Morgunblaðið - 15.09.2005, Page 4

Morgunblaðið - 15.09.2005, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR edda.is „Algjörlega frábær“ Metsölubók um öll Norðurlönd „Mikil og spennandi saga sem þú leggur ekki frá þér.“ - Information „Algjörlega frábær skemmtun.“ – Børsen Mögnuð saga um konu í heimi stjórnmálanna, þar sem átök um völd, misnotkun fjölmiðla og launráð eru brugguð í hverju skúmaskoti. Hanne-Vibeke Holst Bókmenntahátíðin: Hanne-Vibeke Holst verður í eftirmiðdagsspjalli í Norræna húsinu í dag kl.15 og les upp í Iðnó í kvöld kl. 20 - Allir velkomnir! Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 7. – 13. sept. 1. Skáldverk ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra og verðandi fjármála- ráðherra, hefur selt stofnfjáreign sína í Sparisjóði Hafnar- fjarðar. Spurður um ástæðu þess að hann veldi að selja hlut sinn sagði Árni að hann teldi mál innan Spari- sjóðsins hafa þróast á veg sem hann væri ósáttur við og nefndi í því samhengi þá miklu leynd sem hvílir yfir því sem er að gerast innan sjóðsins. „Ég held að mál muni frekar halda áfram að þróast á þá lund sem ég mun ekki verða alls kostar sáttur við,“ sagði Árni í samtali við Morg- unblaðið og tók fram að sér fyndist ekki ganga upp sem starfandi stjórn- málamaður að skipta sér af fjármála- stofnunum. „Þeir tímar eru liðnir að stjórnmálamenn geti verið að skipta sér mikið af fjármálastofnunum og í stofnun eins og Sparisjóðnum þar sem aðeins eru rétt rúmlega fjörutíu stofnfjáraðilar þá er eiginlegar ómögulegt að vera þar stofnfjáraðili án þess að taka að einhverju leyti þátt í því sem þar er að gerast,“ segir Árni. Gefur ekki upp verðið Spurður hversu stór hlutur hans hafi verið svarar Árni því til að hann hafi verið jafn stór og stofnfjárhlutar annarra stofnfjáraðila. Aðspurður vildi Árni ekki gefa upp hvaða verð hefði fengist fyrir hlutinn. „Það hefur ekki tíðkast í þessum viðskiptum að gefa upp verðið og þess vegna mun ég ekki gefa það upp.“ Inntur eftir því hver hafi keypt hlut hans segir Árni það ekki verða upplýst fyrr en salan sé formlega um garð gengin, en stjórn Sparisjóðsins á eftir að fjalla um söl- una og samþykkja hana, en það verð- ur líklega gert á stjórnarfundi síðar í vikunni. Nokkrir stofnfjáreigendur í sparisjóðnum hafa selt hluti sína á síðustu vikum og mánuðum. Árni M. Mathiesen selur stofnfjárhlut Ósáttur við þróun mála Árni M. Mathiesen HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað að fjárnám sem Sýslumaðurinn í Kópavogi gerði hjá Byggða- þjónustunni ehf. að upphæð rúmlega fjórar millj- ónir króna skuli standa, en í málinu var deilt um skattskyldu. Fjórir dómarar stóðu að dóminum en einn dómari taldi að fella ætti fjárnámið úr gildi. Í málinu var deilt um heimild Byggðaþjónust- unnar til að draga frá tekjum af starfsemi sinni kostnað tengdan húsnæði, sem hefur verið nýtt til íbúðar af framkvæmdastjóra og stjórnarformanni, en sá síðarefndi er líka eigandi að helmingshlut. Í dómi meirihluta Hæstaréttar segir að sam- kvæmt skattalögum megi draga frá tekjum lög- aðila rekstrarkostnað, þ.e. þau gjöld sem eigi á árinu að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við. „Af gögnum málsins verður skýrt ráðið að húsnæðisins var ekki aflað í því skyni að það nýttist í rekstri sóknaraðila né hefur það verið nýtt með slíkt fyrir augum. Skiptir þess vegna engu þótt framangreindir einstaklingar, sem höfðu húsnæðið til umráða, hafi staðið skil á leigu til sóknaraðila. Var sóknaraðila því óheimilt að draga kostnað tengdan húsnæðinu frá tekjum sín- um,“ segir síðan. Að úrskurði meirihlutans stóðu dómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Hrafn Bragason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ekki dulbúin hlunnindi Í sératkvæði Jóns Steinars Gunnlaugssonar segir að útleiga íbúðarhúsnæðis í atvinnurekstri sé vel þekkt starfsemi og þekkist dæmi um að hún sé aðalstarfsemi fyrirtækja. Engu máli geti skipt „um skattlagningu starfseminnar þótt leigjandi húsnæðis tengist viðkomandi skattaðila nánum böndum, sé eigandi hans eða stjórnandi. Einungis þarf að gæta að því að ekki felist í útleigunni dulbúin hlunnindi, sem færð séu undan skattlagn- ingu,“ segir í sératkvæðinu. Síðar segir. „Í skatt- lagningu felst skerðing á eignarréttindum. Stjórn- arskráin hefur að geyma skýr fyrirmæli um að skattlagning verði að byggjast á settum lögum, sbr. 1. mgr. 40. gr. og 77. gr. Í settum lögum er það hvergi gert að skilyrði fyrir gjaldfærslu kostnaðar við tekjuaflandi starfsemi lögaðila, að um sé að ræða aðalstarfsemi hans. Þá eru heldur hvergi í settum lögum reistar skorður við því, að atvinnu- fyrirtæki eigi íbúðarhúsnæði og leigi það starfs- mönnum sínum og eigendum gegn endurgjaldi og færi útgjöld vegna slíks húsnæðis til gjalda ... Af fyrrgreindum ákvæðum stjórnarskrár sem og hinni almennu jafnræðisreglu 65. gr. hennar leiðir að ekki var heimilt að fella niður rekstrarkostnað sóknaraðila af framangreindum sökum. Ber því að mínu áliti að fallast á kröfu hans um ógildingu hinnar umdeildu aðfarargerðar að því leyti sem skattkrafan stafar af þessu.“ Hæstiréttur úrskurðar um fjárnám sýslumannsins hjá Byggðaþjónustunni Óheimilt að draga frá kostnað tengdan húsnæði Ógilda átti aðfarargerðina vegna ákvæða stjórnarskrár, segir í sératkvæði TURN Kísiliðjunnar í Mývatnssveit féll seinnipartinn í gær og vantaði eitt ár upp á fertugsafmælið því hann var reistur sumarið 1966. Fljótt og vel gekk að fella turninn. Hafist var handa klukkan fimm og tók það ekki nema tæpar tuttugu mínútur að fella hann. Starfsmenn Hringrásar unnu verkið. Klipptu þeir og skáru sundur stálbita og tog- uðu samtímis í stálvíra sem festir höfðu verið ofarlega í turninn. Það verður síðan hægurinn hjá Hring- rásarmönnum að hluta turninn í sundur þegar búið er að fella hann. Turn Kísiliðjunnar fallinn Morgunblaðið/BFH SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík hafnaði í gær lögbannskröfu Krist- ins Helga Benediktssonar ljósmynd- ara á útgáfu, prentun og dreifingu bókarinnar Fiskisagan flýgur, en Kristinn segir að framsetning ljós- mynda sinna í bókinni vegi að höf- undarheiðri hans. Sýslumaður telur að hagsmunir Kristins séu tryggðir með rétti hans til að fara með málið fyrir dómstóla. Þegar sé búið að prenta bókina og því athöfnin sem farið er fram á lög- bann við þegar farið fram og verði ekki aftur tekin. Ekki er talið að Kristinn hafi sannað eða gert senni- legt að lögvarður réttur muni fara forgörðum við það að bíða eftir nið- urstöðu dómstóla, og því kröfu um lögbann hafnað. Kristinn ætlar að áfrýja úrskuð- inum til héraðsdóms. Lögbanns- kröfu var hafnað ALLS vantar 10–15 manns í störf hjá McDonalds-veitingastöðunum í Reykjavík og íhugar Lyst ehf., sem rekur staðina, að leita út fyrir land- steinana eftir starfsfólki. Hjá McDonalds vinna 100 manns, þar af 50 í fullu starfi. Að sögn Magnúsar Ögmunds- sonar, framkvæmdastjóra Lystar, hefur ástandið ekki verið jafnslæmt í fimm ár. Fyrirtækið íhugar nú að fá fólk frá Portúgal eða öðrum löndum í A-Evrópu. Ýmist verður leitað í gegnum starfsmannaleigur eða útlendingar sem vinna á Mc- Donalds beðnir að kanna hvort ein- hverjir landar þeirra séu á lausu. McDonalds vill útlendinga í störf HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt konu á þrítugsaldri í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 100 þúsund króna sekt fyrir að falsa ávísanir og skipta fölsuðum ávísunum, að hluta til í samvinnu við tvo karlmenn. Sam- tals námu upphæðir sem um var að ræða um 120 þúsund kr. Ákærða var einnig fundin sek um að eiga 10 gr af amfetamíni í fórum sínum. Brotin voru framin á 2003 og 2004. Fram kemur í dóminum, að ákærða hafi áður fengið sektir fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Ákærða játaði brot sín greiðlega og hefur undirgengist fíkniefna- meðferð og er á leið í háskólanám. Málið dæmdi Arnfríður Einars- dóttir settur héraðsdómari. Verj- andi var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækjandi Guðjón Magnússon frá lögreglustjóranum í Reykjavík. Fangelsi fyrir ávísanafals UMFERÐARÓHAPP varð á Strandarheiði á Reykjanesbraut- inni rétt fyrir klukkan sjö í gær- kvöldi. Ökumaður jeppabifreiðar missti bíl sinn út af veginum þar sem hann valt síðan. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kefla- vík festist ökumaður í bifreiðinni og þurfti að klippa hann út, en öku- maður slapp vel og hlaut aðeins minniháttar meiðsl. Er bifreiðin tal- in gjörónýt eftir slysið. Jeppi valt á Reykjanesbraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.