Morgunblaðið - 15.09.2005, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Daði Þór Guð-laugsson fædd-
ist í Reykjavík 10.
febrúar 1982. Hann
lést af slysförum 5.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Guðlaug-
ur Sessilíus Helga-
son, f. í Reykjavík
13. júlí 1951 og
Margrét Ásta
Gunnarsdóttir, f. í
Reykjavík 24. mars
1954. Systkini Daða
eru: 1) Helgi Gunn-
ar, f. 4. apríl 1976. Sambýliskona
hans er Ágústa Jóhanna Sigur-
jónsdóttir, f. 4. desember 1969,
dóttir þeirra er Guðlaug Embla,
f. 21. janúar 2004. Börn hennar
frá fyrra sambandi eru Anton
Bjarni, f. 10. febrúar 1990, Sindri
Snær, f. 13. júní 1992 og Eyrún
Ósk, f. 1. september 1998, Al-
freðsbörn. 2) Ást-
rós, f. 28. ágúst
1977. Sambýlismað-
ur hennar er Hilm-
ar Höskuldsson, f.
21. september 1976.
Dóttir hennar er
Ásta Rún, f. 15.
febrúar 1996. 3)
Símon Sessilíus, f.
24. mars 1980.
Daði Þór var í
Langholtsskóla í
Reykjavík í 1.–9.
bekk og lauk 10.
bekk í Hlíðaskóla í
Reykjavík árið 1998. Daði Þór
vann ýmiss verkamannastörf.
Einnig vann hann um nokkurra
ára skeið í Víkinni, félagsheimili
Víkings og nú síðast hjá JVJ
verktökum.
Útför Daða Þórs verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Það er ótrúlega sárt og óraun-
verulegt að sitja hérna og skrifa
minningargrein um bróður sinn.
Það eru engin lýsingarorð nógu
sterk til að lýsa þeim sársauka sem
fylgdi því að fá fréttirnar af því að
þú hefðir dáið. Það eru ótrúlega
margar minningar sem hafa leitað
á hugann núna síðustu daga um þig
á öllum aldri, allt frá því þú varst
pínulítill og þangað til ég sá þig síð-
ast nokkrum dögum fyrir andlát
þitt.
Þú varst alltaf ákveðinn og sýndi
það sig vel þegar þú áttir að fara að
byrja í skóla að þú vildir sko ekki
fara í Ísaksskóla eins og við hin
systkini þín. Þú sagðist ekki vilja
fara í gula skólann, og þar við sat.
Það var engin leið að snúa þér þeg-
ar þú varst búinn að bíta eitthvað í
þig. Það var margt brallað inni á
heimilinu enda oft líf og fjör í
stórum systkinahópi. Þar sem við
erum öll á svo svipuðum aldri vor-
um við öll heilmiklir félagar og er
erfitt þegar svona stórt skarð er
höggvið í samheldinn hóp. Sú minn-
ing er mér líka mjög minnisstæð
hvað þú varst montinn af einkunn-
unum þínum úr meiraprófinu sem
þú tókst í byrjun ársins. Þetta voru
bestu einkunnir sem þú hafðir
nokkru sinni fengið og stolt þitt af
þeim skein af þér. Það er mér mjög
minnisstætt hvað þú varst góður
við litlu frænku þegar hún kom í
heiminn og oft lumaðir þú á smá-
gjöf handa henni og ekki varstu
lengi að svara játandi þegar ég
spurði hvort þú gætir verið með
hana fyrir mig. Þú varst, eins og
hinir bræður mínir, eins og stóri
bróðir hennar og er hennar missir
því mikill.
Það er mjög sárt að þurfa að
kveðja þig svona snögglega, sér-
staklega í ljósi þess að ég hef sjald-
an séð þig eins hamingjusaman og
fullan af lífi og fjöri og síðustu vik-
ur og mánuði. Takk fyrir allar góðu
minningarnar sem við eigum um
þig. Þú munt lifa áfram í þeim
minningum sem við eigum um þig.
Guð veri með þér.
Þín systir,
Ástrós.
Kæri bróðir, í dag er komið að
kveðjustund, sem kom alltof fljótt.
Það er erfitt að skrifa þessar línur,
því að þetta er svo óraunverulegt
ennþá, maður trúir ekki að þetta
hafi gerst en svona er lífið. Ég er
þakklátur fyrir þær stundir sem við
áttum saman. Minningin um þig
kallar fram bros. Þú varst glað-
lyndur, hress, uppátækjasamur,
barngóður og maður vissi aldrei
hverju þú tækir uppá næst, þú áttir
til að gera hluti sem engum öðrum
datt í hug að gera eða framkvæma.
Ég veit að það er vel tekið á móti
þér þar sem þú ert nú. Ég kveð þig
með þeim orðum sem þú kvaddir
okkur síðast þegar við hittumst, ég
bið að heilsa.
Þinn bróðir
Helgi.
Elsku Daði, nú er komið að
kveðjustund. Ég kynntist þér fyrir
rúmum tveimur árum, þegar ég
rændi elsta bróður þínum. Núna
hugsar maður hvað tíminn er fljót-
ur að líða og hvað maður kynntist
þér í raun lítið og þó. Minningin um
góðan strák sem dekstraði við
frænkur sínar. Minnisstætt er þeg-
ar þú spurðir hvað Gullu litlu vant-
aði í 1 árs afmælisgjöf, nú hana
vantaði dótakassa og það stóð ekki
á því, nokkrum dögum seinna birt-
ist þú með þennan líka stóra dóta-
kassa og stjörnukodda handa
henni. Hún settist strax í kassann
með stjörnuna og lét keyra sig um
allt hin ánægðasta. Nú ertu farinn
og tómið eitt eftir og ekki færðu að
upplifa þegar næsta frændsystkin
fæðist, það er jú dagsett á afmæl-
isdaginn þinn, 10 febrúar, en ég
veit að þú fylgist með þarna uppi,
þar sem þú hefur örugglega fengið
góðar viðtökur hjá ömmum þínum
og afa. Þetta eru fátæklegar línur
en segja þó það sem þarf. Þér hefur
væntanlega verið ætlað annað og
meira þarna uppi. Minningin um
þig lifir í hjarta okkar allra.
Ég kveð þig með þínum eigin
orðum, ég bið að heilsa.
Þín mágkona,
Ágústa Jóhanna (Hanna).
Daði var mjög skemmtilegur og
ég mun sakna hans mjög mikið.
Þetta var mjög hræðilegt slys.
Hann var eiginlega alltaf góður við
mig. Ég man að einu sinni þá tók
hann mig með sér út í búð og hann
keypti fullt af dóti, t.d. Coca cola
cherry sem við smökkuðum þegar
við komum heim og okkur fannst
það ógeðslegt. Við keyptum líka
karmellupopp handa ömmu og
henni fannst það alls ekki gott.
Handa mér keypti hann Extra
tyggjó og extra stóran Draum.
Þetta var mjög eftirminnilegt atvik
(í búðinni), elsku Daði minn.
Þín frænka,
Ásta Rún.
Í mars 2002 bættist nýr starfs-
maður í hópinn í Víkinni. Þetta var
ungur drengur rétt orðinn 20 ára,
hann heilsaði okkur starfsfólkinu
og hvaðst heita Daði Þór Guðlaugs-
son. Það flaug í huga okkar að Daði
myndi ekki stoppa lengi í Víkinni,
því hann var svo miklu yngri en við
hin, en það fór á annan veg. Það
var ekki fyrr en í júlí í sumar að
hann söðlaði um og leitaði á þau
mið, sem hugur hans stóð til, að
vinna þar sem hann gæti nýtt próf
sitt sem meiraprófsbílstjóri, en
hann hafði drifið sig í ökuskólann
og lokið meiraprófi sl. vor, með
vaktavinnu hjá okkur. Þar hafði
hann tekið góð próf og staðið sig
með prýði, líkt og við þekktum,
sem höfðum unnið með honum und-
anfarin þrjú og hálft ár. Það voru
því skelfilegar fréttir sem við
vinnufélagarnir fengum seinnihluta
mánudagsins 5. september, þegar
móðir hans Daða okkar hringdi og
sagði frá þessu hörmulega slysi.
Daði var um margt sérstakur.
Hann var t.d. mun hærri en flestir
drengir og grannvaxinn. Og við
göntuðumst oft með það í góðu,
hvað það væri þægilegt fyrir þau
okkar, sem værum frekar lág í loft-
inu, að lenda á vakt með honum,
því hann gat teygt sig í hluti, sem
við þurftum að skrölta upp á stól til
að ná í. Aldrei tók hann því illa,
enda kom í ljós að hann hafði aðlög-
unarhæfni kamelljónsins á þann
hátt, að hann gat verið unglingur
með unglingunum í Víkinni, brugð-
ið á leik með krökkunum án þess að
missa tökin á starfinu, og hann gat
verið rígfullorðinn með okkur
starfsfélögunum, þegar hann þurfti
að axla ábyrgð og sinna sínum
skyldum sem húsvörður.
Þegar leið að starfslokum hjá
Daða skynjuðum við eftirvænt-
inguna í huga hans, að hefja starf á
nýjum vettvangi. Daginn, sem hann
kvaddi okkur, var það gert með því
að slá upp heilmikilli brauðtertu-
veislu, þar sem allir starfsmenn í
Víkinni og ÍTR-unglingarnir sátu
saman og gæddu sér á kræsing-
unum, og ræddu saman á léttu nót-
unum.
Það var aldrei langt í léttu nót-
urnar hjá Daða, þótt vissum við að
hann hefði tekist á við ýmsa erf-
iðleika, ekki eldri en hann var. Þar
tók þó trúlega mest á hann andlát
ömmu hans, en þau voru sérlega
náin. Hún lést mjög snögglega fyr-
ir stuttu.
Kæri vinur, við í Víkinni sökn-
uðum þín svo sannarlega, þegar þú
lést af störfum, en við glöddumst,
þegar þú komst og heimsóttir okk-
ur og við sáum hvað þú varst
ánægður í nýja starfinu. Það er því
nöturlegt til þess að vita, að við
fáum ekki neinar slíkar heimsóknir
lengur. Við trúum því hins vegar að
þér séu ætluð önnur og mikilvæg-
ari störf á æðra sviði og þar hafi
amma þín tekið fagnandi á móti
þér.
Um leið og við þökkum sam-
fylgdina, þegar við kveðjum góðan
starfsfélaga, biðjum við góðan Guð
að blessa og hugga fjölskyldu hans
og vinina alla.
Minning um ljúfan dreng lifir í
hjörtum okkar. Hvíl þú í friði, kæri
vinur.
Starfsfólk
Knattspyrnufélagsins Víkings.
Það er óraunverulegt að hugsa
til þess að Daði hafi nú langt um
aldur fram kvatt okkur í hinsta
sinn. Eftir stendur minning um
ljúfan og góðan dreng sem við
strákarnir í Víkingi kveðjum með
trega og söknuði.
Leiðir okkar og Daða lágu saman
fyrir nokkrum árum, en Daði hóf
þá störf fyrir félagið í íþróttahúsinu
Víkinni. Síðan þá hefur Daði verið
nánast einn af hópnum, hvort sem
var að spjalla fyrir æfingar, að-
stoða í leikjum eða þá vera með
hópnum utan handboltans. Þó svo
að Daði hafi verið rólegur og á tíð-
um ekki fyrirferðarmikill setti
hann svo sannarlega sinn svip á
íþróttahúsið með sterkum persónu-
leika og góðri nærveru.
Það var því eftirsjá af Daða þeg-
ar hann ákvað að róa á önnur mið
og freista gæfunnar þar sem starfs-
kraftar hans gætu betur notið sín.
Víkin varð ekki sú sama án Daða og
skildi hann eftir stór spor fyrir
aðra að feta í.
Ekki óraði neinn fyrir því að þar
hefðu leiðir okkar endanlega skilið
og að aldrei aftur fengjum við notið
félagsskapar Daða. Eina huggun
okkar nú er að Daði er á góðum
stað og hefur verið kallaður til
starfa af Guði sem hæfir þeirri per-
sónu sem Daði hefur að geyma.
Hugur okkar er þessa stundina
með ástvinum Daða og sendum við
þeim okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Leikmenn og þjálfarar
handboltaliðs Víkings.
Líf okkar flestra mótast af venj-
um og vana. Við göngum til ákveð-
inna verka og starfa. Í hugum okk-
ar er þetta allt sjálfgefið og tryggt.
En skyndilega erum við svo óþægi-
lega minnt á hversu röng þessi
hugsun er. Á örlagaríku andartaki
er ungur maður, hann Daði okkar
húsvörður, horfinn. Jarðneskum
lífsdansi þessa ljúfa, hjálpsama og
skemmtilega manns er lokið.
Mikið skelfing getur þetta stund-
um allt verið skrýtið og óréttlátt.
Ég kynntist Daða þegar hann
réðst til starfa sem húsvörður í
Víkinni. Þegar ég sit hér og rita
þessi fátæklegu orð renna í gegn-
um hugann óteljandi minningabrot
af samverustundum okkar Daða.
Alltaf var Daði reiðubúinn að lið-
sinna og hjálpa. Það var ósjaldan
sem hann óumbeðinn var farinn að
sinna verkefnum sem í raun geta
vart talist til verka húsvarðar.
En þannig var Daði. Sannur vin-
ur og hjálparhella.
Ég held að hlutverk húsvarða í
íþróttahúsum sé oft stórlega van-
metið. Daði var úrvals húsvörður.
Hann lagði sig fram um að hlúa að
þeim börnum og unglingum sem
leggja stund á handknattleik hjá
Víkingi. Hann var mikill vinur
þeirra margra og er nú sárt sakn-
að.
Oft stóðum við Daði við glerið
fyrir ofan íþróttasalinn í Víkinni og
fylgdumst með ungu handknatt-
leiksmönnunum okkar á æfingum.
Áhuginn skein úr andliti hans og
hann bar miklar væntingar til
margra vina sinna þar.
Ég veit að ef þú getur muntu
standa við glerið á þeim góða stað
sem þú nú dvelur á og fylgjast með
vinum þínum í handboltanum. Og
ef við bara gætum vildum við raða
okkur upp, okkar megin glersins,
og veifa til þín, kæri vinur.
Hafðu þökk fyrir alla þína hjálp-
semi og vináttu.
Rúnar Halldórsson, formaður
barna- og unglingaráðs
Víkings í handknattleik.
Við strákarnir hringdum í Daða
um hádegið sama dag og slysið átti
sér stað. Hann var mjög sprækur
og leist vel á að hitta okkur síðar
um kvöldið. Við vorum að labba
heim af æfingu þegar okkur bárust
fréttirnar, við vildum ekki trúa
þessu. Það er skrítin tilhugsun að
hafa talað við hann rétt áður en
hann dó.
Daði sinnti starfinu mjög vel og
var alltaf í góðu skapi, sama hvað
maður þurfti þá gat Daði alltaf
reddað því. Við strákarnir í hand-
boltanum þekktum Daða mjög vel
og spjölluðum oft við hann eftir æf-
ingar, meira að segja þegar við vor-
um úti á röltinu þá fórum við niður
í Vík bara til að spjalla við hann.
Daði var góður vinur okkar allra,
hann sagði okkur sögur um margt
sem hann hafði gert og hvað hann
ætlaði sér að gera í framtíðinni.
Það var mjög gaman að spjalla við
hann, sérstaklega þar sem maður
gat talað um hvað sem er við hann.
Foreldrum og fjölskyldu hans
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Anton Gylfi og strákarnir
í 3.flokki karla í Víking.
Mánudagskvöldið 5. september
bárust okkur Víkingsstúlkum þær
sorgarfréttir að Daði, fyrrverandi
húsvörður í Víkingsheimilinu, hefði
látist af slysförum.
Við kynntumst Daða þegar hann
hóf störf sem húsvörður í Víkinni
og frá þeim degi áttum við sam-
skipti við hann nær daglega.
Hann var okkur ávallt innan
handar og það voru ófá skiptin sem
nafn hans ómaði um Víkina þegar
okkur Víkingsdömur vanhagaði um
harpixsápu, keilur eða handklæði –
hann var alltaf boðinn og búinn til
þess að hjálpa okkur. Daði sá einn-
ig til þess að við gengjum vel um
íþróttasalinn og lét okkur óspart
heyra það ef honum fannst um-
gengni okkar ekki til fyrirmyndar.
Við vottum fjölskyldu og vinum
Daða innilega samúð okkar. Megi
Guð styrkja ykkur í sorginni.
Daða verður sárt saknað.
Meistaraflokkur kvenna
í handbolta, Víkingur.
Í vetur flutti yngsti sonur minn
heim um tíma og eins og venja er
fylgdu honum vinir og kunningjar,
sem urðu fastagestir á heimilinu,
þar á meðal Daði.
Daði var yndislegur drengur,
kurteis og prúður, alltaf tilbúinn að
gera einhverjum greiða ef þurfti.
Hann reyndist syni mínum góður
og traustur vinur. Hans er sárt
saknað.
Daði var að byrja lífið sitt, en
ekki ákveðinn í hvert skyldi stefna.
Það voru margar hugmyndir rædd-
ar á meðan félagarnir sátu yfir
tölvuleikjunum.
Daði var vel greindur og langaði
í meira nám þegar tækifæri gæfist,
en svo tekur einhver völdin, ein-
hver ákveður allt annað. Við erum
svo smá frammi fyrir ákvörðun
þessa valds, við ráðum svo litlu.
Það eina sem við getum gert er að
muna allar góðu stundirnar, öll
brosin og hlýjuna sem virtist alltaf
fylgja Daða.
Elsku Daði minn. Ég er betri
manneskja eftir að hafa kynnst þér
og þinni góðmennsku, far þú í friði
og blessuð sé minning þín.
Elskulegu foreldrar og aðrir ætt-
ingjar, megi guð veita ykkur styrk
og huggun í sorg ykkar.
Helga Agnars Jónsdóttir.
Kæri vinur.
Stundin líður, tíminn tekur
toll af öllu hér.
Sviplegt brotfall söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Ljós Guðs vaki yfir þér.
Kærleikur Guðs birtist þér.
Kraftur Guðs verndi þig.
Nærvera Guðs vaki yfir þér.
Hvar sem þú ert, Guð veri með
þér.
Kristín Margrét
Guðmundsdóttir.
Daði Þór hafði einungis starfað
með okkur í rúma tvo mánuði þeg-
ar hann var hrifinn á brott svo
skyndilega. Þrátt fyrir stutt kynni
hafði hann skapað sér fastan sess
meðal okkar og við hlökkuðum til
áframhaldandi samstarfs.
Daði var góður drengur sem bjó
yfir metnaði og dugnaði. Hann var
fljótur að læra og hreif okkur með
sér með trú á sjálfan sig og viljann
til að takast á við hlutina. Hann
hafði létta lund og var alltaf tilbú-
inn að ganga að verki með jákvæðu
hugarfari.
Okkur finnst sárt að horfa á eftir
Daða en við trúum því að honum
hafi verið ætlað annað og stærra
hlutverk annars staðar. Stórt skarð
er rofið í hópinn en minningin um
góðan dreng lifir.
Hugur okkar er hjá fjölskyld-
unni. Foreldrum, systkinum og
öðrum aðstandendum vottum við
okkar dýpstu hluttekningu og biðj-
um þeim Guðs blessunar og styrks
á þessum erfiðu tímum.
Sigurður Jónsson og
Dagrún Guðlaugsdóttir.
DAÐI ÞÓR
GUÐLAUGSSON
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar