Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 23
Akureyri | „Það er alltaf nóg að gera í staurunum,“ sagði Róbert Pálsson, viðhaldsstjóri hjá fyr- irtækinu Sandblæstri og málm- húðun, þar sem hann var að hreinsa rær í staurum eftir húð- un. Staurarnir verða settir upp sem hæðarvörn við Fáskrúðs- fjarðargöng. Róbert sagði að mikið væri að gera í framleiðslu á ljósastaurum enda væri fyr- irtækið nánast allsráðandi í ljósastaurum í landinu. Sand- blástur og málmhúðun er með fjölbreytta starfsemi, þar er vinnudagurinn nokkuð langur og í húðuninni er unnið á vökt- um allan sólarhringinn. Morgunblaðið/Kristján Nóg að gera í staurunum Málmur Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is svarsmönnum hlaupsins þegar kyndillinn var kominn á Djúpavog. Tilgangur hlaupsins er að efla vináttu og skilning og bera hlaupararnir log- andi kyndil sem berst manna á milli í þúsunum byggðarlaga í yfir sjötíu lönd- um. Hlaupið hófst 2. júlí og gengur mjög vel að sögn skipuleggjenda. Hópur fólks á öllum aldri frá Ung-mennafélaginu Neista á Djúpa-vogi tók við kyndli við Bragða- velli í Hamarsfirði og skiptist á að hlaupa með hann á Djúpavog. Þetta er hluti alþjóðlegs kyndilboðhlaups á Ís- landi, Vináttuhlaupsins, og fengu þátt- takendur viðurkenningarskjöl frá for- Morgunblaðið/Sólný Yngstur Sighvatur Sveinsson var yngsti þátttakandinn frá Djúpavogi, en hann verð- ur 5 ára í ágúst, og naut hann aðstoðar Guðjóns, eldri bróður síns, við burðinn. Hlupu vináttuhlaup með kyndil Nýlega misritaðistvísa MagnúsarÓlafssonar frá Sveinsstöðum um mann sem skikkaður var af konu sinni út með hund- inn. Hún er svohljóðandi: Með hundinn labba úti á í því þarf að drífa. Krýpur nið́rá kné sín þá kúkinn upp að þrífa. Magnús sendi blaðinu kveðju: Hendi þessu hér á loft held það megi sanna. Að blöðin snúa æði oft útúr hugsun manna. Magnús sá síðan að auk misritunar Moggans hafði hann sjálfur misrit- að vísuna og orti: Orða rugl er löngum leitt lítið er ég rogginn. Mistök geri eitt og eitt alveg eins og Mogginn. Friðrik Steingrímsson orti þá: Það ruglast jú margur sem glennir upp gogginn og gáleysið reynist hinn versti byr. Því staðfestist hérna að Magnús og Mogginn mælst hafi álíka vitlausir. Af Mogganum pebl@mbl.is Suðurnes | Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Starfsmannafélags Suð- urnesja og Launanefndar sveitarfélaga til fundar í húsnæði sáttasemjara á mánudag- inn. Starfsmannafélagið vísaði deilunni til sáttasemjara í vikunni en enginn fundur hafði verið haldinn milli deiluaðila frá því að kjarasamningurinn féll úr gildi 31. mars síðastliðinn. Fram hefur komið að stjórn félagsins hefur lagt drög að því að óska verkfallsheimildar. Samninga- nefndir boðaðar til fundar ♦♦♦ Styrkja Hetjurnar | Norðlenska ehf. hefur styrkt Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, um eitt hundrað þúsund krónur. Á nýafstöðnu ESSO-móti KA í knatt- spyrnu gaf Norðlenska öllum þátttakend- um svokallað líknararmband, sem ýmis líknarsamtök hafa verið að selja til ágóða fyrir starfsemi sína, og jafnhliða ákváðu stjórnendur Norðlenska að styrkja Hetj- urnar um eitt hundrað þúsund krónur. Tæplega sextíu fjölskyldur á Norður- landi eiga aðild að Hetjunum og er starf- semi félagsins afar fjölbreytt. Efnt er til skemmtana árið um kring og sem dæmi stóð félagið nýverið fyrir námskeiði fyrir systkini langveikra og fatlaðra barna. ♦♦♦ Sennilega hefur það komið fáum á óvart að Akureyringar skuli enn vera svona ánægðir með veðrið en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, eru um 95% þeirra sem þátt tóku í lífskjarakönnun IMG Gall- up, ánægðir með veðurfarið í bænum. Könnunin var reynar framkvæmd í mars en frá þeim tíma hefur ýmislegt gengið á og fjölmargir enn að bíða eftir sumrinu. Í nýliðnum júnímánuði var t.d. mesta úr- koma á Akureyri í 33 ár. Tíðarfarið á Ís- landi hefur breyst töluvert á undanförnum árum og áratugum og þá ekki síst hér fyrir norðan. Ég man þá tíð er ég flutti búferl- um frá Hafnarfirði til Húsavíkur fyrir um 25 árum. Þá var flogið á Aðaldalsflugvöll, ég fór norður í janúar og man enn hversu mjög mér brá er ég steig út úr vélinni. Þá voru snjóskaflar hátt yfir gömlu flugstöð- ina og djúp snjógöng meðfram veginum til Húsavíkur. „Hvert er ég eiginlega kom- inn?“ var það fyrsta sem kom upp í kollinn á mér, enda hafði ég aldrei á minni ævi séð annað eins af snjó og þennan dag.    Margt hefur breyst frá þessum tíma og eftir að ég færði mig yfir til Akureyrar hafa hér oft verið snjóþungir vetur. En nú er svo komið, að til að hægt sé að halda úti starfsemi í Hlíðarfjalli af einhverju viti, á að hefja þar snjóframleiðslu næsta haust. Ekki nóg með það – Dalvíkingar stefna líka að snjóframleiðslu í Böggvisstaðafjalli en þar á bæ hafa menn oft verið betur settir en Akureyringar. Sumrin hafa líka breyst og Akureyringar, þá sérstaklega þeir innfæddu, eru að mestu hættir að monta sig af veðrinu. Enda hefur veðrið fyrir sunnan ekki verið neitt síðra und- anfarin sumur en hér fyrir norðan.    Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Nú í morgunsárið eru hann og fleiri fjallagarp- ar að hefja göngu á 24 tinda á Glerárdals- hringum á 24 tímum. Ragnar hefur unnið að undirbúningi ferðarinnar síðustu mán- uði og er þátttaka í ferðinni góð. Vonandi verða veðurguðirnir ferðalöngunum hlið- hollir, þannig að þeir geti notið útsýnisins. Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMANN Hapro farangurskassi er snjöll lausn til að koma öllum farangrinum fyrir í bílnum. Kletthálsi 13 // s. 5876644 // www.gisli.is Sterku kerrurnar frá Camp-let í mörgum stærðum Fortjöld frá Isabella fyrir fellihýsi, ferðabíla og hjólhýsi. Örugglega bestu fortjöld sem fáanleg eru. Verð frá 19.900 Farangurs kassar Þaðsemuppávantar Skagafjörður | Nú er á fullu vinna við að undirbúa landbúnaðarsýningu í Skagafirði. Sýningin verður haldin dagana 18. til 21. ágúst í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauð- árkróki. Að sýningunni standa Fluga hf. á Sauðárkróki ásamt búgreinafélögunum í Skagafirði og Leiðbeiningamiðstöðinni ehf. Ingimar Ingimarsson hefur unnið að undirbúningi sýningarinnar og verður sýn- ingarstjóri. Hann sagði að þarna ætti fólk að fá innsýn í flest það sem landbúnaðurinn felur í sér. Meðal helstu atriða má nefna kúasýn- ingu, kynbótasýningu hrossa og fjárhunda- keppni. Búvélinnflytjendur munu kynna sinn varning og einnig er ljóst að fjölmarg- ir þjónustuaðilar landbúnaðarins verða með. Auk þess verður ýmislegt tengt skemmtun og menningu í boði meðan sýn- ingin stendur yfir. Skagfirðingar undirbúa land- búnaðarsýningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.