Morgunblaðið - 10.09.2005, Page 39

Morgunblaðið - 10.09.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 39 UNDANFARIÐ hefur framganga Hjörvars Steins Grétarssonar (1926) vakið mikla athygli enda hefur hann einungis tólf ára gamall tryggt sér rétt til að taka þátt í landsliðsflokki Skákþings Íslands á næsta ári. Þessi árangur þýðir að hann getur orðið Íslandsmeistari í skák á næsta ári sem er svipað því þegar knatt- spyrnulið í fyrstu deild vinnur sér rétt að ári til að taka þátt í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Sumir fjölmiðlamenn virðast halda að Hjörvar sé orðinn landsliðsmaður í skák með þessum árangri sínum en það stenst ekki þar eð rétt eins og knattspyrnulið sem vinnur sér rétt til að taka þátt á meðal þeirra bestu hefur árangur Hjörvars það ekki óumflýjanlega í för með sér að hann verði valinn í landsliðið. Eigi að síður er árangur hans eftirtektarverður og vonandi heldur hann áfram að vaxa og dafna sem skákmaður. Á þetta er hér minnst þar sem úti í hinum stóra heimi virðast undra- börnin spretta upp eins og gorkúlur. Misjafnt er hvaðan undrabörnin koma en sé rennt yfir lista þeirra 20 stigahæstu skákmanna heims sem eru tvítugir eða yngri kemur í ljós að flestir þeirra eru frá A-Evrópu og þá aðallega frá lýðveldum sem áður til- heyrðu Sóvetríkjunum. Þannig eru fjórir Rússar á listanum, jafnmargir Úkraínumenn og sami fjöldi Azera. Stigahæstur af ungmennunum er Azerinn Teimour Radjabov (2.682) en sá yngsti er hinn 15 ára Sergey Karjakin (2.645) frá Úkraínu. Sá stigalægsti á listanum er Azerinn Gadir Guseinov með 2.585 stig. Að sjálfsögðu segja stig svo ungra skák- manna ekki allt um möguleika þeirra til að verða þeir bestu í heimi og t.d. má nefna það að undrabarnið norska, hinn 15 ára Magnus Carlsen, er ekki á listanum en hann hefur 2.528 stig. Það væri hægt að telja lengi áfram þá sem eru ekki á listanum en munu án efa verða á meðal þeirra bestu í heimi á næstu árum. Hins vegar má slá því föstu að fjölmennustu ríki heims, Kína og Indland, hljóti að eignast fleiri skákmenn í fremstu röð innan nokkurra ára. Indverjar hafa í dag sjálfsögðu Vishy Anand en hann er sigurstranglegur í heimsmeistara- móti FIDE sem hefst innan tíðar í Argentínu. Hinn 24 ára Saskhiran (2.652) og heimsmeistari unglinga, hinn 19 ára Harikrishna (2.645), eru einnig að banka á dyrnar á meðal þeirra allra bestu. Heimsmeistari kvenna í skák um langt árabil kom frá Kína þar til fyrir skömmu og kín- verska liðið í kvennaflokki hefur oft unnið ólympíumótið í skák. Karlpen- ingurinn kínverski hefur verið öllu rólegri í tíðinni og hefur engum þeirra tekist að verða á meðal þeirra allra bestu þó að margir þeirra hafi yfir 2.600 skákstig. Fyrir nokkrum árum kom fram á sjónarsviðið undra- barnið Bu sem vann marga sigra þegar hann var fimmtán ára gamall árið 2000. Frami hans hefur ekki ver- ið eins skjótur og menn bjuggust við þá en eigi að síður hefur hann nú 2.632 stig. Það lítur út fyrir að Kínverjar séu að eignast nýtt öflugt undrabarn sem heitir Wang Hao (2.512). Þrátt fyrir háa stigatölu hefur hann engan titil fengið á vegum FIDE en á hinn bóg- inn hefur hann sýnt listir sínar fyrir utan landsteina kínverska alþýðu- veldisins. Á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Malasíu þar sem 13 stórmeistarar tóku þátt fékk Wang þessi hvorki fleiri né færri en tíu vinninga af ellefu mögulegum. Í loka- umferðinni tefldi hann með svörtu gegn ástralska stórmeistaranum Ian Rogers sem þurfti á sigri að halda til að ná öðru sætinu. Hvítt: Ian Rogers (2.569) Svart: Wang Hao (2.512) 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. e3 Bb4 5. Dc2 d6 6. a3 Bxc3 7. Dxc3 e4 8. Rg1?! Rökréttara var að hafa riddarann á miðborðinu með því að leika 8. Rd4 en að leika honum aftur upp í borð. 8. … Re5 9. b4 b6! Góður leikur sem gefur svörtum kost á að skásetja biskup sinn. Hvít- ur bregst nú rangt við sem leiðir tafl hans í miklar ógöngur. 10. f4? exf3 11. Rxf3 Re4! Svartur hrekur nú hvíta kónginn á vergang. 12. Dd4 Rxf3+ 13. gxf3 Dh4+ 14. Ke2 Df2+ 15. Kd3 Dxf3 16. Dxg7 Bf5! 17. Dxh8+ Ke7 18. Dg7 Svartur hefur fórnað hrók en vinn- ur með næsta leik drottningu hvíts gegn því að fórna öðrum hrók til. 18. … Hg8!? 19. Dxg8 Rf6+ 20. Kc3 Rxg8 21. Hg1 Df2! 22. Hxg8 Dxf1 Hvítur ræður ekki við veikleikana á hvítu reitunum enda menn hans illa samæfðir og er það athyglisvert að hvorki hrókurinn né biskupinn á drottningarvæng hreyfa sig alla skákina. 23. e4 Be6 24. Hg3 Dxc4+ 25. Kb2 Dxe4 26. Hc3 Kd7 27. d3 De2+ og hvítur gafst upp. Fróðlegt verður að fylgjast með Wang í framtíðinni en nánari upplýsingar um þetta mót í Malasíu er að finna á heimasíðu mótsins, http://www.malaysiaopen.- net/, en einnig er að finna áhugaverð- an pistil um það á heimasíðu chess- base, www.chessbase.com. Róbert gengur vel í Búdapest Róbert Harðarson (2.361) gaf sér ekki mikinn tíma til að hvíla sig eftir erfitt Norðurlandamót í skák sem lauk fyrir skömmu í Finnlandi held- ur dreif hann sig til Ungverjalands þar sem hann teflir í fyrstu laugar- dagsmótaröðinni. Honum hefur gengið vel og þegar þessar línur eru ritaðar er hann á meðal efstu manna með 3½ vinning af 5 mögulegum. Vefsíðan www.skak. fylgist með gangi mála í Búdapest og þaðan er hægt að komast inn á heimasíðu mótshaldaranna. Íslandsmótið í atskák fer fram um helgina Á morgun mun það ráðast hverjir það eru sem tefla til úrslita á Íslands- mótinu í atskák en það hófst í gær, föstudaginn 9. september. Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi og gátu allir tekið þátt í því sem skráðu sig tímanlega til þátttöku. Teflt er í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur og er öllum velkomið að koma og fylgjast með gangi mála. Nánari upplýsingar um dagskrá mótsins er að finna á vefsíðunni www.skak.is. Eru undrabörn fram- leidd á færibandi? SKÁK UM SKÁK OG UNDRABÖRN Hinn 16 ára Wang Hao með sigur- launin á mótinu í Malasíu. HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is FRÉTTIR Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 FRÓÐENGI 14 – ÚTSÝNI OPIÐ HÚS MILLI KL. 16 OG 18 Björt og falleg íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli ásamt stæði í bílageymslu. Fallegt útsýni. Flísalögð forstofa, góðir skápar, 3 herbergi með skápum, baðher- bergi með baðkari, rúmgóð stofa/borðstofa m. útgengi á góðar suðursvalir, eld- hús með ljósum innréttingum og góðum borðkrók. Þvottahús innaf eldhúsi. Góð sameign. Stutt í alla þjónustu m.a. Borgarholts- og Engjaskóla, leikskóla, Spöngina o.fl. Verð 22,9 millj. OPIÐ Á LUNDI FRÁ KL. 12-14 LAUGARD. OG SUNNUD. Vörubílar Carnehl. Til sölu nánast nýr Carnehl malarvagn. Hardox skúffa með seglyfirbreiðslu, lyfti- öxull. Gerður fyrir háan stól eða framdrifsbíl. Til afhendingar strax. Sími 898 3612. Eurotrailer. Nýir 2ja öxla malar- vagnar á lager. Gámagrindur 3ja öxla á tvöföldu og vélavagnar með skömmum fyrirvara. Th. Adolfsson ehf., s. 898 3612. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, nýr, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Tjaldvagnar Fellihýsi, tjaldvagnar og fleira. Geymum fellihýsi og tjaldvagna í upphituðu rými í Borgarfirði. Að- eisn 95 km frá Reykjavík. Sann- gjarnt verð. Upplýsingar s. 577 4077. Lyftarar NH brettalyftur, lyftuborð, lyftur og ýmis tæki til að létta störfin. Ávallt til á lager. Léttitækni ehf - Stórhöfða 27, www.lettitaekni.is. s. 567 6955. Hreingerningar Fyrirtæki, stofnanir og heimili Við hreinsum allar tegundir af gardínum. Gerum tilboð. Upplýsingar í síma 897 3634. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Nissan Forklift Europe hefur falið Léttitækni ehf. að annast sölu og þjónustu á nýrri kynslóð Nissan lyftara á Íslandi. Kynning- arverð í gangi. Verð: 7.500 krónur með vsk. Ótal útfærsur á nettum lyfturum og stöflurum. Léttitækni ehf - Verslun Stórhöfða 27. Allar upp- lýsingar á www.lettitaekni.is eða í síma 567 6955. Smáauglýsingar sími 569 1100 Stokkseyri | Gunnar Gränz alþýðulistmálari á Selfossi heldur nú septembersýn- ingu í Menningarverstöð- inni Hólmaröst á Stokks- eyri. Gunnar hefur haldið fjölda einkasýninga og sam- sýninga um dagana, en síð- ustu árin hefur hann helgað sig málaralistinni alfarið. Hann er einn af stofnendum Myndlistarfélags Árnesinga og heldur úti vef með mynd- um sínum. Á sýningunni sýnir Gunnar myndir unnar með margvíslegri tækni, vatnslitum, olíu, plastefnum, svo og skúlptúra. Sýningin er á kaffistofunni á þriðju hæð Menningarverstöðvarinnar, sömu hæð og Draugasetrið. Aðspurð- ur sagði Gunnar nábýlið við móra og skottur leggjast vel í sig. Sýningin er opin frá 14–18 um helgar. Gunnar Gränz sýnir í Menningarverstöðinni Morgunblaðið/Jóhann Óli Gunnar Gränz stillir sér upp á sýningunni. LANDSSAMBAND sjálfstæðis- kvenna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fagnað er ákvörðun Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem haldinn verður 13.–16. október nk. „Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur átt sæti á Alþingi Íslendinga frá árinu 1999. Hún tók sæti í rík- isstjórn Íslands 31. desember 2003 og hefur gegnt embætti mennta- málaráðherra frá þeim tíma. Þorgerður Katrín hefur í störfum sínum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á síðustu árum starfað ötullega í anda sjálfstæðisstefnunnar og fylgt henni eftir af festu og öryggi. Hún hefur axlað síaukna ábyrgð á vettvangi stjórnmála og sýnt að hún er trausts- ins verð. Þorgerður Katrín nýtur virðingar og víðtæks stuðnings með- al flokksmanna. Nú hefur Þorgerður Katrín lýst því yfir að hún sækist eftir að gegna embætti varaformanns Sjálfstæðis- flokksins. LS telur mikilvægt að fulltrúar karla og kvenna gegni æðstu emb- ættum innan flokksins.“ Fagna framboði Þorgerðar Katrínar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.