Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 11
           !"    #$ # # % $      VEIÐAR á norsk-íslenzku síldinni hafa gengið ágætlega í vor og sumar. Heildarafli íslenzku skipanna er nú orðinn 57 þúsund tonn á árinu sem er áþekkur afli og á sama tíma í fyrra. Kvóti íslenzku skipanna er hins vegar hærri í ár en í fyrra, var settur 158 þúsund tonn í ár og hækk- aði úr 128 þúsund tonnum frá síðasta ári. Því hafa um 36% af kvótanum í ár veiðzt nú þegar en undanfarin ár hefur mesta veiðin verið yfir sumar- tímann. Til viðbótar hafa erlend skip landað um 6 þúsund tonnum á árinu. Kemur þetta fram á vef Fiskistofu Íslands. Hátt hlutfall til manneldis Morgunkorn Íslandsbanka fjallar um þetta og segir það svo: „ Af aflan- um í ár hafa 23 þús. tonn farið í vinnslu í landi en 34 þús. tonn til vinnslu á vinnsluskipunum. Áætla má að um 30-40% af þeim afla sem veiðst hefur í ár hafi skilað sér í af- urðum til manneldis en þá hefur ver- ið tekið tillit til bræðslufisks og hrats frá vinnsluskipum. Þetta hlutfall er hátt og hefur farið hækkandi und- anfarin ár enda hefur vinnsluskipum fjölgað hratt. Manneldisvinnslan kemur sér vel fyrir síldarútgerðir og verkendur því afurðaverð á frystri síld í erlendri mynt hefur haldist mjög hátt á árinu.“ Gamla göngumynstrið? Enn hefur ekki samizt um skipt- ingu síldarinnar milli aðildarþjóð- anna, Íslands, Noregs, Færeyja, Rússlands og ESB og stefnir allt í að veiðin verði umtalsvert fram yfir ráðleggingar fiskifræðinga, nái allar þjóðirnar þeim kvóta, sem þær hafa úthlutað sér. Deilurnar standa um kröfu Norðmanna um aukna hlut- deild á kostnað annarra á þeim for- sendum að síldin haldi sig að lang- mestu leyti innan norskrar lögsögu. Svo var lengst af eftir hrun síldar- stofnsins í lok sjöunda áratugarins, en eftir því sem stofninum hefur vax- ið fiskur um hrygg hefur síldin byrj- að að ganga lengra til vesturs og inn í íslenzku lögsöguna. Svo virðist sem hún sé að hefja hið gamla göngu- mynstur, en þá var hún aðeins tvo mánuði á ári við Noreg, var í ætisleit norður og norðaustur af Íslandi í fimm til sex mánuði og hafði síðan vetursetu austur af Íslandi í tvo til þrjá mánuði áður en hún hélt yfir til Noregs til að hrygna í febrúar og marz. Talið er að um 400.000 tonn af nosk-íslenzku síldinni að minnsta kosti hafi gengið inn í íslenzku lög- söguna í vor. Svipaður afli af síldinni og í fyrra                                                                                           !   " MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 11 FRÉTTIR ÚR VERINU UMRÆÐUR hafa skapast um áhrif fjölgunar kvenna í stéttinni og spá sumir lækkun launa en aðrir fjölgun lækna þar sem konur vinni síður vaktavinnu en karlar. Þá er sagt að ákveðnar sérgreinar muni standa höllum fæti, þar sem konur sæki síð- ur í þær sem krefjist mikillar vakta- vinnu. Margrét Georgsdóttir, formaður Félags kvenna í læknastétt, segir konur vera 24% starfandi lækna, 33% af 450 íslenskum læknanemum erlendis og nær 50% útskrifaðra lækna í ár. Í vetur verða konur yfir 50% í öllum árgöngum og þær voru rúm 70% þeirra sem tóku inntöku- próf fyrir hálfum mánuði, eða 130 af 184. Langur vinnutími gagnrýndur Markmið Félags kvenna í lækna- stétt er fyrst og fremst að efla tengsl kvenna. Margrét segir mjög áber- andi hve fáar konur séu í yfir- mannastöðum. „Það varð mikil breyting þegar Vilhelmína Haralds- dóttir varð starfandi lækninga- forstjóri LSH í fyrra. Það var hæsta staða sem kona hefur komist í hér á landi.“ Margrét heldur að minnkandi áhugi á mikilli vaktavinnu eigi við um bæði kyn unglækna, en bendir á að heimili og börn hvíli oftast meira á konum. „Laun fara eftir kjarabar- áttu á hverjum tíma og ég vona að konurnar standi sig,“ segir hún að- spurð um launamál, en bendir á að al- gjört launajafnrétti ríki í stéttinni. Stefán B. Sigurðsson, deildar- forseti læknadeildar, segir að ekki hafi verið gripið til markvissra að- gerða til að fjölga konum í deildinni. „Þetta gerðist bara af sjálfu sér og mér finnst það mjög jákvætt. Þetta er svipað þróuninni á háskólastiginu almennt.“ Stefán hefur meiri trú á konum en svo að þær láti bjóða sér lækkun launa og telur þær ekki sækja síður í greinar sem krefjist yfirvinnu. „Ég held að þær vinni frekar í því að breyta hlutunum og ég er mjög hlynntur því.“ Stefán segir að með fleiri konum komi inn ný sjónarmið, til dæmis um að vinnan skuli bitna minna á heim- ilislífinu. Hann segir eðlilegt að ráða þurfi fleiri lækna ef hver skili færri vinnustundum, en bendir á að langur vinnutími lækna hafi verið gagn- rýndur. Breytt viðhorf karla Sigrún Perla Böðvarsdóttir, for- maður Félags læknanema, segir fjölgun kvenna jákvæða, þar sem þær hafi verið í minnihluta. „Skjól- stæðingar okkar eru af báðum kynj- um og ég tel mjög gott að sjúklingar geti valið sér lækni eftir kyni ef þeir vilja.“ Sigrún segir að fjölga þurfi lækn- um t.d. vegna laga um frítökurétt sem unglæknar berjist fyrir og ekki sé sanngjarnt að kenna fjölgun kvenna um þörf á fleiri læknum. „Ég held að karlmenn í dag líti öðrum augum á vinnuna en eldri starfs- bræður. Þeir eru jafnákveðnir og við í að sinna fjölskyldunni og hafa önn- ur áhugamál en vinnuna.“ Sigrún segir að ekki eigi að velta sér upp úr hugmyndun um hugsan- lega lækkun launa. „Við eigum frek- ar að berjast fyrir bættum kjörum því þótt fæstir trúi því finnst mér kjör lækna sem starfa fyrir opinber- ar stofnanir langt frá því að vera ásættanleg.“ Gunnar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Læknafélags Íslands, segir hugsanlega rétt að einhverju leyti að ráða þurfi fleiri lækna þar sem konur vinni síður vaktavinnu, en hafa beri í huga svo sem vinnu- tímalöggjöf sem takmarki vakta- byrði og breytt viðhorf meðal ungra karla til fjölskyldulífs og ábyrgðar. Hann segir virðast sem nokkurt mis- ræmi sé milli sérgreinavals karla og kvenna, en telur ekki að laun muni lækka. „Læknisverkið er það sama hvort sem karl eða kona vinnur það. Ef laun fara lækkandi, eða öllu held- ur hækka ekki eins mikið og menn væntu, þá tel ég skýringarnar aðr- ar.“ Hann bendir á að ríkið sé lang- stærsti viðsemjandi lækna svo að ef laun verði lægri, sé ríkið ósamkvæmt sjálfu sér í tali um jafnrétti kynjanna annars vegar og samningum hins vegar. Hæg þróun til jafnréttis Niels Chr. Nielsen, settur lækn- ingaforstjóri LSH, telur fjölgun kvenna hafa lítil áhrif. Áður hafi kon- ur valist í vissar sérgreinar en síður nú. Hann segir konur vinna vakta- vinnu til jafns við karla en að helst þurfi að ráða fleiri lækna þar sem konur á barneignaraldri séu meira frá vinnu en karlar. Lög um feðraor- lof kunni þó að breyta því. Hann bendir á að krafa um umönnun, vönduð vinnubrögð, góða menntun, viðmót við sjúklinga og eftirfylgni komi frá sjúklingum og sé ekki kyn- bundin. Sólveig Helgadóttir var að ljúka fyrsta ári í læknisfræði við Háskóla Íslands og hélt fyrirlestur fyrir sam- nemendur sína um jafnrétti. Sólveig segir rætt að laun lækki með fjölgun kvenna í læknastétt, en hækki að sama skapi innan hjúkrunarstéttar með aukningu karla. Hún er hissa á að sumum skólafélögum hennar, einkum karlkyns, þyki kynjahlutföll á vinnumarkaðinum í lagi. „Karl- menn fá frekar ábyrgðarstöður, yfir- vinnu og sérstök verkefni sem geta orðið stökkpallur í starfi síðar, enda eru karlar oftast í stöðum yfirmanna. Ég kaupi ekki að konur sækist síður eftir þessu; þær hafa bara ógreiðari aðgang að ákvörðunarvaldinu.“ Sólveig býst við að á vinnumarkaði þurfi hún frekar að berjast fyrir sínu en karlar vegna lakari aðgangs að „karlaklúbbnum“ sem fyrir sé í stétt- inni. Í rannsóknum sem hún hefur skoðað kemur fram að jöfnun kynjanna geti haft jákvæð áhrif á vinnufyrirkomulag og vinnuálag. „Það er ekkert nýtt að konur sæki inn í læknastéttina en það kemur mér á óvart hvað þróunin í átt til jafnréttis er hæg.“ Samkvæmt jafnréttisáætlun Landspítala- háskólasjúkrahúss 2002–2005 er markmiðið að LSH verði fyrirmynd hvað varðar jafnrétti kynjanna. Yfirstjórn á til dæmis að koma í veg fyrir mismunun varðandi launamál og stöðubreytingar og sam- bærilegar spurningar skulu lagðar fyrir kynin í ráðningarviðtölum. Kynin eiga að njóta sömu launa og kjara fyrir jafnverðmæt og sambæri- leg störf og nauðsynlegar ráðstafanir skulu gerðar til að gera konum og körlum kleift að samræma skyldur í starfi og gagnvart fjölskyldu. Konur verða í meirihluta allra árganga í læknanámi við Háskóla Íslands næsta vetur Kynjahlutföllin breytast hratt í læknastéttinni Morgunblaðið/Golli Læknastéttin hefur löngum verið karlaveldi en það er að breytast.                  ! " # $ % & '  ! !  ! ! ! " ! # ! $ " "! ! #" # "$ " #! " "' "" "# "' " "# #"                                                                    ! " # " ! " # # # %( $( #( "( !( (   # "& $# " #%                          "    Fréttaskýring | Hlutfall kynjanna innan lækna- stéttarinnar breytist ört og frá og með næsta ári verða konur í meirihluta allra árganga í læknanámi við Háskóla Íslands. Hrund Þórs- dóttir kynnti sér málið. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.