Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 19 ÁSTRÖLSKU þjóðinni er mjög brugðið vegna árásanna í London og hefur John Howard, forsætis- ráðherra landsins, sent sex sér- fræðinga á sviði öryggisgæslu til að aðstoða við rannsókn breskra yfir- valda. Einn Ástrali liggur þungt hald- inn á sjúkrahúsi í London eftir árásina og sex aðrir hafa verið lagðir inn á sjúkrahús til aðhlynn- ingar. Öryggisgæsla við lestarstöðvar í Ástralíu hefur einnig verið hert og var greinilegt í miðborg Brisbane í gær að öryggisvörðum við lestar- stöðvar hafði verið fjölgað veru- lega. Bob Carr, fylkisstjóri Nýja-Suður Wales, sagði að gripið hefði verið til viðeigandi ráðstafana í höfuðborg fylkisins, Sydney, og að viðbúnaður væri á lestarstöðvum í borginni. Árásirnar í London hafa einnig vakið ótta meðal almennings um að næst muni hryðjuverkamenn al- Qaeda beina spjótum sínum að Ástralíu. Í viðtali við Sydney Morning Her- ald sagði John Howard að þrátt fyr- ir að engar leyniþjónustuupplýs- ingar bentu til að árás hryðjuverkamanna á Ástralíu væri yfirvofandi væri ekki hægt að úti- loka slíka árás í náinni framtíð. Kim Beazley, leiðtogi Verka- mannaflokksins og stjórnarand- stöðunnar, gekk lengra og sagði Ástralíu vera skotmark hryðju- verkamanna. Hann sagði enn fremur að Ástr- alar hefðu þegar orðið fyrir hryðju- verkaárásum í Balí og í Jakarta og að samkvæmt upplýsingum frá ísl- ömsku öfgasamtökunum Jemaah Islamiah væri ljóst að Ástralía væri meðal skotmarka al-Qaeda í Suð- austur-Asíu. Fyrir utan afar sterk menning- arleg tengsl og sameiginlega sögu eru Ástralía og Bretland mjög nán- ar þjóðir og eru að öllu jöfnu um 300.000 Ástralar við leik og störf á Bretlandi og þar af um þriðjungur í London. Vegna árásanna í London hafa deilur blossað upp milli stjórnar- flokkanna og stjórnarandstöðunnar um veru ástralskra hermanna í Írak, einkum eftir að Kim Beazley lét þau orð falla að Ástralía ætti að kalla hermenn sína heim úr „kvik- syndinu“ Írak. John Howard hafnaði hins vegar þessari tillögu og sagði að ástralsk- ir hermenn myndu ekki snúa heim fyrr en „verkefninu [væri] lokið“. Öryggisgæsla hert í Ástralíu  Deilur magnast og almenningur óttast árás hryðjuverkamanna Eftir Baldur Arnarson Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins í Ástralíu. Róm. AFP. | Ítalska ríkisstjórnin hef- ur aukið mjög viðbúnað í landinu vegna hugsanlegra hryðjuverka og Silvio Berlusconi forsætisráðherra hefur varað landa sína við og segir, að Ítalía sé ofarlega á lista sem væntanlegt skotmark al-Qaeda. Þrátt fyrir mikla andstöðu meðal landsmanna eru um 3.000 ítalskir hermenn í Írak og vegna þess hefur lengi verið búist við, að hryðju- verkamenn létu til skarar skríða í landinu. „Ekki þarf að spyrja hvort, heldur hvenær árásir verða gerðar,“ sagði Nicolo, lögfræðingur í Mílanó, og bætti við, að næstu þingkosningar á Ítalíu gætu orðið nokkuð viðsjár- verður tími. „Tímasetningarnar eru engin tilviljun eins og við höfum séð í Madrid og nú í London.“ Minnti hann á, að hryðjuverkin í Madrid hefðu ráðið mestu um, að ríkisstjórn Jose Maria Aznars tap- aði kosningunum nokkrum dögum síðar fyrir sósíalistanum Jose Luis Rodriguez Zapatero, miklum and- stæðingi Íraksstríðsins. Taka því sem að höndum ber Þrátt fyrir viðvaranir um yfirvof- andi hættu virðist ítalskur almenn- ingur taka öllu með stökustu ró og á Termini-lestarstöðinni í Róm, sem bráðum verður heitin eftir Jóhann- esi Páli II páfa, var allt með sínum venjulega brag í gær. „Ég verð að koma mér í vinnuna. Það er ekki um annað að ræða,“ sagði Chiara, afgreiðslustúlka í stór- verslun. „Hættan er alltaf fyrir hendi og hefur verið það í nokkur ár.“ Marco, starfsmaður á lestarstöð- inni, kvaðst ekki hafa orðið var við aukna gæslu þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda. „Ekki nema allt úi og grúi af óeinkennisklæddum lögreglu- mönnum.“ Margir sögðu, að ekki væri um annað að gera en taka því, sem að höndum bæri. Lestirnar væru lífæð borganna og fólk gæti ekki hætt að lifa sínu lífi vegna hótana glæpa- manna. Fækkað í herliði í september? Silvio Berlusconi greindi frá því í gær að Ítalir hygðust hefja heim- kvaðningu hermanna í Írak í sept- embermánuði. Stefnt væri að því að 300 menn yrðu þá kallaðir heim. Lokaákvörðun hefði þó ekki verið tekin og lagt yrði mat á aðstæður í landinu áður en til hennar kæmi. „Ekki hvort, heldur hvenær“  Ítalir óttast að verða skotmark hryðjuverkamanna Reuters Öryggisverðir kanna innihaldið í töskum ferðamanna áður en þeir fá inngöngu í dómkirkjuna í Mílanó. Kaupmannahöfn. AFP. |Danir, sem eru ein helsta banda- lagsþjóð Bandaríkjanna í stríðrekstrinum í Írak, hertu í gær öryggisráðstafanir vegna hugsanlegra hryðjuverka- árása eftir að hátt í 40 manns létu lífið og mörg hundruð manns særðust í árásum í London. „Þetta er ekki spurn- ing um hvort Danmörk verði fyrir árás hryðjuverka- manna heldur hvenær,“ sagði Mikkel Vedby Rasmussen, sérfræðingur í öryggismálum við Kaupmannahafnar- háskóla, í samtali við AFP-fréttastofuna. „Ég hef auðvitað enga kristalskúlu til þess að líta í og segja til um framtíðina en þetta virðist nú óumflýjanlegt og við verðum að fara að búa okkur undir þennan mögu- leika,“ bætti hann við. Hópur, sem kallar sig Leynilegu samtökin – al-Qaeda í Evrópu, og áður var óþekktur, birti á fimmtudag yfirlýs- ingu á íslamskri vefsíðu og sagðist þar bera ábyrgð á sprengjuárásunum í London. Þar var hótað árásum í öðrum ríkjum „Krossfaranna“, ríkja sem hafa hermenn í Írak og Afganistan en Danir eru þar á meðal. Í yfirlýs- ingu hópsins, sem birtist á Netinu, voru ríkisstjórnir Danmerkur, Ítalíu og annarra ríkja sem stutt hafa inn- rásirnar í Afganistan og Írak varaðar við. Ekki er vitað um áreiðanleika yfirlýsingarinnar og sumir sérfróðir hafa dregið hana í efa. Um 530 danskir hermenn eru í Írak en þeir eru stað- settir í Basra í suðurhluta landsins og lúta breskri her- stjórn. Dönsk yfirvöld hafa ítrekað að þau muni ekki senda herliðið á brott þrátt fyrir hótanirnar. Sérstök öryggisnefnd á vegum danskra stjórnvalda hefur hins vegar fyrirskipað að lögregla og leyniþjónusta landsins hækki viðbúnaðarstig á flugvöllum, í höfnum, lestarstöðvum, ferjuhöfnum, verslunarmiðstöðvum, íþróttaleikvöngum og öðrum opinberum stöðum. Nørreport-lestarstöðin í Kaupmannahöfn var rýmd í gærmorgun þegar grunsamlegur poki sást liggja þar. Um var að ræða tösku, sem blaðberar nota, og var hún sprengd í varúðarskyni. Taskan reyndist hins vegar að- eins innihalda gömul dagblöð. Segir árás á Danmörku „óumflýjanlega“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.