Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 40

Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Einar Péturssonfæddist í Ófeigs- firði í Árneshreppi á Ströndum 25. októ- ber 1926. Hann lést á heimili sínu 20. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson bóndi í Ófeigsfirði, f. 4. mars 1890, d. 21. september 1974, og Ingibjörg Ketils- dóttir húsfreyja í Ófeigsfirði, f. 24. september 1889 á Ísafirði, d. 3. desember 1976. Bræður Einars eru Ketill, f. 7. maí 1912, d. 8. nóvember 1975; Guð- mundur, f. 7. maí 1912, d. 20. októ- ber 1985; Ófeigur, f. 24. júlí 1915; Ingólfur, f. 15. mars 1919, d. 6. júní 1998; Eyvindur, f. 15. apríl 1921, d. 7. maí 1924; Eyvindur yngri, f. 6. júlí 1924, d. 8. apríl 1928; Sigur- geir, f. 25. maí 1928; og Rögnvald- ur Jón, f. 12. febrúar 1931, d. 16. ágúst 1997. Hinn 15. júní 1952 kvæntist Ein- ar eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- rúnu Sesselju Bárðardóttur, f. 3. mars 1928 í Vík í Mýrdal. Foreldr- ar hennar voru Bárður Jónsson og Þórey Sverrisdóttir, þau eru bæði látin. Börn Einars eru sex: 1) Anna son. Börn þeirra eru Sigrún Birna og Egill Valur. Maki Sigrúnar Birnu er Stefán Haraldsson. 4) Helga Guðlaug, f. 1. nóvember 1962, maki Bergþór Morthens. Dætur þeirra eru Sigrún Sesselja og Valgerður Rós. Fyrir á Bergþór börnin Ásbjörgu og Fannar. Maki Ásbjargar er Tómas Lunkevicius. Einar ólst upp í Ófeigsfirði á Ströndum. Stuttu eftir fermingu hóf hann nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og var þar í tvo vetur. Þaðan fór hann norður á Akureyri og lærði rafvirkjun við Iðnskólann á Akureyri. Meistari hans í iðninni var Hrólfur Sturlaugsson og bjó Einar hjá þeim hjónum Hrólfi og Sigríði fyrstu námsárin. Hann lauk sveinsprófi 1947 og fékk síðar meistararéttindi. Leiðin lá til Reykjavíkur þar sem hann vann við rafvirkjun þar til þau hjónin fluttu á Blönduós ár- ið 1952. Á Blönduósi starfaði Einar við sitt fag til ársins 1958. Fjöl- skyldan flutti suður til Reykjavík- ur og þaðan í Kópavog, þar sem Einar vann sem rafvirki en fór síð- an til sjós í nokkur ár sem kokkur á Hafrúnu ÍS. Árið 1978 stofnaði Einar ásamt Guðjóni Guðmundssyni og Sigurði Guðjónssyni Rafvirkjann s/f en síðustu tíu árin störfuðu Einar og Sigurður saman, þar til Einar lét af störfum vegna veikinda árið 2005. Útför Einars verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Stefanía, f. 8. nóv. 1948, móðir Sjöfn A. Ólafsson, d. 1989. Maki Önnu I Mar- teinn Þórður Einars- son, d. 17. nóv. 1967, sonur þeirra er Aðal- steinn Stefán, maki Maggý Hreiðarsdótt- ir og eiga þau sam- tals fjögur börn. Maki Önnu II Jónas Þór, börn þeirra eru Þórarinn Jónas Þór og Sjöfn Þór. Sjöfn á eina dóttur. 2) Örn Sigurgeir, f. 17. janúar 1950, móð- ir Svanfríður Sigurlaug Eyvinds- dóttir. Maki Arnar er Jóna R. Stígsdóttir, sonur þeirra er Pétur Ingi, maki Hanna Dóra Hauksdótt- ir og eiga þau þrjú börn. Dætur Sigrúnar og Einars eru: 1) Valgerður, f. 28. des. 1953, maki Guðni Friðriksson. Synir þeirra eru Gestur og Einar Þór. Maki Gests er Guðbjörg Svava Ragnars- dóttir og eiga þau samtals tvö börn. 2) Þórey, f. 13. júlí 1955, maki Hreiðar Þórðarson. Synir þeirra eru Einar Ingi, Þórður Steinar og Hörður Helgi. Maki Einars Inga er Sigríður María Sig- urjónsdóttir. 3) Ingibjörg, f. 24. júlí 1957, maki Hafsteinn Ingólfs- Faðir okkar Einar Pétursson ólst upp í Ófeigsfirði á Ströndum í stórum bræðrahópi. Hann var stolt- ur af sinni sveit og deildi með okkur systrunum mörgum góðum minn- ingum um afa, ömmu og æskuárin. Þar á bæ var margt um manninn, m.a. föðursystir hans og hennar fjöl- skylda sem bjó í sama húsi. Ófeigsfjörður var og er mikil hlunnindajörð. Þar er æðarvarp, sel- veiði og mikill reki. Hefðbundinn bú- skapur var stundaður, aðallega með sauðfé, en kýr og hross eftir þörfum heimilisins. Börnin voru mörg og leiksvæðið stórbrotið. Nálægðin við sjóinn og verklag tengt honum var þroskandi fyrir börnin. Sandurinn, fjaran og umhverfið allt um kring var og er mikill ævintýraheimur. Í túnjaðrinum er grunn tjörn sem ber nafnið Óskatjörn. Þar var tilval- ið að leika sér með heimasmíðaða báta. Börnin bundu í þá band og festu um stöng á hinn endann. Stöngin var notuð til að halda bátn- um hæfilega frá landi. Tjörnin var heimur út af fyrir sig, þar sem hug- myndirnar fengu byr undir báða vængi. Börnin nefndu ákveðna staði við tjörnina þekktum landfræðileg- um nöfnum og sigldu t.d. suður til Reykjavíkur, austur á Langanes og á marga fleiri staði. Margar æskuminningar okkar systranna tengjast ferðalögum og tjaldútilegum. Foreldrar okkar voru duglegir að ferðast um landið og fræða okkur um það sem fyrir augu bar. Æskuárin voru í Kópavoginum, þar sem foreldrar okkar byggðu hús. Í minningunni gat pabbi allt sjálfur. Pabbi var til sjós í u.þ.b. tíu ár sem kokkur á Hafrúnu ÍS. Hann lærði af mömmu matargerð og nutum við systurnar góðs af því alla tíð. Margar góðar minningar eru tengdar sjómannsárunum. Við feng- um að fara um borð og hjálpa til, þegar tekið var á móti kostinum. Þá upplifðum við stemninguna um borð, því skipsfélagarnir unnu oft í land- legum. Oft enduðu bíltúrarnir niðri á höfn, sérstaklega fyrir jólin, til þess að virða fyrir sér ljósadýrðina. Faðir okkar var hlýr og traustur maður. Hann var hjálpsamur og greiðvikinn ef til hans var leitað. Vinnugleði var honum í blóð borin og átti hann langa og farsæla starfsævi. Til margra ára var pabbi með verkstæði í sama húsi og heimili for- eldra okkar og naut hann dyggrar aðstoðar móður okkar við rekstur- inn. Hann var glaður í góðra vina hópi tók þá gjarnan lagið og spilaði oft sjálfur undir bæði á harmoniku og píanó. Hann hlustaði mikið á klass- íska tónlist og sótti marga helstu tónlistarviðburði. Börn okkar systranna eiga falleg- ar og góðar minningar um afa sinn. Hann fylgdist með námi og áhuga- málum þeirra og hvatti þau áfram í leik og starfi. Frá því að börnin okkar voru lítil hafa þau notið þess að dvelja með afa og ömmu í sumarbústaðnum við Laugarvatn. Þar var oft glatt á hjalla og margt um manninn. Á þessari kveðjustund er okkur efst í huga söknuður og þakklæti fyrir allt það góða sem pabbi gaf okkur. Minningar um góðan föður eiga eftir að lifa með okkur um ókomin ár. Guð blessi hann og varðveiti. Valgerður, Þórey, Ingibjörg og Helga Guðlaug. Hann var sem klettur í hafi, frek- ar fámáll maður, hlédrægur en lét verkin tala. Þolinmæði og umburðarlyndi gagnvart skapgerðarbrestum ann- arra var takmarkalaus. Aldrei man ég eftir því að hafa heyrt hann tala illa um nokkurn mann. Tónelskur var hann og góðan söng hafði hann í hávegum og átti til að taka lagið með sínum mönnum þeg- ar hann var í því stuðinu. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar hann ásamt konu sinni, sökum veikinda sinna, ekki gat farið að sjá meistara Placido, en þar hafði hann tryggt sér bestu sæti, að eiginkona mín og ég urðum þeirrar gleði að- njótandi að fara í þeirra stað. Þetta er aðeins eitt dæmi sem kemur upp í huga mér þegar ég kveð tengdaföður minn í hinsta sinn. Megi tónlistin vera í hávegum höfð þar sem för þinni er nú heitið. Bergþór Morthens. Við systkinin eigum margar góðar og fallegar minningar um afa okkar. Þegar við vorum lítil var það fastur liður að afi og amma komu færandi hendi með ís og góðgæti í heimsókn til okkar um helgar. Afi hefur alla tíð verið gjafmildur og ætíð hugsað um okkar hag. Notalegt var að heimsækja afa og ömmu þar sem þau tóku svo vel á móti okkur og afi hafði sinn háttinn á að bjóða okkur velkomin. Egill Valur og afi heilsuðust með því að láta hnakkana mætast en mér heilsaði hann alltaf á sinn sérstaka hátt með bros á vör. Hann var svo hlýr og góð- ur við okkur, frekar fámáll en um- hyggjusamur og nærgætinn. Sem lítil stelpa man ég eftir að afi lék jólasveininn á aðfangadagskvöld. Hann setti upp jólasveinahúfu og deildi út jólapökkunum með leik- rænum hætti. Þetta fannst okkur krökkunum alveg ómissandi þáttur í jólahaldinu. Gamlárskvöldin í Laufbrekku hverfa seint úr minni. Mér fannst þau alltaf svo ævintýraleg og skemmtileg því afi keypti fullt af flugeldum fyrir barnabörnin. Í minningunni voru þetta stórir og miklir flugeldar. Afi var mjög vanafastur og vinnu- samur maður. Ég sé hann fyrir mér borða skyrið sitt í hádeginu, þakið sykri og rjóma. Eftir hádegi hlustaði hann á hádegisfréttirnar og fékk sér síðan blund. Stundum fengum við krakkarnir að skoða verkstæðið hans og hann var natinn við að út- skýra fyrir okkur hvernig hann not- aði hin ýmsu verkfæri og rafmagns- tæki. Afi var mikill veislumaður og voru tertuveislur í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Pönnukökurnar sem hann bakaði voru vinsælar hjá okkur barnabörnunum, hann bakaði þær oft og þá svo mikið að við gátum borðað eins margar og við gátum í okkur látið. Afi og amma höfðu unun af að fara í berjamó á haustin. Eftir berjatínsl- una kenndi afi okkur að hreinsa ber- in með sérstakri aðferð sem hann hafði fundið upp. Síðan var haldin berjaveisla og allir fengu sér ber í skál með miklum rjóma og sykri. Margar góðar minningar tengjast veru okkar í sumarbústaðnum við Laugarvatn en þar var oft fjölmennt og mikið um að vera. Afi var dugleg- ur við að dytta að ýmsu í bústaðnum og kenna okkur gott handbragð. Hann sá til þess að alltaf væri nóg til af timbri og verkfærum í vinnu- skúrnum sem við barnabörnin feng- um að nota við smíðar. Afi hefur alltaf verið mjög barn- góður og sérstaklega þolinmóður maður. Þrátt fyrir oft mikinn ærsla- gang í okkur barnabörnunum man ég aldrei eftir því að hann hafi hækk- að róminn en á sinn milda hátt var hann laginn við að ná athygli okkar barnanna. Við kveðjum elsku afa okkar með söknuði og geymum fallegar minn- ingar um hann í hjörtum okkar um ókomna tíð. Egill Valur og Sigrún Birna. Fyrsta minning mín um afa minn er líklega frá því að við fórum saman út í skúr og náðum okkur í ís sem hann átti oftar en ekki til fyrir litla og feita krakka eins og mig. Hann dekraði við mig og var mér alltaf góður. Afi var mér mikill leiðbein- andi, skilningsríkur og þolinmóður og kenndi hann mér ýmislegt um líf- ið og tilveruna. Ég var það heppinn að hafa að- gengi að vinnu hjá honum í rafmagn- inu og voru hádegishléin eftirminni- leg á Laufbrekkunni þar sem amma tók ávallt hlýlega á móti okkur. Þar við eldhúsborðið var allt milli himins og jarðar skeggrætt þangað til vinn- an tók aftur við. Ég hafði mjög gaman af því að umgangast afa minn því í mínum huga var hann einn af fróðari mönn- um landsins og gátum við endalaust spjallað saman um liðna tíma og framandi aðstæður. Ég er afar þakklátur fyrir allar þær góðu stundir sem við afi áttum saman. Afi á mjög mikið í mér og mun ég ávallt hafa tilmæli hans að leiðarljósi í mínu lífi. Einar Ingi. Mig langar að segja nokkur orð um afa en ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast honum soldið upp á nýtt kominn yfir tvítugt, þar sem ég bjó hjá honum og ömmu í Laufbrekku meðan ég var í tónlist- arnámi. Afi sagði kannski ekki mik- ið, en ef mann vantaði eitthvað þá reddaði hann því alltaf og ég held það sé óhætt að segja að hann hafi stutt alveg rosalega við bakið á sín- um börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum. Hann var umburðar- lyndur við mig og ömmu, (sem erum kannski hættulega lík) og þau sýndu mínum hugsjónum og markmiðum alltaf mikinn skilning og kvörtuðu aldrei undan hávaða þó ég væri stundum ennþá að æfa mig á gítar- inn þegar afi var að fara í vinnuna. Síðustu vikurnar sem hann lifði hélt hann áfram að sýna í verki hversu miklu fjölskyldan skipti hann því hann var óspar á gjafir og aldrei lét hann sig vanta í barnaafmæli eða önnur fjölskyldumót. Takk fyrir mig og mína, afi minn, hvar sem þú ert, og hvíldu í friði. Gestur Guðnason. Upp skaltu á kjöl klífa. Köld er sjávardrífa. Kostaðu huginn at herða. Hér muntu lífit verða. Skafl beygjattu, skalli, þótt skúr á þik falli. Ást hafðir þú meyja. Eitt sinn skal hverr deyja. (Þórir jökull.) Elsku afi, ég þakka þér fyrir hvatninguna og stuðninginn. Þinn Hörður Helgi. Í örfáum orðum langar mig að minnast Einars Péturssonar föður æskuvinkonu minnar. Fljótlega eftir að við Helga Guðlaug yngsta dóttir hans hófum skólagöngu hófst með okkur vinskapur sem hefur haldist síðan. Fjölskyldu hennar kynntist ég vel þar sem ég var mikið á heimili þeirra í Kópavoginum á æskuárun- um og á góðar minningar þaðan en bæði Einar og kona hans Sigrún voru mér einstaklega góð. Einar rak eigið fyrirtæki og vann mikið eins og margir af hans kynslóð en þó man ég hvað hann tók virkan þátt í eldamennsku og daglegum störfum á heimilinu. Hann var hlýr og yfirlætislaus og aldrei var húm- orinn langt undan. Hann gaf sér tíma til að spjalla og var mikill vinur dætra sinna. Ég votta Sigrúnu og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Guð blessi Einar Pétursson. Hreindís Elva Sigurðardóttir. Í dag er borinn til grafar Einar Pétursson rafverktaki, gamall starfsfélagi minn og vinur. Því miður get ég ekki fylgt honum til grafar og kveð hann því með þessum fátæk- legu orðum. Við Einar kynntumst fyrir rösk- um 30 árum er við unnum hjá Einari Þórðarsyni rafverktaka. Á þessum tíma var ég kominn með mikið af verkefnum, en vantaði rafverktaka- leyfi en þau réttindi hafði Einar. Hafði ég þá samband við Sigurð Guðjónsson og spurði hann hvort hann væri til í samstarf og fá Einar með okkur. Var það auðsótt og stakk þá Einar upp á nafninu Rafvirkinn. Einar var 23 árum eldri en ég og fann ég aldrei fyrir þeim aldursmun. Hann var alltaf kátur og glaður, ólatur og sérlega ósérhlífinn. Aldrei hvarflaði að honum að biðja mig að vinna verk fyrir sig, hvort sem það var að skríða um þrönga lagna- stokka eða príla upp í rjáfur. Oft verður mér hugsað til Einars þegar ég glími við svipuð verkefni, en ég er á sama aldri og hann var þá og geri mér því grein fyrir því hvað hann var lipur og léttur á fæti. Hann gantaðist oft og var glettinn er hann minntist á þá daga er hann starfaði á Blönduósi með Kristni Finnbogasyni. Þá var oft glatt á hjalla og mikið spaugað. Ein sagan er mér minnisstæð, en það var þegar Ágúst gamli á Hofi kom til þeirra strákanna og skoraði á þá í kapp- drykkju en þeir yrðu að borga drykkjarföngin, og auðvitað vann Gústi gamli alltaf. Einar grunaði hann um græsku sem síðar varð upplýst, en verður ekki gert hér, en til þess þurfti nokkrar keppnir. Að endingu vil ég þakka Einari samfylgdina og votta Sigrúnu og öðrum ástvinum hans dýpstu samúð. Guðjón Guðmundsson. EINAR PÉTURSSON Elsku besta amma Berta. Við systkinin minnumst þess með hlýhug er við komum svo oft til ykk- ar afa í heimsókn og pössun á upp- vaxtarárunum. Umhyggja og jafnað- argeð voru þínir bestu kostir og aldrei heyrðum við þig byrsta þig, hvorki við okkur né aðra. Alltaf var stutt í grínið á milli okkar. Við áttum okkar eigið hlátursefni, eins og t.d. þegar við vorum að fara með ykkur afa eitthvað sagðirðu svo oft: „Ósköp eru að sjá þig, það er ekki hægt að fara með þig svona út,“ og svo hafðir BERTA HERBERTSDÓTTIR ✝ Berta Herberts-dóttir fæddist á Hamraendum í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi 18. júlí 1926. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Grund 5. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Kópavogskirkju 13. september. þú okkur til. Þú kall- aðir okkur gullin þín og varst viljug til að dekra við okkur á þann hátt að okkur leið alltaf svo vel hjá þér. Þú hafðir ávallt uppáhalds matinn okkar, og oftast var eitthvað gott til í skápnum. Við eigum margar góðar minn- ingar frá því er þið afi voruð að vinna í Borg- arfirðinum. Allar minningar um þig verða vel geymdar í hjörtum okkar. Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín, en aðra breið þú ofan á mig, er mér þá værðin rósamlig. (Sigurður Jónsson.) Þín er og verður sárt saknað, elsku amma Berta. Ástkærar kveðjur. Hannes og Lovísa Rut (Lotta).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.