Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
S
igga Beinteins ferðast ekki bara um
Ísland til að dæma í Idolinu þessar
vikurnar. Leið hennar liggur einnig
oft til Noregs þar sem hún rekur
söngskóla. Hún er nú stödd í Ósló í
Noregi þar sem í dag verður opnað með pomp
og prakt annað útibú söngskólans Toneart sem
Sigga rekur ásamt systur sinni Halldóru sem
búsett hefur verið í Noregi á þriðja áratug.
„Við opnuðum skólann í Asker, nágranna-
sveitarfélagi Ósló, fyrir tveimur árum og þetta
hefur gengið svo vel að við ákváðum að færa út
kvíarnar,“ segir Sigga í símanum frá Ósló.
Gamalt lagerhúsnæði
Í bakgrunninum heyrast hamarshögg iðn-
aðarmannanna sem eru að leggja lokahönd á
innréttingar í þessu 300 fm húsnæði við
Bygdøy Allé á besta stað í höfuðborg Noregs.
Um er að ræða gamalt lagerhúsnæði sem syst-
urnar fundu fyrir tilviljun í sumar og hentar
vel fyrir skólastarfsemi eftir endurbæturnar.
Halldóra, systir Siggu, er menntuð sem hjúkr-
unarfræðingur og starfaði við það í Noregi þar
til hún fékk Siggu í lið með sér og stofnaði
skólann í Asker fyrir tveimur árum. Þá langaði
hana að stofna eigið fyrirtæki og sá markað í
Noregi fyrir söngskóla af því tagi sem Sigga
hafði rekið á Íslandi. „Dóra systir hætti ekki
fyrr en ég samþykkti að prófa þetta með henni
og ég sé ekki eftir því. Hún hefur séð um
markaðssetningu, uppbyggingu og daglegan
rekstur en ég kem af og til út og kenni.“
Flottasti staðurinn í borginni
Að sögn Siggu er Toneart fyrsti skóli sinnar
tegundar í Noregi og hún segir greinilega hafa
verið markað fyrir hann því aðsóknin er mikil.
Við skólann í Asker hafa verið um 320 nem-
endur á ári og nýi skólinn getur tekið við 400–
500 nemendum til viðbótar. Toneart hefur lítið
sem ekkert auglýst heldur hefur starfsemin
spurst út frá nemendunum sem flestir eru á
aldrinum 10–25 ára. Asker er mjög stórt sveit-
arfélag og til greina kom að stækka skólann
þar en Sigga segir að þær systur hafi viljað
komast inn á enn stærri markað sem Ósló er.
„Og þetta er flottasti staðurinn í borginni. Ef
okkur gengur vel hér, er markmiðið að opna
fleiri útibú í Noregi,“ segir Sigga en gefur ekki
frekari yfirlýsingar.
Tvöföld safnplata í vændum
Sigga rak söngskóla á Íslandi ásamt Maríu
Björk Sverrisdóttur í yfir áratug en hefur nú
sagt skilið við þann rekstur. „Þetta var bara
orðið of mikið. Ég hef nóg að gera bæði í
söngnum, Idolinu og skólarekstrinum hér.“
Fyrir næstu jól kemur út tvöföld safnplata
með Siggu Beinteins sem með því heldur upp á
25 ára afmæli sitt í bransanum.
Við Toneart kenna Íslendingar og Norð-
menn, söng, framkomu, dans og leiklist. Flestir
nemendurnir eru á unglingsaldri og aðal-
áherslan er á tónlist sem þeim finnst skemmti-
leg. Oft eru það því lög af vinsældalistunum,
söngleikjatónlist, auk blús og jazz sem hljómar
í Toneart. „Þetta er ekki klassískur söngskóli,
heldur er áherslan á popp,“ segir Sigga. Kenn-
ararnir eru allir vel menntaðir, nokkrir frá
Paul McCartney-skólanum í Englandi, og með
reynslu af að koma fram fyrir fjölda fólks.
Mikill máttur býr í tónlistinni
Að sögn Siggu er sálfræðilega hliðin mjög
mikilvæg þegar framkoma er annars vegar.
„Við leggjum mikið upp úr því að byggja nem-
endur upp sálfræðilega og að styrkja sjálfs-
myndina. Það er ótrúlegt hve mikill máttur býr
í tónlistinni. Á meðal nemenda eru krakkar
sem eru mjög feimnir og lokaðir og það er frá-
bært að sjá muninn á þeim eftir eitt námskeið.
Yfirleitt er kennt í fjögurra manna hópum sem
er ákjósanleg stærð fyrir kennslu af þessu
tagi, þ.e. krakkarnir þjálfast í að koma fram
fyrir aðra en hópurinn er ekki of stór. Við leyf-
um krökkunum sem eru feimin í byrjun að
gera þetta á sínum hraða. Þau byrja hægt, æfa
sig heima, syngja án hljóðnema til að byrja
með og svo framvegis. Stundum tekur það
meira en eitt námskeið en það er stórkostlegt
að sjá breytingarnar og þá finnur maður hvað
þetta er gaman,“ segir Sigga.
Það geta allir sungið
Hún segir marga eiga við það vandamál að
etja að líða illa þegar þeir þurfa að koma fram
fyrir stóran hóp af fólki. Hún er handviss um
að söngnámskeið af þessu tagi jafnist full-
komlega á við ræðunámskeið ef einhver vill
þjálfun í framkomu og segir gaman að læra að
tjá sig í gegnum tónlistina. Þótt nemendahóp-
urinn samanstandi aðallega af unglingum eru
alltaf einhverjir fullorðnir sem slæðast með og
Sigga vill gjarnan taka á móti nemendum á öll-
um aldri. „Það geta allir sungið,“ segir hún
ákveðin. „Það kostar vinnu en ef áhuginn er
fyrir hendi geta allir lært það.“
SKÓLI | Sigríður Beinteins og systir hennar Halldóra opna í dag söngskóla í Ósló
Allir geta lært að syngja
Eftir Steingerði Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sigga Beinteins mun sjálf kenna við söngskólann í Ósló þegar hún fær tækifæri til að taka sér frí frá Idol keppninni heima á Íslandi.
Systurnar Sigríður og Halldóra hafa staðið í
ströngu undanfarna daga við að undirbúa opnun
söngskólans sem þær opna formlega í dag í Ósló.
Frekari upplýsingar um söngskólann er að finna á
www.toneart-sang.no
SÉRFRÆÐINGAR vara við þeim
vana að raka hár af kynfærum þar
sem hann getur minnkað líkur á full-
nægingu, að því er m.a. kemur fram á
vef Aftenposten. Bent er á að þessi
vani er orðinn jafnalgengur hjá kon-
um og körlum.
Ole Fyrand, prófessor í húð-
sjúkdómum, segir að raksturinn geti
valdið skaða á kynfærunum og gert
kynlífið minna spennandi. Hann
bendir á að kynörvandi lykt festist í
hárunum en hverfi ef hárin eru ekki
fyrir hendi. „Ef þú vilt þurrara og
verra kynlíf með minni möguleika á
að ná fullnægingu er óhætt að mæla
með því að raka burtu kynhárin. Ef
ekki, ættirðu að hugsa þig vandlega
um,“ segir Fyrand.
Ritstjórinn Cecilie Kjensli er leið á
áherslunni á hárlaus kynfæri. „Ef
fólk ætlar að halda sér hárlausu, end-
ar það með því að húðin lítur út eins
og frosinn kjúklingur,“ segir hún.
Rakstur
neðan beltis
varasamur
KYNLÍF
Endurtekin þunglyndisköst geta
verið jafnhættuleg hjartanu og
reykingar, að því er ný sænsk rann-
sókn hefur leitt í ljós. Í Göteborgs
Posten kemur fram að samband
þunglyndis og hjartasjúkdóma er
nokkuð sterkt jafnvel þótt leiðrétt
sé fyrir öðrum áhættuþáttum eins
og blóðfitu og lífsstíl. Engin skýring
hefur þó fundist á þessu sambandi,
að sögn Anders Ahlbom, prófessors
við rannsóknarstofnunina sem
framkvæmdi rannsóknina, Inst-
itutet för miljömedicin. Verið getur
að persónuleiki, fyrri sýkingar eða
jafnvel þunglyndislyfin hafi eitthvað
að segja að hans sögn.
Áður var þekkt að þeir sem feng-
ið hafa hjartaáfall eru í meiri
áhættu en aðrir að verða þunglynd-
ir, einnig að þunglyndi er algengara
meðal þeirra sem koma á sjúkrahús
með alvarlega hjartaverki en meðal
annarra, að því er fram kemur í
GP.
Í rannsókninni voru bornir sam-
an tveir hópar, annars vegar 1.799
manns á aldrinum 45–70 ára sem
höfðu fengið hjartaáfall og hins
vegar 2.339 manns á sama aldri. Í
ljós kom að þeir sem höfðu fengið
læknishjálp vegna þunglyndis áttu
þrisvar sinnum frekar á hættu að fá
hjartaáfall en hinir. Áhættan jókst
eftir því hve oft viðkomandi hafði
verið lagður inn vegna þunglyndis.
Ef manneskja hafði verið lögð inn
fjórum sinnum vegna þunglyndis
var áhættan sjöföld á við þann sem
aldrei hafði verið lagður inn.
Áhættan var fyrir hendi þótt ára-
tugir liðu á milli þunglyndisins og
hjartaáfallsins.
Þunglyndisköst hættuleg hjartanu
Morgunblaðið/Ásdís
HEILSA
Ein af hverjum fimm konum sem
máta föt í verslunum kaupir þau
á meðan sjö af hverjum tíu körl-
um koma í verslun, máta og
kaupa.
Um þetta er fjallað í vefútgáf-
unni Nettavisen.no
Karlar eru markvissari þegar
þeir fara í búðarleiðangur en
konur fremur að leita eftir til-
breytingu með því að kíkja í búð-
ir.
Ástæðan fyrir verslanaleið-
angri er oft ólík hjá kynjunum.
Konur eru kannski að dreifa hug-
anum frá amstri dagsins á meðan
karlar fara til að ná í eitthvað
sem þá vantar.
Konur
máta
en karlar
kaupa
KYNIN
Morgunblaðið/Arnaldur