Morgunblaðið - 28.10.2005, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.10.2005, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Berlín. AFP. | Frúarkirkjan í Dresden, sem er táknræn fyrir ólýsanlegar hörmungar óbreyttra borgara í einum mestu loftárásum síðari heimsstyrjaldar, verður end- urvígð á sunnudag. Nú er hún ris- in á ný sem eins konar sáttargjörð gamalla fjandmanna og til marks um ást Þjóðverja á sögu sinni og menningu. Þýska vikuritið Der Spiegel seg- ir að endurgerð kirkjunnar, sem er í barokkstíl, beri „hinni sið- væddu föðurlandsást“ Þjóðverja fagurt vitni en kirkjan var gjör- eyðilögð í óskaplegum loftárásum Bandamanna undir lok stríðsins, í febrúar 1945. Þjóðverjar sjálfir áætla að um 100.000 manns hafi farist í eldhafinu en á þessum tíma var borgin yfirfull af flóttafólki. Þegar árásunum lauk stóð varla steinn yfir steini í „Flórens við Saxelfi“ eins og Dresden var köll- uð vegna glæsilegra barokkbygg- inga. Í hálfa öld og allan tíma komm- únismans var Frúarkirkjan bara ein grjóthrúga og það var ekki fyrr en 1994, fimm árum eftir fall Berlínarmúrsins, að hafist var handa við að reisa hana úr rústum. Kostaði það rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Þýski sagnfræðingurinn Arnulf Baring segir að endurreisnin hafi verið hverrar krónu virði: „Frúarkirkjan var meira en kirkja. Hún var táknræn fyrir eyð- ingu heillar borgar. Við eigum, alltaf þegar það er unnt, að end- urheimta hluta gamalla borga. Það hjálpar okkur við að skilja hver við erum, okkar eigin sögu,“ segir Baring. Gullinn kross frá Coventry í Bretlandi Bretar, sem stóðu fyrir loftárás- unum, að margra mati einhverjum svartasta bletti á stríðsrekstri Bandamanna í styrjöldinni, gáfu rúmlega 70 milljónir króna til end- urreisnar á kirkjunni og hertoginn af Kent verður fulltrúi bresku konungsfjölskyldunnar við vígsl- una. Er hann jafnframt verndari Dresden-sjóðsins, sem safnað hef- ur fé til verksins. Búist er við að allt að 100.000 manns safnist saman við kirkjuna á sunnudag en þá mun fulltrúi ensku borgarinnar Coventry gefa Frúarkirkjunni gullinn kross ásamt veldishnetti. Coventry var mjög illa leikin í loftárásum Þjóð- verja. Meðal þeirra, sem unnu að smíði krossins, er silfursmiðurinn Alan Smith en faðir hans tók þátt í loft- árásunum á Dresden á sínum tíma. Frúarkirkjan í Dresden risin á ný Táknræn fyrir sættir gamalla fjandmanna og óður til ástar Þjóðverja á sögu sinni AP Rústir Frúarkirkjunnar áður en hafist var handa við endursmíðina 1994. Frúarkirkjan í allri sinni dýrð. Endurreisnin kostaði rúmlega 13 milljarða ísl. kr. Búist er við, að allt að 100.000 manns verði við vígsluna á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.