Morgunblaðið - 09.07.2005, Síða 56

Morgunblaðið - 09.07.2005, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. BAUGUR Group hefur staðfest að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta þátttöku í fyrirtækjahópnum sem átt hefur í viðræðum við versl- anakeðjuna Somerfield varðandi hugsanlegt tilboð í félagið. Kom þetta fram í tilkynningu frá fyr- irtækinu sem send var út í gær- kvöldi. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í þágu fyrirtækjahóps- ins, aðila hans og hluthafa Somer- field í kjölfar þess að ákærur hafi verið birtar forstjóra Baugs og fimm öðrum einstaklingum. Að auki hafa Baugur og fyrirtækja- hópurinn samið um að Baugur selji öll hlutabréf sín í Somerfield fyrir 190 pens hvern hlut til félags undir stjórn Tchenguiz Family Trust og að ljúki fyrirtækjahóp- urinn yfirtöku á Somerfield muni hann endurgreiða Baugi kostnað sem fallið hefur á félagið vegna vinnu við undirbúning hugsanlegr- ar yfirtöku á Somerfield. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins gæti Baugur fengið um 3,5 millj- arða króna hagnað út úr hlutafjár- eign sinni í Somerfield miðað við gengi bréfanna í dag. Höldum ótrauðir áfram „Þetta eru auðvitað mikil von- brigði en undir þeim kringum- stæðum sem þarna voru þá urðum við að taka tillit til þeirra sjón- armiða sem aðrir [fjárfestar í hópnum] færðu fram,“ sagði Hreinn Loftsson, stjórnarformað- ur Baugs, í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Þrátt fyrir þessi vonbrigði munum við halda áfram ótrauðir og menn munu sjá það fljótlega að það er engan bil- bug að finna á fyrirtækinu. Þess verður ekki langt að bíða að greint verði frá athyglisverðum fjárfest- ingum erlendis,“ sagði Hreinn en vildi ekki tjá sig frekar um þær að svo stöddu. Baugur hættir við þátt- töku í Somerfield-tilboði Mikil vonbrigði, segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is  Baugsrannsóknin | 6 FJÁRFESTARNIR þrír sem ásamt Baugi hafa átt í viðræðum um kaup á verslanakeðjunni Somerfield segja í fréttatilkynningu að Baugur hafi ákveðið að draga sig út úr við- ræðunum í kjölfar ákæra íslenskra stjórnvalda á vissa einstaklinga í þeim tilgangi að lágmarka truflun fyrir fjárfestahópinn og hluthafa í Somerfield. Þakka fjárfestarnir Baugi fyrir fagmennsku og heið- arleika í tengslum við þessar „óheppilegu aðstæður“, líkt og það er orðað. „Síðustu mánuði höfum við feng- ið tækifæri til að vinna náið með Baugi og hefur framlag hans verið dýrmætt fyrir fjárfestahópinn,“ segir í tilkynningunni. Kemur fram að fjárfestarnir þrír, Apax, Barclays Capital og R20 Limited, sem er ráðgjafi The Tchenguiz Family Trust, muni halda áfram vinnu við hugsanlegt tilboð í Somerfield. Tekið er fram að ekki sé hægt að segja með vissu hvort tilboð sé væntanlegt. Þakka Baugi fagmennsku BROTIST var inn í bíl í Reykjavík í fyrrinótt sem var fullur af nesti og sælgæti ætluðu knattspyrnustrákum sem æfa með 7. flokki Víkings. Nestið og sælgætið áttu að fara með strákun- um upp á Akranes þar sem Lottómót- ið í knattspyrnu fer fram nú um helgina. Þjófurinn eða þjófarnir gerðu sér lítið fyrir og brutu rúðu bílsins, sem var fyrir utan heimili í Hólmgarði í Fossvogi. Þeir virtust engan áhuga hafa á hljómflutningstækjum í bílnum eða öðru þess háttar, heldur var nest- ið það eina sem þeir tóku. „Það var búið að fylla bílinn af Prins póló, samlokum og gúmmíi sem átti að notast yfir helgina en svo var þetta straujað í nótt,“ segir Þorvaldur Sveinsson, þjálfari 7. flokks. Hann segir strákana hafa verið að vonum svekkta eftir þjófnaðinn. Ekki er vit- að hver eða hverjir voru að verki og málið er í rannsókn lögreglu. Sælgæti stolið frá Víkingum FJÓRAR hrefnur höfðu veiðst í gær, en þá voru bát- arnir sem veiða vegna hrefnurannsókna Hafrann- sóknastofnunar allir í höfn vegna brælu. Það var Halldór Jónsson ÍS sem veiddi fjórðu hrefnuna og kom með hana að landi í fyrrinótt. Fengurinn í það skiptið var 7,64 m langur hrefnutarfur og veiddist hann á Vestfjarðamiðum, að sögn Gísla Víkingssonar, verkefn- isstjóra hvalarannsókna Haf- rannsóknastofnunar. Áður höfðu bátarnir fengið hver um sig eina hrefnu. Auk Halldórs Sigurðssonar ÍS fást Dröfn RE og Njörður KO við rannsóknaveiðar á hrefnu í sumar. Fjórar hrefnur veiddar NÝJASTA afsprengi Boeing- verksmiðjanna, breiðþota af gerð- inni 777-200LR, flaug yfir Reykja- vík í gær. Þotan er langfleygasta farþega- þota heims og mun geta flogið í allt að 18 tíma án millilendingar. Hún er þar með eina farþega- flugvélin sem getur flogið í beinu flugi milli nánast hvaða tveggja borga sem er. Eftir flugið yfir Reykjavík lenti hún á Keflavíkur- flugvelli. Þotunni flugu reynsluflugmenn Boeing-verksmiðjanna og með í för var hópur alþjóðlegra fjárfesta og framámanna flugfélaga. Flug- félagið Pakistan International Airlines fær fyrstu eintök flugvél- arinnar í janúar. Morgunblaðið/Jim Smart Áhugasamir ljósmyndarar á jörðu niðri. Risaþota á flugi yfir Reykjavík NOKKRIR mótmælendur við Kára- hnjúka gengu inn í kynningar- miðstöðina í Végarði í Fljótsdal í gær og tóku allt kynningarefni sem þar var og klipptu í sundur. Því næst settu þeir upp borð fyrir utan mið- stöðina þar sem mátti finna kynning- arefni frá mótmælendunum. Töldu mótmælendurnir að í bæklingunum mætti finna ýmsar vafasamar fullyrð- ingar um áhrif Kárahnjúkavirkjunar. Sigurður Arnalds, talsmaður Lands- virkjunar vegna Kárahnjúkavirkj- unar, segir uppátækið hafa verið óviðeigandi og kjánalegt. Hann segir ekki verða gripið til sérstakra að- gerða vegna þessa. Að sögn Örnu Aspar Magnúsar- dóttur, sem er ein af mótmælend- unum, fóru um sjö manns í miðstöð- ina. Þar spurðu þeir starfsmann miðstöðvarinnar hvort að kynningar- efnið væri ekki ókeypis sem var reyndin. Allt kynningarefnið var tek- ið, klippt niður og síðan sett í endur- vinnslu. Arna sagði þetta hafa verið gert í tilefni þess að í gær hafi verið alþjóðlegur baráttudagur gegn gróð- urhúsaáhrifum og veðurfarsbreyt- ingum af völdum mengunar. „Við fórum inn í upplýsingamiðstöð Landsvirkjunar vegna tengsla Landsvirkjunar við Alcoa og vegna þess að rafmagn sem verður til af virkjuninni hér fer eingöngu í mjög mengandi þungaiðnað,“ segir Arna og bætir því við að þetta hafi verið friðsamleg aðgerð. Aðspurð segir hún að í upplýsingabæklingum Landsvirkjunar sé að finna afar vafa- samar fullyrðingar, t.d. um endurnýt- anlega græna orku, sem mótmælend- urnir taki ekki trúanlegar. Þá hafi auk þess vantað allar upplýsingar um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkj- unar. Sigurður segir hópinn ekki einungis hafa tekið kynningarefni frá Lands- virkjun heldur líka efni frá öðrum, t.d. Menningarsetrinu í Skriðu- klaustri. Mótmælendur klipptu og fleygðu kynningarefni Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Végarður í Fljótsdal. Óviðeigandi og kjánalegt, segir talsmaður Landsvirkjunar TVEIR Svíar, þeir Lars Carls- son og Jonas Eklund, hyggjast í sumar klífa hæstu fjallstinda á Norðurlöndunum fimm, þeirra á meðal Hvannadals- hnjúk. Leiðangurinn hefst hinn 13. júlí á hæsta fjallstindi Svía, Kebnekaise, 2.114 m háum. Þá verður hæsti tindur Finnlands, Halti, sem er 1.328 metrar, klifinn. Því næst er það Mölle- höj í Danmörku, 170,86 metrar. Næstur í röðinni er svo hæsti fjallstindur á Norðurlöndum, Galdhöpiggen í Noregi, sem er 2.469 m. Lokaatlagan verður svo gerð 19. júlí að Hvanna- dalshnjúk sem er 2.111 metrar. Hægt er að fylgjast með ferða- laginu á www.toppturen.se. Ætla að klífa hæstu tinda Norð- urlanda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.