Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 15
ERLENT
ÖRT virtist fjara undan Gloriu
Macapagal Arroyo, forseta Filipps-
eyja, í gær og töldu sumir frétta-
skýrendur ljóst að hún myndi neyð-
ast til að segja af sér. Í gær sögðu
tíu ráðherrar, um þriðjungur ríkis-
stjórnar Arroyo, af sér og fylgis-
mönnum forsetans virtist fækka
með mínútu hverri.
Arroyo ítrekaði fyrri ummæli
þess efnis að hún hygðist ekki láta
undan þrýstingnum en margir urðu
til þess að spá því að hún myndi
hætta baráttunni og fela varamanni
sínum, Noli de Castro, að taka við
forsetaembættinu. Sá er fyrrver-
andi sjónvarpsþulur og ku njóta
vinsælda í heimalandi sínu.
Tíu ráðherrar ríkisstjórnar Arro-
yo sögðu af sér í gær en raunar
hafði hún leyst flesta þeirra frá
störfum daginn áður. Sögðu þeir á
blaðamannafundi að forsetinn væri
ekki lengur fær um að stjórna land-
inu. Ásakanir um spillingu og full-
yrðingar þess efnis að hún hefði
reynt með ólöglegum og siðlausum
hætti að hafa áhrif á niðurstöðu for-
setakosninganna í maímánuði í
fyrra gerðu að verkum að henni
væri ekki lengur sætt á valdastóli.
Frjálslyndi flokkurinn sem gegnir
lykilhlutverki í samsteypustjórn
þeirri sem Arroyo fer fyrir hvatti
hana einnig til að láta af embætti.
Sögðu talsmenn flokksins að þeir
myndu styðja málsókn til embætt-
ismissis færi forsetinn ekki frá af
fúsum og frjálsum vilja.
Aquino hvetur forsetann
til að leggja niður völd
Ekki varð það til að auka bjart-
sýni í herbúðum Arroyo að Corazon
Aquino, fyrrverandi forseti Filipps-
eyja og einn nánasti stuðn-
ingsmaður Arroyo, hvatti hana
einnig til að leggja niður völd.
Aquino var í broddi fylkingar þegar
alþýða manna reis upp gegn ein-
ræðisstjórn Ferdinands Marcos ár-
ið 1986. Sagði Aquino að þjóðin
mætti ekki við enn einni uppreisn-
inni.
Arroyo hafði sig lítt í frammi en
afgangur ríkisstjórnar hennar lýsti
yfir stuðningi við hana.
Herinn á Filippseyjum, sem enn
er áhrifamikill í stjórnmálum þar,
hefur fengið fyrirskipun um að
skipta sér ekki af hinni pólitísku rás
atburða. Katólska kirkjan, sem
einnig er sérlega mikilvæg stofnun í
samfélagi Filippseyinga, hefur og
forðast að taka afstöðu í deilu þess-
ari.
Lögreglusveitir voru í viðbragðs-
stöðu í höfuðborginni, Manila, og
fregnir bárust ennfremur af því að
liðsafli hefði tekið sér stöðu við for-
setahöllina. Þótti sýnt að honum
væri ætlað að bregðast við kæmi til
fjöldamótmæla og ofbeldisverka.
Stjórnarandstæðingar hafa haldið
útifundi í höfuðborginni og víðar á
undanliðnum vikum en þeir hafa
ekki verið sérlega vel sóttir; a.m.k.
hefur mannfjöldinn ekki verið í lík-
ingu við þann sem steypti Marcos
1986 og Joseph Estrada forseta
2001.
Vænd um spillingu
og kosningasvik
Eiginmaður Arroyo hefur haldið
í útlegð en hann og önnur ættmenni
forsetans eru vænd um spillingu í
tengslum við vinsælt en ólöglegt
fjárhættuspil á Filippseyjum. Þá
hafa ásakanir um að Arroyo hafi
gerst sek um kosningasvindl 2001
reynst henni erfiðar. Til er hljóð-
upptaka þar sem kvenrödd heyrist
ræða við mann sem talinn er fulltrúi
í kjörstjórn Filippseyja sem er
sjálfstæð stofnun og starfar án af-
skipta stjórnvalda. Virðist konan
leitast við að fá manninn til að
breyta tölum úr forsetakosningun-
um.
Arroyo hefur viðurkennt að hún
hafi hringt í manninn en ekki stað-
fest að röddin á upptökunni sé
hennar. Segir hún tilganginn með
símtalinu ekki hafa verið þann að
hafa áhrif á niðurstöðu kosning-
anna. Hún hafi hringt í fjölmarga á
kjördag. Hún hefur hins vegar við-
urkennt að hún hafi gerst sek um
„dómgreindarbrest“ með því að
hringja í fulltrúann. „Mér þykir
þetta leitt. Ég iðrast þess einnig að
hafa ekki gert ykkur grein fyrir
þessu fyrr,“ sagði Arroyo í ávarpi til
þjóðarinnar í liðinni viku.
Kröfur magnast um
afsögn Gloriu Arroyo
Gloria Macapagal
Arroyo
Noli de Castro
varaforseti
Reuters
Afsagnar Gloriu Macapagal Arroyo, forseta Filippseyja, krafist í Manila.
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
Pale. AFP. | Bandarískir friðar-
gæsluliðar á vegum Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) handtóku á
fimmtudag Aleksandar Karadzic,
son Radovans Karadzic, fyrrver-
andi leiðtoga Bosníu-Serba, en
hann er eftirlýstur sem stríðs-
glæpamaður og er ákaft leitað.
Talsmaður NATO hefur stað-
fest, að Aleksandar hafi verið
handtekinn á heimili sínu í bæn-
um Pale, sem er skammt frá
Sarajevo og var helsta miðstöð
Serba í Bosníustríðinu á árunum
1992 til 1995.
Talsmaðurinn sagði, að farið
hefði verið með Aleksandar á
„öruggan stað“ en haft er eftir
konu og vitni að handtökunni,
að bandarískir hermenn á sjö
brynvörðum bifreiðum hefðu
staðið að henni og flutt fangann
burt.
Alþjóðastríðsglæpadómstóll-
inn í Haag hefur sakað Radovan
Karadzic, fyrrverandi forseta
Bosníu-Serba, og félaga hans,
Ratko Mladic hershöfðingja, um
þjóðarmorð og önnur grimmd-
arverk. Ber þar hæst morðin á
um 8.000 múslímum í Srebre-
nica 1995 en þau eru mesta
glæpaverk, sem unnið hefur
verið í Evrópu frá lokum síðari
heimsstyrjaldar.
Reuters
Sonja Karadzic Jovicevic, dóttir
Radovans Karadzic, ræðir við
fréttamenn í bænum Pale, nærri
Sarajevo skömmu eftir að hún
hafði fengið af því fregnir að bróð-
ir hennar hefði verið handtekinn.
Sonur Karad-
zic handtekinn
STJÓRNVÖLD víða um heim for-
dæmdu í gær morðið á sendiherra
Egyptalands í Írak. Maðurinn var tek-
inn af lífi á fimmtudag og hefur hópur
sem er undir stjórn Jórdanans Abu
Musab al-Zarqawis lýst yfir ábyrgð á
verknaðinum.
Talsmaður heimastjórnar Palestínu-
manna fordæmdi aftökuna í gær og
vottaði ættingjum mannsins og
egypsku þjóðinni samúð sína. Hið sama
gerðu stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ír-
an, Ísrael, Rússlandi, Kanada og fleiri
ríkjum. Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sagði verknaðinn
óréttlætanlegan með öllu og lét í ljós þá
von að morðingjarnir yrðu handsamað-
ir og þeim refsað. Slík voðaverk yrðu
ekki til þess að alþjóðasamfélagið
myndi bila í stuðningi sínum við stjórn-
völd í Írak og írösku þjóðina á vegferð
hennar til hagsældar og lýðræðis.
Sendiherranum, Ihab al-Sharif, var
rænt um liðna helgi. Hann var 51 árs
gamall. Armur hryðjuverkasamtak-
anna al-Qaeda í Írak sem lýtur stjórn
al-Zarqawis lýsti yfir á fimmtudag að
sendiherrann hefði verið tekinn af lífi.
Hann hefði verið „fulltrúi harðstjóra“
sem styddu „gyðinga og krossfara“.
Hosni Mubarak, forseti Egypta-
lands, staðfesti að sendiherrann hefði
verið myrtur. „Þetta óhæfuverk hefur
engin áhrif á stuðning Egyptalands við
Írak og írösku þjóðina,“ sagði í yfirlýs-
ingu hans.
Reuters
Mynd af egypska sendiherranum sem
morðingjarnir birtu á Netinu.
Fordæma
aftöku
í Írak
sjá að harkalegar aðgerðir saksókn-
ara gegn aukapersónu í málinu,
Miller, séu réttlætanlegar. Fer blað-
ið fram á að gerð verði breyting á
alríkislögum og þau verði í sam-
ræmi við lög sem ríkja í alls 49 ríkj-
um Bandaríkjanna, en á vettvangi
ríkjanna er alls staðar viðurkennt,
með einum eða öðrum hætti, að
blaðamenn njóti tiltekinna réttinda
til að halda hlífiskildi yfir heimild-
armönnum sínum.
Óljóst um Novak
Baksvið þessa máls er nokkuð
flókið. Árið 2003, þegar hart var
deilt vestra um réttmæti innrás-
arinnar í Írak, upplýsti íhaldssamur
dálkahöfundur, Robert Novak, að
Valerie nokkur Plame væri á mála
hjá bandarísku leyniþjónustunni,
CIA. Átta dögum áður hafði eig-
inmaður hennar, Joe Wilson, fyrrum
sendiherra Bandaríkjastjórnar,
gagnrýnt þá fullyrðingu George W.
Bush forseta að Írakar hefðu reynt
að kaupa úraníum frá Afríkuríkinu
Níger. Wilson heldur því fram að
nafn eiginkonunnar hafi verið birt í
hefndarskyni. Slík nafnbirting þykir
vitanlega alvarleg þegar leyniþjón-
ustan er annars vegar og bindur
enda á feril viðkomandi.
Blaðamennirnir Miller og Matt-
hew Cooper hjá vikuritinu Time
unnu að fréttaskrifum um málið en
urðu sem fyrr segir ekki fyrstir til
að birta nafn Plame. Þau voru á
hinn bóginn kölluð fyrir saksóknara
vegna fyrirspurna sinna í tengslum
við fréttaskrifin sem snerust um
hvernig nafni Plame hefði verið lek-
ið í Novak. Þau áfrýjuðu úrskurði
þessum en svo fór að Hæstiréttur
Bandaríkjanna úrskurðaði að þeim
bæri að koma fyrir rétt innan viku
en sæta ella 18 mánaða fangelsi.
Cooper átti á hættu að fara í
fangelsi eins og Miller en heimild-
armaður hans mun hafa veitt honum
heimild til að ljóstra því upp hvar
hann fékk sínar upplýsingar. Mörg-
um þykir hins vegar sæta furðu að
Novak hefur ekki hlotið sömu með-
ferð og Miller og Coooper, þykir
mörgum það benda til að hann hafi
sýnt saksóknaranum samstarfsvilja.
LEIÐARAHÖFUNDUR The
New York Times segir starfs-
fólk blaðsins og eigendur bæði
stolta en um leið miður sín eft-
ir að Judith Miller, einn þekkt-
ustu blaðamanna þess, ákvað
að fara frekar í fangelsi heldur
en segja til heimildarmanna
sinna. Málið hefur vakið mikið
umtal vestra og meðal blaða-
manna hvarvetna, enda þykir
það snerta möguleika blaða-
manna til að stunda vinnu sína.
„Það er sorglegt að alrík-
issaksóknari í leit sinni að
raunverulegum eða ímynd-
uðum brotum skuli sjá ástæðu
til að fangelsa blaðamann sem
einfaldlega var að vinna vinn-
una sína og fylgdi siðferðileg-
um grundvallarviðmiðum fags
síns,“ sagði Rick Dunham, for-
seti National Press Club í
Washington.
Og samtökin Blaðamenn án
landamæra sögðu fangelsun
Miller „myrkan dag í sögu
frjálsrar fjölmiðlunar í Banda-
ríkjunum og annars staðar í
heiminum“.
Leiðarahöfundur Washington
Post segir fangelsun Miller
hafa skaðleg áhrif á möguleika
fjölmiðla til að gegna hlutverki
sínu. Þá segir blaðið erfitt að
New York Times segist
stolt af Judith Miller
Mál Miller hefur vakið mikla athygli.