Morgunblaðið - 10.09.2005, Page 28

Morgunblaðið - 10.09.2005, Page 28
28 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt að hvert barn á aldrinum 6–16 ára fái árlega úthlutað 20.000 krónum, svokölluðum hvatapeningum, til að niðurgreiða kostnað við þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Bæjarstjórn Garða- bæjar hefur á þessu kjörtímabili lagt verulegt fjármagn til uppbyggingar íþrótta- mannvirkja og til stuðnings íþrótta- og æskulýðsstarfi í bæn- um. Á kjörtímabilinu hefur risið glæsilegt íþróttahús með sund- laug í Hofsstaðamýri og nýr gervigrasvöll- ur með áhorf- endaaðstöðu og vall- arhúsi ásamt æfingagervigrasvelli og tveimur battavöll- um við Ásgarð hefur verið tekinn í notkun. Stutt hefur verið við gerð reiðskemmu fyrir Hestamanna- félagið Andvara og byggt upp glæsilegt keppnissvæði á starfssvæði félags- ins, stutt við uppbyggingu skáta- miðstöðvar miðsvæðis í Garðabæ og síðast en ekki síst hefur Garða- bær komið að uppbyggingu glæsi- legs átján holu golfvallar hjá GKG. Samhliða þessu hefur verið auk- ið við fjárstuðning við íþrótta- og æskulýðsstarf í bænum. Í nýlegri viðhorfskönnun sem lögð var fyrir íbúa í Garðabæ kom fram að mik- ill meirihluti að- spurðra, 76%, segist ánægður með þjón- ustu íþróttafélaga í bænum. 84% eru ánægð með aðstöðu til íþróttaiðkunar í bænum og tæp 89% eru ánægð með stað- setningu íþróttamann- virkja í bænum. Þeg- ar spurt er um kostnað við íþróttir er niðurstaðan hins veg- ar allt önnur. Þá segj- ast 47% vera ánægð með kostnaðinn en 53% óánægð. Með samþykkt bæj- arstjórnar á hvatapen- ingum til að nið- urgreiða kostnað við þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur verið stigið ákaflega mikilvægt skref til að styðja enn frekar við það blómlega starf sem hér fer fram á vegum íþróttafélaga, skátafélagsins og fleiri aðila. Stuðningur við barnafjölskyldur er afar mikilvægur. Með því að lækka kostnað þeirra við íþrótta- og æskulýðsstarf er hvatt til auk- innar þátttöku í slíku starfi. Nið- urstöður fjölmargra rannsókna sýna að börn og unglingar sem taka þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi eru síður líkleg til að lenda inni á óæskilegum braut- um, svo sem að byrja að reykja, drekka áfengi eða sýna aðra frá- vikshegðun. Einstaklingar í slíku starfi eru sterkari gagnvart öðru áreiti. Með hvatapeningum verður styrkjastarf bæjarins sýnilegra. Styrktarkerfið verður þannig út- fært að foreldrar geta nálgast hvatapeninga sinna barna með því að skrá sig inn á Minn Garðabæ – á vefnum www.gardabaer.is þar sem þeir geta ákveðið hvernig peningunum skuli ráðstafað. Val- frelsi verður því ríkjandi og fjöl- breytni í þátttöku mun eflaust aukast. Við þetta skapast einnig möguleiki fyrir bæjaryfirvöld til að skoða þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi til framtíðar. Garðabær er og verður íþrótta- og æskulýðsbær þar sem lögð er áhersla á að skapa börnum og ungmennum uppbyggilegt og gott umhverfi til leiks og starfs. Hvatafé til íþrótta- og æskulýðsstarfs í Garðabæ Gunnar Einarsson og Stefán Konráðsson segja frá ákvörðun bæjarstjórnar Garðabæjar um að niðurgreiða þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi ’Með því að lækkakostnað þeirra við íþrótta- og æskulýðs- starf er hvatt til auk- innar þátttöku í slíku starfi.‘ Gunnar Einarsson Gunnar er bæjarstjóri í Garðabæ. Stefán er formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs í Garðabæ. Stefán Snær Konráðsson UM ÞESSAR mundir eru liðin 60 ár frá stofnun Gídeonfélagsins á Ís- landi, en formlegur stofndagur var 30. ágúst 1945. Ísland er þriðja land- ið þar sem Gídeonfélag hefur göngu sína, en í dag starfar félagið í 180 löndum. Innfæddir sjá um starfið í hverju landi fyrir sig og starf- ar félagið með leyfi yf- irvalda á hverjum stað. Með stofnun félags- ins varð bylting í að- gengi almennings að Nýja testamentinu og Biblíunni því félagið hefur meðal annars gefið heilum árgangi Íslendinga bókina góðu allt frá árinu 1954. Í lok þessa árs ættu flestir Íslendingar 10–63 ára að hafa fengið Nýja testamentið að gjöf frá félaginu. Ferðamenn hafa líklega orðið var- ir við Nýja testamenti eða Biblíu á öllum helstu hótelum og gistiheim- ilum veraldar. Nýja testamenti er auk þess að finna í náttborðs- skúffum sjúkrahúsanna, á dval- arheimilum aldraðra, í fangaklefum og víðar. Þá hefur félagið gefið sjúkraliðum og hjúkrunarfræð- ingum, lögreglu og slökkviliðs- mönnum bókina svo einhverjir hóp- ar séu nefndir. Gídeonfélagið á Íslandi hefur gef- ið eða komið í umferð um 325.000 eintökum af Nýja testamentum eða Biblíum hér á landi á þeim sextíu ár- um sem liðin eru frá því félagið var stofnað. Á undanförnum sautján til átján árum hefur félagið einnig kostað ár- lega kaup á 15.000–30.000 eintökum af Nt á erlendum tungumálum sem gefin eru í þeim löndum þar sem þörfin er metin mest hverju sinni, þar sem innfæddir liðsmenn félags- ins ná ekki að standa sjálfir straum af kostnaði við kaup á bókunum. Eftirspurnin í heiminum eftir Nýja testamentinu er mun meiri en félag- ið nær að anna. Sérstaklega í Aust- ur-Evrópu, Asíu, Afr- íku og Suður-Ameríku. Von, ljós og líf Orðið í þessari bless- uðu bók bókanna hefur reynst þreyttum hvíld, döprum von, syrgj- endum huggun, veik- um styrkur og verið uppörvandi og hvetj- andi nesti út í eril dagsins. Það eykur meðvitund og eflir ábyrgð á lífi og um- hverfi. Það er góð kjöl- festa í lífinu, bjarg sem ekki bifast, áttaviti á ævigöngunni og ljós í myrkri. Þetta orð er ljós lífsins. Það opnar nýjar víddir þeim sem ekki þekkja, færir nýja sýn á lífið. Með Nýja testamentinu hefur hinni þekktu og mögnuðu ljóðabók, Davíðssálmum, verið dreift, en Dav- íðssálmarnir eru líklega þekktasta og útbreiddastra ljóðabók allra tíma. Mannrækt og menning Gídeonfélagið er frjáls fé- lagasamtök, friðarhreyfing, sem vill leggja sitt af mörkum með hljóðlátu starfi og bæn til þess að fólk eignist frið í hjarta og sátt við Guð og menn. Gídeonfélagið vill þannig stuðla að mannrækt og menningu með því að gera fólki kleift að eign- ast sitt eigið Nýja testamenti eða með því að leyfa því að liggja frammi við þjóðbrautir lífsins þar sem það getur komið sér vel. Félagið á upptök sín í Bandaríkj- unum. Stofnfélagar voru aðeins þrír. Fjöldi liðsmanna í heiminum í dag er yfir 260.000 manns. Félagið hefur gefið yfir 1,3 milljarða eintaka af Biblíum eða Nýja testamentum frá því það hóf fyrst störf á alheimsvísu árið 1899. Mannvirðing og réttlæti Liðsmenn Gídeonfélagsins eru áhugamenn um útbreiðslu friðar og kærleika. Það orð sem í Nýja testa- mentinu er að finna er það besta sem fyrir þá hefur komið því að þau fjalla um kærleika Guðs og erindi hans við mannkynið. Þau fjalla um frelsi og frið, mannvirðingu og rétt- læti. Þau fjalla fyrst og fremst um lífið sjálft. Því vilja félagsmenn stuðla að því að fleiri eignist þetta dýrmæta orð og upplifi á eigin skinni þau áhrif sem þeim fylgir. Gjöfinni er síðan fylgt eftir með hljóðlátri bæn. Bæn um að fólk eign- ist sátt við sjálft sig, samferðamenn sína og höfund lífsins. Eignist hinn djúpa og varanlega frið í hjarta sem höfundur og fullkomnari lífsins einn getur gefið. Eignist lífið sem hann hefur ætlað okkur. Gídeonfélagið á Íslandi – Friðarhreyfing í 60 ár Sigurbjörn Þorkelsson skrifar í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá stofnun Gídeonfélagsins ’Gídeonfélagið er frjálsfélagasamtök, frið- arhreyfing, sem vill leggja sitt af mörkum með hljóðlátu starfi og bæn til þess að fólk eignist frið í hjarta og sátt við Guð og menn.‘ Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur, fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju og f.v. forseti og framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins á Íslandi. SAMEINUÐU þjóðirnar hafa sett sjálfum sér ákveðin markmið að keppa að í því skyni að útrýma fátækt í heiminum. Þessi markmið hafa verið nefnd þúsaldarmarkmið SÞ enda sett í byrjun nýrrar ald- ar. Þau eru m.a. fólgin í því að fækka um helming þeim sem eru þjak- aðir af hungri, að öll börn eigi kost á menntun, óháð kyni, dregið verði úr dán- artíðni barna undir fimm ára aldri um tvo þriðju, dregið úr dánartíðni mæðra í barnsburði um þrjá fjórðu, útbreiðsla AIDS-sjúkdómsins stöðvuð og stuðlað verði að sjálfbærri þróun og sann- gjarnari viðskiptum milli ríkra þjóða og fátækra. Allir þessir þættir eru ítarlega útfærðir og áttu markmiðin að hafa náðst 2015. Hinn 15. september hefst ein umræðulotan á Alls- herjarþingi SÞ og á þá að vega og meta hvað sé til ráða, en ríki heims eru langt á eftir áætlun með að framfylgja þessum markmiðum. Örbirgð er alvar- legasta ógnin Í ljósi þess hve hrikalegt ástandið er víða er ástæða til að óttast að þúsaldarmarkmiðin séu óraunhæf. Ef hins vegar ríkti um það eining í heiminum að brúa bil- ið á milli ríkra og snauðra mætti taka risastór skref til framfara. Fráleitt er annað en að róa að því öllum árum að þúsaldarmarkmiðin nái fram að ganga og helst gott betur. Ekki leikur á því vafi að sú ör- birgð, sem hrjáir drjúgan hluta mannkynsins, er alvarlegasta ógn sem steðjar að mannkyninu. Á hverjum degi deyja 30 þúsund börn af völdum fátæktar. Þetta er viðurkennd staðreynd! Fjórir milljarðar manna eru með ófull- nægjandi aðgang að vatni og 5,6 milljónir deyja af þessum sökum á ári hverju! Á heiminum öllum hvíla því sið- ferðilegar skyldur að vinna mark- visst að úrbótum. Ört vaxandi heimshreyfing verkalýðssamtaka og annarra al- mannasamtaka hefur myndað breiðfylkingu til að örva umræðu og knýja á um markvissar úrbæt- ur og hafa Samtök starfsfólks í al- mannaþjónustu, Public Services International, PSI, sem BSRB á aðild að, staðið mjög framarlega í þessari baráttu. Þessi alheims- herferð gegn fátækt kallast á ensku Global Call to Action Aga- inst Poverty, en hefur verið kölluð „Brúum bilið“ á íslensku. Áminning verka- lýðshreyfingarinnar PSI hefur ítrekað bent á, að forsenda þess að árangur náist sé stöðug umræða um málefni þessu tengd. Þess vegna hafa samtökin hvatt aðildarfélög sín um heim allan til að sameinast um tilteknar dag- setningar til að minna nánasta umhverfi sitt á þessi knýjandi málefni. Ein slík dagsetning er í dag, 10. september, og er tilefnið fundur ráðamanna heims um þúsald- armarkmiðin. Síðast var það 1. júlí síðastliðinn þegar leiðtogar G8- ríkjanna hittust í Skotlandi. Þá var Davíð Oddssyni utanrík- isráðherra afhent ályktun stjórnar BSRB þar sem íslensk stjórnvöld og almenningur voru hvött til að taka virkan þátt í baráttu fyrir því að brúuð yrði sú gjá, sem er á milli ríkra þjóða og snauðra. Var ráðherranum afhent hvítt band, sem PSI hefur hvatt félagsmenn sína til að hafa um úlnliðinn til að minna sig og aðra á málefnið. Nú hefur BSRB látið út- búa hvít armbönd með áletruninni: Brúum bilið – Öflug almanna- þjónusta er undirstaða velferðar – BSRB. Armbandið kostar ekki neitt, en með því að ganga með það sýna menn átakinu stuðning. Hefur al- heimsherferðin gegn fátækt tekið upp kröf- una um öfluga al- mannaþjónustu, sem lykilþátt í að berjast gegn fátækt og fyrir velferð. En hvað geta Íslendingar gert? Við eigum aðild að ýmsum alþjóðastofnunum sem geta haft úrslitaáhrif á hvernig til tekst um efnahagslegar úrbæt- ur í fátækum ríkjum. Þar ber helst að nefna Alþjóðabankann, Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðavið- skiptastofnunina. Fyrrnefndu tvær stofnanirnar hafa sett þróunarríkjunum skil- yrði sem þau þurfa að uppfylla til að fá lán- veitingar. Í því sambandi má nefna að áform um niðurfellingu skulda byggja einnig á kröfum um að „þiggjendurnir“ markaðsvæði efnahagskerfi sín og einkavæði þar með ýmsa grunnþjónustu samfélagsins. Þetta hefur þýtt að fátækar og skuldugar þjóðir hafa sett opinberar rafmagns- og vatnsveitur á markað og annað það sem fjölþjóðlegir auðhringir vilja eignast og hagnast á. Það segir sig sjálft að fái auð- hringirnir að fara sínu fram halda þeir áfram að færa fjármagn frá þróunarríkjunum. Mun þá eftirgjöf skulda fara fyrir lítið. Í þeirri umræðu, sem fram fór í stjórn BSRB í aðdrag- anda þess að ályktað var um mál- efnið, kom fram það sjónarmið að forðast bæri að alhæfa í þessari umræðu og ekki réttmætt að skella allri skuld á ríkari hluta heimsins. Í mörgum þeim ríkjum, sem búa við mesta örbirgð, hefði verið viðvarandi spilling og óstjórn. Það stendur vissulega fulltrúum verkalýðshreyfing- arinnar nærri að benda á þetta. Iðulega fer saman gerspillt stjórnarfar og hömlur á starfsemi frjálsra verkalýðssamtaka. Í slíkum ríkjum er verkalýðs- hreyfingunni annaðhvort stýrt af stjórnvöldum eða lífshættulegt er að taka virkan þátt í réttindabar- áttu hreyfingarinnar. Í niðurlagi ályktunar BSRB segir m.a.: „BSRB telur mikilvægt að fulltrú- ar Íslands í alþjóðastofnunum og alþjóðasamstarfi beiti sér af alefli til stuðnings fátækum þjóðum og er þar lykilatriði að við stillum okkur jafnan upp við hlið þeirra sem vilja verja almannaþjón- ustuna fyrir gróðaöflum og vilja efla hana og bæta í þágu almanna- hagsmuna … Þá leggur stjórn BSRB áherslu á að fulltrúar Ís- lands á alþjóðavettvangi leggi sitt lóð á vogarskálar lýðræðis og beiti sér af alefli á alþjóðavettvangi gegn hvers lags spillingu.“ BSRB og hvíta bandið Ögmundur Jónasson segir frá átaki heimshreyfingar verka- lýðssamtaka og annarra al- mannasamtaka um að útrýma fátækt í heiminum Ögmundur Jónasson ’Ekki leikur áþví vafi að sú örbirgð, sem hrjáir drjúgan hluta mann- kynsins, er alvarlegasta ógn sem steðjar að mannkyninu.‘ Höfundur er formaður BSRB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.