Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 33 UMRÆÐAN Í FJÖLMIÐLAUMRÆÐU að undanförnu hefur verið rætt um þjónustu á Íslandi og það hvort Íslendingar séu minna þjón- ustusinnaðir en aðrar þjóðir. Hvort hér fái viðskiptavinir versl- unar- og þjónustu- fyrirtækja lakari þjónustu en tíðkast í löndunum sem næst okkur liggja. Vissulega má með sanni segja að það skorti nokkuð á þjón- ustugæði í ein- hverjum fyrirtækjum og að rúm sé fyrir umbætur á þessu sviði. Það er hins vegar ekki svo að fólki í útlöndum sé meðfædd þjón- ustulund og vitund um það hvað eru gæði í þjónustu. Því fer fjarri að svo sé. Hins vegar má til sanns vegar færa að lengri hefð er víða fyrir þjónustustarfsemi en Íslend- ingar hafa búið við. Hér var sjálfs- þurftarbúskapur við lýði og að- greining starfa ekki mikil fyrr en um eða eftir miðja síðustu öld. Þegar haft er í huga að stór hluti þeirra sem starfa í verslun og þjónustu hefur ekki lokið form- legu framhaldsskólanámi og að mikil starfsmanna- velta er í mörgum fyrirtækjum, t.d. í verslun, núna þegar góðæri ríkir þá má ef- laust finna í þessu or- sök fyrir ófullnægj- andi þjónustu einhvers staðar. Reynslan sýnir að það þarf að bjóða upp á fagnám sem hefst á því að byggja upp sjálfsmynd starfs- manna og sjálfsöryggi áður en hægt er að kenna þjónustugæði og fagmennsku. Það hefur verið verkefni SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu að stuðla að þessu og fyrir fólk í verslun er nú að verða til heppilegt námsframboð á ýms- um skólastigum. Undirbúningur er hafinn fyrir útgáfu fræðsluefnis og námskeið sem henta fólk í annarri þjónustustarfsemi og er stefnt að fagnámi þar líka. Lífseigur hefur verið sá mis- skilningur að þjónusta sé fyrst og síðast hjálpargrein fyrir vörufram- leiðslugreinarnar, landbúnað, sjávarútveg og iðnað. Þetta er auðvitað alrangt og þjónustu- starfsemi stendur í sjálfu sér fylli- lega jafnfætis vörum þessara greina og nú reyndar framar. Önnur missögn er að þjónusta sem byggist á heimamarkaði sé í skjóli fyrir alþjóðlegri samkeppni. Þetta er alls ekki þannig. Það nægir í þessu sambandi að nefna ferðaþjónustu og flutninga- starfsemi sem dæmi um alþjóð- legar samkeppnisgreinar í þjón- ustu. Það má líka bæta við hugbúnaði, hönnun o.þ.h. og nægir að benda á störf arkitekta á ver- aldarvísu í þessu sambandi. Nú búa Íslendingar við markaðsvætt upplýsinga- og þjón- ustuhagkerfi sem er í vaxandi samkeppni við umheiminn um leið og heimsviðskipti aukast um 10% árlega og samskiptaþróun eykst. Gömlu framleiðslugreinarnar, landbúnaður og sjávarútvegur, verða stöðugt þýðingarminni í hagkerfinu og iðnaður dregst einnig saman um leið og heims- viðskiptin vaxa og framleiðslutæk- in flytjast til þeirra landa sem bjóða upp á lægri laun og aukna samkeppnishæfni. Þar ber mest á Kína, en Indland og Eystrasalts- löndin draga einnig til sín slíka starfsemi. Það er fyrst og fremst verslun og þjónusta, þ.m.t. ferða- þjónusta, sem tekur við því hlut- verki gömlu greinanna að mynda bakbein í efnahagslífi vestrænna þjóða. Þar verða til ný störf og tekjur þjóðarbúsins verða til í þessum greinum fyrst og fremst. Þetta er óumdeilanleg staðreynd og í stað þess að leggjast í óskil- virkar og illa grundaðar varnar- aðgerðir þá leggja þjóðríki Evr- ópu vaxandi áherslu á að skilgreina sóknarfæri og umbreyta atvinnu- og þjóðlífi til samræmis við nýjar áherslur. Ísland hefur enga möguleika á að keppa við hin nýju fram- leiðsluríki í launum. Við verðum einfaldlega að vera klárari og leggja áherslu á nýsköpun, þekk- ingu og framleiðni. Tækniþróun í víðasta skilningi er líka lykilatriði. Það vantar þó rannsóknir á þjónustustarfsemi og möguleik- unum sem þar leynast til að bæta samfélag okkar. Við vitum allt of lítið um þá krafta sem leysa má úr læðingi með því að veita aukið fé og stuðning í þjónustugreinarnar. Það er ekki ásættanlegt að þróun í þjónustu ráðist af snilli einstakra manna, sem tekst að umbreyta hugmyndum sínum í söluhæfa þjónustu. Þróunarsjóðir, skólar og stofnanir í samfélagi okkar verða í vaxandi mæli að sinna þjónustu- starfseminni og ætla henni m.a. pláss í menntakerfinu. Án kröft- ugrar þjónustustarfsemi verður Ísland ekki áfram í fararbroddi hvað varðar lífsgæði þegnanna. Þekking á þjónustustarfsemi Sigurður Jónsson fjallar um þjónustustarfsemi ’Það vantar þó rann-sóknir á þjónustu- starfsemi og möguleik- unum sem þar leynast til að bæta samfélag okkar.‘ Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – samtaka verslunar og þjónustu. ÞEGAR umsóknarfresti um nám í framhaldsskóla lauk fyrir skömmu var ljóst að 95% þeirra nemenda er luku námi í grunnskólum í vor höfðu sótt um nám í framhaldsskólum lands- ins. Þetta eru gleðileg tíðindi því aldrei hafa hlutfallslega fleiri skráð sig í nám í framhalds- skóla að loknu námi í tí- unda bekk. Þetta er enn ein stað- festing á þeirri gíf- urlegu menntasókn sem við upplifum þessa stundina. Aldrei hafa fleiri nemendur sótt um vist í framhaldsskólum og aldrei hafa fleiri nemendur sótt nám í háskólum landsins. Aldrei hefur meiri fjár- munum verið varið til menntamála en nú og er ljóst að Ísland er nú eitt þeirra ríkja heims – ef ekki það ríki heims – er ver hlutfallslega mestum fjármunum til menntamála. Þessi þróun er ánægjuleg og hún er gífurlega mikilvæg upp á framtíðarþróun okk- ar samfélags. Á næstu árum og áratugum mun menntunarstig þjóða skera úr um hvaða þjóðir skara fram úr í hinni hörðu alþjóðlegu sam- keppni. Kröfurnar um menntun verða sífellt meiri og í framtíðinni munu stöðugt fleiri störf krefjast æðri menntunar. Þau þjóðfélög er svara kalli tímans munu ná árangri, önnur ekki. Íslensk stjórnvöld hafa brugðist við þessari þróun með því að auka framlög til allra skólastiga. Af hálfu ríkisins hefur árleg aukning fjárveit- inga til náms á framhaldsskóla- og háskólastigi verið langtum meiri en í samanburðarlöndum undanfarin ár. Nemendur hafa aldrei verið fleiri en nú í framhaldsskólum og háskólum og þeim mun fjölga enn frekar næsta vetur. Samhliða þessu hefur verið reynt að gera kerfið sjálft aðgengilegra og gegnsærra. Í vor gátu nemendur í 10. bekk í fyrsta skipti sótt með rafræn- um hætti um nám í framhaldsskóla en það auðveldar og flýtir af- greiðslu umsókna um- talsvert. Nemendur fá svör fyrr og það dregst ekki fram á haust að af- greiða umsóknir um nám eins og áður vildi brenna við. Nú hafa all- ir umsækjendur í hópi nýnema fengið tilboð um skólavist á komandi skólaári. Því miður verður aldrei hægt að tryggja að allir fái vist í þeim framhaldsskóla sem þeir sækja um. Sveiflur milli ára eru mjög miklar og stundum eru umsóknir um nám í einstaka skólum langt umfram það sem skól- arnir geta tekið við. Rafræn innritun í framhaldsskólana nú í vor var frumraun og ástæða til að þakka öll- um sem þar lögðu hönd á plóg. Nemendur 10. bekkjar stóðu sig vel og tileinkuðu sér þessa nýju aðferð vand- kvæðalaust. Framlag starfsfólks í grunn- og framhaldsskólum var mjög mikilvægt og átti stóran þátt í að vel tókst til. Reynslan af hinni rafrænu skráningu í framhaldsskóla bendir til að rétt sé að kanna fýsileika þess að taka upp slíkt kerfi á há- skólastigi. Slíkt kerfi myndi hugs- anlega flýta fyrir skráningu nemenda og tryggja að umsækjendur fái sem fyrst svör um það hvar þeir geti hafið háskólanám. Fyrir stjórnvöld skiptir það meg- inmáli að góð yfirsýn fáist yfir eft- irspurn eftir námi, m.a. til að auka á festu og til að hægt sé að bregðast við þörfum einstaklinganna og atvinnu- lífsins. Aldrei hærra hlutfall nemenda í framhaldsskóla Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir fjallar um aðsókn ungs fólks að framhaldsskólum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ’Fyrir stjórn-völd skiptir það meginmáli að góð yfirsýn fáist yfir eftirspurn eftir námi, m.a. til að auka á festu og til að hægt sé að bregðast við þörfum ein- staklinganna og atvinnulífsins.‘ Höfundur er menntamálaráðherra. Það er kunnara en fráþurfi að segja að föstorðasambönd geta veriðvandmeðfarin, oftast má hvergi víkja frá málvenju. Sem dæmi má nefna orða- samböndin leggja ástfóstur við e-n (t.d. leggja ástfóstur við barn) og taka ástfóstri við e-n/ e-ð (t.d. taka (miklu) ástfóstri við kvæði skáldsins/landið). Nafnorðið ástfóstur merkir í beinni merkingu ‘uppfræðsla sem einkennist af ást; ást við fósturbarn’ en yfirfærð merking er ‘dálæti, væntumþykja’. Orða- samböndin tvö eru gamalgróin í málinu og notkun þeirra er í föstum skorðum; þeim má ekki rugla saman. Það getur því ekki talist rétt að rita: en hann hefur þó ekki lagt ástfóstri við hjóla- mennskuna (Fréttabl. 22.5.05). Annað dæmi af svipuðum toga skal tilgreint. Alkunn má telja orðasamböndin sjá ekki út úr e-u/verkefnum ‘sjá ekki fyrir endann á e-u (verkefnum)’ og sjá ekki fram úr e-u/því sem þarf að gera í svipaðri merkingu. Þá er einnig kunnugt orðasambandið sjá ekki út úr augunum (fyrir þoku, myrkri, sorta). Notkun framangreindra þriggja orða- sambanda má styðja traustum dæmum og umsjónarmanni virð- ast þau gagnsæ að merkingu. Það skýtur hins vegar skökku við þegar þeim er slengt saman, t.d.: Það hefur nánast ekkert heyrst í NN meðan JJ sér ekki fram úr augum vegna anna (Fréttabl. 18.6.05). Hér er tveim- ur orðasamböndum ruglað sam- an og auk þess notuð ‘tísku- forsetningin’ vegna (vegna anna) í stað fyrir (fyrir önnum). Í Íslenskri orðabók segir að ‘helmingi stærri [merki] ýmist tvöfalt eða hálfu stærri, 100% (50%) stærri’ og ‘helmingi minni [merki] 50% minni’. Í orðabók Blöndals segir hins vegar að helmingi merki 100% þegar um aukningu er að ræða en 50% þegar vísað er til smækkunar (‘naar der er Tale om Forøgelse eller Formindskelse betyder helmingi henholdsvis 100% og 50%’). Umsjónarmaður hefur vanist því að helmingi stærra, meira, dýrara … merki ‘tvöfalt, tvisvar sinnum stærra, meira, dýrara …, 100%’ en helmingi minna, léttara, dýrara … merki ‘50% minna, léttara, dýrara …’, t.d.: Pabbi minn er helmingi sterkari en pabbi þinn ‘tvöfalt sterkari, 100% sterkari’ og húsið mitt er helmingi minna en þitt ‘50% minna’. Dæmi úr fornu máli sýna ótvírætt að hálfu/ helmingi fleiri merkir ‘tvöfalt fleiri, 100%’. Umsjónarmaður er að vísu ekki töluglöggur maður en honum sýnist þó að þetta megi til sanns vegar færa, allt veltur á því í hvora áttina við- miðunin gengur (upp eða niður) ef svo má að orði komast. Sem dæmi má taka: Jón á 200 krónur en Páll á helm- ingi meira (‘400 krónur’) og Jón á 200 krónur en Páll á helmingi minna (‘100 krónur’). Sá sem á helmingi minna en ann- ar hlýtur að eiga ‘50% minna’, ef helmingi minna gæti merkt ‘100% minna’ ætti hann ekkert. Í nýlegri könnun var talið koma fram að konur hefðu helmingi lægri laun en karlar (100 ‘stig’) og karlar helmingi hærri laun en konur (200 ‘stig’) og samræmist slík framsetning því sem að framan greindi. Umsjónarmanni er ljóst að málnotkun kann að vera nokkuð á reiki hvað merk- ingu slíkra orðasambanda varðar en finnst slíkur margbreytileiki eitt af því sem gerir íslenska tungu skemmtilega. Fjölmörg orð og orðasambönd í íslensku vísa til starfa og starfshátta á sjó og landi. Í mörgum tilvikum hefur sú vísun sem slík orð og orðasambönd hafa breyst eða horfið svo að þau eru ekki lengur gagnsæ, bein eða upphafleg merking ligg- ur ekki í augum uppi. Nýlega las umsjónarmaður skemmtilegt við- tal í Morgunblaðinu við Markús Guðmundsson, togaraskipstjóra. Þar komst Markús svo að orði: … menn í bullandi ágjöf (á dekk- inu) (Mbl 3.6.05). Hér er merk- ingin vitaskuld bein en lýsing- arhátturinn bullandi er einnig notaður í herðandi merkingu í ýmsum samböndum. Þannig geta sjómenn verið í bullandi fiski, skákmenn lenda oft í bullandi tímahraki, stundum eru fyrir- tæki rekin með bullandi tapi og umsjónarmaður minnist gamals vísubrots þar sem sagt er komið er bullandi stríð. Það getur auð- vitað verið matsatriði hvernig bullandi er notað en umsjónar- maður hrökk við þegar hann heyrði út undan sér sagt í sjón- varpi: það verður bullandi fót- bolti um alla helgina. Dæmi sem þessi sýna að merkingarbreyt- ingar geta verið með ýmsum hætti og afmörkun þeirra er ekki skörp. Sumar ná fram að ganga en aðrar ekki. Úr handraðanum Áhugamaður um íslensku spyr: Hver er munurinn á því að ríða hratt eða hart – eða hlaupa hratt eða hart? – Þessu er ekki auðsvarað að mati umsjónar- manns. Í Íslenskri orðabók er einungis að finna orðasambandið ríða hart ‘mjög hratt’ (Ísl. ob. 536) og á það sér samsvörun í fornu máli: Ríðum undan hart (Vatnsd 47.k.). Hart stendur hér sem atviksorð í merkingunni ‘harkalega; á miklum hraða’. Í seðlasafni Orðabókar Háskólans er að finna hliðstæðurnar hlaupa hart (16. öld); aka hart (19. öld) og fara ekki hart yfir (20. öld). En þar með er ekki öll sagan sögð. Atviksorðið hratt er kunn- ugt í svipaðri merkingu í fornu máli, t.d. bátinn rak hratt frá landi, og Hallgrímur Pétursson kveður: Lífið manns hratt fram hleypur / hafandi öngva bið / í dauðans grimmar greipur, / gröfin tekur þá við. Í nútímanum lifa menn (of) hratt og margir hafa hratt á hæli. Niðurstaða umsjónarmanns er sú að hvort tveggja sé rétt: ríða hart og ríða hratt. Fyrra af- brigðið á sér stoð í fornu máli og styðst við málvenju en vera má að merkingin í fornu máli sé ekki alveg sú sama og í nútíma- máli. Síðara afbrigðið á sér ýmsar hliðstæður í fornu máli og fellur vel að merkingu lýs- ingarorðsins hraður. Um- sjónarmaður hefur að vísu ekki kannað það en telur að í nútíma- máli sé algengast að nota hratt (af hraður) í orðasamböndum af þessum toga, t.d. aka, ganga, hlaupa … hratt. Fjölmörg orð og orða- sambönd í ís- lensku vísa til starfa og starfshátta á sjó og landi jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL 55 Jón G. Friðjónsson 55. þáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.