Morgunblaðið - 28.10.2005, Page 26

Morgunblaðið - 28.10.2005, Page 26
Skilaboðin, sem fullorðnir eiga að senda börnum, er að það eigi að vera eftirsóknarvert að borða hollan mat því þá líði okkur vel. Í NÝRRI myndskreyttri handbók fyrir leikskóla- eldhús, sem Lýðheilsustöð hefur gefið út, er að finna hagnýtar ábendingar fyrir starfsfólk leikskóla um holl- ustu og samsetningu fæð- unnar, matseðlagerð, mat- reiðslu, sérfæði, hreinlæti og innkaup. Miðað við lengd leikskóladags- ins þurfa mörg börn að fullnægja um 70% af orku- og næringarefnaþörf sinni með þeim mat, sem þau fá í leikskólanum. Því er mikilvægt að vandað sé til verksins þar sem góð næring er undirstaða þess að börnin nái að þroskast og dafna sem best. Í handbókinni er m.a. mælst til að matur sé borinn þannig fram að börnin geti skammtað sér sjálf með aðstoð kennara þegar þau hafa aldur til. Líta megi á það sem hluta af námi leik- skólabarna. Þeir, sem skammti sér t.d. ávallt of mikið, yrðu hvattir til að skammta sér minna næst og fá sér frekar aftur á diskinn. Í handbókinni eru settar fram tillögur að við- miðunarskammtastærðum og einnig hefur verið útbúin fyrirmynd að æskilegri samsetningu máltíða undir yfirskriftinni „Diskurinn“. Þessi fyrirmynd sýnir börnunum einnig hvernig æski- legt er að skammta sér mat á diskinn. Í hand- bókinni eru tillögur að sex vikna matseðli og uppskriftir eru aftast í bókinni þar sem líka má bæta við eigin uppskriftum. Daglegt líf fékk að láni tvær uppskriftir, ann- ars vegar að plokkfiski og miðast uppskriftin við tíu skammta. Plokkfiskur 750 g þorskur 2 msk. matarolía 130 g laukur 50 g hveiti 3 1⁄3 dl léttmjólk 4 g fiskikraftur 85 g ostur, 17% 1⁄8 tsk. svartur pipar 1 tsk. salt Sjóðið fiskinn í ofni eða potti þar til kjarn- hitastigið er 75°C. Látið soðinn fiskinn í gata- skúffur eða sigti og látið soðið renna vel af. Setj- ið olíuna í pott og léttsteikið laukinn þar til hann er glær. Hrærið hveitinu saman við og bætið mjólkinni út í, í skömmtum. Hrærið vel á meðan og látið sjóða í 5 mínútur. Bætið fiskinum og kryddinu út í og hrærið öllu vel saman þannig að fiskurinn maukist. Ostinum bætt við í lokin og hitað þar til hitastigið er 75°C. Borið fram með soðnum kartöflum, grænmeti og gjarnan rúg- brauði.  LEIKSKÓLABÖRN Læra að velja rétt á diskinn sinn 26 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | MATARKISTAN R odica Dinulescu Hjartar hefur búið á Íslandi í tvö ár en hún er fædd og uppalin í Rúmen- íu. Þó hún sé hrifin af ís- lenskum mat þá eldar hún oft samkvæmt rúmenskri hefð, sérstaklega vegna þess að íslenskum manni hennar finnst slíkur matur mjög góður. „Það sem mér finnst einna ólíkast með íslenskum og rúmönskum mat er að heima í Rúmeníu er kjöt alltaf borið fram í súpu eða pottrétti en aldrei sér á diski eins og hér á Íslandi. Slík framreiðsla á kjöti var alveg ný reynsla fyrir mig þegar ég fluttist hingað. Íslendingar nota líka alltaf sósu með steik, en það gerum við ekki í Rúmeníu. Í stað- inn fyrir sósu þá notum við salat, ýmist súrkál eða ferskt salat og alltaf olíu eða edik þar ofan á. Tengdaforeldrar mínir fengu einmitt vægt menningarsjokk þegar þau voru í Rúmeníu og fengu hvergi sósu með steikinni.“ Beinin soðin með í súpunni Rodica segir matarmenninguna mjög ólíka eftir landshlutum í Rúmeníu. „Fólkið sem býr í norðurhluta landsins borðar allt öðruvísi mat en þeir sem búa á sunn- anverðu landinu, þó svo að grunnurinn sé kannski ekki svo ólíkur. Ég kem frá suðr- inu í Rúmeníu og þar borðum við mikið súpur og pottrétti sem innihalda kjöt. Við borðum allskonar kjöt og líka mikið af fuglakjöti, sérstaklega endur og gæsir en slíkt kjöt er alltaf sett í súpu og beinin með. Amma mín býr í sveitinni í Rúmeníu og ræktar þar endur og gæsir og því var þetta hversdagsmatur hjá minni fjöl- skyldu.“ Rodica segir fisk sjaldnar á borð- um í Rúmeníu en kjöt og kartöflurnar sneiða Rúmenar gjarnan niður og steikja í olíu. Grænmeti best beint upp úr garðinum Rodica segir Rúmena nota salt og pipar mikið sem grunnkrydd en þeir noti líka mikið ferskar kryddjurtir. „Við notum mikið kóríander, dill og steinselju. Í Rúm- eníu er alltaf hægt að nálgast ferskar kryddjurtir, ólíkt því sem er hér á landi. En það hefur skánað og ég er alltaf með eitthvað af ferskum kryddjurtum í potti úti í glugga heima hjá mér. Mér finnst það skipta miklu máli að hafa ferskt en ekki þurrkað krydd. Og ég sakna stundum þess sérstaka bragðs sem ég finn þegar ég borða grænmeti í Rúmeníu, því þar er það svo ferskt og við kaupum það á mörkuðum þar sem bændur koma sjálfir með það beint af ökrunum. Og svo borðaði ég líka oft grænmeti hjá ömmu minni sem hún ræktar sjálf og það er ótrúlega mikill munur á bragði á grænmeti sem maður fær beint úr garðinum eða kaupir úti í búð. Mér fannst líka erfitt að venjast því að geta ekki fengið mjög ferskar vatns- melónur, en í Rúmeníu eru þær mikið borðaðar í lok sumars og fram á haust.“  MATARKISTAN | Í Rúmeníu er kjöt alltaf borið fram í súpu eða pottrétti Borðaði oft önd og gæs hjá ömmu í sveitinni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rodica færir hinn girnilega pottrétt upp á disk. Fyrir 5 manns. 750 g lambakjöt beinlaust 125 ml matarolía 2 búnt af vorlauk 3–4 hvítlauksrif 25 ml edik 1–2 laukar, skornir í litla bita 50 ml rauðvín 50 g tómatmauk 50 g hveiti leyst upp í vatni Vatn eftir þörfum Salt eftir smekk Paprikukrydd eftir smekk Pipar eftir smekk Kjötið er skorið í litla bita. Steikið kjötbitana í olíu og bætið við rúmlega botn- fylli af vatni. Þegar kjötið hefur tekið á sig fínan steik- ingarlit, er kjötið tekið úr. Takið frá 1 dl af soði úr pott- inum og geymið þar til síðar. Setjið laukinn í pottinn og sjóðið í soðinu sem eftir er í u.þ.b. 5 mín. Bætið við paprikudufti og tómatmauki ásamt uppleystu hveitinu. Bætið við 1–2 dl af vatni til að þynna sósuna á meðan restin er soðin við lágan hita í um 20 mín. Setjið kjötið aftur í og sjóðið á ný við lágan hita í 30 mín. Bætið við víninu þegar 10 mín. eru eftir. Lauksósa: Vorlaukurinn og hvítlaukurinn eru skornir í smáar skífur. Steikið í olíu í stutta stund. Bætið við 1 dl af vatni, 25 ml af ediki ásamt kjötsoðinu og sjóðið í 15 mín. við lágan hita. Kjötrétturinn fer á disk og lauksósan yfir. Borið fram með brauði. Sítrónusneið er gjarnan lögð yfir. Pofta buna (Verði ykkur að góðu) Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rúmenskur lambakjötsréttur Keyrt í heimahús Ávaxtabíllinn hefur sendingar til heimila í dag, fimmtudag. Auk ávaxta og grænmetis kennir ým- issa grasa í heimiliskörfunni og margar vörur eru þar í boði sem ekki fást í verslunum, að sögn Soffíu Marteinsdóttur, sem rek- ur fyrirtækið ásamt manni sín- um Hauki Magnússyni. Heim- ilisbíllinn kemur til með að sinna akstri í heimahús og nemur lág- markssending 2.500 krónum. „Stílað er upp á að fólk hafi að- gang að Netinu, en þar raðar fólk einfaldlega í körfuna sína og Heimilisbíllinn sér svo um heimaksturinn. Þetta ætti sér í lagi að koma þeim vel sem hafa lítinn tíma til að versla. Við höfum hollmetið í hávegum og höldum svo upp á vikulokin með nammidegi á föstudögum,“ segir Soffía. Meðal þess, sem boðið er upp á eru ýmsar gerðir ávaxta- og grænmetisbakka, brauðsalöt, rækjuhummus- og túnfisksalat, melónuþrenna og fleira. Heimiliskörfuna þarf að panta og greiða fyr- ir klukkan 13 á miðvikudögum og fer dreifing svo fram milli kl. 18 og 22 á fimmtudagskvöldum. Brauð á föstudögum Brauðbíllinn býður síðan upp á sykursnauðar og ávaxtaríkar muffinskökur, brauðbollur og fitu- snautt hollustusalat. Brauðkörfur þarf að panta fyrir klukkan 13 á fimmtudögum og verður þeim dreift á föstudögum.  ÁVAXTABÍLLINN Keyrt í heimahús DISKURINN sýnir á einfald- an hátt hvernig hægt er að setja saman góða og holla máltíð með því að skipta mat- ardisknum í þrjá jafnstóra hluta. Á einum hlutanum er próteinríkur matur, á öðrum kolvetnaríkur og á þeim þriðja grænmeti og/eða ávextir. Með Disknum er matnum skipt í þrjá jafnstóra hluta, óháð því hversu mikið er borðað. Hann segir því ekki til um skammtastærð, en stjórnast af matarlyst og orkuþörf.  Fiskur, kjöt, egg, bauna- réttir eða mjólkurmatur. Próteinrík matvæli.  Kartöflur, pasta, hrísgrjón, kornmeti eða brauð. Mat- væli rík af kolvetnum. Velj- ið sem oftast trefjaríkar/ grófar tegundir.  Alls konar grænmeti, rót- arávextir eða ávextir. Veita mikið af trefjum, mikil- vægum næringarefnum og öðrum hollefnum. Aukið fjölbreytnina með því að vera bæði með hrátt og soðið grænmeti. Diskurinn TENGLAR .............................................. www.lydheilsustod.is join@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.