Morgunblaðið - 15.09.2005, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UPPSÖFNUÐ ÖRBIRGÐ
Kofi Annan varaði í gær við því að
„uppsafnaður vandi örbirgðar“ hefði
skapast í heiminum. Skort hefði
samvinnu um að berjast markvisst
gegn þessum vanda. Annan minnti
samt á að geysimikill árangur hefði
náðst síðasta aldarfjórðung við að
draga úr fátækt en leiðtogar al-
þjóðasamfélagsins yrðu að standa
við fögur fyrirheit sín undanfarin ár.
Aurskriða í Noregi
Kona lést og níu slösuðust er aur-
skriða féll á raðhúsalengju í Björg-
vin í Noregi í fyrrinótt.
Björgunarmenn komu á staðinn
nokkrum mínútum eftir að skriðan
féll og grófu þeir fólk upp úr rúst-
unum með höndum og skóflum.
Var fólki sagt að halda sig heima,
enda margir vegir lokaðir.
Invent farma í Vatnsmýri
Tillaga um að íslenska lyfjafyr-
irtækið Invent farma verði gefið vil-
yrði fyrir lóð í Vatnsmýrinni verður
væntanlega samþykkt í borgarráði í
dag. Invent farma hyggst setja upp
rannsóknar- og þróunardeild í
Vatnsmýrinni í tengslum við fyrir-
hugað svæði Háskólans í Reykjavík.
Hlutabréf lækkuðu enn
Hlutabréf lækkuðu í verði í Kaup-
höll Íslands í gær, þriðja daginn í
röð. Lækkunin í gær var enn meiri
en í fyrradag en úrvalsvísitala Kaup-
hallarinnar lækkaði um 2,2% í gær,
1,8% í fyrradag og 1,0% á mánudag-
inn.
Íslandsveröld í bígerð
Víglundur Kristjánsson vinnur að
því að reisa svonefnda Íslandsveröld
þar sem hægt verður að skoða og lifa
sig inn í Íslandssöguna allt frá vík-
ingaöld til vorra daga.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
GH
-S
N
05
08
00
2
Munið nýja stórglæsilega
vörulistann okkar sem
sýnir á yfir 500 síðum hið
mikla úrval raflagnaefnis
og lýsingarbúnaðar
sem við höfum
á boðstólum.
Komið í heimsókn
og fáið eintak.
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 26/28
Erlent 14/15 Bréf 27
Minn staður 16 Minningar 28/32
Höfuðborgin 18 Hestar 33
Akureyri 18 Myndasögur 36
Suðurnes 19 Dagbók 36/38
Austurland 19 Staður og stund 38
Neytendur 20/21 Leikhús 40
Daglegt líf 22 Bíó 42/44
Menning 23, 40/41 Ljósvakamiðlar 46
Forystugrein 24 Veður 47
Viðhorf 26 Staksteinar 47
* * * „ÉG HELD að það væri varhuga-
vert að gera það akkúrat á þessari
stundu þegar við erum að fá þetta
verðbólguskot að því er virðist,“
segir Árni M. Mathiesen, verðandi
fjármálaráðherra, aðspurður hvort
hann telji ástæðu til að draga tíma-
bundið úr gjaldtöku ríkisins af elds-
neyti.
Föst krónutala
„Verðbólguskotið byggist á mik-
illi eftirspurn og ef við færum að
minnka gjaldtöku ríkisins á bensín-
gjaldi þá myndi það auka frekar á
eftirspurnina. Þannig að út frá því
sjónarmiði einu væri það ekki skyn-
samlegt eins og er.“
Rifjar Árni upp að ríkisstjórnin
hafi fyrir fáeinum árum breytt
gjaldtöku á bensíni úr því að vera
prósentutala yfir í fasta krónutölu.
„Það var gert við svipaðar aðstæð-
ur og eru núna í olíuverðsmálum,
en við aðrar aðstæður í efnahagslíf-
inu hvað varðar þenslu og verð-
bólgu, ef ég man rétt. Það er allt í
lagi að halda því til haga að við er-
um nýbúin að lækka gjaldið á dísil-
olíunni í tengslum við breytingarn-
ar á gjaldheimtu á dísilolíu og það
var til lækkunar, vegna þess hversu
óhefðbundin hlutföll hafa verið á
mörkuðum á milli bensíns og dísil-
olíu. Þannig að það væri mjög
ósanngjarnt að halda því fram að
ríkið væri á þessum tímum að
ganga til hins ýtrasta í því að inn-
heimta gjald af eldsneyti,“ segir
Árni.
„Ekki skynsamlegt
að minnka gjaldtöku
ríkisins af eldsneyti“
LAUNAGREIÐSLUR hafa að
meðaltali hækkað um 10% á einu ári
ef marka má tölur sem hagdeild
Sambands íslenskra sveitarfélaga
hefur tekið saman, en hækkunin er
mjög mismunandi eftir einstökum
sveitarfélögum eða allt frá því að
vera tæp 5% að meðaltali á Vest-
fjörðum og Norðurlandi vestra og
upp í rúm 17% á Austurlandi.
Hagdeildin bendir á að útsvars-
tekjur séu rúm 60% af tekjum sveit-
arfélaga og það skipti því verulegu
máli fyrir afkomu þeirra hvernig
tekjuþróunin sé í hverju sveitarfé-
lagi fyrir sig.
Bornar eru saman launagreiðslur
fyrstu sex mánuðina í fyrra og
fyrstu sex mánuðina í ár í saman-
burði hagdeildarinnar. Það virðist
einkum vera þrennt sem getur haft
áhrif á tekjur einstakra sveitarfé-
laga í þessum efnum, þ.e.a.s. hækk-
andi tekjur einstaklinga, tilflutning-
ur fólks milli sveitarfélaga og aukin
atvinnuþátttaka.
Fram kemur svo dæmi séu tekin
að tekjur í Reykjavík hækka um
9,5% á þessu tímabili, en hækkunin
á höfuðborgarsvæðinu að öðru leyti
er næstum fjórðungi meiri eða rúm
12%. Þannig hækka tekjur í Garða-
bæ um rúm 16% milli ára og í
Bessastaðahreppi um 19%.
62% hækkun
í Fljótsdalshreppi
Meðalhækkun launa er mest á
Austurlandi eins og fyrr sagði þegar
litið er til einstakra landshluta eða
rúm 17%, en það helgast fyrst og
fremst af þeim miklu framkvæmd-
um sem þar standa yfir núna. Þann-
ig aukast launagreiðslur í Fljóts-
dalshéraði um 36% milli ára og
Fljótsdalshreppi um 62%. Í flestum
sveitarfélögum austanlands er
hækkunin hins vegar mun minni eða
12,5% í Fjarðabyggð og Fáskrúðs-
fjarðarhreppi og rúm 10% í sveitar-
félaginu Hornafirði og í Djúpavogs-
hreppi.
Lækkun sums staðar
Í mörgum sveitarfélögum úti á
landi er hins vegar um lækkun á
launagreiðslum að ræða milli ára,
samkvæmt tölum hagdeildarinnar.
Það er til dæmis tilfellið með tvö
sveitarfélög fyrir austan Vopna-
fjarðarhrepp, þar sem launa-
greiðslur dragast saman um 1,5% og
Skeggjastaðahrepp, þar sem þær
dragast saman um 3,5%. Einnig
lækka launagreiðslur í Raufarhafn-
arhreppi, Skútustaðahreppi, Höfða-
hreppi, Sveinsstaðahreppi, Tálkna-
fjarðarhreppi, Saurbæjarhreppi,
Helgafellssveit og Hvalfjarðar-
strandarhreppi. Lækkunin í þessum
sveitarfélögum milli ára er frá rúm-
um 4% og upp í rúm 12%.
Launagreiðslur hækkuðu um 10% að meðaltali milli ára
Mest hækkun í kragan-
um og á Austurlandi
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
NÝ stjörnuspá birtist frá og með
deginum í dag í Morgunblaðinu.
Höfundur hennar er Holiday Mat-
his, en hún mun hafa lært stjörnu-
speki í gegnum kynni sín af stjörn-
um af holdi og blóði, það er undir
leiðsögn Joyce Jillson „stjörnuspek-
ings stjarnanna“. Holiday Mathis
hjálpaði Jillson
við að liðsinna
hinum þekktu
viðskiptavinum
sínum og sér-
hæfði sig með
tímanum í kort-
um fólks úr tón-
listariðnaðinum í
Bandaríkjunum,
svo sem fram-
leiðendum, listamönnum og stjórn-
endum útgáfufyrirtækja. Spáði hún
meðal annars fyrir um heppilega
útgáfudaga og samvinnu metsölu-
listamanna og -framleiðenda.
Holiday Mathis hlaut styrk til
tónlistarnáms við Nevada-háskóla á
sínum tíma og hefur gefið út þrjár
barnabækur og skrifað handrit að
gamanþáttum fyrir kvikmynda-
framleiðendur.
Stjörnuspekidálkur hennar birt-
ist í dagblöðum víða í Bandaríkj-
unum, til að mynda í Boston Herald,
Chicago Sun-Times, Los Angeles
Times, Star Tribune og Washington
Post svo dæmi séu nefnd.
Ný stjörnuspá í
Morgunblaðinu
Holiday Mathis
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra situr leið-
togafund Sameinuðu þjóðanna í New York þessa dag-
ana. Í dag mun hann ávarpa leiðtogafundinn. Með Hall-
dóri á myndinni eru Sigurjóna Sigurðardóttir,
eiginkona hans, og Heimir Hannesson, aðalræðismaður
í New York.
Halldór ávarpar fund SÞ
LEIT að Friðriki Ásgeiri Her-
mannssyni, sem saknað er eftir
sjóslysið á Viðeyjarsundi að-
faranótt laugardags, bar ekki
árangur í gær, fimmta leitar-
daginn. Samkvæmt upplýsing-
um frá Slysavarnafélaginu
Landsbjörg var leitað á tveim-
ur slöngubátum í gærmorgun,
einkum á svæðinu á milli Eng-
eyjar og Viðeyjar og átti að
leita fram á kvöld með neðan-
sjávarmyndavélum.
Að sögn Harðar Jóhannes-
sonar, yfirlögregluþjóns hjá
lögreglunni í Reykjavík, stend-
ur rannsókn á tildrögum slyss-
ins enn yfir. Teknar voru
skýrslur af eftirlifendum úr
slysinu og hefur atburðarásin í
aðdraganda slyssins skýrst
nokkuð en ekki fengust nánari
upplýsingar um þau atriði.
Fimmti
leitardag-
urinn bar
ekki árangur