Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 16

Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT A‹ STYRKJA SAMBANDI‹ Mán. 17. okt og þri. 18. okt. kl. 8:30–17:00Kynntu flér máli› og skrá›u flig á endurmenntun.is HVA‹ EINKENNIR GOTT SAMBAND? • HVA‹ BER A‹ VARAST? HVERNIG LEYSUM VI‹ ÁGREINING? • HVA‹ ER MIKILVÆGAST? GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti skýrði frá því í gær að Harriet Miers, sem hann hafði tilnefnt í emb- ætti dómara við Hæstarétt, hefði óskað eftir því að nafn hennar yrði dregið til baka. Þykir þetta áfall fyr- ir forsetann, sem nú glímir við mót- læti á mörgum vígstöðvum. Bush sagði er hann greindi frá ákvörðun Miers að hann hefði fyllst trega er hann féllst á beiðni hennar. Hann myndi nú tilnefna nýjan dóm- ara. Líklegt þykir að Miers komi að því vali en hún er lögfræðilegur ráð- gjafi forsetaembættisins. Sú ákvörðun Bush þann þriðja þessa mánaðar að tilnefna Miers kom á óvart. Töldu ýmsir að þar hefði forsetinn gerst sekur um póli- tískan afleik. Miers hefur enga reynslu af dómarastörfum og býr ekki yfir sérþekkingu af nokkru tagi varðandi hæstarétt Bandaríkjanna. Sökuð um hroka Enda fór svo að andstæðingar og margir samherja forsetans lýstu sig andvíga því að henni yrði fengið þetta embætti. Mest var fyrirstaðan á þingi enda staðfestir öldungadeild þess slíkar skipanir. Því var haldið fram að forsetinn hefði afráðið að skipa sauðtryggan undirsáta sinn í stað þess að leita að hæfum einstak- lingi til starfans. Framganga Miers er hún kom fyrir þingnefnd varð ekki til að fjölga aðdáendum hennar. Þingmenn sögðu svör hennar öld- ungis ófullnægjandi og vændu hana um hroka og dónaskap. Miers greindi Bush frá ákvörðun sinni aðfaranótt fimmtudags að ís- lenskum tíma. Hún sendi honum síð- an bréf sama efnis. Í því segir m.a. að hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að staðfestingarferlið sé íþyngjandi fyrir forsetaembættið og þjóni ekki hagsmunum þjóðarinnar. Í bréfinu vísar hún ennfremur til þess að hún trúi staðfastlega á sjálfstæði allra þriggja meginþátta ríkisvaldsins og því telji hún ekki koma til álita að op- inbera trúnaðarskjöl framkvæmda- valdsins í staðfestingarferlinu. Þessi flókna setning vísar til þess að þing- heimur hafði krafist þess að skjöl yrðu opinberuð til að unnt yrði að leggja mat á lögfræðistörf hennar fyrir forsetaembættið. Fyrir liggur að þá hefðu hugsan- lega verið opinberuð gögn, sem skaðað gætu forsetann og veikt póli- tíska stöðu hans. Hún er þegar veik vegna ýmissa annarra mála, m.a. Íraksstríðsins og gagnrýni á frammistöðu stjórnvalda í tengslum við fellibylinn Katrínu. Miers hættir við Enn aukast raunir Bush Bandaríkja- forseta Reuters Harriet Miers ásamt George W. Bush er forsetinn tilnefndi hana til starfans 3. þessa mánaðar. Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is LJÓST er að nær helmingur um 4.500 fyrirtækja, sem áttu undir eft- irliti Sameinuðu þjóðanna viðskipti við stjórn Saddams Husseins í Írak meðan áætlunin um olíu fyrir mat var í gildi árin 1996-2003, greiddi Írökum mútur og leynilegar viðbótar- greiðslur ofan á uppgefið olíuverð til að hreppa viðskiptin. Kemur þetta fram í lokaskýrslu óháðrar nefndar sem falið var að rannsaka viðskiptin og meint svindl í tengslum við þau. Um var að ræða ólöglegar greiðslur upp á alls 1,8 milljarða dollara sem samsvarar um 108 milljörðum ísl. króna og eru fyrirtækin í alls 66 lönd- um. Umfangsmest í svindlinu voru fyr- irtæki í Rússlandi, Frakklandi og Kína. „Þegar kom fram á árið 2000 urðu kröfur stjórnar Saddams Huss- eins í Írak um mútur og auka- greiðslur undir borðið til þess að stofnuð voru lepp-fyrirtæki og stór, alþjóðleg verslunarfyrirtæki fóru að búa sig undir aðild að þessum ólög- legu viðskiptum,“ sagði formaður nefndarinnar, Paul Volcker, á blaða- mannafundi í New York gær. Sagði hann að jafnt yfirstjórn SÞ sem eft- irlitsfyrirtæki á vegum samtakanna og öryggisráðið hefðu gersamlega brugðist því aðhaldshlutverki sem þau hefðu átt að gegna. Einnig smygluðu Írakar á sama tíma olíu til útlanda fyrir alls um 11 milljarða dollara, aðallega með tank- bílum. Var einkum smyglað til Jórd- aníu og Tyrklands en einnig Sýr- lands. Fjallað var um smyglið fyrir innrásina í Írak í virtum fjölmiðlum á borð við tímaritið The Economist meðan áætlun SÞ var í gildi. Sögðu fjölmiðlar m.a. að þótt um væri að ræða brot á viðskiptabanninu teldu ráðamenn Bandaríkjamanna og Breta óhjákvæmilegt að horfa í gegn- um fingur sér með smyglið. Jórdanar og Tyrkir væru vinaþjóðir Vestur- veldanna og þyrftu á tekjunum að halda. Einnig kæmi sér vel fyrir Kúrda, sem nutu nær fulls sjálfstæð- is í norðurhéruðum Íraks vegna flug- verndar Bandaríkjamanna og Breta, að hagnast á tollum sem þeir tóku af smyglbílunum. Rannsókn að tilhlutan Annans Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fól á sínum tíma Volcker, sem er fyrrverandi seðlabankastjóri Banda- ríkjanna, að stýra skýrslugerðinni og afhenti Volcker honum fimmtu og síðustu skýrslu nefndarinnar í gær. Ljóst er að sonur Annans, Kojo Ann- an, var í hópi þeirra sem nýttu sér tækifærið til að hagnast með vafa- sömum hætti á olíusöluáætluninni. Þótt framkvæmdastjórinn sé ekki sjálfur sakaður um neitt misjafnt er hann hart gagnrýndur fyrir að hafa ekki haft strangara eftirlit með und- irmönnum sínum og fyrir að hafa ekki hlustað á viðvörunarraddir. Nefnd Volckers leggur til að sett verði á laggirnar sérstök endurskoð- unarskrifstofa SÞ til að fylgjast með stjórnsýslu samtakanna. Olíusölu- áætlunin er langstærsta verkefni á sviði hjálparstarfs sem SÞ hafa tekist á hendur, sé miðað við veltuna. Volcker segir að þrátt fyrir allt hafi tekist að liðsinna almenningi í Írak en á kostnað orðspors SÞ. Það hafi beðið mikinn hnekki. Vill nefndin að stofn- að verði sérstakt embætti undir Ann- an er hafi umsjón með stjórnsýslu. Olíusöluáætlunin varð til með þeim hætti að SÞ ákvað árið 1996 að milda viðskiptabannið sem sett var á Írak 1990 vegna innrásarinnar í Kúveit enda ljóst að víða ríkti neyð í landinu. Var ákveðið að tryggja að almenn- ingur fengi nægilegan mat og lyf. Íraksstjórn var í fyrstu leyft að selja takmarkað magn af olíu til útlanda, síðar voru þær takmarkanir þó af- numdar. SÞ höfðu yfirumsjón með viðskiptunum og áttu að sjá til þess að almenningur nyti góðs af tilslök- uninni. En stjórn Saddams krafðist þess að mega sjálf ákveða hvaða erlend fyrirtæki og einstaklingar fengju að taka þátt í viðskiptunum. Er ljóst að með því að samþykkja þá kröfu var Írökum gefið færi á að misnota sér herfilega mannúðarsjónarmiðin á bak við áætlunina. Mestur hlutinn af mútumálunum tengist ekki olíuvið- skiptunum heldur kaupum á mat, lyfjum og öðrum brýnum nauðsynj- um handa Írökum. Volcker segir ekki víst að öll erlendu fyrirtækin hafi í reynd vitað af svindlinu. Oft munu milligöngumenn, íraskir og af öðru þjóðerni hafa fleytt rjómann af þess- um viðskiptum og falið múturnar undir öðrum liðum. Hygluðu Rússum, Frökkum og Kínverjum Alls seldu Írakar olíu fyrir um 64 milljarða dollara meðan áætlunin um olíu-fyrir-mat var í gildi frá 1996 fram til haustsins 2003. Bankinn sem sá um fjármálahliðina fyrir SÞ var BNP í Frakklandi. Segir í skýrslunni að starfsmenn hans hafi ekki sagt fulltrúum SÞ frá öllu sem þeir vissu að viðgekkst í sambandi við Íraksvið- skiptin, beinum og óbeinum mútum og annarri fyrirgreiðslu. Íraskir ráðamenn notuðu sér rétt- inn til að velja sér viðskiptavini til að afla sér stuðnings með því að hygla einkum fyrirtækjum í Rússlandi, Frakklandi og Kína. Vitað var að þessi þrjú ríki vildu aflétta viðskipta- banninu að fullu og ráku þau áróður fyrir því sjónarmiði hjá SÞ. Þau eiga öll fast sæti í öryggisráði SÞ ásamt Bandaríkjunum og Bretlandi. Rússar voru auk þess frá fornu fari miklir stuðningsmenn Saddams og seldu honum megnið af vopnunum sem hann notaði í styrjöldum sínum, af- gangurinn kom að langmestu leyti frá Frakklandi og Kína. Var komið í veg fyrir að bresk, bandarísk og jap- önsk fyrirtæki fengju að semja um viðskipti en fáein þeirra munu þó hafa gert það með aðstoð leppa. Skýrsluhöfundar segja að SÞ hafi fljótlega verið sagt frá kröfum Íraka um sérstakar greiðslur undir borðið frá fyrirtækjum sem vildu kaupa af þeim olíu en ekki hafi verið brugðist við þessum upplýsingum í aðalstöðv- um samtakanna og ekki heldur í ör- yggisráðinu. Írakar reyndu að tryggja sér stuðning mikilvægra að- ila með því að úthluta sérstökum olíu- kaupaheimildum til allmargra ein- staklinga erlendis, þ.á m. embættis- og fjölmiðlamanna en ekki síst áhrifamanna í stjórnmálum. Nafn- greindir eru auk annarra rússneski stjórnmálamaðurinn Vladímír Zhír- inovskí og Benon Sevan, þáverandi yfirmaður olíusöluáætlunarinnar hjá SÞ. Einnig kemur fram að eiginkona breska þingmannsins George Galloway, sem barðist ákaft gegn innrásinni í Írak, hafi fengið greiðslur frá íröskum stjórnvöldum er numið hafi tugmilljónum króna. Sjálfur hefur Galloway ávallt and- mælt því eindregið að hann hafi nokkurn tíma þegið fé af Saddam. Einnig hefur fyrrverandi sendi- herra Frakklands hjá SÞ, Jean- Bernard Merimee, verið handtekinn í París vegna gruns um að hann hafi þegið mútur af Írökum. Fullyrðir Merimee að franska utanríkisráðu- neytið hafi vitað um samskipti hans við stjórnvöld í Bagdad og lagt með þögninni blessun sína yfir þau. Yfir tvö þús- und fyrirtæki tóku þátt í olíusvindli AP Hundruð tankbíla með olíu sem smyglað hefur verið frá Írak við tyrknesku landamærin árið 2002. Alls mun stjórn Saddams Husseins hafa hagnast um 11 milljarða dollara, 660 milljarða ísl. kr., á olíusmygli árin 1996–2003. Fréttaskýring | Yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna er gagnrýnd harkalega í skýrslu óháðrar nefndar um olíusöluáætlunina í Írak 1996–2003, skrifar Kristján Jónsson. Ólöglegar tekjur stjórnar Sadd- ams af áætluninni námu nær 13 milljörðum dollara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.