Morgunblaðið - 10.09.2005, Page 14

Morgunblaðið - 10.09.2005, Page 14
14 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU „VIÐ erum að kynna Faxa- flóahafnir,“ segir Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, sem eru með bás á Íslensku sjávarútvegs- sýningunni í Smáranum í Kópavogi. Faxaflóahafnir urðu til við sameiningu hafnanna í Reykjavík, á Grundartanga, Akranesi og í Borgarnesi, sem tók gildi 1. janúar á þessu ári. Í nýjasta Hafnarblaðinu segir að stefnt sé að því að byggja upp öflugt fyrirtæki sem standi á gömlum merg og geti þjónað sjávarútveginum um ókomna framtíð. Fyrirtækið vilji styðja við eflingu útgerð- ar og fiskvinnslu á svæðinu með markvissri uppbyggingu hafnarmannvirkja og nægu framboði lands og aðstöðu fyr- ir sjávarútvegsfyrirtæki. Ágúst segir að sameiningin hafi tekist mjög vel. Búið sé að sameina stefnumótun, bók- hald, fjármál og yfirstjórn en hver höfn sé rekin sjálfstætt eins og áður. Grundartangahöfn er sér- staklega kynnt á sýningunni. Ágúst segir að markmiðið með sameiningunni hafi meðal annars verið að eignast meira land svo hægt væri að halda áfram að þróa hafnirnar. Reykjavíkurhöfn væri til dæmis nær orðin landlaus. „Ástæðan fyrir því að við er- um hérna er sú að við erum að kynna nýtt nafn, við erum að kynna nýtt fyrirtæki og þá möguleika sem í því felast,“ segir Ágúst. Faxaflóahafnir kynntar á sýningunni Morgunblaðið/Árni Torfason Ágúst Ágústsson, markaðs- stjóri Faxaflóahafna, í básn- um á Íslensku sjávarútvegs- sýningunni í Smáranum í Kópavogi. VEIÐAR á norsk-íslensku síldinni hafa gengið ágætlega á árinu. Heildarafli íslensku skipanna er nú orðinn 119 þús. tonn á þessu ári. Það er aukn- ing um 30%, eða um tæp 30 þús. tonn, frá sama tíma í fyrra. Kvóti ís- lensku skip- anna á þessu ári var settur 158 þús. tonn og hækkaði úr 128 þús. tonnum frá síðasta ári. Nú hefur því um 75% af kvótan- um í ár veiðst. Frá þessu er greint í Morg- unkorni Íslandsbanka og segir þar ennfremur: „Undanfarin ár hefur mesta veiðin verið yfir sumartímann en þó hefur síld- in veiðst sum árin í einhverju magni í september og október. Þó má gera ráð fyrir að kvótinn í ár náist ekki. Til viðbótar við afla íslensku skipanna hafa er- lend skip landað um 9 þús. tonnum af norsk-íslensku síld- inni hér á landi. Vinnsluskipum hefur fjölg- að mjög á síðustu árum og samfara því er nú meira af síldaraflanum unnið til mann- eldis. Ekki liggur nákvæm- lega fyrir hversu hátt hlutfall af afl- anum hefur skilað sér í af- urðum til manneldis en gróflega má gera ráð fyrir að það sé um 30–40% en þá hefur verið tekið tillit til bræðslufisks og hrats frá vinnsluskip- um. Manneld- isvinnslan kemur sér vel fyrir síldarútgerðir og verkendur því afurðaverð á frystri síld í erlendri mynt hefur haldist mjög hátt undanfarið og var í júlí um 50% hærra m.v. sama tíma í fyrra. Útgerðarmenn undirbúa sig nú fyrir veiðar á íslensku sumargotssíldinni en kvótinn á fiskveiðiárinu er 110 þús. tonn.“ Mun meiri veiði á síld en í fyrra                     „Þetta hefur verið góð sýn- ing. Við höfum selt um 15 AIS kerfi og fengið margar fyrirspurnir,“ segir Ög- mundur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Friðriks A. Jónssonar. Hann segir að einnig hafi verið seld neðansjáv- armyndavél í rann- sóknaskipið Árna Frið- riksson og tæki sem notað sé til staðsetningar á henni. Ög- mundur segir að svo virðist sem markaðir fyrir siglinga- og fiskileitartæki sé góður um þessar mundir. Margir séu að huga að nýsmíði og það gefi ákveðna möguleika á sölu þessara tækja. AIS-kerfið er sjálfvirkt auðkenni fiskiskipa. Kerfið nýtist vel þar sem mörg skip eru að veiðum eða skipa- umferð mikil. Þar má nefna veiðar á úthafskarfa, loðnu og fleiru. Þá er kerfið hent- ugt fyrir minni báta sem ekki sjást vel í ratsjá, því ef hætta er á ferðum gefur tölva um borð viðvör- unarmerki. Morgunblaðið/Golli Sýningar Ögmundur Friðriksson og Valdimar Einisson á sýningarbás Friðriks A. Jónssonar. Góð sýning „FUNDIR hér hafa gengið mjög vel,“ sagði Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, við Morgunblaðið, staddur á 2. al- þjóðaráðstefnu þingforseta sem Al- þjóðaþingmannasambandið og Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir í New York. „Hér er rætt um hver eigi að vera tengsl SÞ og Alþjóðaþingmannasam- bandsins og almennt komið inn á þau vandamál sem við stöndum nú frammi fyrir í dag, þ.e. hryðjuverk, fátækt og annað sem hrjáir okkur. Lögð er áhersla á að áhrif þjóðþing- anna þurfi að verða meiri með þeirri röksemd að þau séu hornsteinn lýð- ræðisins og að allar skoðanir fái að koma þar fram.“ Í tengslum við ráðstefnuna sótti Halldór einnig fund þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, enda samstarf milli þessara þjóða sí- fellt að verða meira, eins og Halldór bendir á. „Við þingforsetar landanna áttum fund þar sem sérstaklega var rætt um væntanlega heimsókn okkar til Úkra- ínu um næstu mánaðamót og um þá áherslu sem þessar þjóðir leggja á að eiga gott samstarf við Bandaríkja- menn. Það má segja að á síðustu ár- um hafi mótast sterkur vilji þessara átta þjóðþinga til þess að ná saman um þau mál sem uppi eru til þess að fá meiri þunga í okkar áherslum,“ sagði Halldór, sem í gær átti fund með þingforsetum smáríkja í Evrópu vegna fyrirhugaðs fundar á Mónakó. Áhrif þjóðþinga þurfi að vera meiri Íslenska sendinefndin á fundinum í New York. Í fremri röð eru Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Í aftari röð eru Kristrún Eymundsdóttir, eiginkona Halldórs, og Belinda Theriault, forstöðumaður alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis. HAUSTHÁTÍÐ KFUM og KFUK verður haldin í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardal á morgun, sunnudag. Kjartan Jónsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna í Reykja- vík, segir hátíðina haldna til að fagna góðu starfi í sumar og jafnframt til að blása til sóknar fyrir veturinn. „Það verður boðið upp á skemmti- lega dagskrá, allir eru velkomnir og það kostar ekkert að taka þátt,“ segir Kjartan en hátíðin hefst kl. 10 og stendur til kl. 17. Sjálf dagskráin hefst klukkan 14 og m.a. kemur Ómar Ragnarsson fram, Brúðubíllinn verð- ur með leiksýningu og þá fara bílar með stórt hlutverk á hátíðinni. Jepp- ar frá Xstream.is og bílar frá Forn- bílaklúbbnum verða á staðnum. Mik- ið verður um söng og tónlist. Gospelkór KFUM og KFUK tekur lagið og börn úr leikskólanum Vina- garði syngja, auk fleiri atriða. Að lokinni dagskránni í húsdýra- garðinum fylkja menn liði og fara í skrúðgöngu að félagsheimili KFUM og KFUK á Holtavegi 28. „Þar munum við grilla og krakk- arnir geta farið á hestbak á lóðinni á meðan,“ segir Kjartan. Tónlistin efld í vetur Hann segir starfið hafa gengið mjög vel í sumar og hátt í 3.000 börn sótt sumarbúðirnar í Vatnaskógi í Hvalfirði. „Nú er vetrarstarfið að fara af stað og það er ætlunin að efla tónlistar- sviðið enn frekar í vetur. Fyrirhugað er að stofna barnakór og halda áfram með Ten-sing unglingastarfið sem við fórum af stað með í fyrra á vegum Miðborgarstarfsins. Þá verður hið hefðbundna deilda- starf starfrækt í vetur, en fjörutíu deildir eru á landinu og að jafnaði vinna 200 sjálfboðaliðar við að halda starfinu gangandi. En þótt starfsem- in miði fyrst og fremst að börnum og ungu fólki þá er margs konar starf í gangi fyrir fullorðna, m.a. gospelkór- inn, íþróttir og Alfa-námskeiðin vin- sælu. Allir eru velkomnir,“ segir Kjartan Jónsson. KFUM og KFUK fagna liðnu sumri í Laugardal  Fjórir læknar með ólæknandi bakteríu á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.