Morgunblaðið - 15.09.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 27
UMRÆÐAN
Er löggiltur fasteignasali
a› selja eignina flína?
sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17
Hjá Heimili fasteignasölu starfa
fjórir löggiltir fasteignasalar sem
hafa áralanga reynslu af fasteigna-
vi›skiptum. fia› er flví löggiltur
fasteignasali sem heldur utan um
allt ferli›, allt frá flví eignin er
sko›u› og flar til afsal er undirrita›.
Metna›ur okkar á Heimili er a›
vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu-
brög› sem tryggja flér besta ver›i›
og ábyrga fljónustu í samræmi vi›
flau lög og reglur sem gilda um
fasteignavi›skipti.
Finbogi Hilmarsson
lögg. Fasteignasali
Einar Gu›mundsson
lögg. Fasteignasali
Anney Bæringsdóttir
lögg. Fasteignasali
Bogi Pétursson
lögg. Fasteignasali
Hafdís Björnsdóttir
Ritari
Dagskrá:
Kl. 13.30 Gestir boðnir velkomnir:
María Th. Jónsdóttir, formaður FAAS.
Kl. 13.45 Eklar á Íslandi:
Séra Bragi Skúlason.
Kl. 14.15 Baráttumál eldri borgara:
Margrét Margeirsdóttir,
formaður Félags eldri borgara.
Kl. 14.50 Hugleiðingar heimilislæknis og
kynning á bæklingi með ráðum til
aðstandenda sjúklings með heilabilun:
María Ólafsdóttir, læknir.
Bjarni Sigurðsson, lyfjafræðingur.
Kl. 15.30 Kaffiveitingar í boði félagsins.
Fundarstjóri Soffía Egilsdóttir.
Allir velkomnir!
Fræðsludagur í tilefni af
Alþjóðadegi alzheimersjúklinga
verður haldinn laugardaginn
17. september nk. kl. 13.30
í safnaðarheimili
Langholtskirkju, Sólheimum 13,
Reykjavík
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Höfum verið beðnir að leigja út um 250 fm götuhæð á
góðum stað í Skeifunni. Húsið er í góðu ástandi.
Góð aðkoma og góðir sýningar- og verslunargluggar.
Laust fljótlega.
Allar nánari upplýsingar veita Sverrir og Þorleifur
SKEIFAN – PLÁSS TIL LEIGU
ÞAR kom að því að Friðriki Soph-
ussyni, forstjóra Landsvirkjunar,
þótti skorta á að upp-
lýst væri um stað-
reyndir varðandi Kára-
hnjúkavirkjun.
Undirritaður varð
harla glaður, þegar
hann frétti að loks
legði forstjórinn „stað-
reyndir málsins“ á
borðið í 14 liðum í Mbl.,
sl. mánudag.
En ánægjan var
skammvinn, þegar í
ljós kom að engar nýj-
ar upplýsingar um hin-
ar „sögulegu stór-
framkvæmdir á Austurlandi“ komu
fram í grein Friðriks, heldur ein-
ungis áréttaðar fyrri fullyrðingar
um að allt væri í himnalagi og fyr-
irsjáanlegur stórfelldur hagnaður af
stærstu framkvæmd Íslandssög-
unnar! Hvers vegna rekur hann ekki
gang einstakra framkvæmdaþátta,
eins og t.d. hvernig gangagerðinni
vindur fram? Samkvæmt áætlun
LSV, sem enn er sögð standast fylli-
lega, bæði að því er tíma- og kostn-
aðaráætlun varðar, var samkvæmt
útboðsgögnum LSV gert ráð fyrir
tveimur risaborvélum. Impregilo
notast hins vegar við þrjár risabor-
vélar. En ekkert gengur að bora.
Þannig hefur ein þessara firnadýru
risaborvéla verið meira og minna
stopp í samtals 23 vikur af 35 vikum
á þessu ári! Með sama
áframhaldi mun það
taka þetta 1.100 tonna
ferlíki 120 vikur að
bora þá 7.848 metra,
sem enn eru óboraðir í
göngum þeim sem hún
nú, að því er virðist, sit-
ur gikkföst í. Ef tekið
er mið af gangi borfer-
líkjanna þriggja, það
sem af er þessu ári, er
ljóst að borun verður
ekki lokið fyrr en eftir
nær 1½ ár eða um það
leyti sem til stóð að
hefja sölu rafmagns til álbræðsl-
unnar á Reyðarfirði (1. apríl 2007),
skv. samningi.
Þau 40 km göng, sem hér um ræð-
ir, liggja milli Hálslóns og raf-
orkuversins við Teigsbjarg. Til við-
bótar borun ganganna þarf að
yfirfara þau og sjá til þess að þau
hvorki leki vatni inn eða út, skv. skil-
yrði umhverfisráðherra, þegar úr-
skurði skipulagsstofnunar var snúið
við og framkvæmdin heimiluð. Sig-
urður Arnalds, yfirverkfræðingur
LSV, taldi í viðtali fyrir tveimur
mánuðum æskilegt að sex mánuðir
gæfust til að gera göngin klár til
notkunar, eftir borun.
Þetta þýðir að þrátt fyrir þrjár
borvélar í stað áætlaðra tveggja er
þess ekki að vænta að virkjunin
verði gangsett fyrr en hálfu ári eftir
áætlaðan tíma. Eflaust liggja sér-
fræðingar LSV nú yfir því dæmi,
hvernig megi með tilsvarandi stór-
felldum aukakostnaði ná að stytta
sem verða má þá töf, sem orðið hefur
á framkvæmdum til þessa. Ekkert
verður til sparað, því mikið liggur
við að lenda ekki í skömm gagnvart
ALCOA-álrisanum, sem af rausn
hefur heitið að gefa eyjarskeggjum
tré til gróðursetningar, en spara
sem verða má allar mengunarvarnir,
enda loftgæði svo mikil yfir eyjunni
að engu skiptir að spúa út 26-földu
því magni brennisteins-tvíildis, sem
Norsk Hydro ráðgerði að losa út í
andrúmsloftið.
Staðreyndir um
Kárahnjúkavirkjun
Sveinn Aðalsteinsson svarar
grein Friðriks Sophussonar ’Þannig hefur ein þess-ara firnadýru risabor-
véla verið meira og
minna stopp í samtals
23 vikur af 35 vikum á
þessu ári!‘
Sveinn Aðalsteinsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
„HÖFUM við efni á ellinni?“ er yf-
irskrift alþjóðlegrar ráðstefnu við-
skipta og hagfræðideildar Háskóla
Íslands, sem
hófst í gær.
Þekktir hagfræð-
ingar koma fram
á ráðstefnunni,
þeirra á meðal
Robert Muntell
sem hefur hlotið
Nóbelsverðlaun í
greininni. Hækk-
andi meðalaldur
þjóða og áhrif
hans á útgjöld til heilbrigðismála
verða til umræðu á ráðstefnunni,
auk þess sem spurningunni um
hvort þróunin muni valda veruleg-
um erfiðleikum í efnahagsmálum
var velt upp. Ráðstefnunni lýkur
síðdegis í dag.“
Þessa frétt mátti lesa fyrir
nokkru um „Ráðstefnu um öldrun“.
Er ellin of dýr? Of dýr fyrir
hvern? Mín fyrsta hugsun var þegar
ég las þessa frétt var: Þarf ekki
bara úrrýmingarbúðir fyrir þennan
hóp sem hefur náð 67 ára aldri?
Hrokinn og það hvernig er talað
niður til þessa fólks er að verða
óþolandi. Það gengur svo langt að
margt af þessu fólki sem hefur eins
og allir vita átt sinn þátt í að byggja
upp það þjóðfélag sem við lifum í er
farið að líta á sig sem enhverjar
vanmetakindur. Landssamband
eldri borgara hélt landsfund 9. og
10. maí 2005. Ég fullyrði að þar sátu
engar „vanmetakindur“ en samt
gerðu þeir kröfu til ríkisstjórnar um
að grunnlífeyrir yrði alltaf und-
anþeginn sköttum! Grunnlífeyrir er
21.993 krónur! Eldri borgarar hafa
greitt sérstakt almannatrygging-
argjald án þess að hafa fengið það
dregið frá sköttum. Grunnlífeyrir er
endurgreiðsla þessara framlaga og
er því um tvísköttun að ræða að inn-
heimta tekjuskatt nú af grunnlíf-
eyri. Það er ótrúlegt að ríkisvaldið
sem allt vill fyrir alla gera og sam-
anstendur af hinum mestu gæða- og
gáfumönnum skuli ekki enn hafa
fundið ráð til að hætta að skattpína
gamalt fólk. Hvaða sanngirni er t.d.
í að svokallaðir fjármagnseigendur
greiði aðeins 10% skatt á meðan
eldri borgarinn þarf að greiða
37,73% af ellilaununum frá Trygg-
ingastofnun? Fyrir nokkrum dögum
kom ungur þingmaður fram með þá
hugmynd að skipa þyrfti nefnd til að
rannsaka þunglyndi meðal gamals
fólks. Þetta er auðvitað vel meint en
nefndir kosta töluvert. Ég held að
ekki þurfi nefnd til að skilja að það
veldur engri gleði hjá fólki á öllum
aldri hvað þá eldra fólki að vera
gert ófærtt um að sjá sér farborða
vegna ranglátra skatta sem á það er
lagt. En einu sinni var sagt: Viljinn
er allt sem þarf. Nú legg ég til að
nýta þann góða vilja sem alltaf
brýst út þegar kosningar eru í nánd,
að gera gamla slagorðið „Búum
öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“
að veruleika. Áhyggjulaust ævi-
kvöld felst í að geta séð um sig og
verið sjálfum sér nógur sem lengst.
Að innheimta ekki hærri skatt af
þeim en borgaður er af fjármagns-
tekjum 10% væri strax spor í áttina.
Munið. Viljinn er allt sem þarf.
UNNUR LEIFSDÓTTIR,
Skagabraut 39, 300 Akranesi.
Er ellin of dýr?
Frá Unni Leifsdóttur,
eldri borgara á Akranesi:
Unnur Leifsdóttir
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is