Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SVEITARSTJÓRN Grýtu- bakkahrepps telur sér ekki fært að standa að útgáfu kynningarefnis, sem sam- starfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð er að gefa út, nema komið verði til móts við sjónarmið fulltrúa sveitarstjórnar í nefndinni. Þessi afstaða sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps er á svip- uðum nótum og hjá sveitar- stjórn Eyjafjarðarsveitar og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Drög að kynningarefninu voru til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar Grýtubakka- hrepps í vikunni. Þar kom m.a. fram að fulltrúum sveitar- stjórnar Grýtubakkahrepps í sameiningarnefndinni hafi ver- ið synjað um að koma á fram- færi sínum viðhorfum í fram- angreindu kynningarefni. Ennfremur kemur fram í bók- un frá fundi sveitarstjórnar, að í upphafi var lagt upp með að í kynningarefninu yrðu kostir og gallar sameiningar kynntir, en ljóst er að fram- lögð drög uppfylli ekki þá skil- greiningu. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps Ekki sátt við kynning- arefni AKUREYRI LANDSVIRKJUN hefur eignast tæplega 32% hlut í Þeistareykjum ehf. með kaupum á nýju hlutafé í fé- laginu en skrifað var undir kaupin á hluthafafundi sem haldinn var á Breiðumýri í Reykjadal í gær. Um er að ræða hlutafjáraukningu upp á rúmar 110 milljónir króna, sem Landsvirkjun greiðir um 260 millj- ónir króna fyrir. Eftir kaupin eiga Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og Landsvirkjun jafna hluti í félaginu, tæpan þriðjung hvert en Þingeyj- arsveit og Aðaldælahreppur eiga minna. Hreinn Hjartarson veitustjóri á Húsavík og formaður stjórnar Þeista- reykja sagði að aðkoma Landsvirkj- unar að félaginu hefði þá þýðingu að hægt yrði að hefjast handa við að bora tvær rannsóknarholur á Þeista- reykjum og við forhönnun á virkjun. Hann sagði að kostnaður við hvora holu væri á bilinu 200–250 milljónir króna og að stefnt væri að því að bora eina holu á næsta ári og aðra árið 2007. Landsvirkjun á og rekur Kröflu- virkjun og Bjarnaflagsvirkjun og áformar að stækka Kröfluvirkjun og byggja nýja Bjarnarflagsvirkjun á næstu árum ef samningar nást um orkusölu. Hreinn sagði reiknað með að á næstu þremur árum verði varið á þriðja milljarð króna til rannsókna á þessum svæðum, þ.e. Kröflu, Bjarna- flagi, Gjástykki og Þeistareykjum. „Gangi þetta eftir er hér um að ræða umfangsmestu orkurannsóknir sem ráðist hefur verið í á Norðurlandi.“ Jóhannes Geir Sigurgeirsson, for- maður stjórnar Landsvirkjunar, sagði eftir að skrifað var undir kaupin að þetta væri stór stund fyrir Lands- virkjun og fyrir Norðausturland. „Með aðkomu Landsvirkjunar að Þeistareykjum lít ég svo á að komið sé það afl í þetta félag sem þarf til að hægt sé að byggja það upp og það sé í stakk búið til að takast á við stærri verkefni, þá og þegar við finnum kaupanda að orku,“ sagði Jóhannes Geir. Í tilefni kaupa Landsvirkjunar á hlut í Þeistareykjum hafa hluthafar staðfest þann vilja sinn að starfa sam- an að rannsóknum, undirbúningi og nýtingu á háhitasvæðum á Norðaust- urlandi og sölu á rafmagni frá þeim. Fulltrúar frá Alcoa í heimsókn Félagið Þeistareykir ehf. var stofn- að árið 1999 en megintilgangur þess er að vinna að rannsóknum, und- irbúningi, vinnslu og sölu á rafmagni frá háhitasvæðinu að Þeistareykjum í S-Þingeyjarsýslu. Hreinn sagði að þegar væri búið að bora tvær holur á svæðinu og gera miklar yfirborðs- rannsóknir, viðnámsmælingar og fleira. „Við erum komin mjög langt með Þeistareyki og teljum okkur geta svarað spurningum um virkjun eftir næstu tvær holur og þá hversu við getum byrjað stórt. Það er hins vegar ljóst að við erum að fram- kvæma þarna til þess að geta selt raf- magn til stórnotenda á Norðaust- urlandi. Það er stöðugt unnið að þeim málum og það voru m.a. þrír menn frá Alcoa á svæðinu í gær (fimmtu- dag). Þannig að það er ríkjandi bjart- sýni í félaginu,“ sagði Hreinn. Landsvirkjun hefur eignast þriðjungs hlut í Þeistareykjum ehf. Umfangsmestu orkurannsóknir á Norðurlandi fyrirhugaðar Morgunblaðið/Kristján Undirskrift Á myndinni eru fulltrúar sveitarfélaga sem eiga Þeistareyki ehf. ásamt fulltrúum Landsvirkjunar. Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni til- lögu umhverfisráðs um breytingu á deiliskipulagi orlofshúsabyggðar í Búðargili. Þar ætlar félagið Sælu- hús að reisa 22 orlofshús, sem smíðuð verða í Svíþjóð. Njáll Trausti Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri Sæluhúsa, sagði að hugmyndin væri að hefja jarðvegs- framkvæmdir nú í haust og koma þar fyrir 10 húsum næsta vor, til útleigu í sumarbyrjun. Njáll sagði stefnt að því að leigja húsin til fyr- irtækja og stéttarfélaga til lengri tíma og einnig hinum almenna ferðamanni. „Við ætlum að bjóða þarna upp á nýja vídd varðandi gistimöguleika í bænum. Húsin eru vel afmörkuð í umhverfi sínu og vel staðsett gagn- vart þjónustu og afþreyingu. Þann- ig að þetta ætti að geta skapað góða möguleika í ferðaþjónustu.“ Njáll sagði að menn horfðu til heilsársreksturs og í því sambandi væru m.a. bundnar vonir við þær framkvæmdir sem eiga sér stað varðandi snjóframleiðslu í Hlíðar- fjalli. Orlofshúsasvæðið í Búðargili er um 2,3 hektarar að stærð. Njáll sagði að þarna væri verið að nýta nokkuð erfitt byggingaland í mikl- um halla. Það nær ofan á gamla veginn í gilinu, upp á brekku- brúnina að Þórunnarstræti og yfir hluta af túni. Húsin verða tæplega 80 fermetrar að stærð og vel búin. Ekki eru allir jafn sáttir við fyr- irhugaðar framkvæmdir og m.a. hafa íbúar í nágrenninu sett sig upp á móti fyrirhuguðum fram- kvæmdum. Þrjár athugasemdir bárust við breytingatillögu deili- skipulagsins. Í bókun bæjarstjórn- ar kemur fram að athugasemdirnar eigi það sammerkt að beinast ekki að fyrirhuguðum breytingum, held- ur hafi þær beinst alfarið að bygg- ingu orlofshúsahverfisins sem slíks. Þá lét Valgerður H. Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, bóka á fundi bæjarstjórnar að hún væri andvíg því að reisa sumarhúsa- byggð í Búðargili og sat hjá við af- greiðslu málsins. Orlofshúsabyggð rís í Búðargili Framkvæmdir hefjast með haustinu Vefsíða| Ný vefsíða hefur verið opnuð fyrir Smámunasafn Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara sem staðsett er í Sólgarði, Eyja- fjarðarsveit. Slóðin er www.smam- unasafnid.is Smámunasafnið hefur þá sérstöðu að vera ekki safn einhverra ákveð- inna hluta heldur allra mögulegra hluta. Hversdagslegir hlutir eru þar mitt á meðal afar óhefðbundinna. Safnið er lokað frá 15. sept- ember–15. maí en á því tímabili geta hópar heimsótt safnið í samráði við safnvörð. Áfram| Fundur vegna undirbún- ings hagsmunasamtaka fyrir íbúa í Dalvíkurbyggð verður haldinn á Rimum í Svarfaðardal á morgun, sunnudaginn 11. september kl. 14. Hvatinn að stofnun félagsins er sú ákvörðun bæjarstjórnar að leggja Húsabakkaskóla niður, en ekki síður samstillt barátta almennings í byggðarlaginu gegn því, segir í frétt frá undirbúningsnefnd. Félagið mun heita Áfram og verður mál- efnagrundvöllur þess kynntur á fundinum og kosið í undirbúnings- stjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.