Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 53

Morgunblaðið - 28.10.2005, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 53 MENNING www.opera.is miðasala s. 511 4200 midasala@opera.is BENJAMIN BRITTEN the turn of the screw Hulda Björk Garðarsdóttir Ólöf Kolbrún Harðardóttir Gunnar Guðbjörnsson Hanna Dóra Sturludóttir Þórunn Arna Kristjánsdóttir Ísak Ríkharðsson Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky Leikstjóri: Halldór E. Laxness Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Jóhann Bjarni Pálmason sýningardagar: 30. OKTÓBER 4., 6. og 12. nóvember (lokasýning) ATH! 25 ára og yngri: 50% afsláttur af miðaverði í sal F A B R I K A N | Lj ós m yn d : K ris tjá n M aa ck ATH! aðeins 4 sýningar eftir ...Spennuhlaðið viðfangsefnið gerði sig bráðvel fyrir augu og eyru. … Í heild gaf hér að líta það magnaða óperusýningu að mætti jafnvel þykja ástæða til að kanna hvort hún gæti ekki blandað sér í eftirtektarverða útrás íslenskra leiklistarhópa nýverið… morgunblaðið DV „FYRSTU verkin sem ég geri í Loðmundarfirði á hverju sumri eru yfirleitt mjög ómeðvituð,“ segir þýski listamaðurinn Bernd Koberling þar sem hann stendur í skeifubyggingu Ásmundar Sveins- sonar myndhöggvara í Ásmundar- safni, og fylgist með upphengingu 80 stórra vatnslitamynda sem hann vann í Loðmundarfirði í fyrra. Sýn- ing á verkunum verður opnuð klukkan 17 í dag en í Loðmundar- firði hefur hann eytt lunganum af hverju sumri og hausti í nær því 30 ár. „Á hverju ári vinn ég úti á sama stað, í sama móanum í dalnum, og alltaf þegar ég kem er hann ólíkur því hvernig hann var árið á undan. Auðvitað er hann eins við fyrstu sýn, en ég horfi dýpra og sum árin eru grjótin dekkri því þá rignir mik- ið, nú í ár var blóðbergið svo yfir- þyrmandi að ég hef aldrei séð annað eins; fjólublá sprenging! Á hverju ári breytist jafnvægið í gróðrinum. Stundum eru gul blóm allsráðandi; eitt ár var mjög mikið af bláberjum, himinninn grár og jörðin blá. Í hvert sinn, þegar ég kem beint frá Berlín í dalinn, er náttúruupplif- unin yfirþyrmandi og hefur áhrif á verkin, jafnhliða hinum formrænu sýnum sem ég flyt með mér. Það var furðulegt þegar frysti fyrst í haust. Ég var í þessum fjólubláa heimi og skyndilega urðu laufin appelsínugul og rauð. Magn litanna var yfirþyrmandi. Þetta hef- ur áhrif á sálarlífið og myndverkin.“ Sýningin í Ásmundarsafni kallast Grýttur vegur. Hingað kemur sýn- ingin frá sal Deutsche Bank í Köln í Þýskalandi en fyrst var hún sett upp í Nordiska Akvarellmuseet í Skärhamn í Svíþjóð, sem Bera Nor- dal veitir forstöðu. Mánuðina sem Koberling vinnur eystra, einbeitir hann sér að vatns- litaverkum; skapar stórar mynd- raðir, sem eru honum iðulega inn- blástur fyrir átök við stærri myndverk í vinnustofunni í Þýska- landi á veturna. Nú er hann nýkominn til Reykja- víkur eftir að hafa dvalið einn um skeið í vetrarköldum firðinum. Hann hefur komið sex splunkunýj- um verkum fyrir í Gallerí i8 við Klapparstíginn – úr þeirri röð hefur hann einnig valið 30 sem verða í nýrri bók sem kemur út í vor með ljóðum eftir Sjón – og er að leggja lokahönd á upphengingu þessara 80 verka, í tveimur þéttum röðum, á bogalöguðum vegg safnsins. Eins og djassleikari „Ég sé þessi verk sem eins konar sjónræna dagbók og þess vegna er gott að geta haldið þeim saman, í nokkurn veginn réttri tímaröð,“ segir Koberling og rennir augum eftir myndunum, sem eru oft leik- andi léttar í flæðandi vatnslitunum en aðrar merktar átökum enda unn- ar úti meðal náttúruaflanna. „Hér sjást ólíkar fagurfræðilegar birtingarmyndir, sem koma ekki til vegna þess að ég stökkvi til á með- vitaðan hátt, heldur eru sum verk- anna í sterkari tengslum við hinn sýnilega heim en önnur, því ég vinn bara að þeim utandyra. Stundum verða önnur meira „konseptúal“ þegar ég vinn bara að þeim inni,“ en Koberling hefur breytt gömlu hest- húsi í firðinum í vinnustofu. „Samt eiga þessi verk að standa saman. Sama vitundin er að baki þeim. Stundum fer ég út með verk sem ég hef að mestu unnið inni og sú upp- lifun breytir þeim alveg. En á þess- um langa tíma sem ég eyði eystra á hverju ári, gerist eitthvað innra með mér og verkin leiða smám saman að einhverri niðurstöðu sem hefði ekki getað birst mér á fyrstu vikum dval- arinnar. Maður getur sett lokaverkin nærri þeim fyrstu sem maður gerir í röðinni en þótt myndir númer tíu og sextíu passi saman við fyrstu sýn, því í þeim er álíkur rauður tónn, þá eiga þær samt ekki saman. Listin er ekki bara hönnun, listin hefur miklu sterkari innri þörf. Þessar seríur vatnslitaverka byggja á ákveðnum spuna – stundum líki ég vinnu minni við tónlist og þegar ég vinn þessi verk er ég eins og djassleikari sem styðst ekki við skrifaðar nótur.“ Þegar Koberling vinnur úti í Loð- mundarfirði, er hann oft með nokkr- ar arkir úti í móanum og vinnur í þær á sama tíma; síðan velur hann þau verk sem eru að ganga upp og vinnur þau áfram. „Draumurinn er einföldun,“ segir hann, „ég elska niðurskurðinn og einfaldleikann, en maður skapar ekki reglu án óreið- unnar, hún fylgir alltaf.“ Hann segist oft telja dagana sem hann á eftir í firðinum þegar á líður, óttast að hann nái ekki að uppfylla þá sýn á heiminn sem er að mótast innra með honum og í myndröðinni. „Ég þarf langan tíma í firðinum til að sjúga í mig andrúmsloftið og vinna og vinna áður en hugmynd- irnar innra með mér ná að brjótast fram og sameinast upplifuninni; áð- ur en það sem flýtur fyrir augum mínum blandast því sem ég sé. Það er ekki þannig að ég fari bara í Loðmundarfjörð og verði fyrir upplifunum. Nei, upplifunin sem ég verð fyrir verður að blandast hug- myndunum sem ég flyt með mér. Þetta er sambland þess sem ég sé og þess sem örvar mig og hvetur. Ég get síðan ekki komið hugmynd- unum frá mér átakalaust, heldur verð að þróa útkomuna með mynd- röðinni.“ Á sunnudaginn kemur, 30. októ- ber kl. 15, tekur Bernd Koberling þátt í leiðsögn um sýninguna í Ás- mundarsafni. Náttúran hefur áhrif á sálarlífið og myndverkin Grýttur vegur nefnist sýning sem verður opnuð í Ásmundarsafni í dag á vatnslitamyndum sem Bernd Koberling listamað- ur vann í Loðmundarfirði í fyrra. Einar Falur Ingólfsson hlustaði á Koberling segja frá átökunum við verkin í eyðifirðinum. Morgunblaðið/Einar Falur „Listin er ekki bara hönnun, listin hefur miklu sterkari innri þörf,“ segir Bernd Koberling sem er hér við verkin í Ásmundarsafni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.