Morgunblaðið - 07.11.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 302. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
3. til 12. nóvember í
Upphafning
listarinnar
Gestir í Hallgrímskirkju kynntust
bestu vímu sem til er | Menning
Fasteignir og Íþróttir í dag
Fasteignir | Kunna vel við sig í 150 ára gömlu húsi Nýtt fjölbýlishús
við Kirkjuvelli Biðröð eftir íbúðum á Langeyrarmölum Íþróttir | Sig-
urganga Chelsea á enda Guðmundur Hrafnkelsson fór á kostum
LANDSVIRKJUN og landeigendur Reykja-
hlíðar ehf. gengu í gær frá kaupum Landsvirkj-
unar á eignum og lóð Kísiliðjunnar í Reykjahlíð
við Mývatn. Um er að ræða verksmiðju og skrif-
stofuhúsnæði ásamt 4 hektara lóð. Kaupverð er
trúnaðarmál.
Með samningnum hefur verið náð heildarsam-
komulagi milli aðila um nýtingu á svæðinu og
gefið leyfi til rannsókna og forgang Landsvirkj-
unar að orkunýtingu á Sandabotnasvæði og Gjá-
stykki.
Að sögn Friðriks Sophussonar forstjóra
Landsvirkjunar er æskilegt að fyrirtækið eigi
aðgang að álitlegum jarðhitasvæðum í eigu
Reykjahlíðar. Auk þess hafi fyrirtækið keypt
þriðjungshlut í Þeystareykjum ehf. „Allt þetta er
gert til þess að Landsvirkjun hafi þá stöðu á
svæðinu að geta samið við hugsanlega stórkaup-
endur ef sú staða kemur upp að þeir vilji kaupa
rafmagn. Þess vegna höfum við staðið í þessum
samningum við Reykjahlíð. Það skiptir verulegu
máli að einn aðili geti samræmt jarðvarmavirkj-
anir á svæðinu og rekið þær eins og um eina
virkjun væri að ræða.“
Að sögn Ólafs H. Jónssonar formanns landeig-
enda gera þeir sér vonir um gott samstarf aðila
en samkvæmt öruggum heimildum er í burð-
arliðnum samningur Landsvirkjunar og Grænna
lausna um að nýta húsnæði Kísiliðjunnar undir
vörubrettaframleiðslu Grænna lausna. Gæti það
í fyrsta áfanga veitt 15–20 manns atvinnu og þar
með fyllt upp í það gat sem myndaðist við enda-
lok Kísiliðjunnar.
Mjög góður samningur
„Við teljum þetta mjög góðan samning sem
bindur enda á ýmis ágreiningsmál milli aðila.
Hér er verið að ræða um heildarlausn sem var
markmið allra frá upphafi,“ segir Ólafur.
Hann segir samninginn tímamótasamning
fyrir landeigendur ásamt því að Skútustaða-
hreppur fái vonandi að njóta þess sem kemur til
með að gerast á svæðinu næstu árin. Vörubretta-
verksmiðjan geti vonandi dregið til sín starfsfólk
sem hvarf af svæðinu eftir að Kísiliðjan var lögð
niður. „Við höfum unnið eftir kjörorðinu Arðinn
heim í hérað og við teljum að með þessum samn-
ingi sé arðurinn kominn heim í hérað. Jónas A.
Aðalsteinsson hrl. og lögmannsstofa hans LEX
Nestor á þakkir skildar fyrir sinn þátt í þessu
ferli. Auk þess eiga forstjóri Landsvirkjunar og
samningamenn hans þakkir skildar fyrir að
samningurinn skyldi komast á.“
Landsvirkjun kaupir eignir og
lóð Kísiliðjunnar við Mývatn
Einn aðili geti
samræmt
varmavirkj-
anir á svæðinu
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
JACQUES Chirac, forseti Frakklands, sagði í
gærkvöldi eftir skyndifund með æðstu ráð-
herrum landsins að það væri „algert forgangs-
verkefni“ frönsku ríkisstjórnarinnar að koma á
lögum og reglu í borgum landsins eftir óeirðir
sem geisað hafa í ellefu daga. Eru þetta mestu
óeirðir í Frakklandi í nær fjóra áratugi.
„Þeir sem vilja sá fræjum ofbeldis eða ótta
verða handteknir og dæmdir til refsingar,“
sagði Chirac. Dominique de Villepin forsætis-
ráðherra sagði að fleiri lögreglumenn yrðu
sendir á staði þar sem óeirðir blossa upp.
Ekkert lát var á ofbeldinu í gærkvöldi eftir
að óeirðirnar breiddust út um helgina til nær
allra helstu borga landsins og til miðborgar
Parísar. Kveikt var í nær 1.300 bílum í fyrri-
arhverfum og bæjum, meðal annars í Marseille,
Nice, Lille, Bordeaux og Montpellier. Eldar
hafa verið kveiktir í verslunum, fyrirtækjum,
skólum, pósthúsum og lögreglustöðvum.
Daði Runólfsson mannfræðinemi býr í París
og segir hann ástandið í miðborginni í raun ekki
það slæmt því óeirðirnar eigi sér að mestu leyti
stað langt frá henni. Segist Daði þó hafa orðið
var við aukið eftirlit lögreglu en hann býr í 1.
hverfi. Þá hafi einni leið neðanjarðarlestakerfis
Parísar verið lokað á ákveðnum kafla en sú lest
gengur til og frá Charles de Gaulle-flugvell-
inum og í gegnum hverfi þar sem óeirðir hafa
átt sér stað. Kveðst Daði einnig hafa heyrt á
fólki að það hafi áhyggjur af bílum sínum, sér-
staklega eftir að kveikt var í tveimur bílum á
Republique-torgi í fyrrinótt.
nótt og alls hafa 3.500 bílar verið brenndir,
flestir þeirra í úthverfum Parísar þar sem
margir íbúanna eru innflytjendur eða afkom-
endur þeirra.
Aukið eftirlit lögreglu
Lögreglan hefur handtekið yfir 800 manns
vegna óeirðanna og svo virðist sem sumir hóp-
anna séu að herða árásir sínar á lögreglu- og
slökkviliðsmenn. Fregnir herma að um 30 lög-
reglumenn hafi særst, þar af tveir alvarlega, í
skotárásum seint í gær sunnan við París.
Óeirðir hafa blossað upp í allt að 200 borg-
Jacques Chirac lofar að
koma á lögum og reglu
Óeirðir hafa breiðst út
til nær allra helstu
borga Frakklands
Eftir Boga Þór Arason
og Sigurhönnu Kristinsdóttur
Segja óeirðirnar | 13
SÆNSKI kaupsýslumaðurinn
Mattias Santesson hefur í hyggju
að stofna keðju ódýrra tann-
læknastofa í Svíþjóð og Dan-
mörku ásamt austur-evrópskum
tannlæknum, að sögn danskra og
sænskra fjölmiðla í gær.
Santesson ætlar að opna tann-
læknastofu í Stokkhólmi á næstu
dögum og segir að tannlæknar
frá Austur-Evrópu geti boðið upp
á miklu ódýrari þjónustu en nor-
rænir tannlæknar. Hann hyggst
opna aðra tannlæknastofu í
Kaupmannahöfn og síðan færa út
kvíarnar í Svíþjóð og Danmörku,
að sögn danska dagblaðsins
Extra Bladet.
Santesson er nú að kanna
markaðinn og dönsk lög um tann-
læknastofur. „Verðið hjá tann-
læknum í Svíþjóð og Danmörku
er alltof hátt,“ hafði blaðið eftir
Santesson. „Við getum lækkað
verðið um helming á venjulegri
tannlæknaþjónustu, meðal annars
með lægri launum og minni inn-
kaupakostnaði. Svíar njóta góðs
af þessu núna en ef allt gengur
vel þá kemur bráðlega að Dön-
um.“
Formaður stéttarfélags
danskra tannlækna, Per Gaunø
Jensen, kvaðst hafa miklar efa-
semdir um áform sænska kaup-
sýslumannsins. „Ég tel að ekki sé
hægt að lækka verðið verulega
án þess að þjónustan versni,“
hafði Extra Bladet eftir Jensen.
Boðar ódýrari tannlæknastofur
Morgunblaðið/Kristinn
Vængjum þöndum