Morgunblaðið - 15.09.2005, Síða 21

Morgunblaðið - 15.09.2005, Síða 21
bætt mjólk sérstaklega ætluð börn- um frá sex mánaða til tveggja ára aldurs, eða járnbætt þurrmjólk veitir ásamt vel samsettum máltíðum nægilegt magn af járni. Matseðill yfir einn dag fyrir barn eftir sex mánaða aldur gæti til dæm- is litið svona út:  Móðurmjólk eða stoðmjólk alls um 500 ml yfir daginn (1 ferna) – veitir 3,75 mg af járni  Grautur úr hreinu mjöli (15–20 g mjöl) – hver máltíð veitir u.þ.b. 0,7 mg af járni. Máltíðin verður járnríkari ef ávöxtum eða græn- meti er bætt saman við auk þess sem C-vítamín úr ávöxtum og grænmeti eykur upptöku á járni  1 brauðsneið með viðbiti og kæfu – 1,4 mg af járni  Ávaxtamauk (60 g) – 0,1 mg af járni  Maukmáltíð með kjöti, grænmeti og kartöflum (30 g kjöt, 1 lítil kartafla, 40 g grænmeti) – 1,0 mg af járni Við sex mánaða aldur má reikna með að barnið borði annaðhvort eina grautarmáltíð, brauðmáltíð og heita máltíð eða tvær grautarmáltíðir og eina heita máltíð. Frá níu mánaða aldri er algengt að ein grautarmáltíð komi til viðbótar og ávaxtamaukið sé þá viðbót við grautar- eða brauð- máltíð. Að meðaltali næst nokkurn veg- inn, að sögn Önnu Sigríðar, að full- nægja ráðlögðum dagskammti af járni. Það er þó erfiðast á meðan börnin eru að byrja að borða fasta fæðu um sex mánaða aldur og ekki farin að borða allan almennan mat, en verður auðveldara eftir níu mán- aða aldur. Með því að halda áfram að gefa barninu brjóst má bæta úr þessu. Auk þess er hægt að auka járnmagnið í matnum með því að hita og mauka þurrkaða ávexti s.s. rúsínur og apríkósur út í grautinn, gefa stundum járnbætt ósykrað morgunkorn, til dæmis til að narta í, og hafa blóðmör, lifrarpylsu og inn- mat á borðum annað slagið. Nauðsyn á fjölbreyttu fæðuvali „Það er ljóst að foreldrar þurfa að hugsa um hvað börnin eru að borða og velja fjölbreytt fæði til að tryggja þeim nægilegt magn járns og ann- arra næringarefna úr fæðunni. Með fjölbreyttu fæðuvali tryggja for- eldrar ekki aðeins að börnin fái öll næringarefni, sem þau þurfa, heldur er einnig verið að leggja línurnar til framtíðar, og móta matarsmekkinn. Margir grautar ætlaðir ungbörnum sem nú eru á markaði eru bragð- bættir og sykraðir. Grautar úr hreinu mjöli, t.d. hrísmjöli, höfrum, hirsi eða byggi, eru hins vegar heppi- legri með tilliti til hollustunnar, ekki síst til að koma í veg fyrir að barnið venjist því að alltaf sé sætt bragð af matnum. Það er auðvelt að sjóða t.d. rófur og gulrætur í örlitlu vatni og mauka út í grautinn. Til dæmis er fljótleg leið að hita og mýkja niðurskorið grænmeti eða ávexti í örbylgjuofni og nota svo soðvatnið með í grautana til að næringarefnin, sem fara í soð- vatnið, fari ekki til spillis. Flestan hollan og góðan heimilismat, sem ekki er búið að salta, má líka mauka, til dæmis með töfrasprota, og gefa barninu. Þannig má ekki aðeins auka fjölbreytnina heldur einnig hafa áhrif á grófleikann og bjóða barninu sífellt minna maukað fæði eftir því sem það þroskast,“ segir Anna Sig- ríður að lokum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 21 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Fremstir í flugrekstri Innköllun Stjórn Avion Group hf., kt. 660288-1049, hefur tekið ákvörðun um að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Rafræn skráning tekur gildi 19. september 2005 kl. 9.00. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu. Við rafræna útgáfu ofangreindra hlutabréfa er nafnverð hluta ákveðið ein króna eða margfeldi þar af. Öll hlutabréf Avion Group hf. verða tekin til rafrænnar skráningar. Þau eru öll í einum flokki, auðkennd raðnúmerum, 1-1.491.591.225, og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Avion Group hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu Avion Group hf. að Hlíðasmára 3, 201 Kópavogi. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir 19. september 2005. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun fyrir 19. september 2005. Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun, sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf., umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Stjórn Avion Group hf. H im in n o g h a f / S ÍA Þrjár vinkonur og vísinda-konur frá Akureyri haldatil Moskvu á morgun til aðtaka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna fyrir Íslands hönd sem fram fer dagana 17.-22. september. Í landskeppni ungra vís- indamanna, sem fram fór í apríl sl., var framlag þeirra valið í fyrsta sæti og öðluðust þær þar með þátttöku- rétt í Evrópukeppninni „Young Sci- entist Contest“ í Moskvu. Nuddgall- inn var eitt sjö verkefna, sem þátt tóku í landskeppninni. Dómnefnd taldi verkefnið uppfylla öll þau skil- yrði, sem lögð voru til grundvallar vali á verðlaunaverkefni. Ungu vísindakonurnar eru allar nýstúdentar af félagsfræðibraut Menntaskólans á Akureyri, en þær eru Lilý Erla Adamsdóttir, Una Guðlaug Sveinsdóttir og Valdís Ösp Jónsdóttir. Leiðbeinandi nuddgalli Alls munu 79 verkefni 126 ungra vísindamanna frá 35 löndum keppa um verðlaunasæti, en þrjú verkefni verða valin í fyrsta sæti, þrjú í annað sæti og svo þrjú í þriðja sæti. Íslenska verkefnið er félags- vísindatengt og hefur hlotið nafnið „Nudd og nálægð“. Um er að ræða svokallaðan nuddgalla, sem er keypt samfella á ungbörn, en með áþrykktu mynstri, sem leiðbeinir foreldrum um strokur í ungbarna- nuddi. Markmiðið er að ýta undir og efla tengslamyndun og nálægð for- eldra við ung börn sín á einfaldan og hagnýtan hátt. Aðeins tvö verkefni í keppninni verða félagsvísindatengd og finnst okkur því einkar gaman að geta haldið uppi heiðri okkar vís- inda. Við erum farnar að hlakka mikið til fararinnar og ætlum okkur auð- vitað að lenda í fyrsta sætinu. Burt- séð frá því hvernig úrslitin verða, er- um við allar mjög stoltar af verk- efninu okkar og komum örugglega til með að þróa þetta áfram,“ segja þær Una og Valdís. Stelpurnar hafa búið sig vel undir komandi keppni. Meðal annars hafa þær látið gera DVD-disk, sem sýnir notkun nuddgallans, og opnað heimasíðuna www.cuddlemeclothes- .com sem Sveinn Þorri Davíðsson hannaði. Með í Moskvuför verður Dagbjört Brynja Harðardóttir, upp- eldisfræðikennarinn þeirra frá Akureyri, og Björk Håkansson, verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands, sem er tengiliður og framkvæmda- aðili keppninnar hér á landi. Þegar þær eru spurðar út í tilurð nuddgallans, svara þær því til að hugmyndin hafi fyrst vaknað í upp- eldisfræðiáfanga hjá Dagbjörtu Brynju Harðardóttur í MA. „Við byrjuðum á því að lesa okkur til um ungbarnanudd í bókum og á Netinu. Svo fórum við á stúfana og töluðum við hjúkrunarfræðing og nuddara. Ungbarnanudd snýst mikið til um tengsl milli foreldra og barna og má því segja að verkefnið sé bæði upp- eldisfræðilegs og sálfræðilegs eðlis. Við komumst að því í heimildavinn- unni að ávinningur ungbarnanudds fyrir börn er margþættur. Þau t.d. sofa betur og verða værari auk þess sem nuddið getur lagað ýmsa maga- kvilla og styrkt ónæmiskerfið.“ Marel hefur útbúið sérstakan sýn- ingabás fyrir stúlkurnar sem hann- aður var af Valgerði Einarsdóttur, grafískum hönnuði. Auk þess hefur Akureyrarbær, Íslandsbanki og Cintamani styrkt stúlkurnar til far- arinnar. Áformin taka á sig mynd Spurðar út í framtíðaráformin, segjast þær allar vera að taka sér smá pásu frá skóla, en áformi auðvit- að frekara nám. Lilý starfar nú sem au-pair í Valbonne í Frakklandi en stefnir á nám í heyrnarfræðum í Sví- þjóð. Valdís fer sem au-pair til Þýskalands í mánuð og síðan liggur leiðin til Austurríkis þar sem hún ætlar að vinna á veitingastað um sinn, en hefur svo hug á uppeldis- fræði- eða kennaranámi. Una ætlar að vinna á Akureyri fram að áramót- um og heldur svo á nýju ári til Par- ísar í frönskuskóla, en hugurinn stefnir í átt að ensku- og bók- menntanámi síðar.  VÍSINDI | Taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna Stoltar af verkefninu Morgunblaðið/Jim Smart Valdís Ösp Jónsdóttir og Una Guðlaug Sveinsdóttir með nuddgallana. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.euro2005.ru DAGLEGT LÍF Það er um að gera aðprófa sig áfram meðgrænmetis- og ávaxta- tegundir og mismunandi korn- tegundir þegar verið er að búa til grauta fyrir börnin, sér í lagi þegar börnin fara að stálpast. Jafnframt þarf að huga vel að fjölbreytni í áferð með því að hafa grautinn mis- þykkan og mauka ávextina og grænmetið mismikið. Yngri börn þurfa fínna mauk og þynnri grauta en þau sem eldri eru. Með þykkari og mat- armeiri grautum þarf að gefa barninu að drekka með, til dæmis vatn, móður-, stoð eða þurrmjólk. Sé farið eftir upp- skriftunum hér að neðan, verða til fljótlegir og hollir grautar fyrir börnin. Hafragrautur með eplum 1 dl vatn 3 msk. hafragrjón 0,5–1 dl móðurmjólk, stoð- mjólk eða ungbarnaþurrmjólk ½ epli Blandið saman vatni og grjónum. Hitið í potti við suðu í um það bil þrjár mínútur og hrærið í á meðan. Látið aðeins standa til að jafna hitann. Ríf- ið eplið með rifjárni og hrærið því ásamt mjólkinni saman við grautinn. Tilbúið þegar graut- urinn er hæfilega heitur til að borða. Ef barnið er ungt og grautur úr grjónum of grófur er hægt að gera hann fínni með því að nota töfrasprota. Grautinn má líka útbúa í ör- bylgjuofni og tekur þá um tvær mínútur við hæsta styrk. Gott er að hræra í grautnum þegar suðutíminn er hálfn- aður. Hrísmjölsgrautur með grænmeti Um 50 g af grænmeti, t.d. rófu- biti, gulrót, nokkrar spergil- káls- eða blómkálshríslur 3 msk. hrísmjöl, instant eða venjulegt 1 dl móðurmjólk, stoðmjólk eða ungbarnaþurrmjólk soðvatn af grænmetinu 1 tsk. olía Grænmetið er hreinsað og þvegið, skorið í litla bita og hitað í örbylgjuofni eða soðið þar til að það verður nógu mjúkt til að mauka. Mjólkin velgd. Instant-hrísmjöli hrært út í heita mjólkina. Grænmetið ásamt soðvatni maukað með gaffli eða töfrasprota, allt eft- ir mýkt og grófleika, og hrært saman við. Bætið olíunni sam- an við og þynnið svo með mjólk og vatni eftir þörfum þar til grauturinn er hæfilega þykkur. Ef notað er venjulegt hrís- mjöl í staðinn fyrir instant- mjöl þarf að leyfa grautnum að sjóða. Fljótlegir og hollir grautar Hinn sígilda bláa Ópal er ekkilengur að finna í hillum versl-ana því framleiðslu mikilvæg- asta bragðefnisins hefur verið hætt. Þrátt fyrir ítarlega eftirgrennslan og rannsóknir sælgætismeistara Nóa Sí- ríuss hefur ekki fundist hliðstætt efni hjá öðrum framleiðendum. Að sögn Gunnars B. Sigurgeirssonar, markaðsstjóra Nóa-Síríuss, hefur blár Ópal verið framleiddur með sömu aðferðum í rúma hálfa öld og á marga trygga aðdáendur. Óviðeigandi sé að bjóða slíka vöru með alveg nýju bragði og því hafi framleiðslunni einfaldlega verið hætt. Gunnar segir að þeir rauðu og grænu verði þó áfram á sínum stað auk þess sem nýjar vörur undir merkjum Ópal verði kynntar á næstu vik- um. Blár ópal ekki lengur til

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.