Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 25 MINNSTAÐUR Reykholt | Hundrað ára afmælis var minnst á dögunum með sam- komu í hátíðarsal gamla Héraðs- skólans í Reykholti. Þeir sem stóðu að afmælishófinu voru Snorrastofa og afkomendur og ættingjar stofn- enda Hvítárbakkaskólans, Sigurðar Þórólfssonar og Ásdísar Þorgríms- dóttur. Á meðal þeirra sem tóku til máls voru Ármann Snævarr, fyrrverandi háskólarektor, sem er 86 ára að aldri og kona hans, Valborg Sigurð- ardóttir, fyrrverandi skólastjóri og dóttir stofnenda skólans. Valborg minntist sérstaklega á þátt móður sinnar í hinu mikla skóla- og braut- ryðjendastarfi Sigurðar. Rekst- urinn á Hvítárbakkaskólanum hefði ekki gengið upp, hefði hennar ekki notið við. Kröpp kjör nemenda komu ekki í veg fyrir að þeir fengju að stunda nám á Hvítárbakka. Einn ræðumanna minntist nemanda sem kom ríðandi til skólans að hausti, lagði reiðskjótann inn í mötuneytið, og gekk svo heim að lokinni skóla- vist um vorið. Hátíð á aldarafmæli Hvítárbakkaskóla Morgunblaðið/Davíð Pétursson Siglufjörður | Tveir húsbrunar urðu í Siglufirði með nokkurra vikna milli- bil í haust. Í seinna tilvikinu, þegar íbúðarhús við Hvanneyrarbraut stórskemmdist, er grunur um íkveikju, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni í Siglu- firði. Lögreglumenn úr Reykjavík komu norður til að aðstoða heima- menn við rannsókn málsins og mun skýrsla frá þeim væntanleg innan skamms. Tveggja hæða hús illa farið eftir bruna Í fyrri brunanum kviknaði í út frá frystikistu. Þá brann tveggja hæða hús við Mjóstræti sem eftir útliti að dæma virðist ónýtt. Siglfirðingar hafa á undanförnum árum verið blessunarlega lausir við eldsvoða, síðasti húsbruni þegar svo- kallað Blöndalshús brann varð fyrir nokkrum árum. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Skemmdir Húsið við Mjóstræti er mjög illa farið eftir brunann. Grunur um íkveikju í húsbruna Egilsstaðir | Landsvirkjun og Impregilo hafa lagt fram 5 milljónir króna til kaupa á búnaði sem gerir úrvinnslu röntgenmynda á heil- brigðisstofnuninni á Egilsstöðum stafræna. Að sögn Einars Rafns Haraldssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands, HSA vinnst margt með þessari breytingu. „Myndgæði aukast veru- lega, hægt er að senda röntgen- myndir samstundis til úrlestrar hvert sem er og fá álit sérfræðinga og hætt verður að nota filmur og framköllunarvökva og þar með hverfur efnamengun vegna þessarar starfsemi“ segir Einar Rafn. Tækin eru keypt af Hans Pedersen. Einar Rafn segir búnaðinn til stórfellds hagræðis fyrir starfsmenn og sjúklinga, því öryggi meðferðar- innar aukist mjög mikið. Stofnunin tengist á rafrænan hátt sérfræði- þjónustu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og nýtir sér hana. Stuðn- ingssjóður Alcoa hefur gefið Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað sams konar tæki. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Röntgenmynd með hraði Óttar Guðmundsson, læknir hjá HSA, Egilsstöðum, sýnir búnaðinn. Landsvirkjun og Impregilo styðja HSA Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL. Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík Núpur byggingarvöruverslun, Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Erlendur Eiríksson málari: „Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“ Þekur betur KÓPAL Glitra ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M A L 29 79 3 1 0/ 20 05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.