Morgunblaðið - 28.10.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.10.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 27 DAGLEGT LÍF Kjartan í 3. sætið Veljum traustan og öflugan málsvara borgarbúa í borgarstjórn! RAFN Jónsson sér um áfengis- og vímuvarn- armál hjá Lýðheilsustöðinni, hann segir að þessar óskipulögðu skemmtanir séu aldrei á vegum skólans og nemendafélaganna beint heldur á vegum einhverra einstaklinga innan nemendafélaganna. Aldurinn inn á skemmti- staði er samkvæmt lögum 18 ár og áfeng- iskaupaaldurinn er 20 ár „Bjórkvöldin eru haldin á skemmtistöðum og þá er það oftast einhver sem hefur aldur til sem er að leigja húsnæðið og við því er ekkert hægt að amast en það sem er agalegt er að boðin ganga um skólann og samkoman er eftirlits- laus,“ segir Rafn. „Lögreglan fylgist með þess- um samkomum og að þeirra sögn eru ákveðnir skemmtistaðir virkari í að leigja framhalds- skólanemendum en aðrir. Ef lögreglan fréttir af slíku eru þeir fljótir á staðinn.“ Hann segir að það hafi komið fyrirspurnir á Lýðheilsustöð frá foreldrum sem eru að athuga lögmæti slíkrar samkomu. „Ef við fáum fyrirspurnir um slíka skemmtun látum við lögreglu vita sem er oft þá búin að fá veður af þessu. Ef foreldrar vita af svona sam- komum, þar sem hugsanlega verður veitt áfengi, er um að gera að tilkynna það til lög- reglu, sérstaklega ef verið er að auglýsa það til fólks undir lögaldri.“ Bannaðar skemmtanir Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, segir að svona skemmtanir séu bannaðar. „Það er rosalega erf- itt að eiga við slíkar skemmtanir því þær fara leynilega fram og fara framhjá skólanum. Við reynum að stemma stigu við þessu og höfum rætt þetta á skólaráðsfundum við stjórn nem- endafélagsins og beðið þau um að standa ekki fyrir svona löguðu. Við höfum einnig gert at- hugasemdir við skemmtistaði sem eru að taka þetta að sér.“ Ingibjörg segir að það fylgi leyni- legu auglýsingunum yfirleitt að samkomurnar séu bannaðar innan 18 ára en að sumir staðir hleypi yngra fólki inn og selji því áfengi. „Okkur finnst þetta slæm þróun og viljum ekki sjá að þetta gangi innan skólans. Við vitum af því að nemendafélagið hefur staðið fyrir svona og höfum rætt þetta við þau á alvarlegum nótum.“ Hún segir að foreldrar hafi verið að hringja í skólayfirvöld vegna þessa. „Börnin þeirra eru að fá skilaboðin og þeir hringja og spyrja hvort þetta sé á vegum skólans sem það er ekki. Félag framhaldsskóla hefur rætt þetta sín á milli og verið í samstarfi við lögregluna, en það er erfitt við að eiga,“ segir Ingibjörg og bætir við að á auglýstum skemmtunum á vegum skólans sé meðferð áfengis bönnuð. Í samstarfi við nemendur Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, hefur svipaða sögu að segja. Hann segir að það sé bannað að skipuleggja slíkar samkomur og auglýsa til nemenda og þau hafi rætt þetta við stjórn nemendafélagsins. „Skila- boðin eru skýr frá okkur, slík skemmtun er ekki á vegum skólans. En við getum aldrei komið í veg fyrir að einhver hópur komi saman eitt- hvers staðar og þá er það á ábyrgð staðarins sem heldur skemmtunina. Félagsstarfið hér í MR er alltaf í samstarfi við nemendur. Þeir þurfa að fá skemmtanaleyfi sem er á ábyrgð lögreglunnar, og það eru þær skemmtanir sem eru á vegum skólans. Ef við fréttum af óskipu- lögðum skemmtunum, sem er verið að auglýsa á milli nemenda, þá reynum við að stöðva slíkt í samstarfi við lögregluna.“ Yngvi segir að skóla- yfirvöld í MR séu að styðja nemendur í því að efla félagslífið á forsendum skólans og að það hafi tekist vel. Einkasamkvæmi Eva Reynisdóttir er formaður nemenda- félags Kvennaskólans, hún segir að skóla- yfirvöld hafi rætt þessar óskipulögðu skemmt- anir við sig. „Það er ekki stefna að láta fólk, undir aldri, drekka áfengi og dyraverðir skemmtistaða eigi að sjá til þess að of ungt fólk komist ekki inn á þá.“ Hún segir þau í nemenda- félagi Kvennaskólans reyna að vinna með skóla- yfirvöldum. „Það eru flestir skemmtistaðir farn- ir að loka á þessar framhaldsskólasamkomur,“ segir Eva og tekur skýrt fram að nemenda- félögin hvetji ekki til drykkju undir lögaldri. Gunnar H. Guðmundsson er inspector skóla- félags MR. Aðspurður segir hann að skóla- félagið í MR hafi ekki haldið slíkar samkomur undir sinni stjórn. „Það eru oft partí í gangi en þá eru það bara einkaaðilar sem halda þau, það kemur ekki nálægt skólanum né skólafélaginu. Mér finnst fáránlegt ef nemendafélög stuðla að unglingadrykkju, það ætti ekki að líðast.“ Hann segir skólafélagið aðeins halda skipulögð böll sem séu reyklaus og áfengislaus með öllu.  UNGLINGAR | Sms-skilaboð um bjórkvöld ganga milli nemenda í framhaldsskólum Eftirlitslausar samkomur Nokkuð hefur borið á því í framhaldsskólum að auglýstar séu áfengisskemmtanir, með sms-skilaboðum til nemenda. Í framhaldsskólum eru flestir á aldrinum 16 til 20 ára og sam- kvæmt lögum, of ungir til þess að neyta áfengis. Borið hefur á því að nemar haldi bjórkvöld og auglýsi þau til nemenda undir lögaldri. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is TAÍLENSKIR dagar eru í Nettó fram til 1. nóvember en þeir eru þáttur í átaki sem nefnt er Góm- sætir alþjóðaréttir Nettó. Leitast er við að kynna þá fjölskrúðugu matarmenningu sem nú er á Ís- landi og Íslendingum frá ólíkum heimshornum gefsttækifæri til að kynna menningu sína og færni í matargerð. Samstarf Alþjóðahúss- ins og Nettó-verslana um land allt hófst sl. sumar og hefur leitt af sér kynningu á indverskri, kínverskri og tyrkneskri matargerð. Að þessu sinni verður boðið upp á taílenska rétti. Somjai Sirimekha, upphaflega frá Nakhonratchasima-borg í Phimai-héraði Taílands, mun elda fljótlega rétti í verslunum Nettó og leyfa viðskiptavinum að bragða á kræsingunum. Steiktar hrísgrjónanúðlur lítil skál af hrísgrjónanúðlum 1 laukur, skorinn í strimla 2 gulrætur, smátt skornar 2–3 msk. Exotic sojasósa, 2 egg 1 msk. sykur púrrulaukur, skorinn í bita olía Leggið núðlurnar í heitt vatn (úr krana) í 3–4 mín. Steikið 1 egg, hrærið í olíu, bæt- ið lauki og gulrótum saman við og hrærið. Setjið núðlurnar út í, hellið soja- sósunni yfir og blandið öllu saman. Bætið við eggi og sykri og hrærið saman. Púrrulaukurinn er settur í síðast og blandað vel saman við.  NEYTENDUR Taílenskir dagar í Nettó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.