Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 19

Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 19 ERLENT Amsterdam. AFP. | Eldur kom upp í fangelsi á Schiphol-flugvelli í Amst- erdam í fyrrinótt og varð hann 11 ólöglegum innflytjendum að bana. Mörgum öðrum tókst að sleppa og er nú leitað. Eldurinn kom upp í einni álmu byggingarinnar, sem hýsti 350 manns, en ekki var enn í gær ljóst hvað olli honum. Martin Bruinsma, talsmaður hollenska ríkissaksókn- araembættisins, sagði, að menn- irnir, sem létust, hefðu verið ólög- legir innflytjendur og Michel Bezuijen, bæjarstjóri í Harlemm- ermeer, þar sem Schiphol er, sagði, að búið væri að handtaka aftur þrjá menn, sem sloppið hefðu út, en ekki væri alveg ljóst hve margir gengju enn lausir. Eldurinn náði til 12 klefa af 24 og furða margir sig á því hve fljótt hann breiddist út. Einn fanganna sagði, að öryggisverðir hefðu brugðist seint við hrópum þeirra á hjálp en yfirvöld neita því. Um 15 manns slösuðust, þar af einn alvar- lega. Reuters Bruninn í Amsterdam í gær, 11 ólöglegir innflytjendur létu lífið. Eldur varð ellefu að bana á Schiphol RÍKISSTJÓRN Bretlands hefur náð samkomulagi um lagafrumvarp þar sem kveðið er á um takmark- að reykingabann í lokuðu rými á opinberum vett- vangi í Englandi. Þetta þýðir að krár og klúbbar sem ekki selja mat mega heimila reykingar. Deilt var um málið í ríkisstjórn Tonys Blairs en ýmsir vildu að bannið yrði afdráttarlaust og án undantekninga. Niðurstaðan er á hinn bóginn í samræmi við það sem kveðið er á um í stefnuskrá breska Verkamannaflokksins og í anda þess sem hinir frjálslyndari innan flokksins höfðu lagt til. Þá kom og fram sú tillaga að reykingar yrðu heimilaðar á krám og veitingastöð- um sem ekki seldu mat á þann veg að þar yrðu innréttuð reykherbergi og búið svo um hnútana að þangað inn þyrfti starfsfólk ekki að fara. Þessari málamiðlun var hafnað og þess í stað horfið aftur til stefnu- skrárinnar en það var fyrrum heil- brigðismálaráðherra Bretlands, John Reid, sem á sínum tíma lagði til að slík málamiðlun yrði skrifuð inn í stefnu flokksins. Patricia Hewitt, núverandi heil- brigðisráðherra, hélt uppi vörnum fyrir frumvarpið sem lagt var fram á þingi í gær. Lagði hún áherslu á að 99% vinnustaða í Englandi yrðu nú reyklausir. Lög sem banna reyk- ingar í lokuðu, opinberu rými hafa þegar verið samþykkt í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi. Talsmaður bresku læknasamtak- anna hefur lýst yfir „miklum von- brigðum“ sökum niðurstöðu ríkis- stjórnarinnar. Takmarkað reyk- bann í Englandi Patricia Hewitt Gautaborg. Morgunblaðið. | Bosse Ring- holm, varaforsætisráðherra Svíþjóðar og fyrrverandi fjármálaráðherra, er í vandræðum þessa dagana vegna þess að sænsk skattayfirvöld staðhæfa nú að íþróttafélagið Enskede IK í Stokk- hólmi hafi dregið 950 þúsund sænskar krónur undan skatti á árunum 2002– 2003. Ringholm var stjórnarformaður íþróttafélagsins á þessum tíma en upp- hæðin samsvarar um 7,3 milljónum ís- lenskra króna. Sænska ríkisútvarpið sagði frá því í fyrrasumar að grunur léki á að Enskede IK hefði borgað þjálfurum svart en Ringholm vísaði því þá frá. Ringholm, sem einnig gegnir embætti ráðherra íþróttamála, segir nú að þær upphæðir sem þjálfarar hafi fengið, hafi ekki verið skattskyldar þar sem um ferðauppbót hafi verið að ræða. Sænska ríkisútvarpið hefur nú greint frá samningi sem gerður var á milli íþróttafélagsins og þjálfara og segir hann sanna að Enskede IK hafi boðið svört laun sem að hluta hafi verið dulbúin sem uppbót fyrir ferðir á vegum félagsins. Ringholm seg- ist ekki taka ábyrgðina á þess- um samningi, hann hafi ekki séð hann áður. Hluti stjórnarandstöðunnar, þ.e. talsmenn Kristilegra demókrata og Þjóðar- flokksins, krefst nú afsagnar Ring- holm þar sem hann hafi brotið traust. Talsmenn Hægriflokksins og Mið- flokksins ganga ekki svo langt. Göran Persson forsætisráðherra segist í samtali við TT fréttastofuna bera fullt traust til Ringholm og segir frekari rannsókn munu leiða í ljós hvað býr að baki staðhæfingum skattayfirvalda. Samflokksmaður Ringholm, Susanne Eberstein, er for- maður skattanefndar sænska þingsins og það er hennar skoðun að ráðherr- um eigi ekki að leyfast að sitja í stjórn- um félaga og fyrirtækja. Þrýst á Ring- holm um afsögn Bosse Ringholm Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@telia.com               ! "##$" %$# ### ### & ' (                 )    (           !   " #   $ %     & '    (      ' ) ' '   ' *( + !  & '  ,$      + !  & '  - . )  & '        /  0 ) ,   1  +   ' 2    + 34 1  .   556  -     ( 34 1 '      *  ( '        "  ! "##$* $# ### ### & ' (       "           )    (           !   " #   $ %     & '    (      ' ) ' '   ' *( + !  & '  ,$      + !  & '  - . )  & '        /  0 ) ,   1  +   ' 2    + 34 1  .   556  -7    ( 34 1 '      *  ( '        *  ! +"##$*,# ### ### & ' (      "&       *    )    (  "   2   ''  (  !  8      $ 9 $     *(  +  ' '  )(' ' +'  /'        ' +  '  : ;)    - /        /  0 ) ,   1  +   ' 2     . "2  556 5  -    ( 34 1 '      *  ( '        *  ! -"##$.# ### ### & ' (      -       *    )    ( "   <   ''   !       $ 9 $     *(   + ' '  )(' ' +'  /' '     ' +  '  : ;)    - /        /  0 ) ,   1  +   ' 2     . "<  556 5  &    ( 34 1 '      *  ( '        ,  ! "##$/## ### ### & ' (      7           )    ( &         !   " 7#   $ %      4'    (       ' ) ' '  '     $ => + !   (  - . )     (   <   '  44  =>  )     (      )      *  44 *(      /  0 ) ,   1  +   ' 2    + 34 1  . &  556      ( 34 1 '      *  ( '  ?')(       + 34 1  1  3)  @!) + :    '    + *' 0   ) ')(

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.