Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. BAUGUR Group hefur staðfest að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta þátttöku í fyrirtækjahópnum sem átt hefur í viðræðum við versl- anakeðjuna Somerfield varðandi hugsanlegt tilboð í félagið. Kom þetta fram í tilkynningu frá fyr- irtækinu sem send var út í gær- kvöldi. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í þágu fyrirtækjahóps- ins, aðila hans og hluthafa Somer- field í kjölfar þess að ákærur hafi verið birtar forstjóra Baugs og fimm öðrum einstaklingum. Að auki hafa Baugur og fyrirtækja- hópurinn samið um að Baugur selji öll hlutabréf sín í Somerfield fyrir 190 pens hvern hlut til félags undir stjórn Tchenguiz Family Trust og að ljúki fyrirtækjahóp- urinn yfirtöku á Somerfield muni hann endurgreiða Baugi kostnað sem fallið hefur á félagið vegna vinnu við undirbúning hugsanlegr- ar yfirtöku á Somerfield. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins gæti Baugur fengið um 3,5 millj- arða króna hagnað út úr hlutafjár- eign sinni í Somerfield miðað við gengi bréfanna í dag. Höldum ótrauðir áfram „Þetta eru auðvitað mikil von- brigði en undir þeim kringum- stæðum sem þarna voru þá urðum við að taka tillit til þeirra sjón- armiða sem aðrir [fjárfestar í hópnum] færðu fram,“ sagði Hreinn Loftsson, stjórnarformað- ur Baugs, í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Þrátt fyrir þessi vonbrigði munum við halda áfram ótrauðir og menn munu sjá það fljótlega að það er engan bil- bug að finna á fyrirtækinu. Þess verður ekki langt að bíða að greint verði frá athyglisverðum fjárfest- ingum erlendis,“ sagði Hreinn en vildi ekki tjá sig frekar um þær að svo stöddu. Baugur hættir við þátt- töku í Somerfield-tilboði Mikil vonbrigði, segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is  Baugsrannsóknin | 6 FJÁRFESTARNIR þrír sem ásamt Baugi hafa átt í viðræðum um kaup á verslanakeðjunni Somerfield segja í fréttatilkynningu að Baugur hafi ákveðið að draga sig út úr við- ræðunum í kjölfar ákæra íslenskra stjórnvalda á vissa einstaklinga í þeim tilgangi að lágmarka truflun fyrir fjárfestahópinn og hluthafa í Somerfield. Þakka fjárfestarnir Baugi fyrir fagmennsku og heið- arleika í tengslum við þessar „óheppilegu aðstæður“, líkt og það er orðað. „Síðustu mánuði höfum við feng- ið tækifæri til að vinna náið með Baugi og hefur framlag hans verið dýrmætt fyrir fjárfestahópinn,“ segir í tilkynningunni. Kemur fram að fjárfestarnir þrír, Apax, Barclays Capital og R20 Limited, sem er ráðgjafi The Tchenguiz Family Trust, muni halda áfram vinnu við hugsanlegt tilboð í Somerfield. Tekið er fram að ekki sé hægt að segja með vissu hvort tilboð sé væntanlegt. Þakka Baugi fagmennsku BROTIST var inn í bíl í Reykjavík í fyrrinótt sem var fullur af nesti og sælgæti ætluðu knattspyrnustrákum sem æfa með 7. flokki Víkings. Nestið og sælgætið áttu að fara með strákun- um upp á Akranes þar sem Lottómót- ið í knattspyrnu fer fram nú um helgina. Þjófurinn eða þjófarnir gerðu sér lítið fyrir og brutu rúðu bílsins, sem var fyrir utan heimili í Hólmgarði í Fossvogi. Þeir virtust engan áhuga hafa á hljómflutningstækjum í bílnum eða öðru þess háttar, heldur var nest- ið það eina sem þeir tóku. „Það var búið að fylla bílinn af Prins póló, samlokum og gúmmíi sem átti að notast yfir helgina en svo var þetta straujað í nótt,“ segir Þorvaldur Sveinsson, þjálfari 7. flokks. Hann segir strákana hafa verið að vonum svekkta eftir þjófnaðinn. Ekki er vit- að hver eða hverjir voru að verki og málið er í rannsókn lögreglu. Sælgæti stolið frá Víkingum FJÓRAR hrefnur höfðu veiðst í gær, en þá voru bát- arnir sem veiða vegna hrefnurannsókna Hafrann- sóknastofnunar allir í höfn vegna brælu. Það var Halldór Jónsson ÍS sem veiddi fjórðu hrefnuna og kom með hana að landi í fyrrinótt. Fengurinn í það skiptið var 7,64 m langur hrefnutarfur og veiddist hann á Vestfjarðamiðum, að sögn Gísla Víkingssonar, verkefn- isstjóra hvalarannsókna Haf- rannsóknastofnunar. Áður höfðu bátarnir fengið hver um sig eina hrefnu. Auk Halldórs Sigurðssonar ÍS fást Dröfn RE og Njörður KO við rannsóknaveiðar á hrefnu í sumar. Fjórar hrefnur veiddar NÝJASTA afsprengi Boeing- verksmiðjanna, breiðþota af gerð- inni 777-200LR, flaug yfir Reykja- vík í gær. Þotan er langfleygasta farþega- þota heims og mun geta flogið í allt að 18 tíma án millilendingar. Hún er þar með eina farþega- flugvélin sem getur flogið í beinu flugi milli nánast hvaða tveggja borga sem er. Eftir flugið yfir Reykjavík lenti hún á Keflavíkur- flugvelli. Þotunni flugu reynsluflugmenn Boeing-verksmiðjanna og með í för var hópur alþjóðlegra fjárfesta og framámanna flugfélaga. Flug- félagið Pakistan International Airlines fær fyrstu eintök flugvél- arinnar í janúar. Morgunblaðið/Jim Smart Áhugasamir ljósmyndarar á jörðu niðri. Risaþota á flugi yfir Reykjavík NOKKRIR mótmælendur við Kára- hnjúka gengu inn í kynningar- miðstöðina í Végarði í Fljótsdal í gær og tóku allt kynningarefni sem þar var og klipptu í sundur. Því næst settu þeir upp borð fyrir utan mið- stöðina þar sem mátti finna kynning- arefni frá mótmælendunum. Töldu mótmælendurnir að í bæklingunum mætti finna ýmsar vafasamar fullyrð- ingar um áhrif Kárahnjúkavirkjunar. Sigurður Arnalds, talsmaður Lands- virkjunar vegna Kárahnjúkavirkj- unar, segir uppátækið hafa verið óviðeigandi og kjánalegt. Hann segir ekki verða gripið til sérstakra að- gerða vegna þessa. Að sögn Örnu Aspar Magnúsar- dóttur, sem er ein af mótmælend- unum, fóru um sjö manns í miðstöð- ina. Þar spurðu þeir starfsmann miðstöðvarinnar hvort að kynningar- efnið væri ekki ókeypis sem var reyndin. Allt kynningarefnið var tek- ið, klippt niður og síðan sett í endur- vinnslu. Arna sagði þetta hafa verið gert í tilefni þess að í gær hafi verið alþjóðlegur baráttudagur gegn gróð- urhúsaáhrifum og veðurfarsbreyt- ingum af völdum mengunar. „Við fórum inn í upplýsingamiðstöð Landsvirkjunar vegna tengsla Landsvirkjunar við Alcoa og vegna þess að rafmagn sem verður til af virkjuninni hér fer eingöngu í mjög mengandi þungaiðnað,“ segir Arna og bætir því við að þetta hafi verið friðsamleg aðgerð. Aðspurð segir hún að í upplýsingabæklingum Landsvirkjunar sé að finna afar vafa- samar fullyrðingar, t.d. um endurnýt- anlega græna orku, sem mótmælend- urnir taki ekki trúanlegar. Þá hafi auk þess vantað allar upplýsingar um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkj- unar. Sigurður segir hópinn ekki einungis hafa tekið kynningarefni frá Lands- virkjun heldur líka efni frá öðrum, t.d. Menningarsetrinu í Skriðu- klaustri. Mótmælendur klipptu og fleygðu kynningarefni Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Végarður í Fljótsdal. Óviðeigandi og kjánalegt, segir talsmaður Landsvirkjunar TVEIR Svíar, þeir Lars Carls- son og Jonas Eklund, hyggjast í sumar klífa hæstu fjallstinda á Norðurlöndunum fimm, þeirra á meðal Hvannadals- hnjúk. Leiðangurinn hefst hinn 13. júlí á hæsta fjallstindi Svía, Kebnekaise, 2.114 m háum. Þá verður hæsti tindur Finnlands, Halti, sem er 1.328 metrar, klifinn. Því næst er það Mölle- höj í Danmörku, 170,86 metrar. Næstur í röðinni er svo hæsti fjallstindur á Norðurlöndum, Galdhöpiggen í Noregi, sem er 2.469 m. Lokaatlagan verður svo gerð 19. júlí að Hvanna- dalshnjúk sem er 2.111 metrar. Hægt er að fylgjast með ferða- laginu á www.toppturen.se. Ætla að klífa hæstu tinda Norð- urlanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.