Morgunblaðið - 15.09.2005, Page 8

Morgunblaðið - 15.09.2005, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Síðan þjóðarsátta-samningurinn vargerður 1990 hefur kjarasamningum ekki ver- ið sagt upp á grundvelli forsenda en nú eru blikur á lofti þar sem margt bendir til þess að forsend- ur ríkjandi samninga bregðist. Önnur forsenda þess að samningarnir haldi er að verðlag sé í samræmi við verðbólgumarkmið Seðla- bankans sem miðast við 2,5% verðbólgu með 1,5% þolmörk yfir eða undir markmiðinu. Hin forsend- an er að þær launahækkanir sem í samningunum felast séu stefnu- markandi í landinu. Fyrir 15. nóvember munu við- semjendur fara yfir hvort for- sendur og markmið samninganna halda. Frá því samningar voru undirritaðir hefur verðbólgan ver- ið hærri en gert var ráð fyrir og er 4,8% síðastliðna tólf mánuði. „Það er fyrirsjáanlegt núna að fyrir hinn 15. nóvember mun verðbólg- an hafa verið of mikil miðað við forsendur kjarasamninganna,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ. Reyna að ná samkomulagi Gylfi segir að fyrsta leiðin sem nú verði reynd sé að ná samkomu- lagi í forsendunefndinni um ein- hverja leiðréttingu sem dugað geti til þess að halda mönnum á þeirri braut sem lagt var upp með svo markmið samningsins gangi eftir. Hann segir að stöðugleiki í afkomu og rekstri heimila og fyr- irtækja hafi verið fyrsta markmið- ið. Ljóst sé að margt í markmið- unum um stöðugleikann hafi ekki náðst, meðal annars varðandi gengisþróunina. ASÍ hafi bent á að það að leggja sig að öllu leyti fram til að viðhalda stöðugleikan- um sé ekki lengur áhyggjuefni stjórnvalda. Í aðdraganda samninganna hafi ASÍ líka sett það fram sem mjög skýrt markmið að stuðla bæri að öflugu félagsmálalegu kerfi þann- ig að fólk sem missti vinnu sína vegna hagræðingar og endur- skipulagningar í hagkerfinu fengi tækifæri til nauðsynlegrar af- komuverndar og líka tækifæri til þess að efla þekkingu sína til að geta tekið að sér annað starf. Á þessu sviði hafi lítið verið gert. Í þriðja lagi hafi ASÍ lagt upp með það að það væri mikilvægt að það yrði stöðugleiki á vinnumark- aðnum. Of mikil áhersla hafi verið lögð á að nálgast bæri vinnumark- aðinn eins og hagstjórnunartæki. Í stað þess að vera með hagstjórn í formi þess að útgjöld og fjárfest- ingar ríkisins og sveitarfélaga væru í einhverju aðhaldi hafi flóð- gáttir verið opnaðar til að ekki yrðu breytingar á launaþróun. Þetta hafi valdið því að fé- lagsmenn ASÍ væru áhorfendur að svonefndri veislu sem hér hafi staðið yfir en ekki tekið þátt í henni. Það séu röng viðbrögð í hagstjórn að stuðla að offramboði vinnuafls eða að leysa hana með ólgu á vinnumarkaðnum frekar en að vera með aðgerðir vegna fjár- mála ríkis eða sveitarfélaga. Að sögn Gylfa eru þetta mark- mið sem verið sé að skoða og vinnunni eigi að ljúka fyrir 15. nóvember. Nái viðsemjendur ekki saman skili forsendunefndin því áliti sínu að forsendur hafi ekki staðist. Þá öðlist stéttarfélögin fyrst rétt til þess að segja upp kjarasamningunum. Ákvörðun um uppsögn yrði að ákveðast fyrir 10. desember og yrði samningum sagt upp yrðu þeir lausir um ára- mót. Forsendur hafa verið í kjara- samningum um árabil en samn- ingum hefur ekki verið sagt upp á grundvelli þeirra undanfarin 15 ár. Gylfi segir að viðsemjendum hafi tekist að leysa úr málum áður en til þess hafi komið. Árið 2001 hafi til dæmis náðst samkomulag um ákveðnar aðgerðir í gengis- málum og ríkisfjármálum til þess að vinna bug á hratt vaxandi verð- bólgu sem þá hafi verið komin í 10%. „Þá var tiltrú á því gagnvart okkar fólki og í samskiptum við stjórnvöld að gera það,“ segir hann og ítrekar að fyrsti valkost- urinn í ákvæðinu sé að reyna að endursemja og ákveðin hefð sé fyrir því að mönnum hafi tekist það. Unnið var á verðbólgunni í kjöl- far samninganna 2001. Gylfi segir það enga launung að slök efna- hagsstjórn stjórnvalda dragi úr tiltrúnni á því að nú sé einhver til- gangur með því að reyna að semja. „Það veldur áhyggjum okkar að stjórnvöld virðast ekki líta á þetta (innsk. að tryggja stöð- ugleika) sem meginforgangsverk- efni í hagstjórninni,“ segir hann og bætir við að ASÍ horfi til þess að hættuástand sé framundan í af- komu og atvinnuöryggi fé- lagsmanna. Gylfi segir að ekki sé hægt að spá í útkomu komandi viðræðna. Fram hafi komið að stjórnvöld telji 4,8% verðbólgu ekki mikið áhyggjuefni og það stangist á við skoðanir viðsemjenda. Hins vegar hafi menn áður náð samkomulagi við svipaðar aðstæður og nauð- synlegt sé að menn mæti ekki til viðræðna með fyrirfram ákveðnar skoðanir á því hvort þær leiði til samkomulags eða ekki. Fréttaskýring | Það kemur í ljós á næstu vikum hvort kjarasamningum verður sagt upp Blikur á lofti Fyrst reynt að ná samkomulagi um leiðréttingu í forsendunefndinni Verðbólga mælist nú yfir 4,8%. Forsendur metnar tvisvar á samningstímanum  Í fyrra voru undirritaðir kjarasamningar til næstu fjög- urra ára eða til ársloka 2007. Í þeim eru tvær forsendur til þess að styðja við markmið samning- anna og eru þær metnar tvisvar á samningstímanum. Fyrst fyrir 15. nóvember í ár og síðan fyrir 15. nóvember 2006, endist samn- ingurinn til þess tíma. Haldi for- sendurnar ekki geta samnings- aðilar öðlast rétt til að segja upp samningum fyrir 10. desember. Eftir Steinþór Guðbjartsson steg@mbl.is LÍF og fjör var á Grand hóteli í gær þar sem kaup- stefna íslensks matvælaiðnaðar fór fram. Þar kynntu fyrirtæki alls kyns nýjungar í mat- vælaiðnaði og að sjálfsögðu voru bragðlaukar gesta kitlaðir með afurðum íslenskra framleiðenda. Eins og vænta mátti voru viðtökur góðar. Morgunblaðið/Þorkell Gott að borða á kaupstefnunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.