Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
O
kkar vísindafólk sem er að vinna á þessu fræðasviði,
með ungt fólk og líðan þess í samfélagi sem verður
sífellt flóknara og erfiðara að festa rætur í, kemur
að þessu verkefni,“ segir Kristín Ingólfsdóttir
rektor Háskóla Íslands um aðkomu skólans og Há-
skólans í Reykjavík að forvarnarverkefninu. „Við munum því
leggja fram sérfræðiþekkingu og vísindafólkið okkar taka að sér
tiltekin verkefni í þessu forvarnarstarfi.“
Guðfinna B. Bjarnadóttir rektor HR segir langtímareynslu
komna á að nýta rannsóknargögn um ungmenni sem aflað hefur
verið, framkvæma forvarnaraðgerðir og mæla árangur jafnóð-
um en nefna má að Þórólfur Þórlindsson prófessor í félagsfræð-
um og Inga Dóra Sigfúsdóttir hófu öflun gagna á vegum Reykja-
víkurborgar vegna verkefnisins Ísland án eiturlyfja árið 1992. „Í
stefnumótun í forvarnarstarfi þarf að mæla og meta og nota
rannsóknir til þess að vita hvað virkar og hvað ekki,“ segir Guð-
finna. Íslenskt „módel“ hafi verið þróað hvað þetta varðar í mörg
ár og nú er verið að flytja það út. „Það vill svo skemmtilega til að
það eru vísindamenn úr báðum skólum sem hafa verið að vinna
þetta og ætla að halda því samstarfi áfram.“
Kristín Árnadóttir, varaformaður samtakanna Evrópskar
borgir gegn fíkniefnum, segir að gagnagrunnur sem orðið hafi til
með ungmennarannsóknum hér á landi sýni hvaða aðferðir í for-
varnarstarfi virki. Hún tekur fram að rannsóknir sem liggja til
grundvallar hafi ekki verið byggðar á úrtaki fárra heldur náð til
allra grunnskólabarna í 10. bekk þau ár sem rannsóknin var
gerð.
Guðfinna bendir á að í kjölfar rannsóknanna hafi verið bent á
einfaldar aðgerðir til að bæta stöðu ungmenna. „Þær snúa meira
og minna að nærsamfélagi barnanna, að passa að þau séu ekki
lengi úti á ákveðnum aldri eða vakta partíin þeirra. [...] Það er al-
veg ljóst að þetta hefur áhrif og þess vegna er svo gaman að geta
fært svona þekkingu yfir til annarra.“
Kristín Ingólfsdóttir tekur í sama streng og segir stórkostlegt
að reynsla Íslendinga geti nýst í löndum þar sem ekki er gerlegt
að stunda rannsóknir af þessu tagi og vera með forvarnarstarf í
kjölfarið.
Stærsta samstarfsverkefnið
Rektorarnir segja að í gangi séu nokkur samvinnuverkefni
milli HÍ og HR en ekkert þeirra sé af þeirri stærðargráðu sem
hér um ræðir. Guðfinna segir samstarfið eiga eftir að skila miklu,
ekki síst sé til framtíðar litið. „Sú hugsun að nota rannsóknir í
stefnumótun er svo mikilvæg.“
Kristín Árnadóttir segir að í samningum sem gerðir verða við
allar borgirnar séu gerðar þær kröfur að faglegur aðili ber
ábyrgð á framkvæmdinni í hverju landi. Þetta þýði samstarf við
háskólana í viðkomandi löndum.
Samstarf hás
hér heima og
Kostnaður við forvarnarverkefni í tíu
Evrópuborgum að frumkvæði Íslendinga
verður um 200 milljónir. Sunna Ósk
Logadóttir kynnti sér verkefnið.
Samstarfssamningur um forvarnarverkefni í tíu evr
„ÉG FRÉTTI af þessu verkefni Reykjavíkur-
borgar og að Ólafur Ragnar Grímsson væri
verndari þess og vakti það strax áhuga minn,“
segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis, um
forsögu þess að fyrirtækið ákvað að styðja við
framkvæmd rannsókna á fíkniefnaneyslu
ungmenna og aðstæðum þeirra í tíu evrópsk-
um borgum en verkefninu er stjórnað frá Ís-
landi. Að auki styður Actavis sérstakt for-
varnarátak í fimm borgum í Austur-Evrópu. Í
heild er kostnaður við verkefnið um 200 millj-
ónir króna og mun Actavis leggja fram stóran
hluta beins fjárframlags sem fer í verkefnið
eða um 30 milljónir og er fyrirtækið því
stærsti styrktaraðilinn.
Róbert segist hafa heyrt af stóru íslensku
rannsókninni um notkun ungmenna á fíkni-
efnum, viðhorfum þeirra og aðstæðum sem
verður fyrirmynd kannana sem gerðar verða í
þátttökuborgunum, en sú rannsókn var gerð á
árunum 1998–2004. „Þar kom í ljós hversu
mikil áhrif samfélagsþættir hafa á það hvort
unglingar fara út í fíkniefnaneyslu eða ekki,“
segir Róbert. „Ein niðurstaðan er sú að reyk-
ingar, áfengisneysla unglinga og hvort börnin
stundi íþróttir og eigi gott samband við for-
eldrana skipta mestu máli um hvort unglingar
leiðist út í fíkniefnaneyslu.“ Segir Róbert að
sér hafi þótt þær niðurstöður áhugaverðar og
því hafi Actavis viljað styðja við verkefni
byggt á því íslenska, víða í Evrópu. „Við vild-
um reyna að leggja okkar af mörkum, ekki að-
eins hva
einnig að
til að hlú
Fjárst
samanbu
unnar ve
og Hásk
ungmenn
fimm bo
mun ná
Vilníus í
Búlgaríu
í Rússlan
um þessu
Verk
„Við v
við erum
fannst vi
segir Rób
Actavi
og það þ
með eitt
með öflu
landi.
„Þessa
hafa ekk
af kostn
Róbert. „
við skila
félaga.“
Lyfjafyrirtækið Actavis styrkir forvarnar
Einfaldar aðgerðir g
Róbert Wessman forstjóri Actavis sem
styrkir verkefnið í fimm borgum.
VERKEFNI, sem unnið verður
næstu árin í samvinnu tíu Evrópu-
borga í þeim tilgangi að berjast gegn
fíkniefnaneyslu ungmenna, er byggt á
íslenskum rannsóknum og árangri í
forvörnum. Munu íslenskir vís-
indamenn, sem hafa áralanga reynslu
af ungmennarannsóknum, koma að
verkefninu og undirbúningi þess í
samstarfi við háskóla í viðkomandi
löndum. Fara þar fremst í flokki þau
Þórólfur Þórlindsson, prófessor í fé-
lagsfræði, og Inga Dóra Sigfúsdóttir,
doktor í félagsfræði, sem hafa unnið
að viðamiklum rannsóknum á að-
stæðum ungs fólks, en verkefnið Ís-
land án eiturlyfja, sem Dögg Páls-
dóttir stýrði á sínum tíma, sýndi
ótvíræðan árangur af forvarnarstarfi
byggðu á traustum rannsóknargrunn
og horfa önnur Evrópulönd nú til þes
árangurs.
Í gær var á Bessastöðum skrifað
undir samstarfssamning milli Háskól
Íslands, Háskólans í Reykjavík og
Reykjavíkurborgar um rannsókn-
arþátt verkefnisins. Þá var einnig und
irritaður samningur milli Reykjavík-
urborgar og lyfjafyrirtækisins Actavi
um stuðning við verkefnið. Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er
verndari verkefnisins en við und-
irritun samninganna í gær tók hann
það fram að hann væri ekki aðeins að
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borga
Bjarnadóttir rektor Háskólans í Rey
Þekking o
PÓLITÍSK ÁKVÖRÐUN UM
DREIFT EIGNARHALD
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-vegsráðherra flutti afar athygl-isverða ræðu á aðalfundi Lands-
sambands íslenzkra útvegsmanna í gær.
Hann vakti þar athygli á dreifingu eign-
arhalds í sjávarútveginum. Samkvæmt
tölum, sem ráðherrann hefur aflað sér,
eru um 950 fyrirtæki í atvinnurekstri í
útgerð. Flest eru lítil, en stóru fyrirtæk-
in hafa eflzt verulega. Tíu sjávarútvegs-
fyrirtæki ráða yfir um helmingi veiði-
heimilda. Tuttugu og eitt fyrirtæki
ræður meira en einu prósenti kvótans.
„Vissulega má deila um hvað telst
mikið eða lítið. En í samanburði við fjöl-
miðla, smásölu, tryggingamarkað, flutn-
ingafyrirtækin, eða fjármálafyrirtækin,
er eignadreifing í sjávarútvegi mikil,“
sagði sjávarútvegsráðherra. „Stór og
öflug fyrirtæki eru bráðnauðsynleg fyr-
ir íslenskan sjávarútveg. Þau eru for-
senda þess að hægt er að ráðast í
áhættusaman og fjármagnsfrekan
rekstur. Uppbygging vinnsluskipa í
uppsjávarfiski er gott dæmi um það. Sú
þróun hefði ekki orðið nema vegna
stórra og öflugra fyrirtækja, sem höfðu
þá burði sem þurfti til mikillar fjárfest-
ingar.“
Einar K. Guðfinnsson benti á að þessi
staða í sjávarútveginum væri tilkomin
vegna þess að tekin hefði verið pólitísk
ákvörðun um að setja sérstök lög til að
stuðla að dreifingu eignarhalds í sjávar-
útvegi. Þau fela í sér að ekkert fyrirtæki
má eiga meira en 12% heildarkvótans.
„Það er enginn vafi á að þessi lög hafa
náð markmiði sínu og eru að mínu mati
ein ástæða þes að smám saman hefur
skapazt meiri friður um atvinnugrein-
ina,“ sagði sjávarútvegsráðherra.
Þetta er rétt hjá Einari K. Guðfinns-
syni. Sú sátt, sem náðist um greiðslu
auðlindagjalds annars vegar og kvóta-
þakið hins vegar, hefur stuðlað að meiri
sátt um málefni sjávarútvegsins. Morg-
unblaðið hefur raunar bent á að þau
tengsl væru á milli þessara mála, að ef
sjávarútvegurinn færi að greiða umtals-
verðar upphæðir fyrir veiðileyfin kæmi
til greina að afnema kvótaþakið. En það
er augljóslega langt í að slíkt gerist. Og
kvótaþakið þrengir ekki að stærstu út-
gerðunum, til vitnis um það eru m.a. orð
Árna Vilhjálmssonar, stjórnarformanns
HB Granda, sem ráðherra vitnaði til í
ræðu sinni.
Einar K. Guðfinnsson sagði m.a. í
þessari merkilegu ræðu: „… það er
furðulegt að menn halda áfram að tala
um samþjöppun í sjávarútvegi og vá af
henni en ljá því ekki máls að setja skorð-
ur við eignarhaldi einokunar- og fá-
keppnisfyrirtækja á viðkvæmasta sviði
lýðræðis okkar, fjölmiðlamarkaðnum,
þar sem þó er eitt skýrasta dæmið um
samþjappað eignarhald.
Sjávarútvegur er einmitt eitt
gleggsta dæmið í íslensku atvinnulífi um
tiltölulega dreift eignarhald. Eða hvað
ætli yrði sagt um okkar ágætu atvinnu-
grein ef einstök fyrirtæki réðu 50 til 60
prósent aflaheimilda, eða skiptu kvótan-
um í tvennt eða þrennt. Viðlíka aðstæð-
ur eru til staðar í ýmsum öðrum atvinnu-
greinum hér á landi.“ Á heimasíðu sinni
bætir ráðherrann því við að eitt og sama
fyrirtækið fari með 60% smásöluverzl-
unar á höfuðborgarsvæðinu.
Auðvitað er hægt að taka pólitíska
ákvörðun um dreift eignarhald í öðrum
atvinnugreinum en sjávarútveginum.
Því er gjarnan haldið fram að slíkt
myndi leggja viðkomandi atvinnugrein-
ar í rúst. En líkt og sjávarútvegsráð-
herrann bendir á er dreift eignarhald
meðal styrkleika sjávarútvegsins. Mörg
sjávarútvegsfyrirtæki eru vel rekin og
skila góðri afkomu. Þeir erfiðleikar, sem
nú steðja að greininni, eru fyrst og
fremst tímabundnir, vegna þróunar
gengis krónunnar. Sjávarútvegsfyrir-
tæki, sem kjósa að vaxa umfram það sem
kvótaþakið gefur þeim svigrúm til, hafa
beint sjónum til útlanda og látið þar til
sín taka í vaxandi mæli.
Fyrst alþingismenn, þar á meðal
þingmenn núverandi stjórnarflokka,
treystu sér til að taka pólitíska ákvörðun
um takmörkun á eignarhaldi í höfuðat-
vinnuvegi þjóðarinnar ættu þeir að geta
treyst sér til að taka slíka ákvörðun um
aðrar atvinnugreinar, þannig að þar
verði ekki einn eða fáir aðilar allsráð-
andi. Slíkt myndi auðvitað, eins og í
sjávarútveginum, stuðla að meiri sátt
um viðkomandi fyrirtæki og atvinnu-
greinar.
ÍRAN OG ÖRYGGISRÁÐIÐ
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Ír-ans, hefur kallað yfir sig al-
menna fordæmingu víða um heim fyrir
þau ummæli sín á ráðstefnu í Teheran í
fyrradag að þurrka beri Ísrael út af yf-
irborði jarðar. Shimon Peres, aðstoð-
arforsætisráðherra Ísraels, sagði að
ummælin væru brot á stofnskrá Sam-
einuðu þjóðanna og jafngiltu glæp
gegn mannkyninu. Hann krafðist þess
þegar að Írönum yrði vikið úr SÞ
vegna ummæla forsetans.
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, fordæmdi ummæli Ahmadinej-
ads harðlega í gær og sagði að brátt
yrði svo komið að óhjákvæmilegt yrði
að líta öðruvísi á Írana en raunveru-
lega ógn. „Afstaða þeirra til Ísraels,
afstaða þeirra til hryðjuverka, afstaða
þeirra til kjarnorkuvopnamála er óvið-
unandi,“ sagði Blair.
Íranar hafa undanfarið gefið al-
þjóðasamfélaginu langt nef í ýmsum
efnum og ber þar helst að nefna kjarn-
orkumálin. Írönsk stjórnvöld hafa ver-
ið sökuð um að nota kjarnorkuáætlun
sína til að fela tilraunir sínar til að
framleiða kjarnorkuvopn. Íranar hafa
neitað þessu, en eru þó ekki tilbúnir til
að undirgangast eftirlit með kjarn-
orkuáætlun sinni.
Íranar virðast hins vegar leggja allt
kapp á að ögra umhverfi sínu um þess-
ar mundir. Yfirlýsingar á borð við um-
mæli Íransforseta hafa ekki heyrst frá
írönskum forustumönnum svo árum
skiptir. Íranar hafa ýmist fallist á eft-
irlit með kjarnorkuáætlun sinni eða
hafnað því. Ef til vill telja Íranar að
staða mála í þeirra heimshluta sé
þannig að nú sé lag að bjóða Ísraelum
og Vesturlöndum birginn. Mál þeirra
ber að taka upp af fullri ákveðni í ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þar
ættu að vera forsendur til að ná ein-
ingu um að þrýsta á Írana um að fall-
ast á eftirlit eins og Evrópusambandið
hefur knúið á um. Bandaríkjamenn
þurfa þar að snúast á sveif með Evr-
ópu og verða að gera sér grein fyrir því
að það er mun líklegra að þannig náist
árangur.