Morgunblaðið - 15.09.2005, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG ER ekki sammála því – og þar
tala ég fyrir munn stórs hóps félaga í
Snarfara – að öryggiskröfur Sigl-
ingastofnunar séu svo stífar að þeir
sem eiga skemmtibáta þurfi að
hrekjast á minni báta sem ekki þarf
að skoða. Miðað við umfjöllun um
Snarfara og öryggismál skemmtibáta
í fjölmiðlum undanfarin tvö ár mætti
halda að í þeim fé-
lagsskap séu eingöngu
menn sem sætti sig
engan vegin við gild-
andi reglur og treysti
sér þar af leiðandi ekki
til að fara eftir þeim.
Hið rétta er að þetta er
tiltölulega fámennur
hópur sem hefur mjög
hátt.
Það eru ýmsar
ástæður fyrir því að
menn kaupa frekar lít-
inn bát en stóran, svo
sem mikill verðmunur.
Samt dettur mér ekki í hug að hafna
því að í einhverjum tilfellum séu
menn að reyna að sleppa undan skoð-
unarreglum Siglingastofnunar. Á
hinn bóginn eru einnig margir með
sama eða jafngóðan björgunarbúnað
í bát undir 6 m eins og krafist er í bát
sem er yfir 6 m á meðan aðrir eru
ekki með tilskilinn búnað í skoð-
unarskyldum býsna stórum bátum.
Ég get því ekki tekið undir það að
öryggið sé í fyrirrúmi hjá öllum sem
gera út skemmtibáta. Það sést best á
öllum þeim fjölda báta sem ekki hafa
gilt haffærisskírteini.
Sem betur fer hefur ekki orðið al-
varlegt slys í 30 ára sögu Snarfara
fyrr en það hörmulega slys sem varð
um síðustu helgi. En það þýðir ekki
það að aldrei hafi hurð skollið nærri
hælum. Ég hef verið meðlimur í
Snarfara í sex ár og gert út skemmti-
bátinn Golu í jafn langan tíma. Ef frá
er talið slysið um helgina, hafa á síð-
ustu sex árum orðið þrjú óhöpp sem
hefðu getað orðið stórslys. Það var
þegar bátur strandaði í Laugarnesi,
bátur strandaði í Hvammshöfða og
bátur keyrði á bryggjuna í Þerney og
sökk. Þetta sýnir að ekki veitir af að
hafa tilskilinn öryggisbúnað í lagi, því
enginn veit hver verður næstur.
Það er mikilvægt að láta skoða
skemmtibáta, en menn eiga ekki að
gera það sjálfir eftirlitslaust. Mér líst
vel á þá tillögu Siglingastofnunar að
menn geri þetta sjálfir, en fjórða
hvert ár skoði skoðunarstofa og beitt
verði skyndiskoðunum.
Eðlilega hafa ekki allir
skemmtibátaeigendur
mikla þekkingu á bát-
um eða siglingum, því
sjómennska, eins og svo
margt annað, lærist
með reynslu. En því
miður eru margir sjálf-
skipaðir sérfræðingar í
okkar röðum þar sem
kunnáttan ekki alveg í
samræmi við getuna.
Því mætti spyrja hvort
um sé að kenna van-
þekkingu eða kæruleysi
hjá þeim ekki standast örygg-
iskröfur.
Ég fagna því ef Siglingastofnun
ætlar að athuga hvort hægt sé að
hagræða tilhögun skoðana til að
lækka kostnað við þær. En ég geri
ekki lítið úr séríslenskum kröfum
varðandi björgunarbáta. Margar
endurbætur og framfarir í öryggi
björgunarbáta hafa verið gerðar
vegna kröfu um úrbætur frá Íslandi.
Ég vil ekki fullyrða að óþarfi sé að
skoða björgunarbátinn árlega þó svo
að sumir af mínum félögum í Snar-
fara geri það. Björgunarbáturinn er
jú það eina sem ég hef til að fleyta
mér og mínum ef Gola flýtur ekki
lengur. En vissulega fagna ég því ef
rannsóknir Siglingastofnunar leiddu
í ljós að lengra mætti líða á milli
skoðana. Á þessu ári kostaði rúm
60.000 kr. að skoða björgunarbátinn
hjá mér. Það var stór skoðun, m.a.
var skipt um rafhlöður í neyðarsendi,
neyðarblys og hamar í sjálfvirkum
sleppibúnaði, en það eru nokkuð dýr-
ir hlutir. Félagi minn var með minni
skoðun og greiddi hann 34.000 kr.
Skoðunin hleypur því á 34-65 þús.
eftir eðli skoðana. Helvíti mikill pen-
ingur, en ekki svo dýr líftrygging fyr-
ir þá sem eru um borð. Mér er kunn-
ugt um að það er hægt að fá leigða
björgunarbáta og kostar það 60.000
krónur á ári og er skoðun innifalin,
en leigusamning þarf að gera til fimm
ára.
Ég vona að þetta hörmulega slys
um helgina og umræða um öryggi við
siglingu skemmtibáta undanfarið
verði ekki til þess að farið verði að
íþyngja okkur með auknum kröfum
um búnað. Betra væri að byrja á að
fylgja því eftir að allir fylgi þeim
reglum sem þegar eru í gildi. Nauð-
synlegt er að björgunarbátur og
slökkvitæki séu yfirfarin árlega,
skipt um rakettur og neyðarblys á
þriggja ára fresti, sjúkrakassi yf-
irfarinn árlega. Ýmis annar búnaður
þarf einnig að vera til staðar sem
ekki þarf að endurnýja kerfisbundið.
Kostnaður við þetta allt, þar með tal-
in skoðun á bát og skipagjöld, er að
meðaltali um 100 þúsund kr. á ári m.
vsk.
Krafist er svipaðs öryggisbúnaðar
í skemmtibát og í fiskibát af sam-
bærilegri stærð, eðli málsins sam-
kvæmt. Slysahættan er sú sama, s.s.
við árekstur við rekald, íkveikju og
strand. Það sem krafist er umfram í
fiskibát er sjálfvirkur sendir tilkynn-
ingarskyldu, flotbúningar og 6 kílóa
slökkvitæki í stað 2 kílóa í skemmti-
bát. Margir eigendur minni skemmti-
báta eru þó með 6 kg slökkvitæki og
flotbúninga og dæmi eru um að menn
séu með sjálfvirkan sendi tilkynning-
arskyldu í skemmtibátum.
Skemmtibátaeigendur eru síður að
flækjast á sjó í jafn vondum veðrum
og fiskibátar og því eru gerðar mun
meiri kröfur um styrkleika og annað
þegar fiskibátur er smíðaður. Enda
er fiskibátur mun dýrari nýsmíði en
skemmtibátur af sambærilegri
stærð, þrátt fyrir að mun meiri íburð-
ur og betri aðbúnaður sé í vist-
arverum skemmtibáta.
Öryggismál skemmtibáta
Árni Pálsson fjallar um
öryggisbúnað skemmtibáta ’Mér líst vel á þá til-lögu Siglingastofnunar
að menn geri þetta
sjálfir, en 4. hvert ár
skoði skoðunarstofa og
beitt verði skyndiskoð-
unum.‘
Árni Pálsson
Höfundur gerir
út skemmtibátinn Golu RE
Það rifjast margt
upp þegar við hugsum til ömmu
Ingu. Þegar við vorum börn var
heimili ömmu og afa okkar annað
heimili og við eigum margar
skemmtilegar minningar frá þeim
tíma.
Amma var trúuð kona og lagði
áherslu á að við færum með bæn-
irnar okkar á kvöldin. Hún
kenndi okkur bænarunu og þar
sem við vissum að hver einasta
bæn væri algerlega nauðsynleg
urðu foreldrar okkar að læra
bænirnar líka. Við munum eftir
mörgum sólríkum dögum í stóra
garðinum, þar sem öll frænd-
systkinin léku sér á meðan amma
og afi unnu í garðinum. Stundum
hjálpuðum við börnin til og það
var alveg jafn gaman.
Við munum eftir heimagerðu
loftkökunum sem einkenndu jóla-
undirbúninginn og við höfum ekki
fengið að smakka síðan á síðustu
jólunum sem amma bakaði. Við
munum eftir glaðlegum og hlýjum
móttökum og brosinu sem alltaf
mætti okkur þegar við komum til
hennar eða hún til okkar. Við
munum eftir súkkulaðirúsínum í
skápnum sem við freistuðumst oft
til að stelast í en vitum núna að
það var það sem til var ætlast.
Amma vildi alltaf að manni liði
vel, og því munum við eftir henni
sem óeigingjarnri, lífsglaðri, frá-
bærri ömmu.
Það var mikil gjöf að eyða æsk-
unni með ömmu Ingu. Takk fyrir
allt, elsku amma.
Þín barnabörn,
Hrönn, Hilmar og
Snorri Jökull.
INGA JÓHANNA
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Inga JóhannaÓlafsdóttir
fæddist í Reykjar-
firði í Norður-Ísa-
fjarðarsýslu 22. júlí
1923. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð laugar-
daginn 3. septem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Kópavogs-
kirkju 13. septem-
ber
Amma í Kópavogi
var einstök.Hún
hafði ómetanlegan
hæfileika til að gera
gott úr öllu, svo að
ekki var annað um
að ræða en að hlæja
með henni að því
sem gengið hafði á. Í
leikjunum á Kópa-
vogsbraut 86 gekk
nú oft á ýmsu og þar
var iðulega mikið líf
og fjör. Heima hjá
ömmu og afa var
sannarlega best.
Amma var líka best.
Minningarnar hellast yfir, nú
þegar hún hefur kvatt okkur.
Þeim fylgir tregi, en yfir þeim er
ljósið sem fylgdi ömmu hvar sem
hún var. Í sólskini að stússast í
garðinum, í eldhúsinu að þeyta
rjóma eða vaska upp, inni í stofu
með hannyrðir eða að vökva
blómin. Ömmu féll aldrei verk úr
hendi, en hún hafði þó alltaf tíma
til að sinna okkur krökkunum.
Við spiluðum á spil og skiptumst
á að lesa upphátt úr blöðum og
bókum, en það endaði ósjaldan í
miklum hlátri. Stundum sagði
hún skondnar sögur af hestaferð-
um og gömlum dögum. Hún lum-
aði líka á sætindum í eldhússkáp-
unum, sem hvergi fengust annars
staðar. Maður kom aldrei að tóm-
um kofunum. Ferðalög með
ömmu voru líka mjög eftirsókn-
arverð, því hún var bara svo
skemmtileg.
Ekki eru þær síðri minning-
arnar um hana uppáklædda og
glæsilega á mannamótum, leik-
andi á als oddi. Hún amma var sú
jákvæðasta, örlátasta og kátasta
af öllum.
Hún hafði sérlega góða nær-
veru og laðaði hvarvetna að sér
fólk, þeir sem þekktu hana taka
hiklaust undir það.
Það eru forréttindi að hafa átt
hana ömmu. Ég sakna hennar og
þakka fyrir allt það sem hún gaf.
Ég trúi því að jákvæðnin, húm-
orinn og dugnaðurinn sem ein-
kenndi hana lifi áfram í fjölskyldu
okkar um ókomna tíð.
Hlín.
MINNINGAR
Í FJÖLMIÐLUM hefur verið til
umræðu starfsmannaskortur á leik-
skólum og reyndar einnig á frístunda-
heimilum Reykjavík-
urborgar. Hafa
skýringar vegna þessa
verið margar en fáar
fjallað um raunveruleg-
an vanda leikskólanna.
Þar þarf að verða
breyting á og umfjöllun
að verða af ábyrgð og
ígrunduð til lengri
framtíðar. Það er ljóst
að bæði foreldrar leik-
skólabarna og stjórn-
endur leikskólanna
vilja auka við mennt-
unarkröfur sem gerðar
eru til starfsmanna
leikskólanna en það er
rétta leiðin til þess að
stuðla að stöðugleika í
starfsmannahaldi.
Leikskólakennarar
hafa undanfarið horfið
til annarra starfa.
Ástæður þessa eru að
þeir fá svipuð laun eða
hærri í öðrum störfum
sem þeim bjóðast.
Leikskólakennarar hafa jafnvel bætt
við sig einu námsári við Kennarahá-
skóla Íslands til þess að starfa við
grunnskóla en þar eru betri launa-
kjör. Þetta launabil verður að leið-
rétta. Það er á valdi kjörinna borg-
arfulltrúa að ákvarða að á fyrsta
skólastiginu, leikskólunum ráðist til
starfa fólk sem hefur menntun og
reynslu af störfum með börnum. Svo
virðist sem lítið hafi þokast í þessum
málum undanfarna áratugi.
Lausn þessa máls, stöðugleiki í
starfsmannahaldi leikskólanna, er það
grundvallaröryggi sem allir reykvísk-
ir foreldrar setja efst á forgangslista.
Án þess öryggis geta
þeir ekki staðið við eigin
skuldbindingar auk þess
sem börnin þurfa öruggt
leikumhverfi undir
handleiðslu reyndra
starfsmanna.
Einnig ber að standa
við þau loforð sem gefin
hafa verið þannig að
tryggt sé að öll reykvísk
börn sitji við sama borð.
Á meðan óvissa og óör-
yggi ríkir í þessum mál-
um hjá leikskólum
Reykjavíkurborgar er
óþarfi að vera með yf-
irboð nýrra loforða um
gjaldfrjálsa leikskóla.
Slík loforð sem ýjað hef-
ur verið að hjá R- lista-
flokkum er í raun
ákvörðun um skatta-
hækkanir og nýjar álög-
ur á allt almennt launa-
fólk.
Foreldrar spyrja fyrst
um öryggi og gæði þjón-
ustunnar áður en þeir huga að verði.
Þetta ber að hafa í huga þegar
ákvarðanir eru teknar. Umræðan
núna á því að vera um hvernig hægt
sé að koma til móts við starfsfólk leik-
skólanna.
Leikskólar Reykja-
víkur – rétta leiðin
Ragnar Sær Ragnarsson fjallar
um áhyggjur af ástandi í leik-
skólum borgarinnar
Ragnar Sær
Ragnarsson
’Foreldrarspyrja fyrst um
öryggi og gæði
þjónustunnar
áður en þeir
huga að verði.‘
Höfundur er menntaður leikskóla-
kennari og fyrrverandi sveitarstjóri.
Jónína Benediktsdóttir: Sem
dæmi um kaldrifjaðan siðblindan
mann fyrri tíma má nefna
Rockefeller sem Hare telur einn
spilltasta mógúl spilltustu tíma
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu svæði
munu naumast sýna getu sína í
verki; þeim er það fyrirmunað
og þau munu trúlega aldrei ná
þeim greindarþroska sem líf-
fræðileg hönnun þeirra gaf fyr-
irheit um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður eru umræddar reglur nr.
122/2004 sundurtættar af óskýru
orðalagi og í sumum tilvikum
óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir grein
fyrir og metur stöðu og áhrif
þeirra opinberu stofnana, sem
heyra undir samkeppnislög,
hvern vanda þær eiga við að
glíma og leitar lausna á honum.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og
dýpka umræðuna og ná um þessi
málefni sátt og með hagsmuni
allra að leiðarljósi, bæði núver-
andi bænda og fyrrverandi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Hjarta mitt er harmi
slegið.
Hornsteinn lífs míns nú
á braut.
Hvorki get ég hreyft mig, legið,
hellist yfir lífsins þraut.
Mikið gafstu með gleði þinni,
gjörsigraðir huga manns.
Eftirlést í hverju sinni,
birtu og hlýju sólargeislans.
Þín dóttir
Benta M. Briem.
Elsku Magga frænka, okkur er
afar mikill missir að þér, þú sem
varst svo mikill áhrifavaldur í lífi
okkar allra. Þú varst burðarstólpi
fjölskyldunnar, hélst okkur saman
eins og traustur klettur. Við gátum
alltaf leitað til þín með það sem
okkur lá á hjarta og þú hafðir ein-
SESSELJA
MARGRÉT
MAGNÚSDÓTTIR
✝ Sesselja Mar-grét Magnús-
dóttir fæddist í
Reykjavík 28. jan-
úar 1956. Hún lést á
heimili sínu 28.
ágúst síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Neskirkju
2. september.
stakt lag á að fá
mann til að sjá hlut-
ina frá öðrum sjón-
arhornum. Smitandi
hlátur þinn og gríp-
andi frásagnarhæfi-
leikar þínir veittu
manni innblástur í
daglegu lífi. Þú varst
svo létt í lund, gast
alltaf slegið á létta
strengi og hvar sem
þú komst varstu
hrókur alls fagnaðar.
Okkur hlakkaði alltaf
mikið til að sjá þig,
faðma og knúsa því þú áttir svo
mikið í okkur öllum. Hlýja þín,
styrkur og kærleikur geislaði frá
þér. Þú varst og verður áfram fyr-
irmynd okkar systranna þar sem
þú varst svo sterk og heilsteypt
kona. Elsku Magga, við kveðjum
þig með djúpum söknuði og sorg í
hjarta. Hugur okkar er með ykkur,
elsku Óli, Eiríkur, Anna Magga,
Benta og Þóra.
Ómaðu, sál mín, líkt og lind í haga.
Í lygnum þínum speglast himininn
með skýjadýrð og litaljóma sinn.
Lofgjörð um vorið sé þín ævisaga.
(Tómas Guðm.)
Kristín Andrea,
Gunnhildur og
Brynhildur Þórðardætur.