Morgunblaðið - 15.09.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 15.09.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 23 MENNING Hvort sem þú þarft að selja eða leigja atvinnuhúsnæði þá ertu í góð- um höndum hjá Inga B. Albertssyni. Nú er góður sölutími sölutími fram- undan - ekki missa af honum. Vandaðu valið og veldu fasteigna- sölu sem er landsþekkt fyrir traust og ábyrg vinnubrögð. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali ATVINNUHÚSNÆÐI HAFÐU SAMBAND K jartan Ólafsson er enginn nýgræðingur á sviði íslenskrar tón- listar. Fá tónskáld hafa á umliðnum ár- um verið afkastameiri og hann hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja á félagslega sviðinu, unnið ötullega að ýmsum hagsmuna- málum tónlistarmanna og lista- manna almennt. Hann segir nýja starfið í Listaháskóla Íslands leggjast afar vel í sig. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Listahá- skóli Íslands er ung stofnun sem byggist á gömlum grunni. Það verður mjög gaman að taka þátt í því að móta hann. Við skólann starfar fjöldinn allur af hæfu og metnaðarfullu fólki sem ég hlakka til að vinna með. Markmiðið er að búa til háskóla fyrir skapandi og túlkandi tónlistarfólk í takt við tímann.“ Að sögn Kjartans er verið að þróa námsskrána við tón- smíðabrautina en á þriðja tug nemenda stundar þar nám í vetur. Námið er til þriggja ára og boðið verður upp á ákveðnar áherslulín- ur, þ.e. sérhæfingu. „Stefnan er að nemendur geti t.d. sérhæft sig í kvikmyndatónlist, leikhús- og svið- stónlist og upptökustjórn og mun kennslan á þessum sviðum verða mjög vönduð. Þessi þróun er í samræmi við breytta þróun í sam- félaginu. Tónlistarnám – og tón- listin yfirleitt – var einsleitari hér áður en í seinni tíð hefur fjöl- breytnin aukist og sjálfsagt að skólinn taki þátt í því. Við vitum hvað atvinnulífið kallar á og mun- um fyrir vikið sérsníða námið að þörfum hvers og eins nemanda. Það er líka mikilvægt að í skóla á borð við LHÍ fari ekki fram fjöldaframleiðsla. Við þau skilyrði getur einstaklingurinn ekki þrosk- ast sem listamaður.“ Tæplega hundrað tónverk Kjartan Ólafsson á að baki langt og strangt háskólanám á sviði tón- sköpunar og rannsókna á sviði gervigreindar í nútímatónsköpun. Tónverk Kjartans teljast tæp- lega hundrað. Verk hans hafa ver- ið flutt á Íslandi og víða erlendis á ýmsum tónlistarhátíðum. Hann hefur kennt á öllum stigum tón- listarnámsins og haldið fjölda fyr- irlestra við háskólastofnanir er- lendis, ásamt því að hafa unnið að rannsóknum á ýmsum sviðum nú- tímatónsköpunar. Þá hefur hann starfað að ýms- um félagsmálum, er m.a. formaður Tónskáldafélags Íslands frá 1998, formaður og varaformaður STEFs, situr í stjórn BÍL og margt fleira. Kjartan er sáttur með umsókn- arferlið vegna prófessorsstöðunnar sem er í sjálfu sér erfitt og flókið ferli. „Sérskipuð utanaðkomandi dómnefnd fór yfir allar umsóknir og lagði mat á þær út frá ýmsum gildum, fyrst og fremst var horft á einstaklinginn sem listamann, kennara og reynslu hans af stjórn- endastörfum. Matsferlið var langt, um þrír mánuðir, og mikið í það lagt.“ Svo skemmtilega vill til að gam- all skólabróðir Kjartans úr Síbelí- usarakademíunni í Helsinki, Veli- Matti Puumala, var á sama tíma ráðinn í samskonar stöðu þar ytra. Þar var matsferlið tvö ár sem þyk- ir nokkuð eðlilegt í Finnlandi. Þegar Kjartan er spurður um vægi hins akademíska þáttar gagnvart hinum listræna þegar ráðið er í stöðu prófessors í tón- vísindum segir hann að eðlilegt sé að krafan um prófgráður hafi ákveðið gildi. Á hitt sé þó að líta að skapandi listamaður sé stöðugt að þreyta próf. „Sérhvert nýtt verk er ný prófgráða,“ segir hann. Flóttamannabúðir Húsnæðismál Listaháskóla Ís- lands hafa verið í umræðunni um langt skeið. Kjartan er þeirrar skoðunar að húsakostur skólans sé ekki samboðinn starfseminni sem þar fer fram. Notar hann orðið „flóttamannabúðir“ og „að tjalda til einnar nætur“ í því sambandi. „Húsnæði skólans við Sölvhólsgötu er á dauðalistanum hjá ríkinu og risabyggingin í Laugarnesinu var, eins og allir vita, reist með allt aðra starfsemi í huga. Það segir sig sjálft að þetta ástand gengur ekki til lengdar. Hið ánægjulega í málinu er aftur á móti það að ríki og borg hafa vilja til að ganga til úrlausnar þessa vandamáls.“ Menntamálaráðherra hefur lýst því yfir að lausn á húsnæðismálum LHÍ sé eitt af forgangsverkefnum á sviði háskólamála innan ráðu- neytisins og borgarstjóri hefur í bréfi til Listaháskóla Íslands lýst yfir vilja borgaryfirvalda til að mæta óskum skólans um húsnæði við Austurhöfn. Þar með yrði skól- inn einhvers staðar á milli Lækj- artorgs og hafnarsvæðisins og í nágrenni fyrirhugaðs tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar. Kjartani líst vel á þau áform. „Það myndi ekki aðeins styrkja skólann að öll starfsemi hans yrði undir einu þaki, heldur myndi nálægðin við fyrirhugað tónlistarhús einnig skipta sköpum.“ Hagræn áhrif tónlistar Kjartan er þeirrar skoðunar að þáttur menningar í samfélaginu verði seint metinn til fulls. Þess vegna beri stjórnvöldum skylda til að hlúa að stofnun á borð við Listaháskóla Íslands. „Dr. Ágúst Einarsson hefur sýnt fram á það í bók sinni, Hagræn áhrif tónlistar, að hlutfallslegt framlag menningar til landsframleiðslu er upp undir 5%, meira en framlag landbún- aðar, ál-, kísil- og járnframleiðslu til samans, svo dæmi sé tekið. Þetta eru mjög athyglisverðar töl- ur þegar framlag hins opinbera til menningar og lista er skoðað en lítið samræmi er þar á milli. Starfsumhverfið gerir þá kröfu að hið opinbera sýni þessari starf- semi meiri athygli og stuðning í samræmi við hlutfall af þjóð- arframleiðslu. Því má velta fyrir sér hvort tímabært sé að stofna sérstakt menningarráðuneyti. Þeg- ar þessar tölur liggja fyrir er ekki óeðlilegt að fara fram á markviss- ari stjórnun og stýringu á sviði menningarmála en listamenn hafa stundum kvartað undan stefnu- leysi í þessum efnum. Skemmst er að minnast ákvörðunar mennta- málaráðuneytis um að leggja List- dansskóla Íslands niður. Hún féll í grýttan jarðveg enda minna að- ferðir af þessu tagi einna helst á gamla stjórnsýslutakta, þar sem til siðs var að taka ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við fagaðila.“ Kjartan nefnir annað dæmi, tón- listarhússmálið. „Það er auðvitað alveg óskiljanlegt að í ljós skyldi koma að það „gleymdist“ að tala við helstu fagaðila í því máli – að- ila sem sjá um klassískt tónleika- hald á höfuðborgarsvæðinu. Enda varð þetta til þess að menn risu upp og mótmæltu þessu með Vla- dimir Ashkenazy efstan á blaði. Kom þá í ljós að frekar var verið að reisa ráðstefnuhöll en tónlistar- hús.“ Pólitískur flokkur menningar? Kjartan talar enga tæpitungu í þessu efni og fullyrðir að fagfólk muni ekki láta sniðganga sig enda- laust. „Listamenn munu ekki sitja undir þessum vinnubrögðum. Ef stofna þarf pólitískan flokk til að koma þessum sjónarmiðum á framfæri og gæta hagsmuna lista- manna í samfélaginu verður það gert. Bændur gerðu það á sínum tíma með góðum árangri. Ef fag- aðilar fá ekki að taka þátt í menn- ingarþróuninni í landinu munu þeir rísa upp. Gerð verður menn- ingarbylting í nýrri merkingu þess orðs.“ Ekki eru þó öll sund lokuð. Að sögn Kjartans eru til dæmi um framsýni stjórnmálamanna á sviði menningar. Nefnir hann í því sam- hengi Nýsköpunarsjóð tónlistar, Musica Nova, þar sem tónlist- armenn eru í samstarfi við borg- ina. Árangur þess starfs verður kynntur á næsta ári þegar samn- ingurinn rennur út en á síðustu tveimur árum hefur fjöldi aðila fengið úthlutað úr sjóðnum. „Sjóð- urinn hefur hleypt miklum krafti í atvinnu sem tengist nýsköpun tón- listar og flutningi hennar.“ Tengsl við atvinnulífið Kjartan leggur áherslu á tengsl Listaháskólans við atvinnulífið enda beri skólanum að láta sig umhverfið sem nemendurnir koma út í varða. „Áhrif nýsköpunar í listum hefur mikla þýðingu fyrir menningarsamfélagið og atvinnu- lífið, fram á það hafa menn marg- oft sýnt. Tökum tónlistina sem dæmi og alla atvinnuna sem skap- ast í framhaldi af því að tónverk er pantað hjá tónskáldi. Í fyrsta lagi hefur tónskáldið tekjur af vinnu sinni og greiðir skatt til samfélagsins. Í öðru lagi eru hljóð- færaleikurunum sem flytja verkið greidd laun, sem þeir greiða skatt af. Í þriðja lagi er salur leigður til flutningsins og greiddur skattur af leigunni. Í fjórða lagi er prentaður bæklingur sem hleypir lífi í prent- iðnaðinn og skattur af launum og virðisauka við prentunina rennur í ríkissjóð. Í fimmta lagi er auglýs- ingastofa ráðin til að kynna tón- leikana. Í sjötta lagi er greitt fyrir auglýsingar í fjölmiðlum. Í sjö- unda lagi er útsetjari ráðinn. Í átt- unda lagi eru ráðnir bílstjórar til að flytja hljóðfæri, bæklinga og annað slíkt. Í níunda lagi fær Rík- isútvarpið efni til útsendingar sem kallar vitaskuld á launatengd gjöld til ríkisins. Í tíunda lagi má svo ekki gleyma áheyrendum sem sækja tónleikana og greiða að- gangseyri sem þeir hafa þegar greitt skatt af. Svona mætti áfram telja.“ Kjartan segir að staða íslenskr- ar menningar sé góð í samanburði við nágrannaþjóðirnar. „Það hefur sýnt sig að við stöndum jafnfætis okkar helstu nágrannaþjóðum og hefur tekist að skapa okkur um- talsverða sérstöðu vegna arfleifðar okkar. Það er því mikilvægt að hér á landi sé til staðar nám á fram- haldsstigi, háskólastigi og þá sér- staklega masters- og doktorsnám, enda starfar LHÍ í samræmi við Bologna-samkomulagið sem kveð- ur á um samræmingu háskólastiga í Evrópu. Að vísu gerir samningur LHÍ við ríkið ekki enn ráð fyrir þessu en það er til skoðunar. Að mínu viti þolir það enga bið, ella eigum við á hættu að dragast aft- ur úr.“ Rannsóknahlutverk LHÍ Rannsóknir eiga að dómi Kjart- ans að vera snar þáttur í starfsemi Listaháskólans. „Listaháskólinn er og verður helsti vettvangurinn fyr- ir rannsóknir á íslenskri menningu og listum. Fyrir daga skólans ynntu ýmsir sjálfstætt starfandi aðilar þetta starf af hendi og gera má ráð fyrir að sjálfstæðar rann- sóknir verði áfram stundaðar hjá smærri fyrirtækjum og einkaað- ilum úti í bæ. Það breytir því þó ekki að Listaháskólinn kemur til með að verða máttarstólpinn í þessu starfi í framtíðinni, þar eru allar forsendur fyrir hendi, að- staða og þekking. Nú er bara að tryggja fjárveitingar til starfsem- innar, nóg er af verkefnunum, sem sum hver hafa beðið býsna lengi.“ Kjartan segir að það sé jafn- framt skylda LHÍ að taka þátt í fjölþjóðlegum verkefnum en skól- inn mun þegar vera orðinn eft- irsóttur samstarfsaðili á þeim vett- vangi. „Það má ekki gleyma því að LHÍ er fjölþjóðlegur skóli, með földa erlendra nemenda á ári hverju, og það hlýtur að vera eft- irsóknarvert fyrir hann að sækjast eftir þátttöku í verkefnum af þessu tagi,“ segir Kjartan en und- irbúningur að nokkrum verkefnum er þegar kominn á fullan skrið. Í takt við tímann Kjartan Ólafsson var á dögunum ráðinn prófessor í tónsmíð- um við Listaháskóla Íslands. Fyrstur manna. Í samtali við Orra Pál Ormarsson ræðir hann um hús- næðismál skólans, þátt menningar í samfélaginu, framlög opinberra aðila til þess málaflokks, stöðu íslenskrar menntunar, rann- sóknir og sitthvað fleira. orri@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn „Við vitum hvað atvinnulífið kallar á og munum fyrir vikið sérsníða námið að þörfum hvers og eins nemanda. Það er líka mikilvægt að í skóla á borð við LHÍ fari ekki fram fjöldaframleiðsla. Við þau skilyrði getur einstakling- urinn ekki þroskast sem listamaður,“ segir Kjartan Ólafsson, prófessor í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.