Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 24

Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ AUSTURLAND Grundarfjörður | „Ég er dellukarl í sögu og hef sérstaklega gaman af öðruvísi söguskýringum. Út úr því koma ýmis skrítin tilvik,“ segir Ingi Hans Jónsson sagnamaður og for- stöðumaður Eyrbyggju – sögumið- stöðvar í Grundarfirði. Hann heldur fyrirlestur í Bæringsstofu í næstu viku sem hann nefnir „Snæfell- ingurinn James Bond“. Fyrirlest- urinn, sem endurtekinn verður nokkrum sinnum, er liður í menn- ingarhátíðinni Rökkurdögum sem nú stendur yfir í Grundarfirði. Ingi Hans tengir sögupersónuna James Bond við Snæfellsnes í gegn- um Vestur-Íslendinginn sir William Stephenson en höfundur njósna- sagnanna, Ian Flemming, sagðist hafa verið undir áhrifum frá honum og því hefur líka verið haldið fram að Stephenson hafi verið bein fyrir- mynd Flemmings að James Bond og segist Ingi Hans hafa séð margt sem bendi til þess að það sé rétt. William Stephenson fæddist í ná- grenni Winnipeg í Kanada 1896 en var ættaður frá Klungubrekku á Skógarströnd á Snæfellsnesi. Ingi Hans styðst við rannsóknir Vigfús- ar Geirdals sagnfræðings á uppruna hans og ævi auk þess sem hann hef- ur sjálfur kynnt sér söguna. Hann segir að foreldrar Williams hafi ver- ið Kristín Guðlaugsdóttir og Vigfús Stefánsson (Stephenson) sem fluttu frá Klungubrekku til Vesturheims. Á Bondslóðum í Skotlandi Hann átti afar viðburðaríka ævi. Barðist í fyrri heimsstyrjöldinni og efnaðist síðan á iðnrekstri í Bret- landi. Ævintýralegasti kaflinn í ævi hans er þó leynilegt starf hans í þágu Breta fyrir og í seinni heims- styrjöldinni. Fyrir orð Winstons Churchills forsætisráðherra byggði Stephenson upp og stjórnaði njósnaneti fyrir Breta vestanhafs, undir njósnaranafninu Intrepid, og tók þátt í undirróðursstarfsemi í þeim tilgangi að fá Bandaríkjamenn til liðs við Breta í styrjöldinni. Vitað er að Ian Flemming, höfundur James Bond-bókanna, var sam- starfsmaður hans í New York. Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, var byggð upp á þeim grunni sem þar var lagður. Stephenson var að- laður í Bretlandi 1945 og fékk einn- ig æðstu borgaralegu viðurkenn- ingar sem veittar eru í Banda- ríkjunum og Kanada. Ingi Hans segir að ótrúlega margt hafi lengi vel verið á huldu um ævi Williams Stephensons þótt hann hafi verið mikill auðmaður og ævintýramaður og látist í hárri elli. Þetta eigi ekki síst við um bernsku hans enda hafi hann ekki haft neitt samband við fjölskyldu sína í Kanada frá því á millistríðsárunum og hafi ýmist gefið í skyn að hann væri af skoskum eða norskum ætt- um. Þó hafa á seinni árum verið skrifaðar bækur um ævi hans og gerð heimildarmynd. Ingi Hans hefur undanfarna daga verið í Englandi og Skotlandi, meðal annars í Edinborg á slóðum Ians Flemmings og Seans Connerys sem lék njósnara hans hátignar, 007, á eftirminnilegan hátt. Ingi Hans tek- ur fram að hann byggi mikið á rann- sóknum Vigfúsar Geirdals en hafi síðan sökkt sér ofan í þessa sögu, eins og hann geri gjarnan þegar hann fái dellu fyrir einhverjum hlut- um. „Við Snæfellingar eigum að monta okkur af því sem við eigum, ekki veitir af,“ segir Ingi Hans og neitar því staðfastlega að langsótt sé að kalla James Bond Snæfelling. Ingi Hans flytur fyrirlestur sinn næstkomandi þriðjudag, 1. nóvem- ber, og endurtekur hann fimm sinn- um en menningarhátíðin stendur framundir miðjan nóvember. Ein- hverjir atburðir eru á hverjum degi. Eftir fyrirlesturinn er síðan sýnd valin kvikmynd með söguhetjunni. Ingi Hans Jónsson sagnamaður segir að James Bond sé Snæfellingur Fyrirmynd njósnarans er bóndasonur frá Klungubrekku 007 Sean Connery sem James Bond. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Sir William Stephenson Ingi Hans Jónsson sagnamaður. Grundarfjörður | Þótt umferð hafi verið hleypt á nýjan veg og brú yfir Kolgrafafjörð í desember sl. lauk ekki lokafrágangi þessa mannvirkis fyrr en síðsumars í ár og því þótti við hæfi að vígja það formlega með til- heyrandi borðaklippingu. Það var Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sem enn á ný var mættur á Snæfellsnesið til þess verks. Samgöngumannvirki þetta er hið þriðja í röð stærri samgöngubóta á Snæfellsnesi sl. sex ár. Hin tvö voru nýr vegur um Búlandshöfða haustið 1999 og árið 2001 nýtt vegastæði yfir fjallgarðinn um Vatnaheiði sem hlaut nafnið Vatnaleið. Vegurinn um Kolgrafafjörð er byggður í vegflokki C1, sjö og hálfur metri á breidd. Á fyllingunni yfir fjörðinn er heildarbreidd vegarins hins vegar 9,5 m. Brúin sem liggur vestan megin í firðinum við Hjarðarbólsoddann er 230 m löng og var lengd hennar miðuð við að sjáv- arföll yrðu nær óbreytt. Verkið var boðið út í febrúar 2003. Samið var við Háfell ehf. og Eykt ehf. um vinnuna og hófust fram- kvæmdir í lok apríl. Vegurinn var lagður bundnu slitlagi og opnaður fyrir umferð haustið 2004, sex mán- uðum á undan áætlun. Verktakinn lauk vinnu sinni sl. sumar. Með nýjum vegi yfir Kolgrafafjörð styttist leiðin á norðanverðu nesinu um 6 km auk þess sem nú verður komið bundið slitlag á alla leiðina milli þéttbýlisstaðanna. Þetta styrk- ir verulega allan samgang milli stað- anna og eykur möguleika þeirra á margvíslegri samvinnu. Brúin yfir Kolgrafa- fjörð vígð Djúpivogur | Nýr og glæsilegur leik- skóli var vígður með viðhöfn á Djúpavogi síðastliðinn föstudag. Af því tilefni var efnt til samkomu í hin- um nýja skóla með skemmtilegheit- um af ýmsu tagi. M.a. sungu leik- skólabörnin af mikilli innlifun fyrir gesti við góðar undirtektir. Leikskólinn, sem er hannaður af arkitektastofunni Arkís, er glæsi- legur á að líta í alla staði og er að- staða þar öll hin fullkomnasta. Þá er leiksvæðið í kringum skólann einnig mjög vel úr garði gert. Verktaki að leikskólabyggingunni var Svarthamar ehf. Djúpavogi, en SG vélar Djúpavogi sáu að stærstum hluta til um lóðagerð. Leikskóla- byggingin kostaði ríflega 62 milljón- ir en endanlegur kostnaður við lóða- gerð liggur ekki fyrir. Í leikskólan- um verða tvær deildir. Í ávarpi Björns Hafþórs Guð- mundssonar sveitarstjóra í tilefni opnunar leikskólans kom fram að þó að framkvæmdin við hinn nýja leik- skóla íþyngi sveitarsjóði verulega, er um mikilvægt atriði að tefla með til- liti til þjónustu við íbúana. Gamli leikskólinn uppfyllti heldur ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru í dag til þjónustu af þessu tagi. Sveitarfélagið hefur staðið í mjög viðamiklum framkvæmdum á und- anförnum árum til að bæta þjónustu almennt í sveitarfélaginu og er nú hægt að segja að það sé búið mjög vel að öllum helstu grunnþjónustu- þáttum í byggðalaginu. Nýr leik- skóli á Djúpavogi Váááá Leikskólabörn á Djúpa- vogi horfa agndofa á aðstöð- una í nýja leikskólanum sínum. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Myndarleg aðstaða Nýi leikskólinn á Djúpavogi var vígður um helgina. Djúpivogur | Hafin er slátrun á laxi í fyrsta skipti á Djúpavogi frá því Sal- ar Islandica hóf sjókvíaeldi í Beru- firði. Umsvif Salar Islandica hafa auk- ist á Djúpavogi og eru þar nú 7 stöðugildi. Þá hefur fyrirtækið verið í nokkuð umfangsmiklum fjárfest- ingum, m.a. bættist bátur í flota fyrirtækisins síðastliðinn föstudag. Um er að ræða svokallaðan brunn- bát, sem keyptur var í Noregi. Skipið er notað til að flytja lifandi lax að bryggju á Djúpavogi, en það- an er honum komið inn í fiskvinnslu Vísis þar sem slátrunin fer fram. Að sögn Gunnars Steins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Salar Islandica, er gert ráð fyrir að slátra um 300 tonnum fram að áramótum og á árinu 2006 verði slátrað um 1.500 tonnum. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Nýr brunnbátur Salar Islandica slátrar nú fiski úr Berufirði. Laxaslátrun hófst í gær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.