Morgunblaðið - 10.09.2005, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 21
MINNSTAÐUR
Raufarhöfn | Farfuglarnir eru í óða
önn að búa sig undir að kveðja landið.
Krían er löngu farin og aðrir fuglar
eru farnir að hópa sig og æfa flug yfir
hafið. Einn er sá farfugl, sem fyrst
sást hér á landi 1981 og hefur komið
hér árvisst síðan 1985. Honum hefur
skotið upp kollinum allstaðar á land-
inu síðan þá og er mörgum minn-
isstæður og hjartfólginn. Það sem
gerir hann mjög sérstakan er að
hann er ekki fleygur. Í staðinn kemur
hann og fer með Norrænu. Þetta er
hann Josef Niederberger, frá Sviss.
Eða Jósep í rauðu tjaldi og á gulu
hjóli eins og hann kynnir sig.
Jósef er 67 ára, fæddur í litlu þorpi
nálægt Luzern í Sviss. Hann er með-
almaður á hæð, grannur og kvikur í
hreyfingum. Grátt hár og alskegg
minnir mann dálítið á jólin. Þegar
hann brosir birtast sterklegar hvítar
tennur, sem er óvenjulegt hjá manni
á hans aldri. Augun eru hvöss og at-
hugul. Síðastliðin 30 ár hefur hann
búið í litlu þorpi nálægt Bern, sem er
í 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar
er engin kirkja, ekkert pósthús, eng-
in verslun. En þar er kaffitería, sem
gegnir mikilvægu hlutverki í þorpinu.
Hann er rafvirki að mennt og starfaði
í Bern á meðan heilsa leyfði. Hann
hætti að vinna 60 ára vegna smá
kvilla í hjarta. Sem hreina loftið á Ís-
landi hafi læknað, og kveðst hann
ekki hafa kennt sér meins undan-
farið.
Undirritaður mælti sér mót við
hann á tjaldsvæðinu á Raufarhöfn,
hvar hann hefur haldið til undanfarna
daga og er í óða önn að undirbúa
brottför sína þetta haustið. Hann var
að þvo sér um hendurnar upp úr
köldu vatni er undirritaðan bar að.
„Blessaður,“ sagði undirritaður
þegar við hittumst.
„Blessaður,“ svaraði hann
til baka og heilsaði með
handabandi og bað mig að út-
skýra hvernig hann eigi að
ávarpa konur með þessari
kveðju. Síðan sýndi hann bún-
að sinn. Gult hjól með drátt-
arkrók, aftanívagn, rauða
tjaldið, sem hann hefur sett á
stóran útsýnisglugga og end-
urbætt með loftræstigötum.
Lofthitamælir utan á tjaldinu
og hitamælar inni vöktu at-
hygli. Hann kvaðst taka veðrið
oft á dag og skrá það hjá sér í
dagbók, sem hann sýndi mér. Þar var
hver dagur merktur inn. Hitastig með
tölum, skýjafar og annað var teiknað
myndrænt, eins og sjá má í sjónvarpi.
Hann kvaðst hafa haldið svona veð-
urdagbók á öllum sínum ferðum um
Ísland, auk þess sem hann færir ít-
arlega dagbók fyrir hvern dag.
Þú hefur tekið þér löng sumarfrí,
þegar þú hefur heimsótt Ísland?
„Vinnuveitandi minn sagði það
betra að hafa mig brosandi í vinnunni í
níu mánuði, en fúlan í tólf. Hann hvatti
mig til að taka löng frí og nota lífs-
kraftinn sem ég fékk í fríinu til að drífa
mig áfram í vinnunni þess á milli.“
Hversvegna gult pósthjól?
„Fyrsta árið sem ég kom til Íslands
notaði ég venjulegt hjól. Það var ein-
faldlega ekki nógu sterkt fyrir þessar
aðstæður. En ég vissi að póstþjón-
ustan í Sviss gerði upp og seldi notuð
hjól. Þau hjól eru mjög sterk og eru
ætluð fyrir mikið álag. Ég keypti eitt
slíkt og hef notað í 20 ár. Það hefur
aldrei sprungið, né bilað á annan
hátt. Fyrstu tólf árin tók ég það með
mér heim, en núna geymi ég það á Ís-
landi yfir veturinn.
Hvernig heldurðu að ferðaþjón-
ustan á Íslandi væri, ef allir ferðuðust
eins og þú?
„Ég held að það gæti aldrei geng-
ið,“ sagði hann og brosti breitt. Hann
horfði andartak fram fyrir sig hugs-
andi. „Ferðaþjónustan yrði of einhæf.
Hún verður að byggjast á fjölbreytni.
Annað gengur ekki. Allir verða að
geta ferðast á þann hátt, sem þeim
hentar best. Þessi ferðamáti hentar
mér, öðrum ekki. Ég er ekki verri
ferðamaður en hver annar. Ég kaupi
allar nauðsynjar á Íslandi. Ég tek
ekkert með mér að heiman, nema föt-
in mín og persónulega muni. Annað
kaupi ég hér.“ Hann fletti upp í
möppu og dró út blað og sýndi mér.
Kostnaðurinn í ár var kominn yfir
150.000. „Ég eyði eins og aðrir ferða-
menn, en geri það á lengri tíma.“
Hjólreiðamenn frá Hollandi undr-
uðust yfir því, að póstbíllinn stansaði
og setti póst í póstkassann þinn, á
meðan þeir dokuðu við hjá þér.
Hvernig stendur á því?
„Ég fékk 40 bréf í póstkassann
minn í sumar, sem er búinn til úr
Cheerios-pakka. Bréfin voru stíluð á
pósthúsið á Þórshöfn. Hann Indriði
bílstjóri tók þau og skilaði í póstkass-
ann. Oft voru þar nýbakaðar kleinur
og annað bakkelsi, sem konan hans
bakaði. Veiðimenn komu og færðu
mér fisk, þegar þeir áttu leið um. Ég
fékk einnig margar heimsóknir frá
vinum mínum. Sumir komu alla leið
frá Sviss.“
Þú ert alltaf eitthvað að sýsla, ef þú
ert heimavið. Er svona mikið að
gera?
„Ég er aldrei aðgerðarlaus. Ef ég
er ekki úti að skoða náttúruna, þá
finn ég mér eitthvað til að gera. Þvo,
elda, færi dagbók, teikna og skrifa
bréf. Ég á marga vini, sem ég
skrifa reglulega.“
Hvað ertu að teikna?
Hann opnaði dagbókina
sína, þar sem voru margar
myndir af landslagi, blómum
og fuglum. „Ég teikna allt
sem mér finnst athyglivert.
Ef þú tekur mynd, þá virðir
þú myndefnið fyrir þér and-
artak, tekur mynd og gleymir
hvernig það lítur út. Ef þú
teiknar það, þá virðir þú það
fyrir þér lengi og myndin
festist í huga þér, jafnframt
sem þú getur deilt því með öðrum,
sem þú sást.
Nú hefur þú ferðast um allt Ísland.
Hver er fallegasti staður á Íslandi?
spurði undirritaður og vonaðist hálf-
partinn eftir að svarið yrði byggðar-
laginu hagstætt, svona fyrir kurteis-
issakir. „Þar sem ég er hverju sinni,
finnst mér fallegast. Það gerir nær-
veran við náttúruna, sem er ætíð
sterkari en minningin um aðra fal-
lega staði. En þið á Raufarhöfn eigið
fallegasta tjaldsvæði á Íslandi. Hér
er allt svo hreint og umhverfið í kring
er einstakt. Sjáðu,“ sagði hann og
benti út. „Mýrin, Kottjörnin, höfnin
og Höfðinn. Þetta er einstakt. Svo
eru húsin hér svo fallega máluð.
Fólkið er einstakt og börnin vinaleg.
Allir heilsa mér og spjalla við mig.“
Kemurðu næsta sumar?
„Ef ekkert gerist, sem breytir mín-
um högum, þá kem ég. Ég er orðinn
67 ára. Það er orðið erfitt að ferðast
með 120 kíló á sjálfum sér.“
Eitthvað að lokum?
„Já, skilaðu þakklæti mínu til allra,
sem hafa boðið mér heim og fallegu
barnanna, sem segja „hæ, Jósef“
þegar þau mæta mér.“
Þegar við vorum að smokra okkur
út úr tjaldinu, vall himbrimi úti á
höfninni. Jósef lagði við hlustir, gekk
upp á vindmönina og skimaði eftir
honum. „Þarna er hann,“ sagði hann
og brosti breitt. „Það eru svona hlutir
sem gera Ísland sérstakt land.“
Jósef í rauða tjaldinu
og á gula hjólinu
Dagbókin hans Jósefs er hin skrautlegasta.
Jósef hefur komið hingað til lands árlega síðan 1985 og sefur ætíð í tjaldi.
Morgunblaðið/Erlingur Thoroddsen
Gula hjólið keypti Jósef af svissneska póstinum. Hjólið er 20 ára gamalt.
Eftir Erling B. Thoroddsen
ebt@vortex.is
LANDIÐ