Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 53 SÖNGKONAN Emilíana Torrini heldur ferna tón- leika hér á landi síðar í mánuðinum, eins og greint hefur verið frá, en miða- sala á fyrstu tónleikana hefst í dag. Áhugasamir geta farið í verslun 12 Tóna við Skóla- vörðustíg, verslunina BT á Akureyri eða inn á vefsíðuna midi.is og fjár- fest í miðum á tónleika söngkonunnar á Nasa 21. júlí og í Ketilhúsinu 24. júlí. Miðaverð er 2.500 krónur. Miðasala á tón- leika Emilíönu LEIKRITIÐ Örlagaeggin eftir Mikhaíl Búlgakov var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins síðastliðinn fimmtudag að við- stöddu fjölmenni. Það eru Leikskólinn og Reykvíska listaleikhúsið sem standa að sýningunni en Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri verksins. Höfundur leikgerðar er Höskuldur Ólafsson sem jafnframt samdi tónlistina ásamt Pétri Þór Benediktssyni. Örlagaeggin voru sett á svið af sama hópi fyrir sjö árum en í allt annarri leikgerð. Leikhópurinn er mannaður bæði atvinnuleikurum sem og leik- listarnemum en aðalhlutverk eru í höndum þeirra Ilmar Krist- jánsdóttur, Stefáns Halls Stefánssonar og Sveins Ólafs Gunn- arssonar. Leikmyndin er í höndum Elmu Backman og sjónræn hönnun er eftir Hlyn Magnússon. Það var ekki annað að sjá á frumsýningargestum en þeir væru ánægðir með það sem fyrir augu bar á Litla sviðinu á fimmtu- dagskvöldið. Örlagaeggin verða sýnd út júlímánuð. Leikhús | Örlagaeggin frumsýnd á Litla sviðinu Búlgakov í Borgarleikhúsinu Magga Stína Blöndal, Axel Pétur Ásgeirsson og Auður Eggertsdóttir voru glöð og kát á frumsýningunni. Morgunblaðið/Jim Smart Ólafur Höskuldsson og Tryggvi Gíslason. Ilmur Kristjánsdóttir fer með að- alhlutverkið í Örlagaeggjunum. DINDILL er hugsað sem eins konar vefrit stílað inn á ungt hugsandi fólk. Þarna verður samfélagsleg gagnrýni í bland við léttara efni og aðra fræðandi og skemmtilega hluti,“ seg- ir Halldór Ásgeirsson, einn af umsjónar- mönnum nýs vefseturs sem var opnað í sein- ustu viku. Á síðunni stendur að ætlunin sé ekki sú að „upplýsa gesti um einkalíf er- lendra poppstirna, kvikmyndahetja eða ríkra hóteleigenda, né heldur að birta myndir af sólbrenndum skemmtanafíklum; fremur að næra mannsandann á mun djúpstæðari hátt og veita lesendum innsýn í ókannaðar lendur eigin huga“. „Við vorum nokkrir félagarnir komnir með ákveðinn leiða á þessum popp-síðum og í stað þess að kvarta yfir því á kaffihúsum ákváðum við að láta verkin tala. Við erum samt alls ekki að vega að þvílíkum síðum, mun fremur fannst okkur hitt bara vanta.“ Halldór segist vona að fólk hafi einhvern áhuga á að lesa það sem verður á síðunni en af fyrstu viðbrögðum virðist svo vera því gestafjöldinn hafi aukist mjög lógaritmískt síðustu daga. „Við höfum líka flestir verið að skrifa smá- sögur og leikrit og von er á fyrsta net- leikritinu á síðuna fljótlega.“ Ritstjórn Dindils.com í hátíðarskapi. Fyrir ungt hugsandi fólk Veraldarvefur | Vefsíðan www. dindill.com opnuð á vefnum EINS OG greint hef- ur verið frá fer Inni- púkinn 2005 fram á Nasa dagana 30. og 31. júlí næstkom- andi. Nú er miðasala hafin á þessa tónlist- arhátíð í hjarta Reykjavíkur. Þeir listamenn sem fram koma á Innipúkanum eru Jonathan Richman, Cat Power, Apparat, Mugison, Kimano, Vonbrigði, Donna Mess, Tonik, Úlpa, Rass, Helgi Valur, Bob Justman, Dj. Slimbuck, Ampop, Dr. Gunni, Reykjavík!, Brim, Singapore Sling, Raveonettes, Blonde Redhead, Trabant, Dr. Spock, Hjálmar, Skát- ar, Hudson Wayne, Nine Elevens, Þórir, Helvar, Bacon, Dj KGB, Dýrðin, Lake Trout, Norton og Lára. Áhugasamir geta nálgast aðgöngumiða í 12 Tónum við Skólavörðustíg, í verslun Hive við Grensásveg og á hive.is. Miðaverð er 3.900 krónur fyrir báða dag- ana en 2.900 krónur fyrir annan daginn. Miðasala hafin á Innipúkann Chan Marshall, eða Cat Power, treður upp á Inni- púkanum. TENGLAR ................................................................... www.innipukinn.com WAR OF THE WORLDS kl. 3 - 5.30 - 8 og 10.30 MONSTER IN LAW kl. 5.50 og 10.30 BATMAN BEGINS kl. 3 - 8 WHO´S YOUR DADDY kl. 6 - 8 - 10 BATMAN BEGINS kl. 5.30 - 8 - 10.30 AKUREYRIKRINGLAN KEFLAVÍK     MYND EFTIR Steven spielberg I N N R Á S I N E R H A F I N ! T O M C R U I S E „Innrásin er girnileg sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL  „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.H.T, RÁS 2  VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI - 23.000 GESTIR      Kvikmyndir.is Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman Ó.Ö.H / DV Gleymið öllum hinum Batman myndunum. Þessi er málið Andri Capone / X-FM 91,9 Þórarinn Þ / FBL H.B. / SIRKUS  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com “Einn af stærstu smellum ársins.”  B.B. Blaðið Loksins, Loksins  M.M.M / Xfm 91,9 Nýr og miklu betri leðurblökumaður. H.L. / Mbl. BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR ! i / i / - , . . / I D.Ö.J. / Kvik yndir.co “ i af st rst s ell ársi s.” B.B. Blaðið WHO´S YOUR DADDY kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 14 ára. BATMAN BEGINS kl. 3.30 - 5.10 - 6.30 - 8.10 - 10 B.i. 12 ára. SVAMPUR SVEINSSON kl. 3.30 m/ísl.tali. HÁDEGISBÍÓ ALLAR MYNDIR KL. 12 SUNNUDAG Í SAMBÍÓNUM KRINGLUNNI „HOLLYWOOD í ESSINU SÍNU“ -Blaðið 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.