Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 40

Morgunblaðið - 09.07.2005, Page 40
40 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Messa kl. 11, altarisganga. Félagar úr kór Áskirkju syngja, einsöngur. Organisti Kári Þormar. Margrét Svav- arsdóttir djákni les ritningarlestra, kynnir bænaefni og aðstoðar við útdeilingu. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Eftir 10. júlí fer starfsfólk Áskirkju í sumarleyfi. Sókn- arbörnum er bent á að sækja til Laug- arneskirkju, en sóknarprestur hennar, sr. Bjarni Karlsson, og annað starfsfólk geng- ir þjónustu á meðan á sumarleyfi stendur. Fyrsta guðsþjónusta eftir sumarleyfi verð- ur í Áskirkju sunnudaginn 28. ágúst kl. 11. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Mola- sopi eftir messu. Sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Sönghópur úr Dómkórn- um syngur, undirleikari er Þóra Marteins- dóttir. Í messunni verður fermdur Einar Gísli Gíslason, Gnoðavogi 78. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot í líknarsjóð. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hjálmar Jóns- son. Verið velkomin. HALLGRÍMSKIRKJA: Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Helgi Hróbjartsson prestur Íslend- inga í Noregi prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Fermdur verður Daníel Adolfsson, Noregi. Jap- anskur prestur Shigeru Masaki flytur stutt ávarp og Soka Ginarta prestur frá Konsó í Eþíópíu, tekur þátt í helgiþjónustunni auk Margrétar Jóhannesdóttur og kristniboð- anna Margrétar Hróbjartsdóttur og Val- gerðar Gísladóttur. Organisti Douglas Brotchie. Hópur úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur. Sumarkvöld við orgelið kl. 20. Björn Andor Drage, dómorganisti í Bodö í Noregi, leikur. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Fossvogur: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, organisti Birgir Ás Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Vegna sumarleyfa verður ekki messað í Langholtskirkju í júlímánuði. Sr. Pálmi Matthíasson þjónar Langholts- prestakalli á meðan. Sóknarbörnum er bent á að sækja helgihald í Bústaðakirkju eða öðrum nágrannakirkjum. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á guðsþjónustur í ná- grannakirkjum. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Hrönn Helgadóttir. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd verða Davíð Magnússon búsettur í Virginíu í USA, Jónína Kristín Tryggvadóttir búsett í Noregi og Signý Gissurardóttir bú- sett í Kanada. Fermingarbörnin lesa ritn- ingarlestra. Kammerkór Seltjarnar- neskirkju leiðir sálmasöng og messusvör. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Með- hjálpari: Svava Guðmundsdóttir. Prestur: Sr. Arna Grétarsdóttir. Verið öll hjart- anlega velkomin. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta verður kl. 11. Það verður mikið sung- ið, sögur sagðar og síðast og ekki síst koma Rebbi refur og Gulla gæs og heilsa upp á börn og fullorðna. Á eftir verður boð- ið upp á grillaðar pylsur og ávaxtasafa. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messur falla niður í júlímánuði vegna viðgerða. Kyrrðarstundir eru alla miðvikudaga kl. 12 í Safn- aðarheimili kirkjunnar. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa í kapellu kl. 20. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Um söng sjá Ömmurnar. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónustur falla niður vegna sumarleyfa. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Elínborg Gísladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Börn borin til skírnar. Sr. Íris Kristjáns- dóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sumarleyfa verður ekki guðsþjónusta á sunnudag. Næsta guðsþjónusta verður að loknu sumarleyfi sunnudaginn 7. ágúst. Kirkjan er opin á messutímum og frá þriðjudegi til föstudags kl. 11 til 14. Á þeim tímum er kirkjuvörður við og getur veitt upplýsingar. LINDAKIRKJA í Kópavogi: Sameiginlega guðsþjónusta Linda- og Digranessafnaða í Digraneskirkju kl. 20. SELJAKIRKJA: ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma sunnudag kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Halldór N. Lárusson prédik- ar. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla miðvikudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boð- un FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Samkoma sunnu- dag kl. 20. Umsjón Harold Reinholdtsen. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Sam- koma sunnudag kl. 20. Sigrún Ein- arsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir velkomn- ir. Þriðjudaginn 12. júlí er bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 20 í kaffiteríunni. Shigeru Masaki frá Japan kemur á samkomuna. Kaffi- húsastemning, umræður. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Hafliði Kristinsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Bænastund mið- vikudagskvöldum kl. 20. Morg- unbænastundir falla niður í júlí, hefjast aftur 4. ágúst. filadelfia@gospel.is www.gospel.is Hægt er að hlusta á beina útsendingu á útvarp Lindina fm 102.9 KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. „Ár altarissakrament- isins“: Tilbeiðslustund er haldin í Krists- kirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Reykjavík, Maríukirkja við Rauf- arsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laug- ardaga:Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár alt- arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á mánudögum frá kl. 19 til 20. Riftún í Ölf- usi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðviku- daga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár alt- arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs- kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu- stund á hverjum föstudegi kl. 17 og messa kl. 18. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Samkomur laugardagurinn 9. júlí: Aðvent- kirkjan Ingólfsstræti 19, Reykjavík: Bibl- íufræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Jón Erling Ericsson. Loftsal- urinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðþjón- usta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili að- ventista Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Stefán Rafn Stefánsson. Safnaðarheimili aðventista Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guð- þjónusta kl. 11. Ræðumaður: Daníel Senuic. Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Messa kl. 11. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Gíslínu Jónatansdóttur org- anista. Gengið verður til altaris. Prestur sr. Kristján Björnsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Helgi- stund á sumarkvöldi kl. 20. Einsöngur Björg Jóhannesdóttir. Allir velkomnir. GARÐASÓKN: Kvöldguðsþjónusta í Garðakirkju sunnudag kl. 20:30. Kirkjurút- an fer frá Kirkjulundi kl. 20:00 og frá Hleinum kl. 20:10. Félagar úr kór Vídal- ínskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Við athöfn- ina þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson ásamt leikmönnum. Mætum vel og gleðj- umst saman í Drottni. Prestarnir. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson messar og fræðir um kirkjuna. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigfús baldvin Ingvason. Organisti Steinar Guðmundsson. Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiðir söng. HNÍFSDALSKAPELLA: Messa og alt- arisganga kl. 11. Kvennakórinn syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Sr. Magn- ús Erlingsson. HOFSÓSS- og HÓLAPRESTAKALL: Messa að Knappstaðakirkju í Stíflu sunnudag kl. 14. Allir velkomnir og hestafólk er sér- staklega hvatt til að fjölmenna í kirkju. Kaffisopi og meðlæti undir kirkjuveggnum að athöfn lokinni. Sr. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, þjónar fyrir alt- ari og prédikar. Organisti er Rögnvaldur S. Valbergsson. Kór Barðskirkju leiðir safn- aðarsönginn. Sóknarprestur. HÓLADÓMKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Bolli P. Bollason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir söng. Org- anisti Jón Bjarnason. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Kvöldmessa verð- ur fyrir allt prestakallið sunnudaginn 10. júlí kl. 20.30. Kaffi á prestssetrinu eftir messu. Komum öll og njótum samveru á sumarkvöldi. Sóknarprestur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta á Hlíð kl. 16. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Sigrún Arna Arngrímsdóttir leiðir söng. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Sumartónleikar kl. 17. Sænski spuna- snillingurinn Mattias Wager leikur á orgel. Helgistund kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Arnaldur Bárðarson. Karlakór Akureyrar, Geysir, leiðir söng. Organisti Arnór Vilbergsson. Komið og eig- ið með okkur góða söngstund í kirkjunni. ÁSSÓKN í Fellum: Kvöldmessa í Kirkju- selinu í Fellabæ sunnudag kl. 20.30. Sóknarpresturinn sr. Lára G. Oddsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari. Drífa Sigurð- ardóttir leikur undir almennan safn- aðarsöng. Kaffi eftir messu. Allir velkomn- ir. Sóknarprestur. HOFSKIRKJA í Álftafirði: Ferming sunnu- dag kl. 11. Prestur sr. Sjöfn Jóhann- esdóttir. Fermd verður: Hera Líf Liljudóttir, Steinum 14, Djúpavogi. STÓRA-NÚPSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 17. Í messunni verður flutt tónlist frá sumartónleikum helgarinnar. Sókn- arprestur. SELFOSSKIRKJA: Guðsþjónusta og alt- arisganga kl. 11. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hádegisverður af létt- ara tagi í safnaðarheimilinu á eftir. Evang- elísk-lúthersk tíðagjörð sungin þriðjudaga til föstudaga kl. 10.Jafnframt fyrirbæn - og tekið við bænarefnum. Aðmorguntíð lok- inni kaffisopi og spjall. Pabba- og mömmumorgnar á hverjum miðvikudegi kl. 11. Sr. Gunnar Björnsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Aðalfundur safn- aðarins verður í kirkjunni mánudaginn 11. júlí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. HVERAGERÐISKIRKJA: Á morgun, sunnu- dag kl. 14, verður messað í Hveragerð- iskirkju. Messan er öllum opin, en verður í umsjá Félags fyrrum þjónandi presta, sem þennan dag heimsækir Dvalarheim- ilið Ás í boði Dvalar- og hjúkrunarheimilis- ins Grundar í Reykjavík. Sr. Þórir Steph- ensen fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey prédikar og þjónar fyrir altari, en sr. Ólöf Ólafsdóttir og sr. Gísli Kolbeins lesa ritningartexta. Söng- flokkur frá Grund leiðir söng, og organisti verður Kjartan Ólafsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa og ferming sunnudag kl. 14. Fermdir verða: Emil Örn Ólafsson og Stefán Viktorsson. Prestur sr. Pálmi Matthíasson, organisti Guð- mundur Vilhjálmsson. Guðspjall dagsins: Jesús mettar 4 þúsundir manna. (Mark. 8). Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Saurbæjarkirkja Messa á Knapp- stöðum í Fljótum HIN árvissa sumarmessa í Knapp- staðakirkju í Stíflu verður á sunnu- daginn kemur, 10. júlí, kl. 14. Allir, nær og fjær, eru boðnir hjartanlega velkomnir til góðrar stundar; hestafólk er sérstaklega hvatt til að fjölmenna í kirkju. Að venju býður heimafólk upp á kaffi- sopa og meðlæti undir kirkju- veggnum að athöfn lokinni. Sr. Sigurður Ægisson, sókn- arprestur á Siglufirði, þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Rögnvaldur S. Valbergsson. Kór Barðskirkju leiðir safnaðarsöng- inn. Sóknarprestur. Messuganga í Saurbæ Í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd verð- ur guðsþjónustuhald um helgina með svolítið öðru sniði en venju- lega, en í stað hefðbundinnar messu í kirkjunni verður á sunnudaginn kemur farin svokölluð messuganga. Byrjað verður á því að safnast saman fyrir framan Hallgríms- kirkju í Saurbæ kl. 14, þaðan geng- ið að Hallgrímssteini, því næst að Hallgrímslind, og að lokum að leiði sr. Hallgríms í kirkjugarðinum í Saurbæ. Á hverjum stað verður staldrað við, lesið, íhugað og sung- ið. Gönguleiðin sem farin verður er um einn og hálfur kílómetri að lengd en búið er að setja göngubrú yfir Saurbæjará og leggja göngu- stíga á milli áningarstaða, þannig að auðvelt er að komast á milli þeirra. Ættu því ungir jafnt sem aldnir að geta tekið þátt í helgi- haldinu, sem leitt verður af sókn- arprestinum í Saurbæ, sr. Kristni Jens Sigurþórssyni. Sá fyrirvari er hafður á, að ef veður gerast mjög válynd verður helgihaldið flutt inn í kirkjuna og haft með hefðbundnu sniði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Messa í umsjá Félags fyrrum þjón- andi presta Á morgun, sunnudag, kl. 14 verður messað í Hveragerðiskirkju. Mess- an er öllum opin, en verður í umsjá Félags fyrrum þjónandi presta, sem þennan dag heimsækir Dval- arheimilið Ás í boði Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í Reykjavík. Sr. Þórir Stephensen, fv. dómkirkjuprestur og stað- arhaldari í Viðey, prédikar og þjón- ar fyrir altari, en sr. Ólöf Ólafs- dóttir og sr. Gísli Kolbeins lesa ritningartexta. Söngflokkur frá Grund leiðir söng, og organisti verður Kjartan Ólafsson. Hátíð í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 10. júlí verður há- tíðarmessa kl. 11:00 í Hallgríms- kirkju. Sr. Helgi Hróbjartsson, prestur Íslendinga í Noregi og kristniboði í Eþíópíu í áratugi, pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni, en sr. Helgi mun ferma Daníel Adolfsson, sem fékk sína fræðslu í hópi ís- lenskra unglinga í Noregi sl. vetur. Þá mun japanskur prestur, Shi- geru Masaki, flytja stutt ávarp, en hann er gestur íslenska kristni- boðsins um þessar mundir. Einnig mun Soka Ginarta, prest- ur frá Konsó í Eþíópíu, sem einnig er hér í heimsókn, taka þátt í helgi- þjónustunni auk Margrétar Jó- hannesdóttur og kristniboðanna Margrétar Hróbjartsdóttur og Val- gerðar Gísladóttur. Organisti verð- ur Douglas Brotchie og hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur. Seljakirkja í sumarskapi TVÖ leikjanámskeið verða haldin fyrir börn á aldrinum 6–10 ára í Seljakirkju í ágúst. Þau verða sem hér segir: 8.–12. ágúst og 15.–19. ágúst. Skráning stendur yfir í síma kirkjunnar, 567 0110, og þar eru frekari upplýsingar gefnar. Knappstaðakirkja, Fljótum. KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.