Morgunblaðið - 07.11.2005, Side 8

Morgunblaðið - 07.11.2005, Side 8
8 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dansi, dansi, dúkkurnar mínar. Auðvitað gengurþetta, en hins veg-ar er ekki nóg af tollvörðum,“ segir Aðal- steinn Guðmundsson, deildarstjóri tollgæslu Sýslumannsembættisins á Eskifirði. Umdæmið spannar allar hafnir S- Múlasýslu, frá Mjóafirði suður á Djúpavog. „Það eru hér tvær aðaltollhafn- ir, Eskifjarðarhöfn og Norðfjarðarhöfn, sem eru þær hafnir þar sem skip- um er gert að koma til tollafgreiðslu, hvort sem um er að ræða inn- eða út-af- greiðslur. Hins vegar stöndum við ekki í vegi fyrir því óski skip eftir að koma í aðrar hafnir svo sem á Reyðarfjörð, þar sem allur helsti innflutningur á sér stað varðandi álverið. Þau geta þó þurft að hlíta okkar áætlun varðandi tollaf- greiðslutíma og fleira.“ Ítrekað hefur verið reynt að fá til embættisins annan tollvörð því tvö stöðugildi tollvarða eru fyrir hendi hjá sýslumanninum á Eski- firði. „Við erum að leita að manni og höfum auglýst tvisvar,“ segir Aðalsteinn. „Hér er bara svo mikil þensla og ríkið stendur halloka í svoleiðis uppgangi.“ Hann segir þó að gangi eftir atvikum vel að sinna eftirliti og leit. Þyrfti fjóra tollverði „Hjá embættinu er starfsmaður á skrifstofu í hálfu starfi sem að- stoðar við þjónustuhlutann á skrifstofunni og það léttir töluvert undir, sem síðan gerir mér kleift að vera á vettvangi og sinna eftir- liti og leit. Við förum í öll skip sem koma eða fara frá landinu og í því er fólgið heilmikið eftirlit. Þar að auki höfum við fíkniefnaleitar- hund innan embættisins sem er óspart notaður með góðum ár- angri. Eins eru farmskrár skoð- aðar og mikil vinna unnin rafrænt við tölvuna. Í þeirri vinnu fer ákveðin áhættugreining fram sem ræður því svo hvað er skoðað og hvað ekki.“ Tollvörðurinn nýtur aðstoðar lögreglunnar þegar mikið er að gera og í sameiningu er þannig sinnt margvíslegu eftirliti í góðri samvinnu. Það er þó full þörf á að fá hingað annan tollvörð og nóg störf fyrir fleiri; á Austurlandi öllu þyrftu að starfa hið minnsta fjórir tollverðir ef vel ætti að vera.“ Ekki búist við aukningu Hann segir að í umdæminu öllu hafi tollafgreiðslur skipa verið 486 talsins allt árið í fyrra, en eru orðnar um 600 það sem af er þessu ári. „Ef við miðum við ágúst nú og í fyrra þá voru þær 353 á síðasta ári, en 537 í ár sem er 52% aukning. Ég er ekki viss um að skipakomum eigi eftir að fjölga svo mjög á næstunni og líklegast mun fjöldi afgreiðsla standa í stað um einhvern tíma. Þeir í Kára- hnjúkum segja t.d. að nú stefni í aukinn útflutning hjá þeim á því sem þeir eru búnir að flytja inn. Það krefst minna eftirlits hjá okk- ur heldur en með því sem kemur inn, þar sem eftirlit með innflutn- ingi krefst nákvæmari skoðunar eins og t.d. að bera reikninga sam- an við vöruna, tollflokka og sann- reyna uppruna svo fátt eitt sé tal- ið og að sjálfsögðu að koma í veg fyrir smygl þegar svo ber undir. Það verða í raun ekki svo margar skipakomur vegna byggingar ál- versins, þó er innflutningur gríð- arlegur hér og voru innheimt að- flutningsgjöld hjá embættinu í fyrra um 2,4 milljarðar kr. Eins má ekki gleyma öllum erlendu fiskiskipunum sem hingað koma og þeim íslensku þegar þau hafa verið að landa afla í útlöndum. Ferjutollun umfangsmikil Sérstaða Seyðisfjarðar felst í hinum mikla farþegafjölda sem fer þar í gegn, einkum yfir sum- artímann. Norröna siglir núorðið allt árið með fólk, farartæki og fragt. Jóhann Freyr Aðalsteins- son er yfir tollgæslunni á Seyðis- firði. Hann nýtur aðstoðar toll- varðar Eskifjarðarembættisins, fíkniefnahundsins og gæslumanns hans og lögreglu. Jafnframt vinna menn úr Reykjavík við tollgæsl- una, sem er mjög umfangsmikil, einkum á háannatíma að sumri. Tollgæslan er talin ágætlega skil- virk á Seyðisfirði og ekki er óal- gengt að tollgæslumenn finni smygl af ýmsu tagi hjá farþegum, auk þess sem nokkuð hefur borið á flóttafólki með skipinu og þurfa mál þess sérstakrar úrlausnar. Á tímabili voru tveir tollverðir á Seyðisfirði, en hefur fækkað aftur í einn. „Stundum er nægur mannskap- ur og í annan tíma hefur lítið mátt út af bera til að allt færi í handa- skolum,“ segir heimildamaður Morgunblaðsins. „Það er fárán- legt að á sama tíma og á Austur- landi er byggð virkjun og álver með tilheyrandi þenslu, sé skorið niður hjá sýslumannsembættinu á Seyðisfirði,“ segir heimildarmað- urinn. Á flugvellinum á Egilsstöðum virðist tolleftirlit ganga skaplega, þar eru þokkalegar aðstæður til eftirlits, m.a. gegnumlýsingar- tæki fyrir farangur, sem ekki er í tollafgreiðslu Norrönu og nægur mannskapur til að sinna af- greiðslu vegna millilandaflugs. Fréttaskýring | Áhyggjur eru af ónógri tollgæslu á Austurlandi Tollgæslan á harðaspretti Tollgæslan vill fleiri menn en segir eftirlit viðunandi þrátt fyrir annríki Eskifjarðarhöfn þar sem oft er annríki. 52% aukning á toll- afgreiðslu frá fyrra ári  Vegna vaxandi umsvifa og íbúafjölgunar á Mið-Austurlandi hafa spurningar vaknað um skil- virkni tollgæslu í höfnum þar. Rætt er um að þeir tveir toll- verðir sem starfa á svæðinu anni ekki eftirliti, þrátt fyrir að njóta m.a. aðstoðar lögreglu við toll- afgreiðslur. Tollgæslan sé að mestu pappírsvinna og miðað við öll þau umsvif sem eru á Austur- landi um þessar mundir standi þar allar gættir opnar. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is SAMKVÆMT mánaðarlegri verð- könnun SÁÁ á ólöglegum fíkniefn- um hafa litlar verðbreytingar átt sér stað á síðustu vikum og mánuðum. Á síðustu fimm árum hefur verð hins vegar lækkað umtalsvert og má nefna að hinn 28. september árið 2000 kostaði eitt gramm af hassi 2.210 krónur en kostar 1.920 krónur í dag. Þá kostaði e-pilla 3.000 krónur fyrir fimm árum en kostar 1.920 krónur í dag, eins og hassið. Verðkönnunin er gerð meðal allra innritaðra sjúklinga á Vogi sem heilsu hafa til og athugað hversu margir þeirra hafi keypt umrædd efni á síðustu tveimur vikum og hvaða verð hafi verið greitt fyrir þau. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að reynt sé að túlka niðurstöður þessara kannana út frá því hvað sé að gerast í samfélaginu hverju sinni. „Þetta er þróaður markaður og við erum hissa á hvað verðið er stöð- ugt,“ segir hann. „Það veldur manni umhugsun og rennir stoðum undir það sem menn segja um að þarna séu talsverðir fjármunir í húfi. Skipulagið á markaðinum er orðið talsvert mikið og menn virðast nýta sér alla hugsanlega tækni til að halda honum gangandi. Þetta virðist allt vera mjög þróað.“ Framboð á efnum mikið núna Verðlækkunin á efnunum undan- farin fimm ár virðist vera umtals- verð og Þórarinn segir verð vera lágt núna. Þá segir hann að samfara lækkun á e-pillunni hafi færst í vöxt að ungt fólk noti efnið reglulega. „Það er tvennt sem virðist ráða verðinu,“ segir Þórarinn. „Annars vegar er það eftirspurnin og hins vegar framboðið. Framboðið virðist vera talsvert mikið núna og það þarf kannski að berjast með öflugri hætti við að minnka eftirspurnina.“ Þórarinn segir að verð á hassi og e-pillum hafi verið svipað í nokkuð langan tíma og segir aðspurður hætt við að sé verð hið sama aukist líkur á að fólk leiðist út í neyslu sterkari efna. „Svo er samt spurning hvað eru sterk efni í huga fólks, það er skil- greiningaratriði,“ segir hann. „Ég hugsa að margt ungt fólk líti ekki á e-pilluna sem sterkt efni þótt menn hafi af þessu efni miklar áhyggjur. Menn virðast hafa aðra sýn á þetta unga efni og oft er maður hissa á hvað unga fólkið veit lítið um þessi mál.“ SÁÁ gerir mánaðarlega verðkannanir meðal sjúklinga Ólögleg fíkniefni hafa lækkað í verði á seinustu árum Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is TAFLFÉLAG Reykjavíkur veitti á laugardaginn þeim unglingum sem best hafa staðið sig og sýnt mestar framfarir á mótum og æfingum, á fyrsta fjórðungi vetrarstarfsem- innar, viðurkenningu. Á laugardaginn var einnig teflt mót þar sem allir helstu sigurveg- arar móta í september og október leiddu saman hesta sína. Á því móti sigraði hinn 14 ára Daði Ómarsson með því að vinna alla andstæðinga sína. Viðurkenningar í flokki 10 ára og yngri hlutu: 1. Friðrik Þjálfi Stefánsson 20,5 stig 2. Breki Ingibjargarson 18,5 stig 3. Arnar Geir Geirsson 9,5 stig Í flokki stúlkna: 1. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir 18 stig 2. Stefanía Bergljót Stefánsdóttir 15 stig 3. Gyða Katrín Guðnadóttir 10 stig Í opnum flokki: 1. Daði Ómarsson 34 stig 2. Matthías Pétursson 30 stig 3. Friðrik Þjálfi Stefánsson 20,5 stig. Vakti sérstaka athygli sá árangur Friðriks Þjálfa að ná 3. sæti í opnum flokki, þar sem hann er aðeins 9 ára gamall. Fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur og framfarir við taflborðið Ungmennin sem fengu viðurkenninguna hjá TR, frá vinstri: Arnar Geir Geirsson, Breki Ingibjargarson, Matthías Pétursson, Friðrik Þjálfi Stefáns- son, Gyða Katrín Guðnadóttir,Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, Stefanía Bergljót Stefánsdóttir, Daði Ómarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.