Morgunblaðið - 07.11.2005, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ER FÆDDUR!
ÍSLENSKU SAKAMÁLASÖGUNNAR
KRÓNPRINS
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
4
9
1
5
KROSSTRÉEFTIR JÓN HALL STEFÁNSSON
KEMUR ÚT Á MORGUN
Fertugur arkitekt finnst lífshættulega
slasaður við sumarbústað sinn við
Þingvallavatn. Við rannsókn kemur í
ljós að hinn slasaði er flæktur í
þéttan vef svika og lyga þar sem
fjölskylda hans, ástkona og
samstarfsmenn eru bæði
fórnarlömb og þátttakendur.
EKKERT LÁT Á ÓEIRÐUM
Jacques Chirac, forseti Frakk-
lands, sagði í gærkvöldi eftir skyndi-
fund með æðstu ráðherrum landsins
að það væri „algert forgangsverk-
efni“ franskra stjórnvalda að koma á
lögum og reglu í borgum landsins
eftir óeirðir sem geisað hafa í ellefu
daga. Eru þetta mestu óeirðir í
Frakklandi í nær fjóra áratugi. Ekk-
ert lát var á ofbeldinu í gærkvöldi
eftir að óeirðirnar breiddust út um
helgina til nær allra helstu borga
landsins og til miðborgar Parísar.
Alls hafa 3.500 bílar verið brenndir
og lögreglan hefur handtekið yfir
800 manns vegna óeirðanna.
Mannskæður skýstrókur
AÐ minnsta kosti 20 manns létu
lífið þegar skýstrókur gekk yfir suð-
vesturhluta Indiana og norðurhluta
Kentucky í Bandaríkjunum í fyrri-
nótt. Óttast var að tala látinna
myndi hækka. Um 200 manns slös-
uðust í óveðrinu.
Ævaforn kirkja fannst
Fornleifafræðingar hafa fundið
leifar ævafornrar kristinnar kirkju,
ef til vill einnar þeirrar elstu í heim-
inum, undir fangelsi í bænum Megg-
ido í norðurhluta Ísraels. Hefur m.a.
fundist mósaíkmynd með grískri
áletrun þar sem segir að staðurinn
sé helgaður Jesú Kristi.
Vilhjálmur oddviti
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson varð í
1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík um helgina. Hanna
Birna Kristjánsdóttir lenti í 2. sæti
og Gísli Marteinn Baldursson í því 3.
Þær fimm konur sem gáfu kost á sér
komust allar í tíu efstu sætin.
Kísiliðjan seld
Landsvirkjun og landeigendur
Reykjahlíðar ehf. gengu í gær frá
kaupum Landsvirkjunar á eignum
og lóð Kísiliðjunnar í Reykjahlíð við
Mývatn. Með samningnum hefur
verið náð heildarsamkomulagi milli
aðila um nýtingu á svæðinu.
Bæjarfulltrúar héldu velli
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, varð í fyrsta sæti í próf-
kjöri Samfylkingarinnar í Hafn-
arfirði á laugardag fyrir sveit-
arstjórnarkosningar næsta vor. Ellý
Erlingsdóttir varð í 2. sæti og Guð-
mundur Rúnar Árnason varð í 3.
sæti. Allir bæjarfulltrúar Samfylk-
ingarinnar sem buðu sig fram náðu
kjöri.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 26/28
Fréttaskýring 8 Dagbók 30/34
Vesturland 11 Myndasögur 30
Viðskipti 12 Víkverji 30
Erlent 13 Staður og stund 31
Menning 17 Leikhús 33
Daglegt líf 14/16 Bíó 34/37
Umræðan 18/25 Ljósvakar 38
Bréf 25 Veður 39
Forystugrein 20 Staksteinar 39
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra segir að fyrirætlanir um uppbygg-
ingu framtíðarhúsnæðis fyrir Tilraunastöðina á
Keldum í Vatnsmýrinni sé ástæða þess að ekki
hafi verið veitt fjármagn til uppbyggingar á
Keldum, en ef sérstakar aðstæður kalli á aðstöðu
eins og möguleg koma fuglaflensunnar hingað til
lands verði auðvitað brugðist við því. Í Morg-
unblaðinu í gær kom fram að ekki hafi fengist
fjárveiting til uppbyggingar öryggisrannsókna-
stofu á Keldum í sex ár.
Þorgerður Katrín sagði að heilmikil vinna sé í
gangi varðandi málefni Tilraunastöðvarinnar á
Keldum og núna sé nefnd að störfum sem skipuð
hafi verið fyrr á þessu ári til að gera forathugun
á því hver húsnæðisþörfin sé. Eins og kunnugt
er hafi verið búið að ákveða að flytja Keldur og
það sé helsta ástæða þess að ekki hafi verið ráð-
ist í frekari uppbyggingu þar.
Tengist skipulagi háskólasjúkrahúss
„Það má í rauninni segja að við séum farin á
stað með því að huga að þessum flutningi Keldna
og það tengist meðal annars þessu skipulagi sem
var kynnt um daginn varðandi háskólasjúkra-
húsið og tengingu þar við,“ sagði Þorgerður
Katrín.
Hún sagði spurð að þegar sérstakar aðstæður
kæmu upp yrði kerfið auðvitað að geta brugðist
við því. Hins vegar hlytu allir að skilja að það
væri ekki rétt að fara að byggja upp umfangs-
mikla starfsemi á Keldum sem síðan yrði flutt í
miklu betra húsnæði innan fárra missera eða
ára, sem rúmaði þá miklu vísindastarfsemi sem
Keldur stæðu fyrir.
Hún sagðist á hinn bóginn taka heils hugar
undir að ef það vantaði eitthvað á aðstæður á
Keldum vegna hugsanlegrar komu fuglaflens-
unnar þá yrði það skoðað og samkvæmt þeim
upplýsingum sem hún hefði fengið eftir fyrir-
spurnir þar að lútandi ætti það að vera tiltölu-
lega lítið mál að koma til móts við þær þarfir um
rannsóknarumhverfi.
Menntamálaráðherra um öryggisrannsóknastofu á Keldum
Brugðist verður við
sérstökum aðstæðum
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
NÝLEGA kom út á Írlandi bókin
Ferðaþættir frá Írlandi og er um að
ræða þýðingu ferðaþátta Einars
Ólafs Sveinssonar prófessors. Einar
fór árið 1947 til Írlands og skrifaði í
kjölfarið ferðaþætti um Írland sem
birtust í Skírni
sama ár.
Segir Sveinn
Einarsson, sonur
Einars Ólafs, að í
hann hafi hringt
fornbókasali sem
rekur bókabúð í
Dyflinni og hann
spurt hvort gefa
mætti út þessa
ferðaþætti á gel-
ísku. Er sá maður einn af helstu for-
ystumönnum um varðveislu og
framþróun gelískrar tungu á Írlandi.
Síðar hafi komið í ljós að ferðaþætt-
irnir höfðu einnig verið þýddir á
ensku. Því varð úr myndarleg bók á
þremur tungumálum en allar grein-
arnar eru einnig á íslensku auk gel-
ísku og ensku. Skrifaði Magnús
Magnússon meðal annarra formáls-
orð.
Segir Sveinn að bókin hafi verið
kynnt í Þjóðarbókhlöðu Íra í Dyfl-
inni og þar hafi verið mættur mikill
fjöldi fólks. Að kynningu á bókinni
lokinni var haldið til þorpsins Teelin
í Donegal-héraði, en Einar Ólafur
lýsti þessum stað í ferðalýsingum
sínum. Afhjúpaði landbúnaðarráð-
herra Íra þar minnismerki eftir Pál
Guðmundsson frá Húsafelli um ferð-
ir papa frá Teelin til Íslands. Þá hélt
Haukur Ólafsson frá sendiráðinu í
London ræðu að afhjúpuninni lok-
inni.
Auk þessara viðburða var haldið
málþing um stöðu írskunnar í dag og
tengsl Íslendinga og Íra að fornu og
nýju.
Kveðst Sveinn það hafa komið sér
á óvart hversu mikið hafi verið gert
úr þessari bókaútgáfu. Sagði hann
skemmtilegt hversu miklu máli sam-
skipti Íra og Íslendinga skiptu Íra og
vildu menn gjarnan treysta þau
traustari böndum.
Ferðaþættir Einars
Ólafs Sveinssonar
gefnir út á gelísku
Morgunblaðið/Jim Smart
Ferðaþættir frá Írlandi, á kápunni
sést minnismerkið um papa eftir
Pál Guðmundsson frá Húsafelli,
sem nýlega var afhjúpað á Írlandi.
Sveinn Einarsson
GESTIR heitu potta Laugardalslaugar lesa smásögur eftir Arndísi Þór-
arinsdóttur. Munu sögurnar flakka á milli potta sundlauga Reykjavíkur í
vetur og eru þær liður í Unglist 2005.
Morgunblaðið/Golli
Lesið í lauginni
FRÆÐSLA og áróður um áfengi
hafa lítil áhrif meðal skólanemenda
og ef slík fræðsla hefur áhrif fjara
þau fljótlega út. Kom þetta fram í
máli Robin Room, áfengis- og vímu-
varnarráðgjafa, en hann hélt fyrir-
lestur á vegum Lýðheilsustöðvar ný-
lega. Í fyrirlestrinum kom fram að
fræðsla breyti viðhorfum til áfengis
og annarra vímuefna en raunveruleg
neysla þessara efna minnkar ekki að
neinu marki til lengri tíma litið.
Þetta hafi fjöldi alþjóðlegra rann-
sókna sýnt. Því svari skólafræðsla og
upplýsingaherferðir um áfengi og
gegn því ekki kostnaði.
Það er hins vegar áhrifamikið að
stjórna aðgengi og stýra notkun
áfengis til að hafa áhrif á neysluna
með t.d. lágmarksaldri kaupenda,
ríkiseinkasölu og takmakaðan sölu-
tíma.
Anna Elísabet Ólafsdóttir, for-
stjóri Lýðheilsustöðvar, segir að að
mörgu leyti standi Ísland ágætlega
hvað áfengisstefnu varðar, en skatt-
ar á áfengi hafi þó ekki hækkað í
raun vegna verðbólgu. Helsta
áhyggjuefnið sé unga fólkið og
markmiðið sé að laga til drykkju-
mynstur þannig að minna verði um
fyllerí.
Segir fræðslu um áfengi
hafa lítil áhrif á neyslu
Áhrifamikið/9