Morgunblaðið - 15.09.2005, Side 26

Morgunblaðið - 15.09.2005, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E ftirminnilegustu ferðasögu sem ég hef heyrt rakst ég á í æviminningabók sem listmálarinn Erró sendi frá sér í samvinnu við Aðalstein Ingólfsson 1991. Þar seg- ir Erró frá ferð sinni umhverfis hnöttinn árið 1972 en fyrsti við- komustaður hans var Afganistan – landið sem ég fékk nýverið tæki- færi til að heimsækja sjálfur. Þetta var þegar Mohammed Shahir Shah var enn konungur Afganistans, fyrir innrás Sov- étmanna, borgarastríð, valdatíð ta- líbana og innrás Bandaríkjamanna. Semsagt áður en allt fór í bál og brand, áður en Osama bin Laden gerði sig hér heimakominn. Af lýs- ingum Errós að dæma var Afgan- istan þó í þá tíð vafasamur staður að heimsækja, ætti maður ekki þangað brýnt erindi; rétt eins og landið getur vart talist í alfaraleið fyrir túrista í dag. Frásögn Errós er kostuleg, hann heimsótti fyrst Kabúl en skoðaði svo búddalíkneskin sögufrægu í Band-I-Amir sem þá stóðu enn. Klifraði upp á höfuðið á Búdda og skyggndist um. „Loftið er þynnra en ég er vanur, fæ aðkenningu af höfuðverk, Búdda sjálfsagt líka,“ skrifar Erró. Samskiptin við heimamenn voru skrautleg – en Erró greinilega þess háttar karakter, að hann getur bjargað sér hvar sem er. „Það eru ekki margir Vesturlandabúar á ferli [í Kabúl] og ungir Afganar hafa gaman af því að storka mér,“ segir Erró. „Þeir reka sig utan í mig af ásettu ráði, láta skína í hnífa sem þeir eru með undir belti, gera allt til að espa mig upp. Sjálfsagt er full ástæða til að vera hræddur en einhverra hluta vegna held ég ró minni, ef til vegna þess að mér finnst ég ekki hafa neinu að tapa. Afganirnir verða fljótt leiðir á þess- ari vestrænu geðprýði og fæ ég að halda áfram óáreittur, að minnsta kosti lítt áreittur.“ Og síðan hélt Erró norður til borgarinnar Mazar-e Sharif. Og hér kemst Erró rækilega á flug í lýsingum sínum; tekst m.a. með einkar skáldlegum hætti að koma tvenns konar fróðleik á framfæri, nefnilega að hvergi er framleitt eins mikið af ólöglegum eiturlyfjum og í Afganistan, og svo hinu að þjóð- aríþrótt Afgana þykir heldur mis- kunnarlaus. Hann skrifar: „Á leiðinni þangað [til Mazar] lendi ég í hassvímu sem rennur ekki af mér fyrr en eftir þrjá daga. Í fjöllunum kringum Mazar-e Sharif búa harðgerðir hirðingjar, hestamenn af guðs náð. Ég fæ pata af því að þeir ætli að spila „kálfafótbolta“ [buskhazi] fyr- ir sjónvarpsmenn frá BBC sem þarna eru staddir. Tel kanadíska kunningja mína á að skreppa með mér út í eyðimörkina að fylgjast með. „Kálfurinn“ er, ja, höfuðlaus kálfur. Hestamennirnir grípa um lappir hans, þeytast með hann um víðan völl og berja frá sér andstæð- ingana með lurkum. Takmarkið er að koma „kálfinum“ inn á afmarkað svæði, mark. Póló er hreinn barna- leikur í samanburði við þessa mannraun. Hitinn um 40 stig. Einn höfðinginn er forvitinn um kíkinn minn svo ég býð honum að nota hann. Honum bregður af- skaplega við að horfa í kíkinn, verð- ur svo yfir sig hrifinn. Með allskyns látbragði kemur hann mér í skiln- ing um að hann vilji kaupa af mér kíkinn og gefa fyrir hann tvo hesta. Freistandi að eignast hesta af afg- önsku háfjallakyni, en frekar ópraktískt á þessu stigi ferð- arinnar. Með hjálp túlks sem ég við höfðingjann, hann fær kíkinn, en í staðinn bið ég hann að lána mér góðan hest og leiðsögumann í tvo daga. Það gerir hann með glöðu geði. Ríð um fjöllin þarna í kring, í tvo daga, ægifagurt landslag. Hest- arnir eru gersemi, tígulegir eins og arabískir gæðingar og fótvísir eins og íslenskir hestar.“ Það er erfitt að toppa þessa lýs- ingu – og því miður gafst mér ekki færi á að fara í tveggja daga útreið- artúr um fjalllendið er umlykur Mazar-e Sharif. Fengum einungis fyrirlestra um viðbúnað ISAF- stöðugleikasveitanna, sem lúta for- ystu NATO, í þessum landshluta og um yfirvofandi þingkosningar; auk þess sem farið var í bíltúr inn í miðbæ til að berja augum hina glæsilegu Ali-mosku, „bláu mosk- una“ svonefndu. Ferðalagið til Mazar var samt skrautlegt, rétt eins og hjá Erró – þó að hassneysla hafi enga rullu þar spilað. Þegar ég steig um borð í Herkúles-flugvél sænska hersins fyrir um tveimur vikum í Kabúl var nefnilega þar komið í heimsókn minni til Afganistans að maginn var farinn að gera uppsteyt, nokkuð sem margir Vesturlandabúar þurfa að ganga í gegnum sem hingað koma. Um klukkutíma löng flug- ferðin í þessari risastóru, fljúgandi sardínudós var af þessum sökum talsverð þolraun, þó að ekki reynd- ist hún mér jafn erfið og tyrk- neskum ferðafélaga mínum. Ég hreifst ekkert sérlega af Ka- búl í þessari heimsókn, kannski er það af því að mér sýndist ekki að líf Vesturlandabúans væri þar neitt sældarlíf. Ekki af því að Afganar séu óvingjarnlegir (ég komst að hinu gagnstæða eins og Erró) held- ur vegna veikinda, sem gera vart um sig og vegna loftsins sem er mettað ryki og sem mér fannst erf- itt að þola nema stuttan tíma í senn. Og vegna þess að mér sýndist Vest- urlandabúar í hálfgerðri prísund. Sjálfskaparvíti eða eðlilegar ör- yggisráðstafanir? Sjálfsagt sitt lítið af hvoru. Það var hlýrra uppi í Mazar en loftið samt betra. Mig grunar að all- ar aðstæður þar séu frumstæðari en í Kabúl en að samt sé jafnvel betra að vera hér á þessum slóðum. Vona að það sé rétt hjá mér Íslend- inganna vegna sem nú hafa lokið fimm vikna herþjálfun í Noregi og halda til starfa á vegum Íslensku friðargæslunnar í bæjunum Meym- ana og Chaghcharan, ekki svo langt frá Mazar. Skrautleg ferðasaga Það eru ekki margir Vesturlandabúar á ferli [í Kabúl] og ungir Afganar hafa gaman af því að storka mér. Þeir reka sig utan í mig af ásettu ráði, láta skína í hnífa sem þeir eru með undir belti, gera allt til að espa mig upp. Erró, 1991 VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is UM ÁRATUGASKEIÐ hefur staðsetning innanlandsflugsins í Vatnsmýrinni verið bitbein meðal borgarbúa og reyndar landsmanna allra. Íbúar hafa skipst í fylkingar og stjórn- málaflokkar hafa einn- ig gert það. Aðal- skipulag Reykjavíkur kveður á um að innan- landsflugið flytjist frá Reykjavíkurflugvelli í áföngum, norður- suður-brautin leggist af 2016 og austur- vestur-brautin árið 2024. Umhverf- isráðherra staðfesti að- alskipulag Reykjavík- ur með fyrirvara við þetta markmiði að- alskipulagsins og taldi að áður en slík ákvörðun gæti orðið að veru- leika þyrftu samgönguyfirvöld að marka stefnu í þessum málum. Árið 2000 fór fram atkvæða- greiðsla um það hvort innanalands- flugið ætti að fara úr Vatnsmýrinni. Í atkvæðagreiðslunni tóku þátt 37% atkvæðisbærra kjósenda í Reykja- vík og úrslit urðu þau að 49,35% þátttakenda lýstu yfir að flugvöll- urinn ætti að víkja en 48,08% vildu hafa hann þar áfram. Umræður án niðurstöðu Síðan árið 2000 hefur í raun ekk- ert átt sér stað í þessu máli fyrr en borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu minnisblað 13. febrúar sl. um byggingu samgöngu- miðstöðvar og staðsetningu innan- landsflugsins þar sem m.a. eftirfar- andi var lýst yfir af hálfu borgarstjóra og samgönguráðherra: „Í því skyni að leggja grundvöll að sameiginlegri niðurstöðu um framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri láti sam- gönguráðherra og Reykjavíkurborg, sem ber að annast skipulagsáætlanir í Vatnsmýrinni, fara fram flug- tæknilega, rekstrarlega og skipu- lagslega úttekt á Reykjavík- urflugvelli. Hvor aðili um sig tilnefni tvo fulltrúa til að leggja grunn að út- tektinni, sem unnin verði af sjálf- stæðum aðilum. Út- tektin skal m.a. byggjast á samanburði ólíkra valkosta, þ.m.t. einnar-brautarlausn, tveggja-brautalausn og þeim kosti að öll flug- starfsemin hverfi af svæðinu. Tilgangur út- tektarinar er m.a. sá að ná fram mati á lág- marksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flug- völlurinn að þjóna nú- verandi hlutverki sínu sem miðstöð innan- landsflugsins. Að niðurstöðu feng- inni fari fram formlegar viðræður aðila um framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýrinni.“ Vatnsmýrin verði nýtt undir íbúða- og atvinnubyggð Ég hef velt þessu máli mikið fyrir mér, hvað væri skynsanlegast að gera og um leið ýtt til hliðar þeirri staðreynd að ég hef lengi stutt tilvist innanlandsflugsins í Vatnsmýrinni. Ég tel á hinn bóginn að það sé mjög mikilvægt að innanlandsflugið verði staðsett í Reykjavík eða á höf- uðborgarsvæðinu, enda bæði mik- ilvægt fyrir Reykjavík og landsbyggðina. Ég hef þó á síðari ár- um einnig gert mér ágætlega grein fyrir því að fyrr en síðar yrði innanlandsflugið að víkja úr Vatns- mýrinni í þágu eðlilegrar þróunar byggðar í borginni og nauðsynlegrar eflingar byggðar í vesturhluta borgarinnar og á miðborgarsvæði hennar. Þessari skoðun minni hef ég áður lýst yfir opinberlega. Til að þoka þessu máli áfram og það tekið af endalausu deilustigi yfir á ákvörðunarstig hef ég nýlega lýst því yfir að ég vilji beita mér fyrir því að Vatnsmýrarsvæðið verði nýtt undir íbúða- og atvinnubyggð, að innanlandsfluginu verði fundin ný staðsetning á næsta kjörtímabili og tekin ákvörðun um nýtt heildstætt skipulag fyrir svæðið. Jafnframt verður að taka ákvörðun um ná- kvæmlega hvenær innanlandsflugið fer úr Vatnsmýrinni og hvert það fer. Miðstöð innanlandsflugsins verði á höfuðborgarsvæðinu Ég tel afar mikilvægt að miðstöð innanlandsflugsins verði í Reykjavík eða á höfuðborgarsvæðinu og með það að markmiði eigi að leita lausnar á þessu viðkvæma máli. Því verður sem fyrst að gera faglega úttekt á því hvaða staðir koma helst til greina og taka afstöðu til kosta þeirra og galla. Til lausnar þessu máli þarf fyrst og síðast góða samvinnu borgar og samgönguyfirvalda, byggða á gagn- kvæmu trausti, því ríkið hefur yf- irstjórnina og ábyrgðina og ber nán- ast allan kostnað vegna byggingar nýs flugvallar og rekstrar hans. Framtíð Vatnsmýrarinnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjallar um borgarstjórnarmál og staðsetningu innanlands- flugvallar ’Ég tel afar mikilvægtað miðstöð innanlands- flugsins verði staðsett í Reykjavík eða á höf- uðborgarsvæðinu og með það að markmiði eigi að leita lausnar á þessu viðkvæma máli.‘ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn. STJÓRNMÁL eru list hins mögu- lega. Ef stjórnmál eru fyrst og fremst tæki til áhrifa á sögu og sam- tíma, einkum í gegnum meirihluta í sveitarstjórnum og á Alþingi, verður ekki annað sagt en að Davíð Oddsson, for- maður Sjálfstæð- isflokksins, og sam- verkafólk hans beri höfuð og herðar yfir aðra þá sem í dag reyna sig í stjórn- málum. Árangur Davíðs sjálfs byggist ekki síst á trúverðugleika, góðri dómgreind, bar- áttuvilja og hæfni til að orða hugsanir þannig að allir skilji. Hann hefur stýrt höfuðborg landsins eða ríkisstjórn nánast alla mína ævi eða um 23 ár. Þetta tímabil Íslandssög- unnar er eitt mesta framfaraskeið hennar á marga mælikvarða, æ oftar kemur Ísland vel út í alþjóðlegum samanburði, síðast í liðinni viku þeg- ar Sameinuðu þjóðirnar birtu sínar mælingar og Ísland var númer tvö í heiminum hvað varðaði heilsufar borgaranna, menntun og hagsæld. Sjálfstæðisflokkurinn Ég hef tekið þátt í starfi Sjálf- stæðisflokksins í nokkur ár. Það sem ég hef kynnst þar einkennist af öfl- ugri flokksskrifstofu og styrku innra starfi þar sem flestir þingmenn og borgarfulltrúar eru bæði nálægir og virkir með grasrót flokksins. Ágreiningsmál eru leyst innan flokksins, tekið er á erfiðum málum og útávið standa menn saman. Hæfi- leikafólk gefur kost á sér til starfa. Fylgið er stöðugra en annarra flokka. Þetta eru einkenni öflugrar stjórnmálahreyfingar sem stendur framar öðrum sem hér starfa. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta sé ekki síst styrkri forystu þeirra Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde að þakka. Framtíðaráskoranir fyrir Sjálfstæð- isflokkinn En er þá allt í himna- lagi í þessu heimsins næstbesta þjóðfélagi og þessum landsins besta stjórnmálaflokki og því sem hann beitir sínu mikla afli fyrir? Að sjálfsögðu ekki, stjórn- mál eru stöðug glíma um hugmyndir og við- fangsefni. Við hljótum því að spyrja hver eru ný viðfangsefni Sjálfstæð- isflokksins á þeim tímamótum sem hann stendur á þegar áhrifamikill forystumaður hverfur af vettvangi? Hvað kallar okkar samtími á sem stjórnmálamenn eiga að láta sig varða og hvernig rímar það við grundvallargildi Sjálfstæðisflokks- ins? Endurnýjað inntak „stétt með stétt“ Í grein sem ég skrifaði hér í Morgunblaðið fyrr á árinu undir heitinu „Endurnýjað inntak kjör- orðsins stétt með stétt“ stóð m.a. eftirfarandi um þau verkefni sem sjálfstæðismenn ættu að láta sig varða á 21. öldinni umfram það að varðveita ávinninga í almennri hag- sæld og athafnafrelsi: „Stétt með stétt, samfélag jafningja, verðleikar en ekki valdatengsl merkir að leita skuli allra leiða til að tryggja öllum jöfn tækifæri til að nýta hæfileika sína og aðstæður.“ Spurt var í því samhengi: „Hvernig tryggjum við betur aðgang allra að menntun, bæði íslenskra umgmenna og þeirra eldri sem duttu út úr skólum? Hvernig tryggjum við betur hlutdeild allra Íslendinga í þeim lífsgæðum, sem við höfum nú efni á, hver er æskileg skipting tekna og eigna? Hvernig vinnum við gegn því að fólk fari út á jaðar samfélagsins, nái ekki tökum á eigin lífi, ánetjist fíkniefnum og af- brotum? Hvernig stuðlum við að samheldni og trausti í samfélaginu?“ Í dag myndi ég bæta við: Hvernig losum við um síðustu alvarlegu meinsemdina í íslensku atvinnulífi, heimsmet okkar í ríkisstyrkjum til landbúnaðar, og hvernig samræm- um við langan vinnudag og miklar kröfur í atvinnulífi farsælli umönnun barna og unglinga? Nýir tímar fela í sér ný viðfangs- efni. Í því sem hér er talið upp liggja m.a. sóknarfæri þeirra sem nú taka við og byggja á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið. Forystuskipti í Sjálfstæðisflokknum Bolli Thoroddsen fjallar um þjóðfélagsmál ’Stjórnmál eru stöðugglíma við ný viðfangs- efni. Forystuskiptin kalla á umræður um framtíðaráherslur Sjálf- stæðisflokksins.‘ Bolli Thoroddsen Höfundur er formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.