Morgunblaðið - 10.09.2005, Page 2
2 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GÖNGIN OPNUÐ
Fáskrúðsfjarðargöng voru form-
lega opnuð við hátíðlega athöfn í
gær. Með þessu styttist vegalengdin
milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðar-
fjarða um 31 km og milli Suðurfjarða
og Mið-Austurlands um 34 km.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra sagði við opnunina að gott
verk hefði verið unnið, sem hefði
mikla þýðingu fyrir íslenskt sam-
félag.
Brown sviptur umsjón
Yfirmaður almannavarna í Banda-
ríkjunum, Michael Brown, var í gær
sviptur umsjón með hjálparstarfinu
við Mexíkóflóa. Hann hefur verið
gagnrýndur fyrir svifasein viðbrögð
eftir fellibylinn Katrínu. Nú er talið
líklegt að manntjón af völdum óveð-
ursins og flóðanna hafi verið mun
minna en margir höfðu óttast. Stað-
fest hafa verið um 400 dauðsföll.
Brostnar forsendur
Miðstjórn Samiðnar telur að for-
sendur kjarasamninga séu brostnar
miðað við núverandi verðbólgu og
ástand efnahagsmála svo og
launaþróun annarra hópa. Þetta
kemur fram í ályktun sem hún sendi
frá sér í gær.
Hagnast á hnattvæðingunni
Ný dönsk rannsókn bendir til þess
að Ísland sé vel í stakk búið til að
hagnast á hnattvæðingunni, og trón-
ir Ísland ásamt Bandaríkjunum á
toppnum yfir þau lönd sem eru helst
tilbúin til að græða á hnattvæðing-
unni. Framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins segir líklega ekki tekið
tillit til óstöðugleika krónunnar þeg-
ar komist er að þessari niðurstöðu.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Minningar 31/33
Úr verinu 14 Kirkjustarf 34/35
Viðskipti 15 Skák 39
Erlent 16/17 Myndasögur 40
Minn staður 18 Víkverji 40
Akureyri 20 Dagbók 40/43
Landið 21 Velvakandi 41
Daglegt líf 22/23 Staður og stund 42
Ferðalög 24 Af listum 46/47
Menning 25, 44/49 Bíó 46/49
Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 50
Umræðan 28/30 Staksteinar 51
Bréf 29 Veður 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Bjóðum frábært tilboð til Costa del Sol í 3 vikur. Þú bókar og tryggir þér
síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Costa del Sol
28. september
frá kr. 59.990 m.v. 2
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr.59.990
Netverð á mann, m.v. a.m.k. 2 í herbergi/-
stúdíó/íbúð. Flug, gisting, skattar og íslensk
fararstjórn. Stökktu tilboð 28. sept. í 3 vikur.
Síðustu sætin - 3 vikur
ÁKVEÐIÐ var á fundi bankaráðs fyrir tveimur
vikum að hækka laun bankastjóra Seðlabankans
um samtals 27% í þremur áföngum. Formaður
bankaráðs Seðlabankans þvertekur fyrir að þessi
ákvörðun tengist á nokkurn hátt því að Davíð
Oddsson mun setjast í stól bankastjóra 20. októ-
ber nk.
Fyrsta hækkunin, 15%, gildir afturvirkt frá 1.
janúar sl., laun hækka svo aftur um 5% 1. janúar
2006, og aftur um 5% ári síðar, segir Ólafur G.
Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabankans.
Raunhækkunin er því um 27%. Heildarlaun Birg-
is Ísleifs Gunnarssonar á síðasta ári voru rúmlega
1.233 þúsund krónur á mánuði, að því er fram
kemur í ársskýrslu Seðlabankans fyrir árið 2004.
Laun almennra starfsmanna hækka nokkuð
minna en bankastjóranna, en samkvæmt kjara-
samningum við Samband íslenskra bankamanna
verður raunhækkun á launum starfsmanna 15% á
tímabilinu frá 1. október 2004 til loka september
2008, auk hækkunar helmings starfsmanna um
launaflokk, eins og fram kemur í ársskýrslu
bankans.
Í undirbúningi frá áramótum
Ólafur segir hækkanir á launum þriggja banka-
stjóra Seðlabankans hafi verið í undirbúningi frá
því um áramót, eins og staðfest sé í fundargerð-
um bankaráðs, og því fráleitt að hækkunin standi
í nokkru samhengi við komu Davíðs Oddssonar í
bankann. „Það hafði ekki verið farið í gegnum
launamál bankastjóranna frá því í janúar 2001, og
síðan hafði orðið æði mikil breyting á launamál-
um,“ segir Ólafur.
„Á þessum árum sem liðin eru hafa orðið mikl-
ar hækkanir á launum ýmissa sem við reynum
eðlilega að bera okkur saman við,“ segir Ólafur.
Hann segir Seðlabankann ekki reyna að bera
laun bankastjóra sinna saman við laun banka-
stjóra í stóru viðskiptabönkunum þremur, en
launin séu jafnvel eftir hækkunina lægri en hjá
stærstu Sparisjóðunum. „Okkur finnst það ekki
sæmandi að bankastjórarnir í banka bankanna,
eins og við getum kallað Seðlabankann, séu svona
settir.“
Ólafur segir að framkvæmdastjórar hinna
ýmsu sviða bankans hafi fengið meiri launahækk-
anir en bankastjórarnir á undanförnum árum,
einfaldlega vegna þess að starfskraftar þeirra séu
mjög eftirsóttir á bankamarkaðnum í dag, og sí-
fellt verið að bjóða þeim betra kaup og kjör hjá
viðskiptabönkunum. Með þeirri hækkun sem hafi
verið ákveðin á launum bankastjóra sé verið að
fylgja launaþróuninni hjá æðstu stjórnendunum,
og halda „eðlilegu“ bili milli bankastjóranna og
millistjórnenda í bankanum.
Verða að hafa öflugt starfslið
„Menn mega ekki gleyma því hversu mikilvæg
stofnun Seðlabankinn er í öllu fjármála- og efna-
hagskrefinu. Þar verðum við að hafa öflugt starfs-
lið, og sem betur fer hefur bankinn notið þess að
hafa mjög gott starfslið,“ segir Ólafur.
Laun bankastjóra Seðla-
bankans hækka um 27%
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Eftir hækkunina eru launin samt lægri en hjá stærstu Sparisjóðunum
GUÐFRÍÐUR Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands
Íslands, var kjörin forseti Skáksambands Norðurlanda til
næstu tveggja ára á nýafstöðnu þingi sambandsins sem
fram fór í Vammala í Finnlandi og er hún fyrsta konan í 106
ára sögu sambandsins til að gegna embættinu.
Guðfríður ávarpaði fund sambandsins og sagði mikilvægt
fyrir Norðurlöndin að hugsa stórt til þess að skapa sér enn
sterkari sess í skákstarfi á heimsvísu. Einnig hvatti hún til
þess að Norðurlöndin mundu á næstunni bjóða í stóra al-
þjóðlega viðburði á borð við ólympíuskákmót, Evrópu-
meistaramót eða jafnvel heimsmeistaraeinvígi.
Norðurlöndin ættu í sameiningu að beita sér fyrir rót-
tækum umbreytingum á Alþjóðaskáksambandinu, FIDE, en á undanförnum
árum hefur FIDE verið gagnrýnt fyrir að vera stjórnað af spilltum einræðis-
herrum fyrrverandi sovétlýðvelda sem kaupa sér atkvæði í þriðja heiminum,
sagði Guðfríður ennfremur.
Ætlar Guðfríður að leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu barna- og ung-
lingastarfs, bæði með sérstökum vinabæjamótum og vinaskólamóti Norður-
landaþjóðanna á milli. Einnig vill hún leggja áherslu á aukin samskipti á milli
sterkustu skákmanna og -kvenna Norðurlandanna.
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Forseti Skáksambands Norðurlanda
Fyrsta konan til að
gegna embættinu
TF-SIF, þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, fann lík franska ferða-
mannsins sem saknað hefur verið
síðan 5. september síðastliðinn í
Markarfljóti um klukkan þrjú í
gær. Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Hvolsvelli virðist sem
maðurinn hafi villst af leið þegar
hann kom inn í Þórsmörk af Lauga-
veginum svokallaða. Að sögn lög-
reglunnar leituðu 80 til 100 björg-
unarsveitarmenn, auk leitarhunda,
á svæðinu í gær. Síðast var vitað af
ferðum mannsins, sem hét Christi-
an Aballéa, við Álftavatn 25. ágúst
síðastliðinn. Var hann þá á leið frá
Landmannalaugum í Þórsmörk.
Þaðan ætlaði hann í Skóga. Hann
átti bókað flug frá Íslandi til Frakk-
lands 2. september og þar sem hann
skilaði sér ekki til vinnu sl. mánu-
dag bárust fyrirspurnir um hann til
lögreglunnar á Íslandi. Að sögn
Þorsteins Þorkelssonar hjá Slysa-
varnafélaginu Landsbjörg fundust
skór og vatnsbrúsi ferðamannsins
við Kaldaklofskvísl. Talið er líklegt
að maðurinn hafi farið vestari leið
frá Álftavatni og á bílavaði yfir
Kaldaklofskvísl. Vísbendingar eru
um að hann hafi lent í vandræðum
við að komast yfir ána og þar hafi
hann beðið bana.
Ferðamaðurinn
fannst látinn í
Markarfljóti
ÞAÐ var mikið fjör í Nauthólsvíkinni þegar þær
Snuðra og Tuðra heimsóttu víkina og létu öllum ill-
um látum. Krakkarnir í heita pottinum fylgdust bros-
andi með þeim. Stúlkurnar tvær hafa stundum heim-
sótt Stundina okkar og þær munu eitthvað koma við
sögu í henni á næstunni því að sjónvarpsmenn voru
einmitt að mynda í Nauthólsvíkinni þegar þær voru
þar á ferð.
Morgunblaðið/Kristinn
Snuðra og Tuðra í Nauthólsvík