkju í júlímánuði. Sr. Pálmi Matthíasson þjónar Langholts- prestakalli á meðan. Sóknarbörnum er bent á að sækja helgihald í Bústaðakirkju eða öðrum nágrannakirkjum. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á guðsþjónustur í ná- grannakirkjum. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Hrönn Helgadóttir. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd verða Davíð Magnússon búsettur í Virginíu í USA, Jónína Kristín Tryggvadóttir búsett í Noregi og Signý Gissurardóttir bú- sett í Kanada. Fermingarbörnin lesa ritn- ingarlestra. Kammerkór Seltjarnar- neskirkju leiðir sálmasöng og messusvör. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Með- hjálpari: Svava Guðmundsdóttir. Prestur: Sr. Arna Grétarsdóttir. Verið öll hjart- anlega velkomin. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta verður kl. 11. Það verður mikið sung- ið, sögur sagðar og síðast og ekki síst koma Rebbi refur og Gulla gæs og heilsa upp á börn og fullorðna. Á eftir verður boð- ið upp á grillaðar pylsur og ávaxtasafa. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messur falla niður í júlímánuði vegna viðgerða. Kyrrðarstundir eru alla miðvikudaga kl. 12 í Safn- aðarheimili kirkjunnar. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa í kapellu kl. 20. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Um söng sjá Ömmurnar. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónustur falla niður vegna sumarleyfa. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Elínborg Gísladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Börn borin til skírnar. Sr. Íris Kristjáns- dóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sumarleyfa verður ekki guðsþjónusta á sunnudag. Næsta guðsþjónusta verður að loknu sumarleyfi sunnudaginn 7. ágúst. Kirkjan er opin á messutímum og frá þriðjudegi til föstudags kl. 11 til 14. Á þeim tímum er kirkjuvörður við og getur veitt upplýsingar. LINDAKIRKJA í Kópavogi: Sameiginlega guðsþjónusta Linda- og Digranessafnaða í Digraneskirkju kl. 20. SELJAKIRKJA: ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma sunnudag kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Halldór N. Lárusson prédik- ar. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla miðvikudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boð- un FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Samkoma sunnu- dag kl. 20. Umsjón Harold Reinholdtsen. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Sam- koma sunnudag kl. 20. Sigrún Ein- arsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir velkomn- ir. Þriðjudaginn 12. júlí er bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 20 í kaffiteríunni. Shigeru Masaki frá Japan kemur á samkomuna. Kaffi- húsastemning, umræður. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Hafliði Kristinsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Bænastund mið- vikudagskvöldum kl. 20. Morg- unbænastundir falla niður í júlí, hefjast aftur 4. ágúst. filadelfia@gospel.is www.gospel.is Hægt er að hlusta á beina útsendingu á útvarp Lindina fm 102.9 KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. „Ár altarissakrament- isins“: Tilbeiðslustund er haldin í Krists- kirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Reykjavík, Maríukirkja við Rauf- arsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laug- ardaga:Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár alt- arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á mánudögum frá kl. 19 til 20. Riftún í Ölf- usi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðviku- daga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár alt- arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs- kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu- stund á hverjum föstudegi kl. 17 og messa kl. 18. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Samkomur laugardagurinn 9. júlí: Aðvent- kirkjan Ingólfsstræti 19, Reykjavík: Bibl- íufræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Jón Erling Ericsson. Loftsal- urinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðþjón- usta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili að- ventista Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Stefán Rafn Stefánsson. Safnaðarheimili aðventista Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guð- þjónusta kl. 11. Ræðumaður: Daníel Senuic. Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Messa kl. 11. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Gíslínu Jónatansdóttur org- anista. Gengið verður til altaris. Prestur sr. Kristján Björnsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Helgi- stund á sumarkvöldi kl. 20. Einsöngur Björg Jóhannesdóttir. Allir velkomnir. GARÐASÓKN: Kvöldguðsþjónusta í Garðakirkju sunnudag kl. 20:30. Kirkjurút- an fer frá Kirkjulundi kl. 20:00 og frá Hleinum kl. 20:10. Félagar úr kór Vídal- ínskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Við athöfn- ina þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson ásamt leikmönnum. Mætum vel og gleðj- umst saman í Drottni. Prestarnir. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson messar og fræðir um kirkjuna. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigfús baldvin Ingvason. Organisti Steinar Guðmundsson. Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiðir söng. HNÍFSDALSKAPELLA: Messa og alt- arisganga kl. 11. Kvennakórinn syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Sr. Magn- ús Erlingsson. HOFSÓSS- og HÓLAPRESTAKALL: Messa að Knappstaðakirkju í Stíflu sunnudag kl. 14. Allir velkomnir og hestafólk er sér- staklega hvatt til að fjölmenna í kirkju. Kaffisopi og meðlæti undir kirkjuveggnum að athöfn lokinni. Sr. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, þjónar fyrir alt- ari og prédikar. Organisti er Rögnvaldur S. Valbergsson. Kór Barðskirkju leiðir safn- aðarsönginn. Sóknarprestur. HÓLADÓMKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Bolli P. Bollason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir söng. Org- anisti Jón Bjarnason. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Kvöldmessa verð- ur fyrir allt prestakallið sunnudaginn 10. júlí kl. 20.30. Kaffi á prestssetrinu eftir messu. Komum öll og njótum samveru á sumarkvöldi. Sóknarprestur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta á Hlíð kl. 16. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Sigrún Arna Arngrímsdóttir leiðir söng. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Sumartónleikar kl. 17. Sænski spuna- snillingurinn Mattias Wager leikur á orgel. Helgistund kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Arnaldur Bárðarson. Karlakór Akureyrar, Geysir, leiðir söng. Organisti Arnór Vilbergsson. Komið og eig- ið með okkur góða söngstund í kirkjunni. ÁSSÓKN í Fellum: Kvöldmessa í Kirkju- selinu í Fellabæ sunnudag kl. 20.30. Sóknarpresturinn sr. Lára G. Oddsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari. Drífa Sigurð- ardóttir leikur undir almennan safn- aðarsöng. Kaffi eftir messu. Allir velkomn- ir. Sóknarprestur. HOFSKIRKJA í Álftafirði: Ferming sunnu- dag kl. 11. Prestur sr. Sjöfn Jóhann- esdóttir. Fermd verður: Hera Líf Liljudóttir, Steinum 14, Djúpavogi. STÓRA-NÚPSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 17. Í messunni verður flutt tónlist frá sumartónleikum helgarinnar. Sókn- arprestur. SELFOSSKIRKJA: Guðsþjónusta og alt- arisganga kl. 11. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hádegisverður af létt- ara tagi í safnaðarheimilinu á eftir. Evang- elísk-lúthersk tíðagjörð sungin þriðjudaga til föstudaga kl. 10.Jafnframt fyrirbæn - og tekið við bænarefnum. Aðmorguntíð lok- inni kaffisopi og spjall. Pabba- og mömmumorgnar á hverjum miðvikudegi kl. 11. Sr. Gunnar Björnsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Aðalfundur safn- aðarins verður í kirkjunni mánudaginn 11. júlí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. HVERAGERÐISKIRKJA: Á morgun, sunnu- dag kl. 14, verður messað í Hveragerð- iskirkju. Messan er öllum opin, en verður í umsjá Félags fyrrum þjónandi presta, sem þennan dag heimsækir Dvalarheim- ilið Ás í boði Dvalar- og hjúkrunarheimilis- ins Grundar í Reykjavík. Sr. Þórir Steph- ensen fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey prédikar og þjónar fyrir altari, en sr. Ólöf Ólafsdóttir og sr. Gísli Kolbeins lesa ritningartexta. Söng- flokkur frá Grund leiðir söng, og organisti verður Kjartan Ólafsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa og ferming sunnudag kl. 14. Fermdir verða: Emil Örn Ólafsson og Stefán Viktorsson. Prestur sr. Pálmi Matthíasson, organisti Guð- mundur Vilhjálmsson. Guðspjall dagsins: Jesús mettar 4 þúsundir manna. (Mark. 8). Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Saurbæjarkirkja Messa á Knapp- stöðum í Fljótum HIN árvissa sumarmessa í Knapp- staðakirkju í Stíflu verður á sunnu- daginn kemur, 10. júlí, kl. 14. Allir, nær og fjær, eru boðnir hjartanlega velkomnir til góðrar stundar; hestafólk er sérstaklega hvatt til að fjölmenna í kirkju. Að venju býður heimafólk upp á kaffi- sopa og meðlæti undir kirkju- veggnum að athöfn lokinni. Sr. Sigurður Ægisson, sókn- arprestur á Siglufirði, þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Rögnvaldur S. Valbergsson. Kór Barðskirkju leiðir safnaðarsöng- inn. Sóknarprestur. Messuganga í Saurbæ Í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd verð- ur guðsþjónustuhald um helgina með svolítið öðru sniði en venju- lega, en í stað hefðbundinnar messu í kirkjunni verður á sunnudaginn kemur farin svokölluð messuganga. Byrjað verður á því að safnast saman fyrir framan Hallgríms- kirkju í Saurbæ kl. 14, þaðan geng- ið að Hallgrímssteini, því næst að Hallgrímslind, og að lokum að leiði sr. Hallgríms í kirkjugarðinum í Saurbæ. Á hverjum stað verður staldrað við, lesið, íhugað og sung- ið. Gönguleiðin sem farin verður er um einn og hálfur kílómetri að lengd en búið er að setja göngubrú yfir Saurbæjará og leggja göngu- stíga á milli áningarstaða, þannig að auðvelt er að komast á milli þeirra. Ættu því ungir jafnt sem aldnir að geta tekið þátt í helgi- haldinu, sem leitt verður af sókn- arprestinum í Saurbæ, sr. Kristni Jens Sigurþórssyni. Sá fyrirvari er hafður á, að ef veður gerast mjög válynd verður helgihaldið flutt inn í kirkjuna og haft með hefðbundnu sniði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Messa í umsjá Félags fyrrum þjón- andi presta Á morgun, sunnudag, kl. 14 verður messað í Hveragerðiskirkju. Mess- an er öllum opin, en verður í umsjá Félags fyrrum þjónandi presta, sem þennan dag heimsækir Dval- arheimilið Ás í boði Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í Reykjavík. Sr. Þórir Stephensen, fv. dómkirkjuprestur og stað- arhaldari í Viðey, prédikar og þjón- ar fyrir altari, en sr. Ólöf Ólafs- dóttir og sr. Gísli Kolbeins lesa ritningartexta. Söngflokkur frá Grund leiðir söng, og organisti verður Kjartan Ólafsson. Hátíð í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 10. júlí verður há- tíðarmessa kl. 11:00 í Hallgríms- kirkju. Sr. Helgi Hróbjartsson, prestur Íslendinga í Noregi og kristniboði í Eþíópíu í áratugi, pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni, en sr. Helgi mun ferma Daníel Adolfsson, sem fékk sína fræðslu í hópi ís- lenskra unglinga í Noregi sl. vetur. Þá mun japanskur prestur, Shi- geru Masaki, flytja stutt ávarp, en hann er gestur íslenska kristni- boðsins um þessar mundir. Einnig mun Soka Ginarta, prest- ur frá Konsó í Eþíópíu, sem einnig er hér í heimsókn, taka þátt í helgi- þjónustunni auk Margrétar Jó- hannesdóttur og kristniboðanna Margrétar Hróbjartsdóttur og Val- gerðar Gísladóttur. Organisti verð- ur Douglas Brotchie og hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur. Seljakirkja í sumarskapi TVÖ leikjanámskeið verða haldin fyrir börn á aldrinum 6–10 ára í Seljakirkju í ágúst. Þau verða sem hér segir: 8.–12. ágúst og 15.–19. ágúst. Skráning stendur yfir í síma kirkjunnar, 567 0110, og þar eru frekari upplýsingar gefnar. Knappstaðakirkja, Fljótum. KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.